Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÍR unglingar á aldrinum 16 til 18
ára héldu í gær áleiðis til Grikklands
þar sem þeir verða í ungmennabúð-
um og fylgjast með Ólympíuleikun-
um. Unglingarnir voru hlutskarp-
astir í samkeppni sem Íslandsbanki
og Sjóvá-Almennar efndu til í sam-
vinnu við ÍSI. Þau heita Sif Páls-
dóttir, Arnar Már Þórisson og Stef-
án Guðmundsson sem fer í boði
verkefnisins Evrópuár menntunar
með iðkun íþrótta sem Ísland er aðili
að.
Sif Pálsdóttir sagði í samtali við
Morgunblaðið að hún hefði sótt um á
Netinu en skilyrði til þátttöku hefðu
m.a. verið aldurinn, að stunda íþrótt-
ir, reykja ekki og eiga reikning í Ís-
landsbanka. Hún sagði að ferðin
væri mjög áhugaverð, hún hefði ekki
verið á Ólympíuleikum áður en samt
farið á stór íþróttamót, m.a. heims-
meistaramót í fimleikum og Ólymp-
íumót æskunnar. „Ég hef stundað
fimleika í 11 ár, frá því ég var sex
ára, og æfði í sumar tvisvar á dag,“
sagði Sif og því hefði ekki verið mik-
ill tími til að vinna í sumar, hún hefði
þó unnið um tíma í Aktu taktu.
Í frétt frá Íslandsbanka segir að
þátttakendur í ungmennabúðunum
verði viðstaddir ýmsa viðburði á
leikunum, fái að hlýða á fróðleik um
sögu leikanna og vinna verkefni sem
tengjast leikunum. Þá heimsækja
þau Olympiu, þar sem Ólympíuleik-
arnir eiga uppruna sinn.
Sif sagði að hópurinn yrði við-
staddur setningarhátíðina og síðan
fengju þau að fylgjast með leikunum
eftir áhugasviði. „Ég fylgist örugg-
lega með fimleikunum og síðan
frjálsíþróttum eftir föngum,“ sagði
Sif og var þar með rokin í flugvél til
London og síðan áfram.
Þrír Íslendingar í ung-
mennabúðum Ólympíuleika
Hópurinn á undirbúningsfundi fyrir ferðina. Arnar Már Þórisson, Sif Páls-
dóttir og Stefán Guðmundsson. Með þeim eru Elísabet Sveinsdóttir frá Ís-
landsbanka og Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ.
VIÐRÆÐUR í kjaradeilu Sólheima
í Grímsnesi og tæplega þrjátíu
starfsmanna Sólheima, sem eru í
stéttarfélaginu Bárunni á Árborg-
arsvæðinu, eru á viðkvæmu stigi, en
deilunni var vísað til ríkissáttasemj-
ara í júní sl. Deilendur funduðu með
sáttasemjara á þriðjudag og stóð sá
fundur nær sleitulaust yfir í um
fjórtán og hálfan tíma. Nýr fundur
hefur verið boðaður í dag. Kjara-
samningar umræddra starfsmanna,
sem starfa m.a. við aðhlynningu og
almenn verkamannastörf, s.s. garð-
yrkju og fleira, runnu út um síðustu
áramót.
Ragna Larsen, formaður Bárunn-
ar, segir að formlegar samningavið-
ræður hafi hafist í byrjun maí sl., en
mikið hafi borið í milli, þegar deil-
unni var vísað til sáttasemjara í júní
sl. Síðan þá hafi deilendur fundað
nokkrum sinnum með sáttasemjara.
Hún segir viðræðurnar nú hins veg-
ar á viðkvæmu stigi og vill því ekki
skýra nánar frá þeim. Agnar Guð-
laugsson, fulltrúi Sólheima í viðræð-
unum, tekur í sama streng. „Þetta
er á viðkvæmu stigi,“ segir hann.
Starfsmenn Sólheima
í Grímsnesi
Viðræður
á viðkvæmu
stigi
Ólafur Helgi Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Lýsingar, kom að
fjárhagslegri endurskipulagningu
fjarskiptafyrirtækisins og segir þá
vinnu hafa klárast í vor. Búið sé að
semja við ríki og borg uppá nýtt og
það tryggi reksturinn í náinni fram-
tíð. Hið opinbera hafi verið með í
endurskipulagningunni. Það hefði
verið vitað að ekki var hægt að
semja um gjaldskrárhækkanir ef
fyrirtækið stæði eftir sem áður á
brauðfótum. Farið var í að endur-
skoða allt skipulag fyrirtækisins,
minnka yfirbyggingu og bjóða stoð-
þjónustu út.
Liður í endurskipulagningunni
var að Landsvirkjun afskrifaði 174
milljónir króna og Orkuveita
Reykjavíkur 257 milljónir. Þá lögðu
bæði fyrirtækin til 50 milljónir
króna í nýtt hlutafé. OR skuldbind-
ur sig til að eiga í viðskiptum við
Tetra-Ísland næstu sjö árin. Guð-
laugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi
hefur sagt tap Tetra árið 2003 vera
vel yfir 400 milljónir króna.
Röð mistaka
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir
röð mistaka R-listans valda því að
Orkuveitan sitji uppi með þessi út-
gjöld. Það mætti rekja til þess þeg-
ar Lína.net keypti Irju á 250 millj-
ónir króna og sligaði fyrirtæki. OR
hefði skorið Línu.net úr snörunni
með því að kaupa Irju sem síðan
sameinaðist Stiklu, fjarskipafyrir-
tæki Landsvirkjunar, í Tetra-Ísland
í árslok 2001. Allar rekstrarspár
hefðu verið reistar á sandi og því
fór sem fór.
Alfreð Þorsteinsson, formaður
borgarráðs og stjórnarformaður
OR, segir þennan samning kynntan
og svo þurfi að samþykkja þetta í
fyrirtækjum sem mörg hver eru í
eigu fleiri sveitarfélaga. Reykjavík-
urborg hafi samþykkt hann fyrir
sitt leyti eins og dómsmálaráðu-
neytið. „Þetta er hækkun á þessari
þjónustu sem Tetra-Ísland veitir og
samningurinn var samþykktur með
fyrirvara um samþykki viðkomandi
stofnana og fyrirtækja.“
Vilhjálmur segir þetta bitna
harðast á Strætó bs., Orkuveitu
Reykjavíkur og Slökkviliði höfuð-
borgarsvæðisins. Þá snerti hækk-
unin líka gatnamálastjóra, ÍTR,
Reykjavíkurhöfn, Bílastæðasjóð,
Vélamiðstöð Reykjavíkur og sjúkra-
bíla RKÍ.
Fjölga sendum í 40
Ólafur Helgi segir að tvö fjar-
skiptakerfi hafi verið í gangi; Nokia
og Motorola. Það hafi kostað bæði
umstang og lagerhald. Nú sé búið
að leggja Nokia-kerfinu og unnið að
því að efla Motorola-kerfið. Fjölga á
þeim sendum úr 29 upp í 40 sam-
kvæmt ákvæðum nýja samningsins
sem á að ljúka við um áramótin.
„Vilji stendur til að stækka og þétta
netið þannig að það nái víðar um
landið,“ segir hann og er bjartsýnn
á reksturinn. Í samningnum sé
ákvæði sem felur í sér að gjaldskrá
ríkisins og borgarinnar lækkar eftir
því sem almennum notendum fjölg-
ar.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
nýjan samning við fjarskiptafyrir-
tækið Tetra-Ísland sem felur í sér
verulegar gjaldskrárhækkanir. Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn,
segir þetta þýða aukin útgjöld fyrir
stofnanir og fyrirtæki Reykjavík-
urborgar um 43 milljónir króna.
Þjónustugjöldin hækki úr 17,5 millj-
ónum í rúmar 60 milljónir. Alfreð
Þorsteinsson, formaður borgarráðs,
rengir ekki tölur sjálfstæðismanna.
Hækkunin nær líka til þeirra emb-
ætta og stofnana ríkisins sem nýta
fjarskiptakerfi Tetra-Íslands en
ekki fengust upplýsingar frá dóms-
málaráðuneytinu í gær hve hækk-
unin væri mikil.
Milljónir afskrifaðar
Rekstrarvandi Tetra-Íslands var
fréttaefni í febrúar á þessu ári þeg-
ar stjórn fyrirtækisins óskaði eftir
hærri greiðslum frá ríkinu til að
treysta stoðir rekstursins sem var í
lamasessi. Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra sagði þá að fjárhags-
legar forsendur fyrir rekstrinum
yrðu að vera fyrir hendi ef end-
urnýja ætti samninga við fyrirtæk-
ið. Lausn vandans byggðist ekki á
hærri greiðslum frá ríkinu; gjaldið
byggðist á útboði og samningi á
grundvelli þess. Ekki náðist í Björn
í gær vegna málsins.
Verulegar gjaldskrárhækkan-
ir Tetra-Íslands samþykktar
ÞÝSKI pilturinn sem villtist á
Fljótsdalsheiði á þriðjudag
fannst í fyrrinótt en þá voru um
18 tímar frá því hann fór frá föð-
ur sínum. Pilturinn var svangur
og þreyttur en ekkert amaði að
honum enda veður gott á þess-
um slóðum.
Að sögn lögreglunnar á Egils-
stöðum festu feðgarnir bíl sinn
við Svartöldu um klukkan níu á
þriðjudagsmorgun. Þeir töldu
sig vera á leiðinni að Klaustur-
sseli en voru í raun á leiðinni út
eftir Fljótsdalsheiði. Þessi
ranga staðarákvörðun varð til
þess að þeir töldu ekki nema um
2–3 kílómetra að næsta bæ en í
raun nam vegalengdin tugum
kílómetra.
Pilturinn hugðist fylgja slóða
og leita aðstoðar meðan faðir
hans bisaði við að losa bílinn.
Þegar honum loks tókst það um
sex klukkutímum síðar komst
hann ekki sömu leið og dreng-
urinn hafði farið. Pilturinn var
þá rammvilltur.
Faðir hans kom til byggða um
klukkan 20:30 og tilkynnti um
atvik. Lögreglan á Egilsstöðum
kallaði þegar út björgunarsveit-
ir á Jökuldal og í Héraði. Pilt-
urinn var með farsíma og þegar
samband náðist við hann í
skamma stund gat hann sagt að
hann sæi til ljósa frá fjórhjólum
björgunarsveitarmanna. Þar
með tókst að miða piltinn nokk-
urn veginn út. Hann fannst loks
um klukkan þrjú við Villingafell.
Voru villtir
þegar pilt-
urinn lagði
af stað
„ÞAÐ lítur ágætlega út í Breiðdaln-
um og ljóst að um stórveiðisumar
verður að ræða í Hrútafjarðará,“
sagði Þröstur Elliðason í samtali við
Morgunblaðið í vikunni og sagði þá
frá gangi mála í flaggskipum síns
fyrirtækis, Breiðdalsá og Hrúta-
fjarðará. Komnir voru um 180 laxar
á land úr Breiðdalsá, helmingi meira
en á sama tíma í fyrra, og tæplega
300 úr Hrútafjarðará, sem gaf aðeins
160 laxa allt síðasta sumar. Holl sem
þar var að ljúka 4 daga veiðum var
með 50 laxa og 30 vænar sjóbleikjur.
„Hrútan er pökkuð af fiski og í
Breiðdalnum eru stöðugar göngur,
alltaf nýir fiskar á hverri vakt og að
veiðast þetta 10 til 15 laxar á dag.
Þetta er líflegt og það eru allir
ánægðir,“ bætti Þröstur við.
Önnur svæði Strengja
Þröstur hefur einnig með Laxá í
Nesjum að gera og þar voru komnir
um 60 laxar á land. Áin var nær
óveiðandi vegna þurrkanna í júlí og
þá veiddist lítið. Þegar áin sjatnaði
eftir fyrstu flóðdembuna um mán-
aðamótin fengust tíu laxar á einni
vakt og síðan hefur verið góður reyt-
ingur og nýir fiskar stöðugt að ganga
úr sjó. Síðasta holl var með 12 laxa.
Um 30 laxar og góður slatti af sjó-
bleikju hafa veiðst í Hvolsá og Stað-
arhólsá í Dölum, en vatnsleysi hefur
sett mark sitt á veiðina.
Stór sjóbirtingsganga
Þröstur er einnig með ítök á Segl-
búðasvæði Grenlækjar og sagði hann
veiðina þar hafa farið langt fram úr
björtustu vonum. Allt hásumarið hafi
sjóbleikjuveiði verið frábær og fisk-
ur stór, m.a. nokkrar 10 punda
bleikjur og nú um mánaðamótin
hefði komið stór sjóbirtingsganga á
svæðið og um tíma hefðu hyljirnir í
námunda við veiðihúsið og teljarann
verið fullir af fiski. „Það veiddust
einhverjir tugir af birtingi, allt að 9
punda, en síðan er þessi ganga mikið
til farin uppúr og fiskur búinn að
dreifa sér. Við bíðum eftir nýrri
göngu og miðað við fregnir neðar af
svæðinu þá er hún á leiðinni,“ bætti
Þröstur við.
Góður gangur í Hrútu og Breiðdalsá
Morgunblaðið/Golli
Kastað á Kríustein í Skógá. Þar hefur silungsveiði verið mjög góð í sumar
og laxveiði vaxandi síðustu daga eins og reyndar víðar um landið.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
TETRA-fjarskiptakerfi er langdrægt stafrænt kerfi sem sameinar kosti
þrenns konar fjarskiptatækni; talstöðva, NMT- og GSM-tækninnar. Fyr-
irtækið Tetra-Ísland þjónustar lögreglu, slökkvilið, aðra neyðaraðila og
ríki og borg samkvæmt sérstökum þjónustusamningi um Tetra-fjarskipti.
Auk þess eru ýmsir aðrir aðilar, sem nýta kerfið til sinna fjarskipta, svo
sem ferðaþjónusta, verktakar, flutningsaðilar og aðrir atvinnu- og einka-
notendur, sem þurfa á hópfjarskiptum og/eða langdrægum fjarskiptum að
halda. Kerfið hefur verið notað í nokkur ár.
Stafræn fjarskipti
HALLDÓR Blöndal, forseti
Alþingis, og eiginkona hans,
Kristrún Eymundsdóttir,
munu heimsækja Kaliforníu
dagana 12.–19. ágúst í boði efri
deildar fylkisþings Kaliforníu.
Með þeim í för verða Guð-
mundur Árni Stefánsson og
Gunnar Birgisson ásamt mök-
um og starfsmanni Alþingis.
Sendinefndin mun heim-
sækja Monterey, San Frans-
isco og höfuðborgina Sacra-
mento. Rætt verður við forseta
fylkisþingsins og ýmsa fylkis-
þingmenn. Þess má geta að
einn þeirra er af íslenskum
ættum. Sendinefndin mun
einnig hitta sérfræðinga og
embættismenn á sviði sjávar-
útvegs og hafrannsókna, al-
mannavarna, menntamála og
orkumála, auk aðila úr við-
skiptalífinu.
Forseti Al-
þingis í
heimsókn í
Kaliforníu