Morgunblaðið - 15.06.2004, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.06.2004, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 50 27 0 6/ 20 04 www.urvalutsyn.is Trygg›u flér bestu k jörin og bóka›u strax á n etinu! *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. 59.900 kr.* Síðustu íbúðirnar á tilbo›sver›i Andrúmsloftið á Krít er einstakt - það vita allir sem þangað hafa komið. Skelltu þér í eina eða tvær vikur á þægilega íbúðahótelið Golden Bay. Allar íbúðir eru loftkældar og gengið er úr sundlaugargarðinum beint út í volgan sjóinn við silkimjúka sandströnd. á mann m.v. tvo í íbúð í 7 nætur. 49.900 kr.* á mann m.v. 4 í íbúð í 7 nætur. Sumartilbo› 28. júní, 5. júlí og 12. júlí Aukavika 12.000 kr. á mann. Aukavika 22.600 kr. á mann. MIKIÐ var sprellað og margt sér til gamans gert á Miðborgarhátíð sem haldin var í Reykjavík á laugardag. Götulistamenn, tónlistarmenn, leik- arar og alls konar skemmtikraftar léku á als oddi og glöddu unga jafnt sem aldna á götum miðborgar- innar. Þá voru á staðnum andlits- málarar sem skreyttu börnin af mikilli leikni. Þeir Lilli klifurmús og Mikki ref- ur létu ekki sitt eftir liggja og buðu börn og foreldra velkomin í Þjóð- leikhúsið, þar sem allir kættust saman. Morgunblaðið/ÞÖK Glatt á hjalla í magnaðri miðborg á laugardaginn Reykjavík | Börn og kennarar á leik- skólanum Njálsborg við Njálsgötu lögðu sitt af mörkum í hreinsunar- átaki Reykjavíkurborgar og fóru á Skólavörðuholtið og tíndu rusl sem á vegi þeirra varð. Þar á meðal voru safafernur, spýturusl, járnadrasl og fleira. Í leiðinni var litið á sýningu Steinunnar Þórarinsdóttur sem nú stendur yfir í kirkjunni. Hreinsunarátakinu „Tökum til hendinni“ lýkur í dag, en Reykjavík- urborg efndi til átaksins til fegrunar borgarinnar fyrir sumarið og 17. júní. Að sögn Hreins Hreinssonar upplýsingafulltrúa átaksins er tekið við myndum og upplýsingum um framtak einstaklinga og fyrirtækja á netfangið hreinn@reykjavik.is, og er síðasti dagurinn til að skila inn efni í dag, þriðjudag. Veitt verða verðlaun fyrir kraftmikið og skemmtilegt framtak í þágu fegrun- ar borgarinnar. Hreinsunarátak: Börnin á Njálsborg skipuðu sér í röð áður en lagt var af stað í hreinsunarleiðangur á Skólavörðuholtið í næsta nágrenni. Hreinsunarátaki lýkur í dag Hreinsunarátak: Hart var lagt að sér við að hreinsa til á Skólavörðu- holtinu í vikunni. Garðabær | Alls voru veittir styrkir að upphæð 1,2 milljónir króna til ungra afreksmanna í íþróttum í Garðabæ á dögunum. Fimm lið og einstaklingar hlutu styrk. Afreks- sjóður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar veitti styrkina. Birgir Leifur Hafþórsson kylfing- ur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garða- bæjar fékk alls 200 þúsund króna styrk fyrir að vera útnefndur íþróttamaður Garðabæjar árið 2003 og sem hvatningu til frekari afreka í framtíðinni. Ragnheiður Ragnars- dóttir sundkona úr Garðabæ fékk 250 þúsund króna styrk til undirbún- ings þátttöku á Ólympíuleikunum í Aþenu og sem hvatningu til frekari afreka í framtíðinni. Blaklið Stjörnunnar fékk 200 þús- und króna styrk fyrir bikar-, deildar- og Íslandsmeistaratitla ársins. Tromphópur fimleikadeildar Stjörn- unnar fékk alls 400 þúsund króna styrk fyrir bikar- og Íslandsmeist- aratitla sína og til þátttöku á Evr- ópumóti næsta vetur. Loks fékk Sindri Pálsson skíðamaður 150 þús- und króna styrk til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Torínó 2006. Styrkþegar: Frá afhendingu styrkja úr afrekssjóði íþrótta- og tómstunda- ráðs Garðabæjar. Alls hlutu fimm einstaklingar eða félög styrk. Afreksmenn heiðr- aðir í Garðabæ Allir námsmenn á Seltjarnarnesi fá vinnu | Stofnanir og fyrirtæki á Seltjarnarnesi hafa tekið höndum saman við að útvega námsmönnum vinnu í sumar í samvinnu við Vinnuskóla Seltjarnarness. Er þetta gert til að bregðast við minna framboði á sumarstörfum fyrir ungt fólk, eins og kemur fram í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. Svipaður umsóknafjöldi er nú og undanfarin ár, og er markmið bæjaryf- irvalda að allir námsmenn fái vinnu sem þess óska. Flest hinna nýju starfa snúa að umhverfismálum og fegrun bæjarins en um 150 unglingar starfa á vegum vinnuskólans í sumar. Á þriðja tug ungmenna fær sömuleiðis sum- arvinnu hjá stofnunum og skrifstofum bæjarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.