Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MANNRÉTTINDAFULLTRÚI Evrópuráðsins heimsótti Danmörku í vor til að kanna stöðu mannréttinda- mála í landinu. Hann skilaði skýrslu um heimsóknina til ráðherranefndar og þings Evrópuráðsins þar sem hann fer lofsamlegum orðum um ástand mann- réttindamála í Dan- mörku almennt en bendir þó á merkj- anlega stefnubreytingu hvað varðar réttindi út- lendinga og þjóðernis- minnihluta. Telur hann nýlega lagasetningu horfa í þá átt að tak- marka réttindi þessara hópa og að sum ákvæði í útlendingalöggjöfinni geti enn fremur orðið til að skerða þau mann- réttindi sem ein- staklingum eru tryggð í Mannréttindasáttmála Evrópu og öðr- um alþjóðlegum sáttmálum. Í skýrslunni segir að það sé greini- lega stefna danskra stjórnvalda að tak- marka fjölda innflytjenda, með því að taka fastar á málum hælisleitenda og að takmarka fólksflutninga af fjárhags- ástæðum. Fulltrúinn segir eðlilegt að ríki gæti að málsmeðferð í málum hæl- isleitenda og það þjóni einnig hags- munum þeirra sem raunverulega eru í neyð. Ríkin hafi líka hagsmuni af því að takmarka fjölda þeirra sem flytjast inn af fjárhagsástæðum. Hins vegar verði þau að gæta þess að aðgerðir skerði hvorki grundvallarréttindi hælisleit- enda og farandverkafólks né hafi áhrif á aðlögun þeirra að samfélaginu. 24 ára reglan gengur of langt Athugasemdir mannréttindafulltrúans snúa einkum að ákvæðum útlend- ingalaganna sem snerta flóttamenn og hælisleit- endur og ákvæðum um fjöl- skyldusameiningu. Eitt þessara skilyrða er að er- lendur maki fái ekki dval- arleyfi nema báðir aðilar séu 24 ára eða eldri. Skiptir ekki máli þótt annar sé danskur ríkisborgari. Dönsk stjórnvöld segja að 24 ára reglunni sé ætlað að forða ungu fólki frá nauð- ungarhjónaböndum og segir mannréttindafulltrúinn slíka vörn gegn nauðung- arhjónaböndum vissulega mikilvægt markmið. Hins vegar gangi reglan langt framar markmiðinu og takmarki verulega rétt einstaklinga á gifting- araldri í Danmörku til að gifta sig og stofna fjölskyldu. Mannréttindafulltrúinn bendir á að 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu tryggi öllum rétt til fjölskyldulífs og einkalífs, og þó að Evrópudómstóllinn túlki 8. gr. ekki á þann veg að ríki hafi almenna skyldu til að veita maka af öðru þjóðerni dvalarleyfi, sé það grund- vallarskilyrði, að m saman í öðru ríki. A að sé þeim slíkt ek viðtökuríkið að vei Eigi þetta augljó menn, en þá hafi m leika á að njóta rét öðru ríki en viðtök ætti því fjölskyldu skilyrðislaus. Í Da vegar komið upp m menn hafi ekki fen mökum sínum eftir gildi. Danir telja lögin mannréttindasáttm Í skýrslu sinni le fulltrúinn fram tilm danskra stjórnvald mannréttindamálu þing m.a. hvött til ákvæði útlendinga makar þurfi að haf Danski flóttama aðlögunarmálaráð athugasemdir við s hann m.a. tilmæli m fulltrúans um endu Athugasemdir gerðar við dönsku útlendingalögin Eftir Margréti Steinarsdóttur ’…mannréttEvrópuráðsin regluna sömu aðrir sem haf hana, svo sem hús.‘ Margrét Steinarsdóttir P orter Goss virðist við fyrstu sýn fyllilega hæfur til þess að taka við starfi forstjóra bandarísku leyni- þjónustunnar (CIA). Hann starfaði um árabil hjá stofnuninni og hefur síðan undanfarin ár verið for- maður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og sem slíkur sinnt málefnum er varða CIA. Margir demókratar eru engu að síður óánægðir með valið á Goss, sem hefur átt sæti í fulltrúadeildinni frá 1988 fyrir Repúblikanaflokk- inn, segja hann of flokkspólitískan í afstöðu sinni til að gegna stöðunni. Útnefning Goss sem forstjóra CIA kom mönnum ekki algerlega í opna skjöldu, hann var nefndur til sögunnar sem hugsanlegur eft- irmaður George Tenet strax í júní þegar Tenet sagði af sér sem for- stjóri CIA. Lét George W. Bush Bandaríkjaforseti þau ummæli einmitt falla, þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í fyrradag, að Goss „þekkti starfsemi CIA inn út og út“ og að hann væri „rétti maðurinn til að fara fyrir þessari mikilvægu stofnun á þessum örlagatímum í sögu þjóðar okkar“. Þessari skoðun forsetans deila þó ekki allir. „Að velja stjórnmála- mann – og þá skiptir engu úr hvorum flokki hann kemur – er mistök,“ sagði t.a.m. demókratinn Jay Rockefeller, öldungadeildarþingmaður frá Vestur-Virginíu. „Að hafa óháða, óvilhalla leyniþjónustu sem þjón- ar forsetanum og þinginu skiptir sköpum fyrir öryggi Bandaríkjanna.“ Undir þetta tekur Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild- inni: „Þú verður að halda stjórnmálunum aðskildum frá starfi leyni- þjónustunnar. Ég er ekki viss um að það hafi verið gert í þessu tilfelli.“ Formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, repúblik- aninn Pat Roberts, sagðist hins vegar furða sig á fullyrðingum um að Goss væri of flokkspólitískur. „Ég tel hann ekki flokkspólitískan. Ég hef þekkt hann í sextán ár, ég myndi ekki nota það orð ef ég ætti að lýsa Porter,“ sagði Roberts. Og athygli vakti hversu varkár John Kerry, forsetaefni demókrata, var í sínum yfirlýsingum. Gaf hann hvorki til kynna að hann væri and- vígur ákvörðun forsetans, um að skipa Porter Goss nýjan forstjóra CIA, né hlynntur. „Þetta er mikilvægt embætti í hryðjuverkastríðinu og á ekki að vera skilið eftir ómannað,“ sagði Kerry einungis. Á það hefur verið bent að Goss, sem er 65 ára, hefur verið einn af ötulustu stuðningsmönnum Bush Bandaríkjaforseta. Hann hefur sömuleiðis gagnrýnt John Kerry o hefur látið falla um þjóðaröryggis efnum „barnalegar“. Ekki kemur malda í móinn yfir skipan hans. Fréttaskýrendur segja að Bush Goss núna, staðfestingarferli fari þings einmitt þegar barátta vegna hámarki, seint og erfiðlega kunni sem næsta yfirmann CIA. Jafnframt gefist demókrötum m upp alls kyns spurningum um fram ismálum, ekki síst ákvörðunina um ástæður þess að CIA stóð sig jafn við að leggja mat á gereyðingarvo Bush vill sn En Bush ákvað að slá til engu a leggingar sumra ráðgjafa sinna um hlin, starfandi forstjóra CIA, einfa forsetakosningarnar í nóvember. Fréttaskýrendur segja ástæðun höndum demókrata og snúa vörn forsetann fyrir að vera ekki þegar Tenet. Þá hafi demókratar gagnrýnt fo fylgjandi öllum þeim tilmælum að þjónustu- og þjóðaröryggismála s þingnefndar um tildrög árásanna Ekki allir sáttir við að stjórnmála- maður taki við CIA Fréttaskýring| Demókratar í Bandaríkjunum eru ekki talið að þeir reyni að koma í veg fyrir að skipan Porters PORTER Goss, sem skipaður he George W. Bush Bandaríkjafors hefur átt sæti í fulltrúadeild Ban 1988. Hann vann fyrir CIA á áru umsjón með starfi njósnara CIA Evrópu á sjöunda áratugnum. G mönnum í Bandaríkjunum, eign bilinu sex til tuttugu og fjögurra bilinu 430 milljónir ísl. kr. til 1,7 Vellauðugur þin UMHVERFI GEYSIS Harpa Harðardóttir, semvinnur við leiðsögn þýzkraferðamannahópa og er jafnframt starfsmaður hjá Goethe- Zentrum í Reykjavík, skrifaði grein hér í blaðið í gær sem ástæða er til að vekja athygli á. Hún lýsir aðstæðum við Geysi og segir frá því sem hún upplifði þar fyrir skömmu: „Um leið og við komum inn á efra svæðið sé ég mér til skelf- ingar að ungir foreldrar með tvö börn (það yngra á að gizka eins árs glókollur, sem sat á herðum pabba síns) stóðu við gígbarminn hjá Geysi í mesta gufumekkinum og góndu eins og hálfvitar niður í gosgíginn! Ég hrópaði hástöfum til þeirra að hypja sig af svæðinu og jafnframt hvort þau hefðu í hyggju að brenna sig og börnin til bana! Þau góndu á mig eins og ég væri geðbiluð en færðu sig þó um nokkra metra úr gufumekkinum en stóðu samt áfram rétt við barminn. Einni mínútu seinna byrjaði Geysir að gjósa og kom væn gusa af sjóðheitu vatni og gufu (80–100 gráður á C) upp u.þ.b. 6–8 metra og féll niður þar sem unga parið hafði staðið rétt áður.“ Harpa víkur síðan að því, að ekki sé óeðlilegt að ferðamenn greiði lágmarksfjárhæð til þess að skoða náttúruperlur landsins og að þeir fjármunir verði notaðir til þess að tryggja fyllsta öryggi á þessum svæðum. Allt er þetta rétt hjá Hörpu Harðardóttur. Það eru of mörg dæmi um að erlendir ferðamenn gæti ekki að sér í náttúru Íslands og stundum með hörmulegum af- leiðingum. Lýsingar Hörpu á því sem hún varð vitni að við Geysi eru vísbending um að nauðsynlegt sé að efla öryggisgæzlu þar. Hugmyndir um að fólk greiði fyrir að skoða náttúruperlur hafa við og við verið til umræðu. Nú er tímabært að hrinda þeim í fram- kvæmd. ÓVENJULEG HREINSKILNI Við Íslendingar erum vanir því aðráðamenn, sem hingað koma frá ESB-ríkjunum hvetji okkur beint og óbeint til þess að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þótt fæstir gangi jafnlangt og leiðtogar norrænna jafnaðarmanna, sem hér funduðu á dögunum. Þess vegna kemur það skemmti- lega á óvart að sjávarútvegsráð- herra Breta, Ben Bradshaw, sem hér hefur verið í heimsókn, talar á allt annan veg. Hann sagði á blaða- mannafundi í gær, það sem blasir við hverjum Íslendingi, sem horfir raunsætt á málið, að það sé ekki tímabært fyrir Íslendinga að sækja um aðild að ESB vegna ólíkra hags- muna í sjávarútvegsmálum. Brad- shaw bendir hins vegar á að stefna ESB í sjávarútvegsmálum sé til endurskoðunar og að aðstæður okk- ar Íslendinga geti þess vegna breytzt. Það hefur alltaf legið fyrir, að jafnvel þótt við næðum beztu hugs- anlegu samningum við Evrópusam- bandið um aðild mundu formleg yf- irráð yfir íslenzkum fiskimiðum flytjast til Brussel. Það er einfald- lega óhugsandi að fallast á slík skil- yrði. Það tók okkur Íslendinga aldar- fjórðung frá því við höfðum stofnað lýðveldi að ná fullum yfirráðum yfir auðlindum hafsins. Íslenzk fiskimið voru arðrænd af Evrópuþjóðum öldum saman. Yngra fólk mundi ekki skilja það ástand, sem hér var þótt ekki sé farið lengra aftur í tím- ann en til 1972 þegar fiskveiðilög- sagan var færð út í 50 sjómílur. Er- lendir sjómenn tóku jafnmikinn afla á Íslandsmiðum og íslenzkir sjó- menn fyrir aðeins rúmlega 30 árum. Það er auðvitað fjarstæðukennt, að þeir stjórnmálamenn skuli vera til á Íslandi, sem tala um það í fullri alvöru, að við eigum að sækja um aðild að ESB við núverandi aðstæð- ur. En þeir eru til. Enginn veit hvort sjávarútvegsstefna ESB breytist þannig að hún verði að- gengileg fyrir okkur. Enginn veit hvaða breytingar verða innan ESB á næstu árum. Það er síðari tíma mál. Brezki ráðherrann Ben Brad- shaw hefur rétt fyrir sér. Það er ekki tímabært fyrir okkur Íslend- inga að sækja um aðild að ESB. Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingar, ætti að tala meira við hinn brezka skoðanabróður sinn en minna við félaga sína á öðrum Norð- urlöndum. SKAÐABÆTUR VEGNA HRYÐJUVERKA Líbýa hefur samþykkt að greiðafórnarlömbum sprengjuárás- ar á diskótek í Berlín fyrir tæpum tuttugu árum skaðabætur. Þetta er í annað sinn á nokkrum misserum sem Líbýa samþykkir að greiða slíkar skaðabætur. Áður höfðu Líbýumenn greitt skaðabætur vegna farþegaþotu sem sprengd var í loft upp, full af farþegum. Líbýumenn hafa snúið við blaðinu í samskiptum við umheim- inn á undanförnum árum og því ber að fagna. Fljótlega eftir árásina í Berlín á sínum tíma bárust böndin að Líbýumönnum sem neituðu lengi allri sök. Þótt þeir hafi nú viðurkennt sekt sína er nánast óhugnanlegt til þess að vita að ríki hafi staðið að slíkum hryðjuverkum á Vesturlöndum. Hvaða önnur ríki skyldu stunda sömu iðju nú án þess að viðurkenna það nokkru sinni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.