Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 25 UMSVIFIN í Vatnsmýrinni hafa víst ekki farið framhjá neinum sem átt hefur leið um Hringbrautina síðustu vikur, en þarna stendur yfir hin margumtalaða færsla Hringbrautar, sem á að vera lokið í október á næsta ári. Síðustu mánuði hefur öflug op- inber umræða farið fram um verkið, mörg sjónarmið litið dagsins ljós og ýmislegt full- yrt. Það er lofsvert að láta sig borgarmálin varða og taka þátt í umræðu um þau, enda er opinber umræða um hags- munamál borgarbúa besta leiðin til að fá fram góðar ábendingar og ólík sjónarmið. Sumum er maður sammála, öðrum ekki og hvað varðar færslu Hringbrautar hefur rökstuðningur sumra mótmæl- endanna að nokkru leyti verið byggður á fullyrðingum sem standast ekki. Þær eru af fernu tagi:  að Hringbraut hefði áfram getað legið í gegnum lóð Land- spítalans  að lagning brautarinnar í göng eða gjá sé ódýrari til lengri tíma þótt hún sé dýrari í bráð  að borgaryfirvöld hafi ekki svarað gagnrýnisröddum, og nú síðast  að borgaryfirvöld hafi haft milljarða króna tekjur af borgarbúum með því að Landspítalinn verður byggður upp við Hringbrautina. Fjölbreytt umferð Stækkandi borg fylgir vaxandi umferð en Reykjavíkurborg hefur með ýmsu móti mætt vaxandi bílaeign í borginni. Stígagerð hefur verið efld til að greiða hjólandi og gangandi vegfarendum leið, á næstunni verða almenningssamgöngur á öllu höf- uðborgarsvæðinu samræmdar og efldar með nýju leiðakerfi og afkastageta umferð- armannvirkja hefur verið aukin. Nú stendur yfir mikil uppbygging í miðborg Reykjavík- ur og reikna má með að þar verði lítið lát á næstu árin. Í því ljósi væri ákaflega var- hugavert að leggja brautina í stokk framhjá miðborginni, þangað sem vaxandi hluti um- ferðarstraumsins á eftir að liggja. Vatns- mýrin á líka eftir að byggjast, en allt kallar þetta á greiðari umferð um Hringbraut. Að leggja brautina í göng eða gjá eftir Vatns- mýrinni myndi að auki kalla á frekari mann- virki ofanjarðar þar sem stór hluti umferð- arinnar er á leið á nærliggjandi svæði, ekki enda á milli í gjánni. Þá getur aukin breidd nýrrar Hringbrautar á milli Snorrabrautar og Njarðargötu skapað tækifæri til að hafa eina akreinina forgangsrein almennings- vagna, en við stofnun Strætó bs. skuldbundu öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sig til að tryggja strætisvögnum aukinn for- gang í umferðinni. Gamla Hringbrautin liggur þvert í gegn- um lóð Landspítalans. Framtíð Reykjavíkur er mikill akkur í staðsetningu Landspítalans - þessa stærsta vinnustaðar landsins - í mið- borginni. Vera hans þar, með allt sitt starfs- fólk og gesti, styrkir miðborg Reykjavíkur. Eigandi sjúkrahússins, ríkið, tók þá ákvörð- un að byggja það upp til framtíðar á einum stað og í ljósi framansagðs um áherslu á uppbyggingu og endurnýjun í miðborginni voru borgaryfirvöld áfram um að framtíð- arheimili Landspítalans yrði við Hring- braut. Óhjákvæmilegur þáttur þess er að vaxandi umferð um Hringbraut hverfi út af lóð spítalans. Borgaryfirvöld vilja ekki standa í vegi fyrir framtíðaruppbyggingu Landspítalans. Áfram er þó gert ráð fyrir að nokkur umferð verði um gömlu Hringbraut- ina – helstu aðkomuleið spítalans – því talið er að umferð, sem tengjast starfsemi spít- alans sjálfs, verði um 8.000 bílar á dag. Stokkur – með eða á móti Borgaryfirvöld eru hvorki almennt með eða á móti að götur séu lagðar í göng, gjár eða stokka frekar en að vera með eða á móti mislægum gatnamótum. Hvorki stokkar né mislæg gatnamót eru allsherjarlausnir á vanda vegna vaxandi bílaumferðar. Það fer eftir aðstæðum hvaða lausn hentar hverjum stað. Það er óumdeilt að aukakostnaður við stokklögn Hringbrautar skiptir hundruðum milljóna króna, en þrisvar sinnum hafa borgaryfirvöld látið meta þennan kostnað, ýmist við opinn stokk eða lokaðan. Stokkar geta haft sína ótvíræðu kosti á réttum stöð- um, en í ljósi þess sem áður er sagt um galla þess að umferðaræð, sem á að bera umferð í miðborgina liggi í stokki framhjá henni, þótti ekki rétt að leggja Hringbrautina í stokk á þessum kafla. Gallarnir voru kost- unum yfirsterkari og kostnaðurinn mikill. Því hefur raunar verið haldið fram að svo mikið byggingaland myndi vinnast með stokklögninni að verð landsins skilaði kostn- aðinum til baka. Þeir útreikn- ingar voru hreinlega rangir og byggðust á lóðaverði sem aldr- ei hefur sést í Reykjavík, þó borgin sé vinsæl. Kosningamál 2002 Færsla Hringbrautarinnar var á kosningastefnuskrá Reykja- víkurlistans árið 2002. Þá um vorið voru breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna færslunnar auglýstar og matsáætlun vegna umhverfisáhrifa lá fyrir. Þá var í framboði til borgarstjórnar listi á vegum Höfuðborg- arsamtakanna, sem nú gagn- rýna færslu Hringbrautar. Ekki fæst séð við að fletta gögnum frá þessum tíma að þá hafi framkvæmdin verið gagn- rýnd. Þá var færsla Hring- brautar á meðal þess sem ég kynnti og ræddi um við borg- arbúa á hverfafundum borg- arstjóra síðastliðið haust, á alls níu fundum. Borgaryfirvöld og samtök áhugafólks hafa haldið samtals fjóra opna borg- arafundi þar sem færsla Hring- brautar hefur verið til umræðu, stundum eina málið á dagskrá. Sjálfur var ég á þremur þessara funda. Þær eru nú komnar hátt í tuginn greinarnar og athugasemdirnar sem ég hef sent frá mér í þessari umræðu síðustu mánuði og borg- arfulltrúar og borgarstarfsmenn hafa svar- að spurningum fréttamanna og blaðamanna auk þess að mæta í umræðuþætti. Engu að síður er því haldið fram, nú síð- ast fyrir nokkrum dögum, að ekki sé svarað fyrir þetta kosningamál Reykjavíkurlistans. Sú tugga að borgaryfirvöld ræði ekki málið hefur verið tuggin oft og af merkilega mörg- um þó staðreyndirnar tali öðru máli. Fleiri staðreyndir Nýjasti kapítuli gagnrýninnar á færslu Hringbrautar er þó líklega með því sér- kennilegra sem komið hefur upp í þessari umræðu. Því er haldið fram að með samn- ingum við ríkisvaldið um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut hafi borgaryf- irvöld haft af Reykvíkingum fjármuni svo milljörðum skipti. Rökstuðningurinn fyrir fullyrðingunni byggir á því að Reykjavík- urborg þurfi ekki að fara að lögum; þurfi ekki að leggja land án gatnagerðargjalda undir sjúkrahús eins og lög kveða þó á um. Reykjavíkurborg þarf að fara að lögum. Önnur rök gagnrýnenda eru að þessi samn- ingur kveði á um að gatnagerðargjöld verði ekki innheimt af neinum nýbyggingum á Landspítalalóðinni. Það er rangt. Þau verða greidd af öðru húsnæði en því sem beint heyrir til spítalastarfseminni, s.s. kennslu- húsnæði. Það er fullyrt að hagsmunir borg- arbúa hafi verið fyrir borð bornir með samn- ingunum. Þvert á móti er höfuðborgarbúum akkur af því að hafa þessa mikilverðu þjón- ustu innan borgarmarkanna, en ekki t.d. í nágrannasveitarfélagi, eins og einnig var til skoðunar. Það hefði að mínu mati berlega strítt gegn hagsmunum borgarbúa ef borg- aryfirvöld hefðu neitað Landspítalanum um byggingaland eða með öðrum hætti lagt stein í götu öflugrar uppbyggingar heil- brigðisþjónustu í borginni. Staðið við loforð Á dögunum brá ég mér í stígvélin og gekk eitt kvöldið eftir nýja götustæðinu frá Miklubraut vestur undir Háskólavöll. Eftir að hafa skoðað framkvæmdirnar með eigin augum sé ég betur fyrir mér en áður allar þær hugmyndir sem ég hef verið að ræða við borgarbúa um á fundum og í blaðagrein- um í vetur. Það er sannfæring mín að sá kostur sem varð ofan á er sá heppilegasti og að færsla Hringbrautarinnar á eftir að greiða fólki leið í miðborgina og að og frá framtíðarbyggingarlandi á flugvallarsvæð- inu. Þar eru metnaðarfull uppbygging- aráform að taka á sig sífellt gleggri mynd og áhugi fólks og fyrirtækja til þátttöku í upp- byggingu hennar stöðugt að glæðast. Við verðum vitaskuld fyrir nokkrum óþæg- indum meðan á framkvæmdunum stendur, en það er eins og heima hjá okkur stundum; það er allt á rúi og stúi meðan verið er að mála, leggja parket eða flísar, en við sjáum fyrir okkur betra heimili á eftir og tökum því til hendinni. Um Hringbraut Eftir Þórólf Árnason Þórólfur Árnason ’Sú tugga aðborgaryfirvöld ræði ekki málið hefur verið tuggin oft og af merkilega mörgum þótt staðreyndirnar tali öðru máli.‘ Höfundur er borgarstjóri. makarnir geti búið Af þessu megi ráða, kki mögulegt, þá verði ita þeim dvalarleyfi. óslega við um flótta- makarnir ekki mögu- ttar til fjölskyldulífs í kuríki. Í þeim tilvikum usameining að vera anmörku hafi hins mál þar sem flótta- ngið að sameinast r að nýju lögin tóku n ekki brjóta ákvæði mála eggur mannréttinda- mæli í 11 liðum til da um úrbætur í um. Eru ríkisstjórn og að endurskoða alaganna um að báðir fa náð 24 ára aldri. anna-, innflytjenda- og ðherrann hefur gert skýrsluna. Túlkar mannréttinda- urskoðun ákvæða út- lendingalaganna um fjölskyldusamein- ingu svo, að fulltrúinn álíti að þessi ákvæði kunni að veikja hinn annars háa mannréttindastaðal danskra laga, en að þau brjóti ekki í bága við Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Vísar ráðherrann einnig til þess að danska ríkið hafi gengist undir alþjóðlegar skuldbind- ingar til að tryggja að báðir aðilar gangi í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja. Álit mannréttinda- fulltrúa vegur þungt Hliðstæð regla um að maki verði að vera eldri en 24 ára til að fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar tók gildi hér á landi 1. maí sl. Munurinn frá danska ákvæðinu er sá, að aldursskil- yrðið nær aðeins til þess maka sem sækir um dvalarleyfi hér á landi, en ekki beggja. Frumvarpið var talsvert gagnrýnt meðan það lá fyrir Alþingi. Í umsögn og athugasemdum Alþjóðahúss sagði m.a. um 24 ára regluna, að væri fólki mis- munað á grundvelli þjóðernis maka væri um ólöglega mismunun að ræða. Auk þess væri ákvæðið óþarft hér á landi þar sem ekki væri vitað til þess að dæmi fyndust um nauðungarhjónabönd á Íslandi. Í þriðja lagi hefði ákvæðið neikvæð áhrif á persónufrelsi þeirra Ís- lendinga og útlendinga sem dveljast hér löglega og ganga í hjúskap með erlend- um ríkisborgara. Af því sem að ofan er rakið má ráða að mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins lítur 24 ára regluna sömu augum og aðrir sem hafa gagnrýnt hana, svo sem Alþjóðahús. Verður að líta á orð hans sem vísbendingu um það að reglan fái ekki staðist ákvæði Mannréttinda- sáttmála Evrópu, öndvert við það sem danski ráðherrann heldur fram í at- hugasemdum sínum við skýrslu mann- réttindafulltrúans. Hafa ber í huga að Mannréttinda- dómstóllinn einn úrskurðar um það hvort brotið hafi verið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans, það er ekki mannréttindafulltrúans að skera úr um það. Hann tekur hins vegar mið af dómafordæmum dómstólsins í verkum sínum. Telji hann að endurskoða beri einstök ákvæði í löggjöf aðildarríkja vegna þess að þau skapi hugsanlega hættu á mannréttindaskerðingu, eru líkur á að Mannréttindadómstóllinn komist að sömu niðurstöðu. Dómsmál í uppsiglingu í Danmörku Fyrrgreindar athugasemdir mannrétt- indafulltrúans um óljós ákvæði dönsku laganna um rétt flóttamanna til fjöl- skyldusameiningar eiga vart við hér á landi, þar sem í 46. gr. útlendingalaga er kveðið á um rétt maka flóttamanns og barna undir 18 ára aldri, á hæli. Var engin breyting gerð á ákvæðinu sl. vor og verður að ætla að 24 ára reglan taki ekki til maka flóttamanna. Hið sama virðist eiga við um maka EES-borgara, enda fengi slíkt vart samræmst samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæðið og viðaukum við hann. Eins og fram hefur komið í fréttum nýlega, hefur þegar verið höfðað dóms- mál í Danmörku vegna 24 ára regl- unnar. Þá hefur heyrst að dönsk mann- réttindasamtök ætli að höfða mál vegna ýmissa ákvæða í dönsku útlendingalög- unum, m.a. 24 ára reglunnar. Því er lík- legt að á þessi skilyrði dönsku laganna reyni fyrir Mannréttindadómstólnum. Er að sjálfsögðu mjög áhugavert fyrir okkur að fylgjast með þessum málum, og þá einkum hvað 24 ára regluna áhrærir. tindafulltrúi ns lítur 24 ára u augum og fa gagnrýnt m Alþjóða- Höfundur er lögfræðingur Alþjóðahúss. opinberlega fyrir ummæli sem hann smál og sagt hugmyndir hans í þeim því á óvart að demókratar skuli h taki nokkra áhættu með útnefningu nú af stað í öldungadeild Bandaríkja- a forsetakosninganna í haust er að ná að ganga að fá Goss samþykktan með þessu móti tækifæri til að varpa mmistöðu Bush í þjóðarörygg- m að ráðast á Írak í fyrra og um nilla fyrir innrásina og raun bar vitni opnabúr Íraka. núa vörn í sókn að síður. Hikaði ekki við að hunsa ráð- m að best væri að láta John McLaug- aldlega gegna embættinu fram yfir na þá að Bush vilji slá vopnin úr í sókn. Þeir hafi nefnilega gagnrýnt r búinn að tilnefna arftaka George orsetann fyrir að hafa ekki lýst sig ð breytingum á fyrirkomulagi leyni- sem fram koma í nýlegri skýrslu á Bandaríkin 11. september 2001. Með skipan Goss nú hafi Bush hins vegar tekið frumkvæði í þessum málum á ný. Hefur The Washington Post eftir ónafngreindum embætt- ismönnum að Hvíta húsið hafi einfaldlega metið stöðuna þannig að Bush gæti ekki tapað: demókratar geti ákveðið að efna til vandræða í öldungadeildinni í tengslum við staðfestingu Goss en Bush gefist þá tækifæri til að saka þá um að standa í vegi fyrir því að nauðsynlegur stöðugleiki komist á hjá CIA á tímum þegar ógn steðjar að bandarísku þjóðinni og þegar stofnunin þarfnast nauðsynlega styrkrar stjórn- unar. „Þetta var pólitískt erfið staða [fyrir forsetann]. En Bush veðjar á að hann geti leikið hina pólitísku refskák á næstu mánuðum betur en demókratar,“ segir Michael O’Hanlon, fræðimaður við Brookings- stofnunina í Washington. „Heimavarnir og stríðið gegn hryðjuverkum eru það sem helst gef- ur Bush sterkari stöðu umfram Kerry – jafnvel það eina, myndu sumir segja. Og hann vill ekki eiga á hættu að þar verði breyting á,“ segir David Rohde, stjórnmálafræðingur við ríkisháskólann í Michigan. Þrátt fyrir þá gagnrýni sem úr röðum demókrata hefur heyrst er ekki talið sennilegt að þeir reyni að koma í veg fyrir staðfestingu Goss í embættið. Þeir vilji forðast þá stöðu sem kom upp fyrir þingkosning- arnar 2002 en þá notaði Bush það sem fyrr segir óspart gegn demó- krötum í kosningabaráttunni að þingmenn flokksins skyldu ekki hafa lagt blessun sína hratt og skilmerkilega yfir heimavarnarfrumvarp hans, sem þá var til meðferðar. Þá er bent á að Bush gæti svarað gagnrýni demókrata, um að út- nefning Goss sé flokkspólitísk, með því að minna á að hann hafi nýtt sér starfskrafta George Tenet í heil þrjú ár, jafnvel þó að Tenet hafi verið skipaður til starfans þegar demókratinn Bill Clinton var í Hvíta húsinu. Að síðustu hefur verið bent á að yfirmenn CIA hafi svo sem áður komið úr röðum stjórmálamanna. Ronald Reagan skipaði til dæmis William Casey, sem stýrði kosningabaráttu hans í forsetakosning- unum 1980, sem yfirmann CIA og George Bush eldri varð yfirmaður CIA um miðjan áttunda áratuginn þrátt fyrir að hann hefði áður verið búinn að gegna starfi formanns landsnefndar Repúblikanaflokksins. Ekki langlífur í embætti? Bush Bandaríkjaforseti hefur sem fyrr segir tekið vel tilmælum þingnefndarinnar sem rannsakaði aðdraganda árásanna á Bandaríkin 11. september 2001. Lýsti Bush sig m.a. samþykkan því að komið verði á fót sérstöku embætti yfirmanns leyniþjónustumála innanlands, sem yrði hluti af alríkislögreglunni FBI en fengi vald til að móta stefnu og störf jafnt CIA og FBI á sviði innanlandsöryggis. Forsetinn er hins vegar ekki á því að umræddur yfirmaður allra öryggismála í Banda- ríkjunum eigi að taka sæti í ríkisstjórn og hafa aðsetur í Hvíta húsinu. Hverju sem því líður eru vangaveltur þegar farnar af stað um það hver muni gegna þessu nýja embætti og talið er að skipan Goss nú sem forstjóra CIA geti þýtt, að hann muni koma sterklega til greina. „Hann gæti verið réttur maður í það,“ segir repúblikaninn Mike DeW- ine, öldungadeildarþingmaður frá Ohio. „Hann væri fær um að fara á fund forsetans og horfa í augu hans og leiða hann í allan sannleika um stöðu tiltekinna mála án þess að blikna.“ Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins, vildi ekki útiloka þennan möguleika eða staðfesta að Goss kæmi til greina í embættið. En frétta- skýrendur benda á að ekki sé heldur öruggt að Porter Goss sitji lengi á forstjórastóli hjá CIA. Ef Bush nái ekki endurkjöri í forsetakosning- unum í nóvember sé allt eins líklegt að næsti forseti vilji velja annan mann í starfið. allir ánægðir með valið á nýjum forstjóra CIA. Ekki er þó Goss í embættið fáist staðfest í öldungadeild þingsins. AP efur verið nýr forstjóri CIA, ásamt seta í Hvíta húsinu í fyrradag. Goss ndaríkjaþings fyrir Florida-ríki unum 1962-1972 og hafði þá m.a. A í bæði Mið-Ameríku og í Vestur- Goss er einn af auðugustu þing- nir hans voru á síðasta ári metnar á a milljóna Bandaríkjadala, þ.e. á 7 milljarðs. ngmaður david@mbl.is Helstu heimildir: Associated Press, The Washington Post, fréttasíða BBC.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.