Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 11
Í samvinnu við GB Ferðir býður Iceland Express frábærar golf-pakkaferðir á lægra verði
en áður hefur þekkst hér á landi, til fjögurra rómaðra golfvalla á Englandi. Ferðatímabilið
er frá september til nóvember og er farið út á laugardegi og komið heim á mánudegi.
The Springs: 29.900 – Sértilboð í nóvember. Almennt verð: 34.900.
Um 90 mín. frá Stansted. Glæsilegt hótel frá 19. öld á fallegri landareign í Oxfordshire.
Völlurinn hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.
The Manor of Groves: 39.900 – Sértilboð í nóvember. Almennt verð: 44.900.
Um 20 mín. frá Stansted. Meistaravöllur í hæðum Hertfordshire, með góðum gryfjum og
upphækkuðum teigum. Einstök aðstaða til afþreyingar og afslöppunar.
Selsdon Park: 39.900 – Sértilboð í nóvember: Almennt verð: 44.900
Um 60 mín. frá Stansted. Skemmtilegar, skógivaxnar brautir einkenna þennan úrvalsvöll.
Glæsilegt höfðingjasetur með heilsu- og snyrtistofu, sundlaugum og tennisvöllum.
Marriott Hanbury Manor: 49.900 – Sértilboð í nóvember: Almennt verð: 54.900
Um 25 mín. frá Stansted (10 mín. á nýrri hraðbraut í október). Einn besti hótelvöllur í
Englandi, glæsilega hannaður í heillandi umhverfi. Hentar kylfingum á öllum getustigum.
Sláandi ódýrar golfferðir til London á icelandexpress.is
Golfpakkar frá
29.900
Innifalið: Flug báðar leiðir með sköttum, gisting í tvær
nætur með morgunverði og þrír 18 holu golfhringir.
Skoðaðu golfferðatilboðin á icelandexpress.is
eða bókaðu í síma 5500 600
Fyrstu 100 sem bóka
í september og október
fá 5000 kr. afslátt af
almennu verði
Ferðaþjónusta Iceland Express, Suðurlandsbraut 24, Sími 5 500 600, icelandexpress.is
og leikari.
Kristinn Már Ársælsson, nemi í
heimspeki og félagsfræði við HÍ.
Stúdent af félagsfræðibraut MS árið
2000. Kristinn Már var formaður
Skólafélags Menntaskólans við Sund
veturinn 19992000. Situr í stjórn
Heimdallar, er ritstjóri Frelsi.is og í
undirbúningshóp skóla- og fræðslu-
nefndar Sjálfstæðisflokksins fyrir
Landsfund 2005.“
Á vefsíðunni www.helgaarna.is, er
hægt að fá nánari upplýsingar um
framboðið, málefni og áherslur þess.
ELLEFU ungir sjálfstæðismenn
bjóða sig fram til stjórnar Heimdall-
ar ásamt Helgu Árnadóttur, sem
lýsti yfir framboði til formanns í lið-
inni viku.
Í tilkynningu frá framboðinu segir
að meðframbjóðendur Helgu séu:
„Steinunn Vala Sigfúsdóttir, nemi í
byggingaverkfærði við HÍ. Stúdent
frá MA, var inspector scholae í MA
og formaður Félags framhaldsskóla-
nema 2000–2001. Sat hún í Stúdenta-
ráði HÍ fyrir Vöku 2001–2003. Situr í
jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar.
Steinunn bauð sig fram til stjórnar
Heimdallar í síðustu kosningum
ásamt Bolla Thoroddsen og fleirum.
Steingrímur Arnar Finnsson,
starfsmaður KB-banka. Stúdent frá
MH árið 2000. Lauk B.sc gráðu í
þeim fræðum frá Háskóla Íslands nú
í vor. Situr í stjórn Heimdallar, sat í
stjórn Ökonomiu, félagi hagfræði-
nema, á liðnum vetri og skrifar
reglulega pistla á Frelsi.is.
Camilla Ósk Hákonardóttir. Stúd-
ent af fjölmiðlabraut Fjölbrautaskól-
ans í Breiðholti og lauk B.Sc. í Bus-
iness Management frá Coastal
Carolina University árið 2003.
Stjórn landssambands Society for
Advancement of Management
(SAM), varaforseti International
Club, forseti SAM ásamt því að
stofna ráðgjafahóp nemenda í Wall
College of Business.
Sölvi Sturluson, nemi í Verslunar-
skóla Íslands. Situr í nefnd um ár-
lega stuttmyndakeppni í VÍ. Spilar
knattspyrnu með Knattspyrnufélagi
Reykjavíkur og hefur gert frá blautu
barnsbeini.
Erla Tryggvadóttir, stjórnmála-
fræðingur. Stúdent frá Verslunar-
skóla Íslands af hagfræði- og mála-
braut. Erla sat m.a. í ritstjórn
Stúdentablaðsins og var einn skipu-
leggjenda IceMUN (www.ice-
mun.hi.is). Sat í stjórn Politicu, fé-
lags stjórnmálafræðinema og var
ritstjóri vefrits stjórnmálafræði-
nema. Erla skrifar reglulega á vef-
ritið Tíkin.is.
Snorri Stefánsson, laga- og hag-
fræðinemi við HÍ. Stúdent frá MR.
Situr í stjórn Heimdallar og er annar
tveggja ritstjóra Frelsi.is. Situr í
stjórn Orators, félagi laganema og
situr í undirbúningshóp réttarfars-
og stjórnskipunarnefndar Sjálfstæð-
isflokksins fyrir Landsfund 2005.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
laganemi við Háskólann í Reykjavík.
Stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1999. Situr í stjórn
Heimdallar og skrifar reglulega
pistla á Tíkin.is og Frelsi.is.
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, hag-
fræðinemi við HÍ. Stúdent MS 2002.
Var fulltrúi nemenda í skólanefnd
MS 2000–2002. Gjaldkeri Ökonomiu,
félags hagfræðinema og fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisdeildar
Heimdallar. Skrifar reglulega grein-
ar á Frelsi.is
Agnar Tómas Möller, meistara-
nemi í iðnaðarverkfræði. Agnar er
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1999 og lauk B.Sc. gráðu í
iðnaðarverkfræði frá HÍ 2003.
Sóley Kaldal, nemi í heimspeki og
verkfræði. Stúdent frá Verslunar-
skóla Íslands 2003 af stærðfræði-
braut. Sat í ritstjórn Kvasis og tók
þátt í Nemendamótum sem dansari
Stjórnarframboð
Helgu Árnadóttur
Ellefu bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar ásamt Helgu Árnadóttur. Kosið verður næstkomandi laugardag.
GÆSLUVARÐHALD yfir Há-
koni Eydal, banamanni Sri
Rhamawati, var í gær fram-
lengt til 5. nóvember, en fyrri
úrskurður rann út í gær.
Hákon hefur játað að hafa
orðið Sri að bana. Lík hennar
fannst eftir mikla leit og hefur
rannsókn leitt í ljós að bana-
mein hennar var höfuðhögg.
Í gæsluvarð-
haldi til
5. nóvember