Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 35
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 35 Hlutastarf — 101 Rvík Starfskraftur óskast strax í gjafavöruverslun. Þarf að vera hress og jákvæður og geta unnið sjálfstætt. Umsóknir berist auglýsingad. Mbl. fyrir 19. ágúst, merktar: „Reyklaus — 15859“. Heilun, sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Hugleiðslu- námskeið. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í s. 553 8260, f. hádegi. Fimmtudagur 12. ágúst Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Ræðu- maður Arnór Már Másson. Mikill söngur og vitnisburðir. Allir eru hjartanlega velkomnir. Föstudagur 13. ágúst AA Nýliðadeild, Hverfisgötu 42. Fundur kl. 20:00. www.samhjalp.is Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. SHELLSTÖÐIN við Skógarhlíð fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir. Haldið verður upp á tíma- mótin á morgun. Viðskiptavinum verður boðið upp á rjómaköku og kaffi og ýmis afmælistilboð verða á stöðinni, m.a. býðst 50% afsláttur af smurningu á afmælisdaginn. Starfsmenn Shell- og smurstöðvarinnar í Skógarhlíð. Shellstöðin við Skógarhlíð 50 ára SUS gefur út kver um landbúnaðarmál Afþakki framleiðslu- styrki ÍSLENSKUR landbúnaður á fram- tíð, ef hann tekur á sínum málum sjálfur og afþakkar framleiðslu- styrki, segir í erindi Sigurðar Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, sem birt er í litlu kveri sem Samband ungra sjálf- stæðismanna, SUS, hefur nú gefið út. Erindið flutti Sigurður á ráð- stefnu SUS sl. vor um framtíð land- búnaðarins. Erindi sem Haraldur Benedikts- son, formaður Bændasamtaka Ís- lands, flutti á ráðstefnunni, er einnig í kverinu, auk greina eftir unga sjálf- stæðismenn og stefnu ungra sjálf- stæðismanna í landbúnaðarmálum. Hafsteinn Þór Hauksson, formað- ur SUS, segir í ávarpi í kverinu að sambandið hafi lengi barist gegn hvers kyns hafta- og tollastefnum, reglugerðarfargani og víðtækum af- skiptum ríkisvaldsins af atvinnulíf- inu. Í samræmi við það hafi SUS gert tillögur að leiðum til þess að færa ís- lenskan landbúnað úr því styrkja- kerfi sem hann hafi búið við í langan tíma. „Landbúnaður er mikilvæg at- vinnugrein á Íslandi sem hefur á mörgum sviðum verið í sókn. En framfaraskrefin þurfa að vera stærri og hraðari“, segir formaðurinn. Kverið hefur, skv. tilkynningu frá SUS, verið sent öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og þeim þing- mönnum öllum sem sæti eiga í land- búnaðarnefnd Alþingis „í þeirri von að það geti reynst þeim gagnlegt í starfi sínu“, segir í tilkynningunni. 100.000 tonn þarf Vegna rangra upplýsinga var hermt frá því í frétt um vetnisvæð- ingu í Morgunblaðinu í gær að 100 tonn af vetni myndu duga til að reka skipa- og bílaflota landsmanna. Hið rétta er að 100 þúsund tonn eru talin nægja til að knýja flotann. Orkan frá Kárahnjúkavirkjun sem er 4,7 TWh á ári, muni duga til að framleiða 100 þúsund tonn af vetni. Þetta leiðrétt- ist hér með. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn Knúts Signarssonar, framkvæmda- stjóra hjá Prentsmiðjunni Odda, í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Lengsta verkfallið Í fréttaskýringu um kennara- deiluna í blaðinu í gær gætti ónákvæmni varðandi lengd verkfalla kennara. Lengsta verkfall grunn- skólakennara til þessa stóð í um það bil 6 vikur. Síðasta verkfall fram- haldsskólakennara stóð hins vegar í rúmar 8 vikur og fyrsta og eina verk- fall Félags tónlistarskólakennara stóð í um það bil 7 vikur. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.