Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 37  Fleiri minningargreinar um Pétur Helga Guðjónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Pétur Helgi Guð-jónsson fæddist í Sandgerði 27. júní 1962. Hann lést af slysförum föstudag- inn 4. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Guðjón Aðal- steinn Sæbjörnsson frá Nýjabæ í Bakka- firði, f. 7. apríl 1924, d. 16. desember 1993,og kona hans Guðrún Pétursdóttir frá Hvammstanga, f. 28. ágúst 1939. Systkini Péturs Helga eru: 1) Þóra Björg Guðjóns- dóttir, f. 10. apríl 1961, maki Ingi Rúnar Sigurðsson, f. 19. janúar 1959. Börn: Aðalheiður Guðrún Halldórsdóttir, f. 28. maí 1980, Óskar Pétur Jenssen, f. 26. mars 1983, Jóhann Hermann Ingason, f. 19. nóv. 1984, Ragnar Sæbjörn Ingason, f. 28. febrúar 1989. 2) Óskar Þór Guðjónsson, f. 17. maí 1964, maki Líney Sjöfn Baldurs- dóttir, f. 8. janúar 1966. Börn: Óð- inn Már Óskarsson, f. 4. mars 1992, Freyja Rún Óskarsdóttir, f. 23. júní 1994, Iða Brá Óskarsdótt- ir, f. 28. okt. 1998. 3) Auðbjörg Laufey Guðjónsdóttir, f. 3. des. 1966, maki Halldór Viðar Svein- björnsson, f. 24. júní 1959. Börn: Vigdís Pála Þórólfsdóttir, f. 5. maí 1986, Almar Viktor Þórólfsson, f. 20. janúar 1988, Sveinbjörn Halldórs- son, f. 11. júní 2003. 4) Lilja Guðjónsdótt- ir, f. 13. febrúar 1968, maki Þórir Björn Hrafnkelsson, f. 18. maí 1963. Börn: Sigurlín Lovísa Er- lendsdóttir, f. 30. des. 1986, Guðjón Snær Þórisson, f. 7. apríl 2000. Eiginkona Péturs Helga var Hrönn Hilmarsdóttir, f. 29. desember 1964, for- eldrar hennar eru Hilmar Ágústs- son, f. 7. júní 1928, og kona hans Árný Friðgeirsdóttir, f. 14. júní 1934. Systkini Hrannar eru: 1) Ágúst Hilmarsson, f. 30. okt. 1950, maki María Ketilsdóttir og eiga þau tvö börn, Hilmar Ágúst og Fjólu Maríu. 2) Jóhanna Hilmars- dóttir, f. 21. nóv. 1959, maki Birk- ir Már Ólafsson, f. 7. mars 1949, og eiga þau þrjú börn, Árnýju Söndru, Ernu og Örvar Snæ. Pét- ur Helgi og Hrönn eignuðust þrjú börn. Þau eru: Hilmar Pétursson, f. 20. ágúst 1988, Guðrún Sif Pét- ursdóttir, f. 19. apríl 1990, og Að- alsteinn Pétursson, f. 2. sept. 1997. Útför Péturs Helga fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 16. Elsku hjartans ástin mín. Söknuð- ur minn er meiri en nokkur orð fá lýst. Þakka þér þær yndislegu stund- ir sem við fengum að eiga saman. Ég veit að Guð mun leiða okkur aftur saman, ástin mín, þó að það verði ekki strax. Þú ert steinn á ströndu minni, stjarnan sem að björtust skín. Já, ég fann við fyrstu kynni fegurð þína ástin mín. Þú ert hafið sem mig hemur, heilagur eins og leyndarmál. Þú ert eins og kvöld sem kemur, og kveikir þrá í minni sál. Fegurðin, allt sem þú ert, allt sem minn hugur fær snert. Þessi saga sem í hjarta mitt er skráð. Hamingja, allt sem þú ert, og þú veist hvað ég get nú gert. Þú ert ástin mín, já allt sem ég hef þráð. Allt það sem mig áður skorti, enda loks mín þjáning tók. Þú ert lof sem lífið orti, ljóð í ótrúlegri bók. Þú ert bál í brjósti mínu, bjartur þú sindrar eins og glóð. Fagurt orð í fínni línu, og fullur af krafti eins og ljóð. (Þýðing: Kristján Hreinsson.) Þín elskandi eiginkona. Föstudagurinn 4. júní gekk í garð sólríkur og fagur. Gleði var í hjarta okkar því framundan var góð helgi. Við ætluðum að koma saman og gera okkur glaðan dag á laugardagskvöld- ið í tilefni af sjómannadeginum. Á föstudagskvöldið barst okkur sú hræðilega frétt að Pétur Helgi hefði látist af slysförum. Gleðin breyttist í sorg í einni svipan. Elsku Pétur, við munum sakna þín sárt og geyma minningarnar í hjarta okkar að eilífu. Við þökkum fyrir allar þær yndislegu samverustundir sem við áttum sam- an. Elsku Hrönn, Hilmar, Guðrún Sif og Aðalsteinn. Við biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þú varst okkar bjartasta blóm, birtan sem heitast við þráðum, brosið þitt blítt gat brætt allt og þítt, þitt augnaráð var yndislegt og hlýtt. Þú varst okkar himinn og haf, hugur okkar alltaf þig dáði. Hjarta þitt heitt gat hamingju veitt. Þú fórst og núna eigum við ekki neitt. Víst varstu vinur okkar í raun, þú veittir okkur gleði og hlýju. Þú varst tryggur og trúr, já við tignum þig nú og sem ljós okkar drauma lifir þú. Návist þín veitti okkur von og vissu um eilífa sælu. Svo himneskur og heitur, já hugur okkar veit að við yndislegri veru aldrei litum. (Þýð. Kristján Hreinsson.) Hilmar Ágústsson, Árný Friðgeirsdóttir, Birkir Már Ólafsson, Jóhanna Hilm- arsdóttir, börn, barnabörn og tengdasynir. Þegar mér barst sú fregn að félagi minn og vinur Pétur Helgi Guðjóns- son væri mikið slasaður og skömmu síðar látinn fór um mig skrítin tilfinn- ing með óteljandi minningum, níst- andi tómleika og söknuði. Pétur Helgi var fæddur og uppalinn í Sand- gerði í Norðurbænum, næstelstur systkina sinna en þau eru Þóra, Ósk- ar, Laufey og Lilja. Sem ungur drengur sótti Pétur mikið til föður síns, sem var vélstjóri í frystihúsinu, en þaðan var stutt í fjör- una og bryggjuna en þetta var leik- svæði krakkanna á bernskuárunum. Sjórinn heillaði Pétur ungan. Út um gluggann heima hjá sér hafði hann séð úthafsölduna koma með ógnarkrafti yfir hafið og skella á ströndinni. Pétur vissi að til þess að geta sótt sjóinn þurfti að sigla á milli þessara stóru brimskafla sem gera menn bæði sterkari og sveigjanlegri og var það honum hvatning til þess að verða sjómaður, en ungur tók hann að sækja sjóinn, fyrst sem háseti, síðar sem vélstjóri og skipstjóri. Pétur kom til mín sem vélstjóri á mb. Guðfinn KE 19. Sá ég að þar fór bráðlaginn drengur sem bar um- hyggju fyrir öllu því er hann tók sér fyrir hendur, dugnaðarforkur sem hlífði sér hvergi, sama hvað gekk á. Hann var með mér óslitið alla tíð síð- an og reyndist sérstaklega vel. Marg- ar minningar um það leita á, þegar við vorum að fara út og inn í Sand- gerðishöfn í Sundið í svartasta skammdeginu, þegar brotin voru á bæði borð svo ekki mátti muna mörg- um metrum. Ár eftir ár vorum við saman við þessar aðstæður og auðvit- að líka óteljandi lygna sólardaga. Já, margar ánægjustundir áttum við á þessari 17 ára samferð, á sjónum í vinnunni, í fríum á ferðum um landið og erlendis. Stundum tveir saman, stundum fjölskyldurnar og stundum áhöfnin öll og skyldulið, þannig var þetta. Þegar Guðfinnur var seldur fyrir tveimur árum lét ég smíða 15 tonna hraðfiskibát og kom Pétur með mér yfir á hann. Skömmu síðar tekur Pét- ur 30 tonna skipstjórnarréttindi og hefur hann verið skipstjórinn á þeim bát síðan, sem einnig heitir Guðfinn- ur KE 119. Pétur reyndist sérstak- lega góður skipstjóri og fiskaði mjög vel. Hann var léttur í lund, hafði góðan og hnyttinn húmor fyrir lífinu. Eftir að ég var hættur til sjós og Pétur tek- inn við spurði ég hann eitt sinn: „Hvernig var að hlusta á röflið í mér öll þessi ár?“ Þá horfði hann á mig sposkur á svip, sagði svo ofurrólega: „Diddi, ég hlustaði aldrei á þig.“ Alltaf var gott að leita til Péturs, bæði á sviði vinnu og vinskapar. Hjálpsamur var hann við alla er til hans leituðu. Oft og mörgum sinnum aðstoðaði hann mig við að koma hinu og þessu saman, sem krafðist lagni og útsjónarsemi. Pétur kynntist Hrönn Hilmars- dóttur 1985 og hófu þau búskap að Suðurgötu 15 í Sandgerði. Þau giftu sig 26. júlí árið 1999. Hefur hún stað- ið við hlið eiginmanns síns eins og klettur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Eiga þau hjónin þrjú börn; Hilmar, Guðrúnu og Að- alstein. Samheldni hjónanna bar af á öllum sviðum og hefur heimili þeirra verið fyrirmyndar heimili. Það var fallegur dagur, föstudag- urinn fjórði júní. Pétur var kominn heim í helgarfrí og ætlaði að eiga notalega stund með fjölskyldu sinni um sjómannadagshelgina. Hann og Hrönn komu heim til mín um kl. 16 þennan örlagaríka dag, spegilsléttur sjórinn glitraði fyrir augum okkar, himinninn óendanlega tær og fallega blár, og þau hjónin hjápuðu mér að koma garðsláttuvélinni saman, böðuð í sólskininu, ástfangin og sælleg. Sú fallega mynd mun aldrei líða mér úr minni. Ég er líka þakklátur fyrir það hvað við Pétur kvöddumst vel þenn- an dag. Ég hef hugsað um það síðan hvað vegir Guðs eru órannsakanleg- ir. Því aðeins þremur tímum eftir þessa kveðjustund er allt lífið búið. Eftir situr fjölskyldan, vinir og fé- lagar, samstarfsmenn til margra ára, orðlaus. En við eigum minningarnar um góðan dreng sem vildi gera öllum gott enda var hann vinmargur. Kannski eigum við eftir að taka þráðinn upp að nýju og kannski á ég eftir að róa hjá honum síðar, það er gott að vita til þess að góður drengur tekur ef til vill á móti spottanum þeg- ar við sem eftir lifum siglum í þá höfn sem Pétur hefur nú náð. Elsku Hrönn, Hilmar, Guðrún og Aðalsteinn. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Guð leiði ykkur í gegnum erfiða tíma. Sigurður Friðriksson. Það er svo margt, sem virðist valt í veröld sem er þín og stöðug leit er lífið allt að ljósi er fegust skín. Ó, Kristur minn við krossinn þinn ég krýp sem lítið barn. Verndaðu, drottinn, veginn minn ef verð ég efagjarn. Ég trúa vil, já, trúa á þig ó, tak mig enn í sátt, í leit minni, æ, leiddu mig um lífið dag og nátt. (Friðbert Pét.) Með þessu ljóði viljum við kveðja vin okkar Pétur, sem við söknum sárt en geymum góðar minningar um í hjarta okkar. Elsku Hrönn, Hilmar, Guðrún, Steini og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk. Hörður og Málfríður. Jæja, kæri vinur. Hvað á maður að segja núna? Ég er svo orðlaus að einhvern tím- ann hefðir þú sparkað í mig til þess að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Ég var staddur inni á hálendi þegar ég fékk þær sorgarfréttir að þér hefði verið kippt frá okkur. Það fyrsta sem flaug í hugann var að rjúka upp í bíl og keyra heim til þess að geta verið sem næst þér, en þá var eins og einhver segði við mig að þú kæmir ekki til baka þótt ég hentist til byggða, og kláraðu það sem þú ert að gera, komdu svo. Þær ótal mörgu minningar sem runnu í gegnum hugann á meðan ég beið eftir að komast heim rúmast ekki fyrir hér, kæri vinur. Allt það sem við brölluðum saman dag eftir dag var alveg ótrúlegt, já dag eftir dag því á þessum tíma vorum við eins og einn, enda var það svoleiðis að mamma þín kallaði okkur alltaf „strákana mína“. Okkur leiddist aldr- ei, enda sást þú yfirleitt til þess að það væri nóg að gera. Ef það var ekki í skúrnum að grúska í mótorum þá var það að prófa eitthvað sem þú varst nýbúinn að gera við eða laga. Það var alveg með ólíkindum hvað þú gast fengið til að virka en eins og allir vita sem þekktu þig var það þitt yndi að snúast í kringum vélar og farar- tæki af öllum stærðum og gerðum. Fiatinn, eða Fifatið eins og við köll- uðum hann, var fyrsti bíllinn sem lenti í þinni meðhöndlun og var oft legið í honum fram undir morgun til þess að hægt væri að komast á hon- um á rúntinn kvöldið eftir. Síðan kom Ford Torino og þá vorum við sko komnir með bíl sem ekki var dóna- legt að sýna sig á. Þeim fannst það ekki leiðinlegt, foreldrum þínum, að hlusta á okkur kjánana sitja og segja sögur af ýmsu sem við höfðum gert; mamma þín skellihlæjandi og sá gamli kímdi og hafði gaman af þó svo að hann segði ekki mikið en svipurinn sagði allt sem segja þurfti. Þær voru svo margar stundirnar, elsku vinur, sem við áttum saman og einkenndust þær allar af glettni, stríðni og eintómri skemmtun, en svoleiðis var það bara hjá okkur, bara gaman. Þegar tíminn leið og við stofnuðum okkar fjölskyldur og fórum að sinna skyldum heimilisins þá, eins og svo oft vill verða, fórum við að sigla sinn í hvora áttina en samt fylgdumst við alltaf hvor með öðrum, kannski svona aðeins til þess að við færum nú ekki að gera neina vitleysu eftir að hafa fylgst hvor með öðrum upp á hvern einasta dag. Núna sit ég, kæri vinur, og velti því fyrir mér hvers vegna í ósköpunum þú varst kallaður til hans sem öllu ræður og það svona snögglega, en ég reyni að hugga mig við að það hlýtur að hafa verið mjög aðkallandi verk- efni sem hann hefur ætlað þér og ekki treyst hverjum sem var fyrir því. Vegir hans eru órannsakanlegir en helst hallast ég að því að einhver mikilvægur vélabúnaður hafi ekki virkað sem skyldi. Það er með miklum söknuði að ég kveð þig, kæri vinur, en minningin um þig kemur til með að ylja mér um hjartaræturnar um ókomna tíð eða allt þar til við hittumst aftur og setj- umst saman niður og rifjum upp skemmtilega tíma. Góður Guð, ég vil biðja þig að vaka yfir og veita Hrönn og börnunum, þeim Hilmari, Guðrúnu og Aðal- steini, allan þann styrk sem þér er máttugur í þessari miklu sorg sem nú steðjar að og létta þeim sporin sem framundan eru. Þér, elsku Pétur, vil ég þakka fyrir allar okkar stundir saman Það er mér mikill og sannur heiður að hafa fengið að kynnast eins mikilli per- sónu og þér, enda varst þú alveg gull af manni og alltaf reiðubúinn til alls. Ég og fjölskylda mín biðjum fyrir þér, kæri vinur. Gunnar, Kristín og dætur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku vinur, megi Guð geyma þig. Eiginkonu, börnum, móður, systk- inum og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björn Kjartansson og fjölskylda. Þeir komu til Siglufjarðar eins og farfuglarnir sjómennirnir frá Sand- gerði í júní sl. og byrjuðu að róa. Lín- an var beitt í Sandgerði og keyrð norður á litlum pallbíl, sem fór suður aftur með bjóðin til beitningar fyrir næsta róður. Ég kynntist Pétri þegar hann kom til Siglufjarðar sl sumar á mb. Guð- finni KE 119 og spjallaði oft við hann og félaga hans á bryggjunni, sérstak- lega þegar þeir komu til löndunar oft- ast með góðan afla og alltaf hressir og kátir. Ég komst að því að Pétur var kvæntur Hrönn Hilmarsdóttur héð- an frá Siglufirði, þannig að hann átti frá Siglufirði góðar minningar. Mér þótti vænt um hvað hann bar Siglfirðingum gott orð fyrir hvernig þeir tóku á móti þeim sjómönnunum frá Sandgerði, sem fóru frá konu og börnum til að róa héðan. Allir vildu vera þeim innan handar. Þeir settu líka svip á bæinn sem eftir var tekið. Þannig komu þeir fullir af bjartsýni og fiskuðu vel á hefðbundnum miðum fyrir Norðurlandi. Bjartsýni þeirra var smitandi. Ég minnist þess að ég kom um borð til Péturs sl haust og spurði hann hvar hann hefði verið að fiska, þeir voru að landa góðum afla. Pétur sagði mér að líta í „plotterinn“, þar sæi ég það. Ég stökk um borð, vildi ekki láta sem ég gæti ekki áttað mig á því. Síðan fiktaði ég eitthvað í leið- arritanum og var kominn eftir stutta stund niður til Afríku, laumaðist ég þá frá borði. Þetta var rifjað upp þegar Pétur kom norður í júní, þá var mikið hleg- ið, þegar upp komst að það var ég sem hafði stillt tækið vitlaust. Bryggjuspjall er eitthvað sem menn njóta á stöðum eins og Siglu- firði og eflaust er það eins í Sand- gerði, þar eru málin rædd og menn skiptast á skoðunum. Sjómenn frá Siglufirði sóttu mikið suður á vertíðir hér áður fyrr, m.a. til Sandgerðis þar sem nú ríkir sorg. Við finnum til þeg- ar menn falla frá í blóma lífsins. Pétur fór heim til að vera heima á sjómannadaginn og vera hjá fjöl- skyldunni, hann kemur ekki aftur norður. Ég mun sakna hans þegar bátur- inn hans kemur að landi á Siglufirði hlaðinn afla og hann ekki lengur við stýrið. Íslensk sjómannastétt hefur misst dugmikinn skipstjóra, sem ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast, þótt þau kynni væru stutt. Ég sendi Hrönn, börnunum, að- standendum og vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Sverrir Sveinsson. PÉTUR HELGI GUÐJÓNSSON Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.