Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 39
KAMMERSVEITIN Ísafold er gestur á tónlistarhátíðinni Berja- dögum í ár, en um helgina verður hátíðin haldin í sjötta sinn í Ólafs- firði. Sveitin er skipuð átján ungum tónlistarmönnum og á Berjadögum mun hún leika sína eigin efnisskrá, auk þess sem hljóðfæraleikarar úr röðum hennar munu koma fram með öðrum aðstandendum hátíðar- innar. Berjadagar eru fyrsti viðkomu- staður sveitarinnar á tónleika- ferðalagi um landið, sem lýkur í Listasafni Íslands í Reykjavík hinn 24. ágúst. Það er hugur í meðlimum sveitarinnar, þegar blaðamaður nær í þau við æfingar í Ólafsfirði. „Núna æfum við hérna fram á föstudag, þá taka Berjadagar við með nokkrum tónleikum um helgina. Þaðan förum við til Akureyrar, þar sem við verð- um með tónleika á miðvikudag, og förum svo hringinn eftir það,“ segir Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari í sveitinni. Á Akureyri mun kammersveitin frumflytja nýtt verk eftir Úlfar Inga Haraldsson, Anti- phony, sem samið var sérstaklega fyrir sveitina. „Við báðum hann að semja fyrir okkur verk, sem hann tók vel í. Það er alveg frábært að fá að vinna með honum,“ segir Elfa Rún, og bætir við að verkið sé sann- kallað stuðverk með flottum rytma í bland við rólega kyrrðarkafla. „Það er svo ekki síðra að verkið er samið fyrir alla sveitina, átján manns, svo við fáum öll að taka þátt í að flytja það.“ Lýðræðisleg vinnubrögð Ísafold, skipuð ungu tónlistarfólki á aldrinum 20–30 ára sem kynntist í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, einbeitir sér að flutningi 20. og 21. aldar tónlist- ar, en sveitin var að sögn stofnuð til þess að hljóðfæraleikarar hennar gætu flutt þá tónlist sem þá langaði til og á þann hátt sem þeir teldu bestan. Elfa Rún segir lýðræðisleg vinnubrögð viðhöfð við verkefna- valið. „Allir félagar í sveitinni geta komið með tillögur og svo er unnið úr þeim. Efnisskráin er rædd fram og aftur, verk fara inn og aftur út af efnisskránni, og svo jafnvel aftur inn. Við reynum að hafa efnisskrána dálítið fjölbreytta, þó að eingöngu sé um nýrri verk að ræða, og ég held að útkoman sé mjög skemmti- leg og áheyrileg,“ segir hún. Er þetta þá ekkert erfið tónlist fyrir venjulegan áheyrendahóp? „Nei, alls ekki. Hún er það fjölbreytt, til dæmis leikum við tangó og Rímnad- ansa Jóns Leifs, sem eiginlega allir þekkja.“ Berjablátt lokakvöld Fyrstu tónleikar Berjadaga eru annað kvöld þar sem hátíðin verður sett með léttri tónlistardagskrá við kertaljós, en í eftirmiðdag á laugar- dag verður dagskrá þar sem Þor- valdur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, les meðal annars upp úr nýju ævintýri sínu um Blíð- finn og leikin verður tónlist sem tengist sögunni. Um kvöldið verða svo tón- og dansleikur kammer- sveitarinnar Ísafoldar, þar sem einnig verður frumflutt dansverk eftir Helenu Ólafsdóttur. Á sunnudeginum leikur Gunn- hildur Einarsdóttir hörpuleikari, sem jafnframt er meðlimur í Ísa- fold, franska efnisskrá í gömlu kirkjunni í Kvíabekk. Þá um kvöldið verða svo lokatónleikar hátíðar- innar, sem kallast Berjablátt loka- kvöld, og verður þar leikin afar fjöl- breytt dagskrá í ýmsum hljóðfæra- samsetningum. Að sögn Arnar Magnússonar, list- ræns stjórnanda Berjadaga, er það mikill fengur að Kammersveitin Ísafold sé þátttakandi í hátíðinni í ár. „Þetta er ungt, kraftmikið og djarft fólk sem tilheyrir nýrri kyn- slóð og er nú búin að stofna þessa hljómsveit sem er mjög athyglis- verð,“ segir hann. Engir grænjaxlar á ferð, sem sagt? „Nei, þau eru auð- vitað ung, en allt mjög góðir hljóð- færaleikarar sem þegar eru búin að geta sér orð mörg hver.“ Hann segist hlakka mikið til há- tíðarinnar í ár, enda veðrið með ein- dæmum gott í Ólafsfirði eins og víð- ar. „Ég er mjög stoltur af efnis- skránni og hlakka til að heyra það sem Kammersveitin Ísafold ætlar að bjóða upp á. Svo verður auðvitað ævintýri að heyra hörpuleikinn í gömlu kirkjunni, og Þorvald Þor- steinsson lesa úr Blíðfinni,“ segir Örn Magnússon að lokum. Tónlist | Kammersveitin Ísafold á Berjadögum í Ólafsfirði og síðan á tónleikaferð um landið Engir græn- jaxlar á ferð Morgunblaðið/Þorkell Kammersveitin Ísafold og Örn Magnússon píanóleikari koma fram á Berjadögum í Ólafsfirði um helgina. ingamaria@mbl.is www.isafold.net MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 39 Opnunartími: Mánudaga-föstudaga frá kl. 8.30-18.00 Skútuvogi 4 www.gg.is ALLT Í SKÓLANN Opið laugardag frá kl. 10.00-16.00 Allir velkomnir Barbie töskur,pennaveski & bækur í miklum úrvali Mikið úrval stílabóka, möppur, pennaveski og margt fl. á góðu verði Batman bakpoki stækkanlegur á 3.990 kr. Skólatöskur Bugs Bunny frá 299 kr. til 1.699 kr. Tweety bækur & möppur verð frá 169 kr. Allt í skólann á frábæru verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.