Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 21
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 21 1. flokki 1989 – 55. útdráttur 1. flokki 1990 – 52. útdráttur 2. flokki 1990 – 51. útdráttur 2. flokki 1991 – 49. útdráttur 3. flokki 1992 – 44. útdráttur 2. flokki 1993 – 40. útdráttur 2. flokki 1994 – 37. útdráttur 3. flokki 1994 – 36. útdráttur H V ÍT A H Ú S IÐ / Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 2004. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV, þriðjudaginn 15. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 Djúpivogur | Skógræktarfélag Djúpavogs var stofnað 1952. Það voru þeir Trausti Pétursson, Þorsteinn Sigurðsson og Þorsteinn Sveinsson sem stofnuðu félagið og hófust strax handa við að gróðursetja á Búlandsnesi. Í dag er þar mynd- arlegur skógur sem býr yfir sérstaklega miklum töfrum sakir hárra kletta og sérkennilegs lands- lags. Rétt fyrir utan skógræktina býr núverandi formaður Skógræktarfélags Djúpavogs, Ragn- hildur Garðarsdóttir, ásamt eiginmanni sínum Sigurði Guðjónssyni. Fréttaritari Morgunblaðsins heimsótti þau hjón einn blíðviðrisdaginn á heimili þeirra, sem ber nafnið Askur. Ógrisjaður eftir 52 ára vöxt Ragnhildur Garðarsdóttir tók við formennsku árið 1994 og hefur nú starfað fyrir félagið í 10 ár. Á þessum árum hefur skógræktin tekið miklum stakkaskiptum en þau hjón hafa, ásamt fleirum, unnið hörðum höndum að því að gera skóginn að sannkallaðri útivistarparadís. „Mér féllust nú eiginlega hendur þegar ég tók til starfa sem formaður félagsins,“ segir Ragn- hildur. „Þar hafði aldrei verið grisjað, aðeins gróðursett sl. 52 ár. Hvergi var hægt að ganga um skóginn, svo þéttur var hann. Ég var tvö ár að safna kröftum til að hefjast handa en eftir að við hjónin byrjuðum var ekki aftur snúið. Við ein- beittum okkur í fyrstu að því að grisja sem mest svo trén fengju birtu og hægt væri að ganga um skóginn. Seinna fórum við svo að leggja göngu- stíga með kurli sem við fáum frá Hallormsstað. Smám saman hefur okkur tekist að byggja þetta upp og nú er svo komið að hér stoppa mjög margir ferðamenn til að skoða skóginn og nýta þá jafnvel bekki og borð til snæða nestið sitt.“ Skógurinn skartar listaverkum En það eru fleiri en ferðamenn sem nýta sér að- stöðuna í skógræktinni því heimamenn eru þar líka fastagestir. Sú hefð hefur skapast að leik- skólabörnin setja upp listaverkasýningu í skóg- inum í kringum Jónsmessuna sem kölluð er „Skreytum skóginn“. Þar hjálpast börn og full- orðnir við að koma fyrir myndum sem börnin hafa málað ásamt myndskreyttum steinum, sem raðað er eftir stígunum. Það er notalegt að ganga um skóginn á bjartri júnínóttu, skoða listaverk og heyra veikan bjölluhljóm úr heimagerðum bjöll- um sem börnin hafa komið fyrir í trjánum. Grunn- skólanemendur fara líka reglulega í skóginn og nú stendur til að nemendur í 6. bekk aðstoði Ragn- hildi og hennar fólk við að bera áburð á trén fyrir sumarið. Drumbar öðlast nýtt líf En hvaðan hefur Ragnhildur þennan brennandi áhuga á skógrækt? „Þegar ég var ellefu ára kom Einar Jóhannsson bóndi á Geithellum í heimsókn til okkar og gaf mér nokkrar plöntur sem ég mátti gróðursetja. Ég man ennþá tilfinninguna og síðan þá hef ég haft endalausan áhuga á ræktunar- málum,“ svarar Ragnhildur. Garður þeirra hjóna er ævintýraheimur út af fyrir sig en þar hafa þau komið fyrir ýmsum lista- verkum sem þau hafa sjálf búið til. Bæði hafa þau mikinn áhuga á hlutum úr náttúrunni og hafa safnað ýmsu í gegnum tíðina. Má þar nefna fallegt steinasafn og rekaviðardrumba sem hafa fengið nýtt líf í höndum þeirra. Ragnhildur hefur einnig ræktað upp fallegar plöntur, m.a. frá Kanada og Austurríki. En þau hjón gera fleira en að sinna skógrækt því á sumrin stunda þau sjóinn á smábátnum Sillu sem þau hafa átt í mörg ár. „Áður fyrr stunduðum við sjóinn allan ársins hring en nú róum við bara á sumrin. Mér finnst best að skella mér beint í ræktina þegar ég kem heim af sjónum, það er mín besta afslöppun,“ segir Ragnhildur. Nýtt ræktunarsvæði við Merki Hvað er svo framundan hjá Skógræktarfélagi Djúpavogs? „Undanfarin tvö ár höfum við ekkert gróðursett vegna þess að ekki hafa verið til pen- ingar til að girða nýja ræktunarsvæðið við Merki. Nýlega veitti Landgræðslusjóður félaginu tvö- hundruð þúsund króna styrk til að girða og nú er verið að undirbúa þá vinnu. Sveitafélagið styrkti okkur einnig um annað eins sem á eftir að koma sér vel.“ Það var Skarphéðinn Smári Þórhallsson sem lagði fram tillögur um ný ræktunarsvæði en hann hafði samband við skógræktarfélagið og hafði áhuga á að vinna með því að þessu verkefni. Ragn- hildur reiknar með að það taki 4–5 ár að planta í þetta svæði. „Við höfum nú þegar fengið þrjú þús- und plöntur frá Landgræðslunni sem við ætlum að gróðursetja í ár.“ Það er greinilega mikill kraftur í skógrækt- arfólki á Djúpavogi. „Ég hlakka til að fara að gróðursetja á ný. Ég þyrfti bara að hafa fleiri stundir í sólarhringnum, það er verst að þurfa að eyða tíma í að sofa!“ segir Ragnhildur og hlær. Það er greinilegt að þessi lífsglaða kona nýtur lífs- ins í skógræktarparadísinni á Djúpavogi. Skógrækt á Djúpavogi hefur tekið stakkaskiptum síðasta áratuginn Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Kraftur í skógræktarfólki: Ragnhildur Garðarsdóttir, formaður Skógræktarfélags Djúpavogs. Töfrandi skógarpara- dís á Bú- landsnesiSjómannadegi fagnað | Það varlíflegt við höfnina á Fáskrúðsfirði ásjómannadaginn eins og vera ber. Skipshöfnin á Hoffelli knúði fram sigur í kappróðri dagsins og fékk að launum bikar einn góðan sem áhöfnin á Ljósafellinu hefur marg- oft unnið áður og hefði unnið til eignar þetta árið, ef Hoffellingar hefðu ekki haft sigur.Blómsveigur var lagður að minnisvarða um drukknaða sjómenn á Fáskrúðsfirði og þá gengið frá kirkju að skipum og haldin helgistund. Finnbogi Jónsson og Guðni Gestsson fengu við það tækifæri viðurkenningar fyrir áralangt starf að sjómennsku. Morgunblaðið/Albert Kemp Sæbarðir kappar á Fáskrúðsfirði: Finnbogi Jónsson og Guðni Gests- son heiðraðir á sjómannadegi. Þrír heiðraðir | Hátíðarhöld sjó- mannadagsins í Neskaupstað fóru fram með hefðbundnum hætti þetta árið. Meðal atriða má nefna sjó- stangaveiðimót, dorgveiðikeppni, kappróður, móttökuathöfn í tilefni af komu nýs björgunarskips, hópsigl- ingu og sjómannamessu. Þrír aldr- aðir sjómenn sem sótt hafa sjóinn í áratugi voru heiðraðir að þessu sinni, þeir Hreinn Stefánsson, Lúð- vík Davíðsson og Sigurður Arnfinns- son. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Aldnir sjómenn heiðraðir: Sigurður Arnfinnsson, Hreinn Stefánsson og Lúðvík Davíðsson. Reyðarfjörður | Elstu nemendur leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði, ásamt fyrstu forstöðukonunni Þuríði Guð- laugsdóttur, tóku fyrstu skóflustungurnar að stækkun leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði nýlega. Var mokað af miklum krafti og síðar verða nöfn barnanna sett á skóflusköftin til minningar um þennan atburð. Byggð verður 400 fermetra bygging í suður frá nú- verandi húsi og á henni að verða lokið 1. júní 2005 og í framhaldi af því verður núverandi húsnæði endurbætt. Byggingaraðili er Saxa ehf. á Stöðvarfirði og var skrifað undir samningana samhliða skóflustungunni. Í bygginguna bárust 3 tilboð, Saxa ehf. bauð 82 milljónir, Viðhald fasteigna 89 milljónir og Íslenskir aðalverktak- ar 128 milljónir. Lyngholt stækkar Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Þau stækka leikskólann sinn: Elstu nemendur Lyng- holts á Reyðarfirði tóku skóflustungur að viðbygg- ingu ásamt Þuríði Guðlaugsdóttur. Egilsstaðir | Nýverið hittu þeir Sölvi Snær Sigurðarson og Jakob Þráinn Valgeirsson bæjarstjóra Austur-Héraðs, Eirík Bj. Björgvins- son og afhentu honum áskorun um að bæjaryfirvöld komi upp hjóla- bretta- og línuskautarampi í bæn- um. Eiríkur tók erindrekunum ungu ljúfmannlega og sagði þeim að um- hverfisráð hefði orðið vart við áhuga á málinu og nýlega skorað á um- hverfissvið Austur-Héraðs að ráðast í uppsetningu hjólabretta- og línu- skautaramps. Drengirnir höfðu farið í bygginga- vörudeild Kaupfélags Héraðsbúa og fengið uppreiknað fyrir sig að efni í ramp myndi kosta á bilinu 70 til 80 þúsund krónur. Sögðu þeir í bréfi til bæjarstjórnar að ef ekki yrði brugð- ist við erindi þeirra myndu þeir sjálfsagt byrja að smíða rampinn sjálfir og borga hann úr eigin vasa. „Við þurfum að fá ykkur í lið með okkur, þar sem þið hafið svo mikinn metnað til að koma þessari aðstöðu upp hér í bænum. Þið þyrftuð því að hjálpa okkur að sjá um að svæðið yrði í góðu lagi og vel umgengið“ sagði Eiríkur. „Það er fínt að fá þessar upplýsingar og ég mun koma þeim til umhverfisráðs sem vinnur að málinu. Eina vandamálið verður að finna rampinum svæði sem allir eru sáttir við.“ Og nú er að sjá hvort hinir ungu, sem ekki láta sitja við orðin tóm, fá ósk sína uppfyllta. Vilja fá hjólabretta- og línuskautaramp fyrir krakkana í bænum Piltar á Egilsstöðum af- henda bæjarstjóra áskorun Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hvetja bæinn til framkvæmda: Jak- ob Þráinn Valgeirsson og Sölvi Snær Sigurðarson afhentu Eiríki Bj. Björgvinssyni áskorun og kostn- aðaráætlun fyrir byggingu hjóla- bretta- og línuskautaramps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.