Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 31 og afskaplega indæll. Þessi orð eiga alveg ágætlega við þig. Það er sárt að sakna, en það er líka vissulega gott að elska, en ást og hlýja var eitthvað sem alltaf var hægt að finna hjá þér og ömmu. Þó að það sé sannarlega erfitt að vita til þess að þú sért farinn, er ekki annað hægt en að gleðjast yfir því að þú og amma skuluð vera saman á nýj- an leik og það veitir manni mikla huggun og gleði. Þið tvö veittuð mér alltaf alveg ótrúlega mikla ást og umhyggju og fyrir það er ég afar þakklátur. Þið tvö munuð alltaf eiga stórt pláss í hjarta mínu. Ég vil bara nýta tækifærið og þakka ykkur báðum fyrir þær stund- ir sem ég átti með ykkur. Þær eru mér alveg ótrúlega mikils virði. Ykkar að eilífu, Bragi Freyr Kristbjörnsson. Fyrir stuttu sagði afi við mig: Þú skalt aldrei reykja og drekka brenni- vín og hann kenndi mér margt sem ég gleymi aldrei. Ég og mamma keyptum ís fyrir afa þegar hann var að slá úti í sumarbústað. Hann gaf mér alltaf flottar afmælisgjafir. Hann valdi happatöluna mína sem er 6 og ég heiti nú Pálmi Bjarni. Hann fór alltaf svo snemma í sund en þá var ég aldrei vaknaður. Takk fyrir allt sam- an, kveðja Pálmi Bjarni Óttarsson. Nú hefur Bjarni afi kvatt, hann er kominn til ömmu. Það er alltaf sárt að kveðja, en afi var ekki maður sem hefði getað staðið í veikindum í lang- an tíma. Við systkinin vorum venju- lega í pössun hjá ömmu og afa þegar foreldrar okkar voru fjarverandi. Ég man eftir því að hafa vaknað einn morguninn, afi var líklega 73 ára og ég 10 ára. Þá var hann búinn að moka stéttina, fara í sund og fara á göngu- skíðum suður í sumarbústað. Mér fannst ótrúlegt hvernig hægt væri að afreka svona mikið á köldum vetrar- degi og það fyrir klukkan tíu á morgnana. Það er ekki nema mánuður síðan við afi áttum áhugavert samtal. Þá fussaði hann yfir því að hann væri móður ef hann hjólaði í 20 mínútur á þrekhjólinu og færi svo beint í sund og synti sínar daglegu ferðir. Ég gat nú ekki annað en brosað. Efast um að það séu margir 83 ára gamlir menn sem leggja í leikfimina hans afa. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki rembingskoss á kinnina og hlýtt faðmlag frá elsku Bjarna afa mínum. Megi hann hvíla í friði. Oddný Þóra Kristjánsdóttir. Ein fyrsta minning okkar frá yngri árum er af afa í brúna stólnum um- kringdan barnabörnum syngjandi og trallandi með okkur. Okkur fannst alltaf skemmtilegast þegar hann söng ró ró og rumma og ruggaði okk- ur og hossaði í allar áttir. Afi var þeim skemmtilega hæfi- leika gæddur að geta framkvæmt marga hluti í einu. Þegar maður kom í heimsókn þá sat hann oft í stólnum sínum með útvarpið á eyrunum, bók í hendinni, sjónvarpið á fullu og að spjalla við mann. Það skrítna við þetta er að hann virtist alltaf ná að fylgjast með alstaðar. Afi var óendanlega duglegur, það er skemmtilegt frá því að segja að þegar við vorum að koma dauð- þreyttar í sumarbústaðinn eftir langa vinnuviku, þá heyrði maður alltaf í honum spyrja hvort stelpurnar ætl- uðu ekki að fara að gera eitthvað. Hann hafði alltaf nóg af verkefnum fyrir mann í Visnesi, hann vildi alltaf að garðurinn liti vel út því honum leiddist ekki þegar garðurinn fékk hrós. Afi fór með okkur í ófáar sundferð- ir þó svo að við ungar og sprækar systurnar hefðum ekkert í hann að gera. Þegar við komum heim laum- aðist hann til að gefa okkur uppáhald- ið okkar brauð með smjöri og sykri. Þetta fékk maður bara hjá afa Bjarna. Afi heilsaði fólki alltaf á mjög skemmtilegan hátt, hann smellti á mann kossi og klappaði manni svo fast á bakið, sama hvort um konur eða karla var að ræða. Meiri sælkera en afa var varla hægt að finna og aldrei þurfti að kalla á hann oftar en einu sinni í kaffi, sér- staklega ef sætabrauð var á boðstól- um. Einu sinni þegar við bjuggum á Skagfirðingabrautinni komu afi og amma í heimsókn, mamma hafði útbúið veisluborð með ostum og fleiru, en þá voru afi og amma ekki mikið með svona osta. Afi sker sér væna sneið af einhverju sem hann hélt að væri einhverskonar smákaka og stingur uppí sig. Eftir smá stund stendur hann á öndinni því kakan var í raun og veru piparostur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku afi takk fyrir allt, þú ert allt- af langflottastur í okkar huga. Elsku Pabbi, Siggi, Halli, Stjáni, Krist- björn, Auður og fjölskyldur, guð styrki ykkur í sorginni. Afa verður sárt saknað. Þínar afastelpur Rebekka, Þuríður og Eygló Þóra Óttarsdætur. Elsku afi minn. Það er margt sem maður þarf að takast á við í lífinu en það að missa ástvin er alltaf það erfiðasta. Alveg sama hversu langan tíma maður fær til að búa sig undir það þá er maður aldrei tilbúinn. Á svona stundum verður maður bara að vera sterkur og hugsa til þess að þér líður betur núna. Ég veit að það hefur ekki verið auðvelt fyrir þig að vera rúmliggjandi því duglegri mann hefur Ísland ekki alið af sér. Í mínum augum ertu sterkasti, fallegasti og besti maður sem ég hef þekkt. Þegar ég var yngri fannst mér alltaf jafn skemmtilegt og ekki síður flott að segja að afi minn hefði verið lögga. Ég man meira að segja eftir einu skipti þar sem ég dró fram fjölskyldumyndaalbúmið til að sýna vinkonum mínum mynd af þér í búningnum. Það geta fáir státað af flottari afa. Þegar ég hugsa til baka man ég ekki eftir þér öðruvísi en með gráa hárið greitt aftur, í skyrtu og alltaf svo góð lykt af þér. Svo varstu alltaf jafn flottur þegar þú settir upp hattinn. Ef ég ætti að gera lista með öllum kostunum sem þú hafðir að bera yrði hann óendanlegur. En eitt verð ég að minnast á. Þú ert eini maðurinn sem ég þekki sem getur horft á sjónvarp- ið, hlustað á útvarpið og lesið bók – allt í einu. Og þú vissir alltaf ná- kvæmlega hvað var að gerast á hverj- um stað. Þetta þykir mér ávallt jafn merkilegt. Það er í rauninni ótrúlegt að hugsa til þess að það eru engin amma og afi næst þegar ég kem til Sigló. Enginn afi sem tekur á móti mér með út- breiddan faðm og Rás 2 í bakgrunn. Ég á aldrei aftur eftir að kyssa mjúku kinnina þína og finna skeggbroddana þína. Ég á aldrei aftur eftir að setjast með þér við eldhúsborðið og borða nýbakað brauð og karamellusúr- mjólk. Og ég á aldrei eftir að geta sagt þér hversu vænt mér þykir um þig. En í staðinn á ég fullt af ynd- islegum minningum um þig sem ég á alltaf eftir að varðveita. Þín sonardóttir, Dagný Rut Haraldsdóttir. Þegar hið mikla ævintýri hófst sem bjargaði þjóðinni og gerði hana sjálf- stæða, fluttist fólk alls staðar að af landinu til bæjarins því mikið verk var að vinna. Það var fyrir allar þær vinnufúsu hendur sem að verkinu komu, svo og dugnað og atorkusemi þeirra sem mættu til leiks að grunn- urinn var lagður að því samfélagi sem varð til á Siglufirði á öldinni sem hef- ur nú kvatt okkur. Bjarni Sigurðsson var einn þeirra fjölmörgu sem seint verður fullþakkað fyrir að hafa átt þar hlut að máli. Ég man fyrst eftir Bjarna þegar ég var á röltinu niður í bæ með afa. „Sæll Lói frændi,“ sagði hann og heilsaði okkur innilega, „og þú líka Lói frændi,“ sagði hann aftur og leit til mín. Þeir spjölluðu saman um stund og síðan hélt Bjarni áfram för sinni eftir að hafa klappað mér á koll- inn. „Við erum Vestfirðingar,“ sagði afi en ég sagði ekki neitt því ég hélt nú reyndar að við værum Siglfirðing- ar. Eitt sinn fyrir margt löngu hitti ég Bjarna á förnum vegi og hann heils- aði að venju. „Sæll Lói frændi!“ Við tókum tal saman og hann sagði mér að þegar strákarnir hefðu verið orðn- ir fimm eftir að Stubbi litli fæddist hefði hann haft í fyrstu svolitlar áhyggjur af að ekki yrði nóg til að borða fyrir alla drengina en til allrar hamingju væri næga vinnu að hafa. Þeir sem til þekkja vita að það var aldrei vandamál hjá Bjarna Sigurðs- syni að vinna. Í síðasta sinn sem fundum okkar bar saman hafði mér dottið í hug að fá mér bíltúr yfir á gamla flugvöllinn til að líta yfir bæinn frá ströndinni hin- um megin við fjörðinn. Þá sá ég ein- hverja hreyfingu við bústaðinn hans Óttars og staldraði örlítið við. Þarna var Bjarni að ganga frá garðáhöldum og ég rölti upp að húsinu og heilsaði honum. Hann heilsaði kurteislega á móti en það var ekki fyrr en ég var kominn alveg til hans og hann sá hver var á ferð að ég fékk að heyra hina gamalkunnu kveðju. „Nei blessaður Lói frændi! Þú verður að koma hérna og sjá þetta.“ Við gengum um nýsleg- inn völlinn og Bjarni var greinilega stoltur af staðnum og umhverfi hans. „Það var annars ágætt að þú komst því nú þarf ég ekki að láta hann Stjána sækja mig.“ Nú verður sama hversu oft ég legg leið mína um göt- una handan fjarðarins. Bjarni Sig- urðsson tekur ekki á móti mér lengur með kveðjunni: „Sæll Lói frændi…“ Leó R. Ólason.  Fleiri minningargreinar um Bjarna Sigurðsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Róbert, Selma og Linda Þórdís, Hrafnhildur Krist- björnsdóttir, Ólafur Jóhannsson. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN STEFÁNSSON í Brennigerði, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 14.00. Herdís Ólafsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Álfur Ketilsson og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURJÓNA FRIÐJÓNSDÓTTIR, Þrastarási 71, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 13. ágúst kl. 13.30. Friðjón Pálsson, Hrafnhildur Karlsdóttir, Halldór Pálsson, Helga G. Ólafsdóttir, Gísli Pálsson, Hrafnhildur G. Sigurðardóttir, Sigríður G. Pálsdóttir, Helgi Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA HAUKDAL, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 13. ágúst kl. 13.00. Rut Ríkey Tryggvadóttir, Árni H. Kristjánsson, Lilja B. Jónsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Sesselja Björnsdóttir, Theodóra Kristjánsdóttir, Teitur Björgvinsson, Elín Lóa Kristjánsdóttir, barnabörn og langömmubarn. Eiginmaður minn, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS HJÖRLEIFUR GUÐMUNDSSON, Heggsstöðum, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju laugar- daginn 14. ágúst kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á reikn- ing í Sparisjóði Mýrasýslu nr. 1103-05-416161, til styrktar Lárusi Torfa og Ingu Bjarkar, Borgarnesi. Guðrún Jónmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Ragnheiður Steinunn Hjörleifsdóttir, Klemenz Halldórsson, Jónmundur Geir Hjörleifsson, Margrét Friðjónsdóttir, Ragnar Hjörleifsson, Gunnhildur Knútsdóttir, Guðmundur Rúnar Hjörleifsson, Þórdís Árný Örnólfsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR ÁSMUNDSSON frá Stóru-Reykjum, Hamraborg, Svalbarðseyri, verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju laugar- daginn 14. ágúst kl. 14.00. Hulda Magnúsdóttir, Steinunn A. Eiríksdóttir, Ásmundur Eiríksson, Unnur Þorsteinsdóttir, Magnús Eiríksson, Guðrún Ólöf Pálsdóttir, Steinar Ingi Eiríksson, Ólína Sigríður Jóhannsdóttir, Ingþór Eiríksson, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Sigurður Bergþórsson, Haukur Eiríksson, Bára Sævaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.