Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 29 Ég kynntist Helgu 1974 á heimili þeirra Helgu og Björns á Stýri- mannastígnum. Ég var þá að ljúka námi í líffræði og erindið var að leita ráða og spyrja til vegar inn í framtíð- ina. Mér var tekið með mikilli vin- semd og veganestið hefur mótað líf mitt allar götur síðan. Þetta var upp- hafið að góðum kynnum en alla tíð síðan hafa vegir okkar legið saman, fyrst á Íslandi og síðan í Vínarborg þar sem Björn var forstjóri sameig- inlegrar deildar FAO og IAEA hjá Sameinuðu þjóðunum og ég var að vinna að landbúnaðarrannsóknum. Helga var sannkallaður fulltrúi Ís- lands í Vín þar sem hún og Björn opnuðu heimili sitt fyrir Íslending- um og starfsfólki Sameinuðu þjóð- anna af miklum rausnarskap. Mörg- um eru minnisstæð jólaboðin en þá var öllu starfsfólki SÞ hjá FAO/IA- EA og mökum þeirra, u.þ.b. 150 manns, boðið til fagnaðar á heimili þeirra. Fjöldinn var svo mikill að hópnum var skipt niður á þrjá daga. Á þessum stundum var gaman að vera Íslendingur og fylgjast með hvernig allt þetta fólk frá mismun- andi menningarheimum upplifði ís- lenska gestrisni. Helga var glaðlynd og átti auðvelt með að blanda geði við fólk með sinni hlýju og alúðlegu framkomu. Við hér í Vín eigum Helgu margt að þakka og munum ávallt minnast hennar. Hún hjálpaði svo mörgum og gerði svo mörg góð- verk á sinni lífsleið. Blessuð sé minn- ing hennar. Lilja, Elva, Helga og ég vottum Birni, Unni og fjölskyldu samúð okk- ar. Guðni Harðarson, deildarstjóri jarðvegsdeildar FAO/IAEA í Austurríki. Vinkona okkar, Helga Pálsdóttir, er látin. Við kynntumst henni og Birni þegar við vorum við nám í Vín- arborg. Á þeim árum var lítill en samstæður hópur námsmanna í Vín, en einmitt Helga og Björn voru sam- nefnarar fyrir þann hóp. Heimili þeirra hjóna í Vín stóð okkur stúd- entunum alltaf opið. Það var mjög menningarlegt, líkt og heimili þeirra hér heima, en þar kynntumst við m.a. fyrst Vínartónlist. Helga hvatti okkur til að lesa um austurríska sögu og menningu, en hún var mjög vel að sér á því sviði. Við gerðum okkur ein- hvern veginn ekki grein fyrir að hún var tæplega tuttugu árum eldri en við, því hún tók svo virkan þátt í lífi okkar ásamt Birni. Unnur Steina, dóttir þeirra, var alltaf með þeim, en líf Helgu snérist um hana á þessum árum. Helga var einstök móðir og lagði sig alla fram í uppeldinu á einkadóttur þeirra og henni tókst það vel. Hún lét sig menntun Unnar Steinu miklu varða, en bækur um uppeldi og skólastefn- ur voru eitt af áhugamálum hennar á þessum árum. Helgu leið vel í Vín og hafði unun af sjarma borgarinnar og naut þess að fræðast um allt það sem viðkom henni. Hún var þess vegna ef til vill mesti Vínarbúinn af okkur. Þrátt fyrir það átti Ísland hug hennar allan og fjölskyldan og vinirnir heima. Helga átti mikið af vinum hvaðan- æva úr heiminum og var heimili þeirra mjög alþjóðlegt, enda starfaði Björn á alþjóðlegum vettvangi. Við fórum í gönguferðir saman í Vínar- skógana og upp í Alpana eða gengum um akra og vínræktargarða. Skoð- uðum söfn og hallir og fórum á tón- leika. Þetta voru eftirminnilegar ferðir sem gaman er að minnast, en þar fór saman gleði og fróðleikur í fallegu landi með góðum vinum. Við minnumst Helgu sem yndis- legrar konu, sem var bæði falleg og góð. Hún var alltaf tilbúin að hlusta og gefa góð ráð. Hún lét sér annt um okkur og börnin okkar alla tíð og fylgdist vel með uppvexti þeirra. Það var mikið lán fyrir okkur að kynnast þessu góða fólki. Við vottum fjölskyldu hennar, Birni, Unni Steinu, Kristni og börn- um þeirra samúð. Gunnar Örn og Elsa.  Fleiri minningargreinar um Helgu Ingibjörgu Pálsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Helga Guðbrandsdóttir. ✝ Alexía Pálsdóttirfæddist að Gelti í Grímsnesi 17. júlí 1923. Hún lést á St Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi að kvöldi 3. ágúst síðast- liðins. Foreldrar hennar voru Páll Gíslason, f. 9. ágúst 1870, d. 12. des. 1938 og kona hans Ingi- björg Brandsdóttir, f. 20. nóv. 1885, d. 23. sept. 1964. Systkini Alexíu eru Gísli Jó- hann, f. 29.10. 1910, d. 1.2. 1912, Guðbrandur, f. 6.11. 1911, d. 16.11. 1953, Gíslína Agnes, f. 27.11. 1912, d. 5.8. 1978, Jóhanna Björg, f. 14.7. 1914, d. 28.1. 1948, Trausti, f. 28.10. 1915, d. 8.10. 1982 og Gísli 12.11. 1919. Hinn 10. september 1942 giftust Alexía og Björgvin Þorsteinsson, f. 12.8. 1919, d. 17.7. 1978. For- eldrar hans voru hjónin Ingibjörg, f. 6.2. 1897, d. og Þorsteinn Ólafs- son, f. 12.7. 1885, d. 9.6. 1973. Börn Alexíu og Björgvins eru: 1) Ingibjörg Malmquist, f. 30.5 1942, maki Ólafur Ellertsson, f. 17.8. 1934, þau eiga fjóra syni og eina dóttur, sem er látin. 2) Ingvar Páll, f. 21.5. 1943, maki Ingibjörg Dröfn Ármannsdóttir, f. 5.6. 1948, þau eiga þrjú börn. 3) Þorsteinn, f. 19.7. 1944, d. 26.8. 1988, maki Rut Meldal Valtýsdóttir, f. 4.2. 1947, þau eiga þrjá syni. 4) Stefán, f. 24.6. 1945, maki Laufey Jeremí- asdóttir, f. 3.8. 1947, þau eiga þrjú börn. 5) Helgi, f. 9.7. 1946, maki Marín Valtýs- dóttir, f. 12.5. 1948, þau eiga fjóra syni og er einn þeirra lát- inn. 6) Jóhannes Björgvin, f. 18.12. 1950, maki Sigríður Hafdís Melsted, f. 20.9. 1951, þau eiga þrjú börn. 7) Ingv- eldur, f. 13.1. 1954, maki Vöggur Ingvarsson, f. 19.6. 1944, þau eiga fimm börn. 8) Guð- brandur, f. 4.4. 1955, maki Guð- björg Egilsdóttir, f. 14.12. 1957, þau eiga tvö börn. 9) Hanna María, f. 29.1. 1957, maki Hinrik Axelsson, f. 27.3. 1954, þau eiga þrjú börn. 10) Guðný, f. 12.4. 1959, hún á einn son. 11) Hafdís, f. 19.6. 1960, maki Sigurður P. Jónasson, f. 23.6. 1958, þau eiga eina dóttur og á hún einn son fyrir. Alexía og Björgvin bjuggu 3 fyrstu hjúskaparár sín í Reykjavík en fluttu svo til Stykkishólms og bjuggu þar á Víkurgötu 9. Í jan- úar sl. flutti svo Alexía á Dvalar- heimilið í Stykkishólmi og bjó þar til æviloka. Útför Alexíu verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Stóðu eikur tvær alblómgaðar hér í mannlífsmörk – lengi litfagrar lim út breiddu. Nú er eftir ein. (Sigfús á Eyvindará.) En nú er eikin eina fallin. Alexía verður lögð til hvíldar við hlið eigin- manns síns Björgvins Þorsteinssonar nú í dag, 12. ágúst. Hann missti hún 1978 og síðan þá hefur mér oft orðið hugsað til þessara ljóðlína. Tengdaforeldrar mínir Alla og Björgvin, stóðu hönd í hönd frá fyrstu kynnum þegar þau unnu ung á Korp- úlfsstöðum. Hún kom að austan en hann vestan frá Stykkishólmi og þangað fluttu þau 1944 og áttu þar síðan ævina alla. Meðan tengdafor- eldrar hennar og mágkona lifðu bjuggu þau saman, en Alla og Björg- vin eignuðust 11 börn og á Víkurgöt- unni bjó þessi sterka og mikla kjarna- fjölskylda. Húsið það á sál og sögu, það var stækkað eftir þörfum og barnafjölda og alltaf var Björgvin að endurbæta úti og inn af einstakri umhyggju á meðan Alla lét endana mætast af sér- stökum myndarskap. Soðning og grautur í hádeginu, staðgóð máltíð að kvöldi. Öll föt saumaði hún á börnin sín og fleiri, auk þess sem hún taldi út, heklaði og prjónaði. Féll aldrei verk úr hendi. Þegar komið er inn í húsið þarf ekki annað en loka augunum, sjá inn í gamla eldhúsið þar sem alltaf var þéttsetinn bekkurinn, bökunarilmur og hlátrasköll. Hugurinn hverfur 30 - 40 ár aftur í tímann, þau voru svo ein- stök og samhent þessi hjón, hverju tengdabarni tóku þau inn í fjölskyld- una þannig að það varð eitt af þeirra börnum og sérhvert barnabarn varð til að auka ríkidæmi þeirra. Þau voru gestrisin svo af bar og alltaf rúm og veitingar fyrir einn eða tvo enn. Það var mikið rökrætt og hátt hlegið. Björgvin var söngmaður góður og song í kirkjukórnum en á góðum stundum s.s. á Þorrablótum og Skipa- víkurferðum svifu þau á dansgólfið og alltaf þegar Björgvin dansaði söng hann með. Alexía var kvenskörungur í bestu og fallegustu merkingu þess orðs. Stór í sniðum, líkami, hugur og sál. Ljóðelsk, natin við blóm og rómantísk inn við beinið. Hún var glettin, smá- stríðin og hláturmild en skapið gat orðið stórt ef eitthvað blés á hennar fólk. Þegar sorgin barði að dyrum – allt- of oft í lífi hennar – var faðmur hennar stór og hlýr fyrir alla sem á þurftu að halda, en henni var í blóð borið að bera harma sína í hljóði og standa sterk. Hleypti ekki nema sínum nán- ustu inn fyrir þá brynju. Móðir, tengdamóðir og margföld amma og langamma er í dag kvödd af ómældum kærleik. Öll höfum við þurft að leita til hennar eftir styrk, huggun, uppörvun og hlýju. Þess verður sárt saknað, en við Ingvar huggum okkur við að nú er hún hjá sínum elskaða Björgvin, ásamt öðrum ástvinum þeirra sem fyrr voru farnir. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Ingibjörg Ármannsdóttir. Amma mín, nú ertu farin. En hvert? Þetta er spurning sem margir spyrja. En eitt er ég viss um og það er það að þú ert komin á besta stað í heimi. Þar hittir þú afa aftur og alla þá sem þú þekkir, ferð í göngutúra eins og þig hefur alltaf langað að geta. Ég kom í skrítnustu ferð í Stykk- ishólm (04.08.’04). Ég kom og allan daginn fór ég ekki í heimsókn til þín. Alla mína stuttu ævi hef ég ekki lifað eins langan dag. Allt sem ég hugsaði, ég hugsaði mikið um það sem við höf- um gert saman, en það sem situr fast- ast í mér er minningin frá því þegar ég og Herdís fórum að vera saman, þegar þú spurðir mig hver hún væri, ég sagði þér það og svo spurðir þú hvað hún væri gömul, ég sagði þér að hún væri tveimur árum yngri en ég, þá fussaðir þú og sagðir asskotans barnaræningi. Allir fóru að hlæja, þar með talið ég. Þessum orðum á ég aldr- ei eftir að gleyma. Ég á svo bágt með að trúa því að þú sért farin, farin frá okkur öllum. Ég sem hef alltaf viljað að þú fengir að sjá mig giftast og eignast fjölskyldu, sjá mig verða að manni. Ég lofa þér því, elsku amma, að ég mun lifa lífinu með gát, passa að öllum í kringum mig líði vel og þá sérstak- lega henni Brimrúnu minni sem skildi ekki hvað þú værir að fara að gera hjá honum Guði. En nú kveð ég þig í hinsta sinn, elsku amma mín, hafðu það gott og megi Guð geyma þig þar til við hittumst á ný. Ég elska þig. Gullmolinn þinn, Ólafur Ingi. Elsku Alexía. Vá, hvað ég sakna þín, ég get ekki lýst því með neinum orðum. Allar minningarnar sem fljúga í huga mér þegar ég hugsa um allar þær yndis- legu stundir okkar saman. Það var mér heiður að fá að kynnast þér og eyða með þér fimm yndislegum árum, ég mun sakna þín að eilífu. Ein minn- ing er mér kærust, það var þegar ég vaknaði snemma einn morguninn og fór niður og allir voru farnir að vinna og við horfðum á Glæstar vonir saman og töluðum um hvað þetta væri nú mikil della og við spjölluðum alveg heillengi um hitt og þetta, það var al- veg yndislegt, við vorum bara tvær saman og ég mun aldrei gleyma því. En hvar ertu nú? Það er spurning. En eitt er ég viss um að þú ert á betri stað með öllum sem þú þekkir. Ekki hafa áhyggjur af Óla, ég mun passa hann, hann verður í góðum höndum. Ég vildi bara að þú hefðir fengið að sjá börnin okkar. En samt sem áður veit ég að þú ert í besta sæti í heim- inum og horfir á þau vaxa úr grasi og passar þau með vængjum þínum. Elsku amma, hvíldu í friði. Ég elska þig alltaf. Þín Herdís. Alla amma mín. Nú ertu komin yfir til afa og því fylgir söknuður en ekki sorg. Ég er þakklát að þú ert laus frá þjáningum, umvafin guði og með þeim sem þú elskar. Ég hefði viljað segja þér meira frá æskustöðvum þínum, Álftafirði og Djúpavogi, hvað þar er enn allt svo fagurt og mikið af góðu fólki sem gefst ekki upp þótt móti blási, rétt eins og þú, elsku amma mín. Ég þekkti þig sem stóru, sterku, hlýju ömmu sem fléttaðir á mér hárið svo fallega, áttir alltaf nóg af góðgæti í yndislegu eld- húsi þínu og hafðir svo hlýtt fang til að skríða upp í. Á Djúpavogi kynntist ég svo fólki sem þekkti þig unga, sem barn og unga konu. Það lýsti þér sem mikið glettinni, hörkuduglegri og ætíð brosandi. Ég fékk að eiga myndir sem þú hafðir skrifað á sem ung kona að kynnast afa og eiga með honum börn. Mikið afskaplega þótti mér vænt um það. Ég er svo hreykin, þakklát og glöð yfir því að hafa þekkt þig og að þú varst amma mín í lifandi lífi. Guð geymi þig í kærleika sínum, elsku amma mín, alla tíð og tíma, til enda veraldar og svo lengur … Þín sonardóttir, Árdís Kristín Ingvarsdóttir. Við fjölskyldan þökkum minni kæru móðursystur allt það sem hún hefur fyrir okkur gert, bæði fyrr og síðar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Innilegar samúðarkveðjur til barna hennar og fjölskyldna þeirra. Erla Pálsdóttir. Elsku Alla frænka, þú ert komin til Guðs. Ég hef þekkt þig síðan þú pass- aðir mig sem barn. Nú vil ég þakka þér fyrir það sem þú sýndir okkur í kirkjunni þegar þú fórst með okkur systkinin þangað að hitta nunnurnar. Ég hitti þig oft á Stykkishólmi þegar ég var þar síðast fyrir ári. Ég ætla að halda í góða minningu þína. Ég veit að þú ert farin til ömmu, systur þinnar. Ég gladdi þig á jólun- um var. Þú komst oft í heimsókn til mömmu og pabba. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Kær kveðja Randý frænka. Eftir langa og farsæla lífsgöngu, hefir vinkona mín, Alexía, kvatt þetta jarðlíf, fædd árið 1922. Þótt hún hafi ekki allan tímann baðað í rósum eins og sagt var í gamla daga, þá var hún alltaf með þennan einlæga gleðisvip, hvort sem hún mætti manni eða tók á móti á heimili sínu. Hún var búin að skila farsælu starfi, eignast duglegan og góðan mann og með honum stóran barnahóp, sem ber henni svo glöggt vitni, verða líka fyrir sorg, missa eitt af sínum börnum uppkomnum, sem allir bjuggust við svo miklu af í fram- tíðinni og allir söknuðu úr hinum mannvænlega hópi systkinanna. Það var sár tími en hún vissi að engan var við að sakast, trúði því að drottinn gaf og drottinn tók og minn- ingin um góðan dreng lifir. Í sorginni var hún stór. Ég átti því láni að fagna að vera samferðamaður hennar gegnum stærstan hluta lífsins, man hana í Álftafirðinum og um þann stað var oft umræðan þegar ég heimsótti hana, sérstaklega seinni hluta ævi hennar. Þá fannst mér ef ég kæmi ekki í heimsókn um nokkurt skeið, ég hefði eitthvað misst úr minni tilveru, og því lágu sporin oft á heimili hennar, þar sem hún naut árangurs erfiðis síns, hjá dóttur sinni og manni hennar. Þá verð ég að minnast þess að eftir að hún kom á Dvalarheimilið hérna í Hólminum, varð samband okkar nánara. Ég fann alltaf meira og meira traust hennar á næstu tilveru og hversu guð hefði gefið henni mikið og þakklætið fyrir bæði mann sinn og svo öll börnin hvert öðru efnilegra og góðir samborgarar og alltaf svo góð mömmu sinni. Það var hennar fjár- sjóður og svo þakklætið fyrir að hafa í upphafi eignast góða fósturforeldra og eiginmann. Þetta var ornað sér við á efri árum. Gleðin yfir góðri ævi og þakklætið fyrir handleiðslu guðs var hennar að- all. Þess vegna er minningin sem ég á um þessa vinkonu mína svo tær og góð. Og ég vil með þessum fáu línum þakka henni öll okkar samskipti og góðan samhug allar stundir. Ég veit að það verða margir sem hana þekktu glöggvast, sem minnast hennar og telja sig hafa grætt á kynn- um sínum við þessa duglegu og góðu konu. Alla mín. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt á langri samfylgd og ég bið góðan guð að blessa þig á nýjum og varanlegum leiðum. Ástvinum þínum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið þeim blessun- ar. Árni Helgason, Stykkishólmi. ALEXÍA PÁLSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Alexíu Pálsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Linda Braga. www.englasteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.