Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR
30 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Bjarni Sigurðs-son fæddist í
Hnífsdal 16. apríl
1921. Hann lést á
Fórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 2.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Elísabet Jónsdóttir,
f. 15.3. 1881, d. 1.5.
1930, og Sigurður
Guðmundsson, f.
1874, d. 4.10. 1955.
Systkini Bjarna eru
Kristján Guðmund-
ur, f. 1907, d. 1909,
Kristján Guðmund-
ur, f. 1910, d. 2003, Sigríður
Hanna, f. 1910, d. 1938, Jón Þor-
leifur, f. 1912, d. 1999, Olga Sól-
veig, f. 1913, d. 2003, Kristjana, f.
1915, Herdís Þóra, f. 1916, d.
1992, Elísabet Sigríður, f. 1918, d.
sama ár, Arnór, f. 1920 og Friðrik
Tómas, f. 1922.
Bjarni fluttist til
Siglufjarðar árið
1945 og 4. desember
1948 kvæntist hann
Þuríði Haraldsdótt-
ur, f. 6. desember
1924, d. 22. apríl
2002. Þau eignuðust
fimm börn: Sigurð
Þór, f. 23. júní 1948,
Karl Harald, f. 24.
ágúst 1949, Kristján
Elís, f. 20. apríl
1952, Óttar Bjarkan,
f. 29. september
1955 og Kristbjörn
Jökul, f. 31. janúar 1965. Elsta
barnabarni sínu, Auði, f. 3. janúar
1967, gengu þau einnig í foreldra-
stað.
Útför Bjarna fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Þegar ég minnist Bjarna tengda-
föður míns kemur mér fyrst í hug
glaðværð hans, dugnaður og einstök
hlýja í öllu viðmóti. Bjarni fæddist í
Hnífsdal 16. apríl 1921og ólst þar
upp. Þegar Bjarni var 9 ára lést móð-
ir hans frá stórum barnahópi. Sam-
heldni systkinanna kom þá strax í ljós
því að heimilið var ekki leyst upp,
heldur tóku fjölskyldufaðirinn og
eldri systkinin að sér uppeldi þeirra
yngri og varð af þeim sökum einstak-
lega kært með þeim systkinum alla
tíð. Bjarni fór ungur að vinna eins og
tíðkaðist í þá daga og vann bæði til
sjós og lands og var ætíð eftirsóttur
til vinnu fyrir dugnaðarsakir.
Árið 1945 flytur tengdapabbi til
Siglufjarðar þá 24 ára gamall. Faðir
hans og fleiri úr systkinahópnum
fluttust einnig hingað um svipað leyti.
Á Siglufirði kynntist hann konu sinni
Þuríði Haraldsdóttur og gengu þau í
hjónaband 4. desember 1948. Þau
eignuðust fimm syni og ólu auk þess
upp eina sonardóttur sína. Bjarni og
Úbba eins og tengdamamma var köll-
uð hófu sinn búskap að Grundargötu
19 í húsi sem kallað var Visnes og síð-
an voru Bjarni og fleiri bræður hans
oft kenndir við það hús. Árið 1963
flytja Úbba og Bjarni að Hvanneyr-
arbraut 78 og bjuggu þar til ársins
1996 er þau fluttu í Skálarhlíð. Þar
varð þeirra síðasta heimili og þar lík-
aði þeim vistin mjög vel.
Kynni mín við Bjarna hófust þegar
við Kristján sonur hans fórum að
vera saman og var mér frá upphafi
tekið af þeirri ljúfmennsku sem ein-
kenndi Bjarna og voru samskipti mín
við tengdaforeldrana yndisleg alla
tíð.
Af mörgu er að taka þegar ég
minnist Bjarna, allar góðu stundirnar
sem stórfjölskyldan átti á Hvanneyr-
arbraut 78, grillveislurnar í garðinum
og öll áramótin sem við áttum saman.
Þá var Bjarni í essinu sínu stoltur
með stóra hópinn sinn. Bjarna fannst
alla tíð óþarfi að bíða neitt með hlut-
ina, ef t.d. var minnst á að tímabært
væri að verða að fara í sultugerð var
hann mættur daginn eftir með fangið
fullt af rabarbara og spurði: er þetta
nóg? Hann fór mikið í berjamó og
nutum við ævinlega góðs af því. Á
veturna þegar snjókoma var tók hann
sér æði oft skóflu í hönd og mokaði
tröppurnar hjá mér, því hann vildi
endilega hjálpa til þar sem húsbónd-
inn var oftast úti á sjó og fékk Bjarni
þá aflafréttir í leiðinni og ljómaði all-
ur ef vel gekk. Áhuginn var mikill
fyrir barnabörnunum og alltaf var
verið að hugsa um velferð þeirra.
Athyglisvert var hvað Bjarni hafði
mikið yndi af íþróttum, hann horfði
mikið á enska boltann og vissi nöfnin
á flestum leikmönnum þótt fram-
burðurinn væri kannski ekki alltaf al-
veg réttur þegar hann var að nefna
þá. Síðari hluta ævinnar stundaði
Bjarni sund sér til heilsubótar og
skemmtunar og reyndi að synda einn
kílómetra á dag meðan heilsa leyfði.
Síðustu mánuði fór að bera á veik-
indum, sem hann talaði ekki mikið
um en það reyndist svo vera hjarta-
bilun, sem síðan leiddi til þess að
hann kvaddi þennan heim.
Eftir að Úbba lést bar Bjarni harm
sinn í hljóði en saknaði hennar mjög.
Hann vildi ekki að fólkið sitt hefði
áhyggjur af sér, en nú breyttist allt
og hann fór að sjá um hluti sem hann
hafði aldrei þurft að hugsa um áður.
Hann ákvað að læra að elda og gerði
það af áhuga eins og annað sem hann
tók sér fyrir hendur. Kristján hafði
gaman af að spyrja hann hvað væri í
matinn, ekki stóð á svarinu það var
alltaf veislumatur, sem Bjarni var að
matbúa: „En þú kannt ekkert að elda,
Stjáni minn,“ bætti hann svo við.
Bjarni hafði síðustu árin mikla
ánægju af að spila við félaga sína í
Skálarhlíð og einnig veitti það honum
mikla gleði að syngja með Vorboða-
kórnum.
Ég vil að lokum þakka Bjarna allt
það góða sem hann gerði fyrir mig og
mína fjölskyldu. Blessuð sé minning
hans.
Ragna Hannesdóttir.
Elsku afi minn. Þá er komið að
leiðarlokum. Mér fannst þar til fyrir
um fjórum vikum að þú ættir svo
mikið eftir. Þú sem varst alltaf svo
hraustur.
Ég naut þeirra forréttinda að vera
elsta barnabarn þitt og jafnframt alin
upp hjá þér nánast frá fyrstu tíð, þú
hefur alltaf reynst mér sem besti fað-
ir og fyrir það er ég mjög þakklát.
Þú varst óstjórnlega duglegur alla
tíð, vinnusemi var svo sannarlega þitt
aðalsmerki, þér féll aldrei verk úr
hendi. Ef þú varst ekki að vinna þá
fórstu út að hjóla eða synda, en þú
varst fastagestur í Sundhöll Siglu-
fjarðar.
Eftir að ég flutti á Krókinn töluð-
um við mikið saman í síma og nær
daglega nú tvö síðustu árin, þá spjöll-
uðum við um daginn og veginn, sund-
ið, enska boltann, en um hann vorum
við nú ekki alltaf sammála, og Idol, á
hverju föstudagskvöldi sl. vetur
hringdir þú í mig eftir þann þátt, um
úrslitin þar vorum við alltaf sammála.
Þú hafðir svo mikinn áhuga á tónlist
og varst svo stoltur af kórnum þínum
Vorboðunum, kór eldri borgara á
Siglufirði.
Ég gæti haldið endalaust áfram að
rifja upp góðar minningar.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Elsku hjartans afi minn, ég kveð
þig með miklum söknuði og þakka
þér fyrir alla þá ástúð og umhyggju
sem þú sýndir mér og mínum.
Þín
Auður.
Stolt er svo sannarlega fyrsta orðið
sem kemur upp í kollinum á mér þeg-
ar ég hugsa til þín og ekki að ástæðu-
lausu.
Hvernig er annað hægt en að vera
stoltur af því að hafa verið hluti af lífi
þínu? Stoltur af því hver þú ert og
hver ég er.
Engin orð fá því lýst hversu mikla
virðingu ég ber til þín, því það eru
sannarlega menn eins og þú sem á að
líta upp til.
Þú ert mönnum fyrirmynd í öllu
sem snýr að því að vera karlmaður.
Þú ert einstakur maður og það vita
allir þeir sem þekkja þig.
Tignarlegur, myndarlegur, hraust-
ur, duglegur, heiðarlegur, hlýlegur
BJARNI
SIGURÐSSON
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og sonur,
BJÖRGVIN L. ÁRNASON
(Dalli),
Depluhólum 8,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík föstudaginn 13. ágúst kl. 15.00.
Rakel Björg Ragnarsdóttir,
Ragnar Valur Björgvinsson, Fríður Sólveig Hannesdóttir,
Rakel Björg Ragnarsdóttir,
Árni Stefánsson.
Elskuleg móðir okkar,
GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR,
Kleppsvegi 84,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 5. ágúst.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
13. ágúst kl. 13.30.
Axel, Sveinn og Elín Eva.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR H. GUÐMUNDSSON
húsgagna- og innanhússarkitekt,
frá Næfranesi við Dýrafjörð,
til heimilis í Hátúni 8,
Reykjavík,
er dáinn.
Að eigin ósk hefur bálför hans farið fram
í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hlín og Alda Gunnarsdætur.
Bróðir okkar og mágur,
AÐALBJÖRN HÓLM GUNNARSSON,
Njálsgötu 3,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 10. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þórhildur Hólm Gunnarsdóttir, Skjöldur Þorgrímsson,
Garðar Hólm Gunnarsson, Kristín Þórarinsdóttir,
Viktoría Hólm Gunnarsdóttir, Jóhann Símonarson,
Þorkell Hólm Gunnarsson, Guðlaug Hjaltadóttir,
Margrét Hólm Gunnarsdóttir.
Elskulegur faðir minn, afi og bróðir,
BJARNI ÁGÚSTSSON,
andaðist á Landspítalanum Landkoti mánu-
daginn 9. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 16. ágúst kl. 15.00.
Bryndís Bjarnadóttir,
Melkorka Sóley Glúmsdóttir,
Kristján Ágústsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SÍMONÍA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Engjavegi 7,
Ísafirði,
áður Neðri Tungu,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
miðvikudaginn 11. ágúst.
Ágústa Benediktsdóttir, Bjarni L. Gestsson,
Laufey Benediktsdóttir,
Sigurborg Benediktsdóttir, Jónas Björnsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Hjartkær móðir mín,
MARÍA ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR,
Gnoðarvogi,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
10. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vina og ættingja,
Erla Ingibjörg Sigurðardóttir.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur, bróðir,
mágur og tengdasonur,
SVEINN SIGURÐSSON,
Grasarima 1,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi fimmtudaginn 5. ágúst, verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 16. ágúst
kl. 13.30.
Sigurbjörg Ágústsdóttir,
Ágúst Sveinsson,
Guðríður Sveinsdóttir, Guðjón Böðvarsson,
Böðvar Eggert Guðjónsson, Hendrikka Waage,
Jóhann Pétur Guðjónsson, Berglind Rut Hilmarsdóttir,
Ágúst Bergsson, Stefanía Guðmundsdóttir,
Bergur Elías Ágústsson, Bryndís Sigurðardóttir.