Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.2004, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 50 27 0 6/ 20 04 www.urvalutsyn.is Trygg›u flér bestu k jörin og bóka›u strax á n etinu! *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. 59.900 kr.* Síðustu íbúðirnar á tilbo›sver›i Andrúmsloftið á Krít er einstakt - það vita allir sem þangað hafa komið. Skelltu þér í eina eða tvær vikur á þægilega íbúðahótelið Golden Bay. Allar íbúðir eru loftkældar og gengið er úr sundlaugargarðinum beint út í volgan sjóinn við silkimjúka sandströnd. á mann m.v. tvo í íbúð í 7 nætur. 49.900 kr.* á mann m.v. 4 í íbúð í 7 nætur. Sumartilbo› 28. júní, 5. júlí og 12. júlí Aukavika 12.000 kr. á mann. Aukavika 22.600 kr. á mann. MIKIÐ var sprellað og margt sér til gamans gert á Miðborgarhátíð sem haldin var í Reykjavík á laugardag. Götulistamenn, tónlistarmenn, leik- arar og alls konar skemmtikraftar léku á als oddi og glöddu unga jafnt sem aldna á götum miðborgar- innar. Þá voru á staðnum andlits- málarar sem skreyttu börnin af mikilli leikni. Þeir Lilli klifurmús og Mikki ref- ur létu ekki sitt eftir liggja og buðu börn og foreldra velkomin í Þjóð- leikhúsið, þar sem allir kættust saman. Morgunblaðið/ÞÖK Glatt á hjalla í magnaðri miðborg á laugardaginn Reykjavík | Börn og kennarar á leik- skólanum Njálsborg við Njálsgötu lögðu sitt af mörkum í hreinsunar- átaki Reykjavíkurborgar og fóru á Skólavörðuholtið og tíndu rusl sem á vegi þeirra varð. Þar á meðal voru safafernur, spýturusl, járnadrasl og fleira. Í leiðinni var litið á sýningu Steinunnar Þórarinsdóttur sem nú stendur yfir í kirkjunni. Hreinsunarátakinu „Tökum til hendinni“ lýkur í dag, en Reykjavík- urborg efndi til átaksins til fegrunar borgarinnar fyrir sumarið og 17. júní. Að sögn Hreins Hreinssonar upplýsingafulltrúa átaksins er tekið við myndum og upplýsingum um framtak einstaklinga og fyrirtækja á netfangið hreinn@reykjavik.is, og er síðasti dagurinn til að skila inn efni í dag, þriðjudag. Veitt verða verðlaun fyrir kraftmikið og skemmtilegt framtak í þágu fegrun- ar borgarinnar. Hreinsunarátak: Börnin á Njálsborg skipuðu sér í röð áður en lagt var af stað í hreinsunarleiðangur á Skólavörðuholtið í næsta nágrenni. Hreinsunarátaki lýkur í dag Hreinsunarátak: Hart var lagt að sér við að hreinsa til á Skólavörðu- holtinu í vikunni. Garðabær | Alls voru veittir styrkir að upphæð 1,2 milljónir króna til ungra afreksmanna í íþróttum í Garðabæ á dögunum. Fimm lið og einstaklingar hlutu styrk. Afreks- sjóður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar veitti styrkina. Birgir Leifur Hafþórsson kylfing- ur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garða- bæjar fékk alls 200 þúsund króna styrk fyrir að vera útnefndur íþróttamaður Garðabæjar árið 2003 og sem hvatningu til frekari afreka í framtíðinni. Ragnheiður Ragnars- dóttir sundkona úr Garðabæ fékk 250 þúsund króna styrk til undirbún- ings þátttöku á Ólympíuleikunum í Aþenu og sem hvatningu til frekari afreka í framtíðinni. Blaklið Stjörnunnar fékk 200 þús- und króna styrk fyrir bikar-, deildar- og Íslandsmeistaratitla ársins. Tromphópur fimleikadeildar Stjörn- unnar fékk alls 400 þúsund króna styrk fyrir bikar- og Íslandsmeist- aratitla sína og til þátttöku á Evr- ópumóti næsta vetur. Loks fékk Sindri Pálsson skíðamaður 150 þús- und króna styrk til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Torínó 2006. Styrkþegar: Frá afhendingu styrkja úr afrekssjóði íþrótta- og tómstunda- ráðs Garðabæjar. Alls hlutu fimm einstaklingar eða félög styrk. Afreksmenn heiðr- aðir í Garðabæ Allir námsmenn á Seltjarnarnesi fá vinnu | Stofnanir og fyrirtæki á Seltjarnarnesi hafa tekið höndum saman við að útvega námsmönnum vinnu í sumar í samvinnu við Vinnuskóla Seltjarnarness. Er þetta gert til að bregðast við minna framboði á sumarstörfum fyrir ungt fólk, eins og kemur fram í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. Svipaður umsóknafjöldi er nú og undanfarin ár, og er markmið bæjaryf- irvalda að allir námsmenn fái vinnu sem þess óska. Flest hinna nýju starfa snúa að umhverfismálum og fegrun bæjarins en um 150 unglingar starfa á vegum vinnuskólans í sumar. Á þriðja tug ungmenna fær sömuleiðis sum- arvinnu hjá stofnunum og skrifstofum bæjarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.