Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 40
MENNING 40 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 12. ágúst kl. 12.00: Guðný Einarsdóttir orgel 14. ágúst kl. 12.00: Matti Hannula orgel 15. ágúst kl. 20.00: Finnski organistinn Matti Hannula leikur verk m.a. eftir Tag, Rheinberger, Linnavuori og Bach. MIÐASALA: 552 3000 Miðasalan er opin frá kl. 10-18 SELJAVEGI 2 • 101 REYKJAVÍK BEINT FRÁ SVÖRTU NEW YORK SÖNGSKEMMTUNIN HARLEM SOPHISTICATE Föstud. 13. ágúst kl. 20.00 Frumsýning Laugard. 14. ágúst kl. 20.00 Föstud. 20. ágúst kl. 20.00 Laugard. 21. ágúst kl. 19.00 AÐEINS ÞESSAR FJÓRAR SÝNINGAR! MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 14.000 miðar seldir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Fim. 12. ágúst kl. 19.30 Fös. 13. ágúst kl. 19.30 Lau. 14. ágúst kl. 18.00 Fim. 19. ágúst kl. 19.30 Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30 Fös . 13 .08 20 .00 UPPSELT Lau . 14 .08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 20 .08 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 21.08 24.00 Fös . 27 .08 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 28.08 20 .00 LAUS SÆTI ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA M iðnætursýning á menningarnótt Úthlíð 7 - Neðri hæð Opið hús í dag milli kl. 18 og 20 Glæsileg neðri sérhæð í góðu þríbýli á eftirsóttum stað. Mikið endur- nýjuð íbúð, skúr og lóð einnig endurnýjuð. Ræktuð lóð með palli, skjólveggjum og skemmtilegri lýsingu. Innkeyrsla hellulögð með hita og lýsingu. 2 stórar stofur og 2 stór herbergi. Góður bílskúr allur ný- lega endurnýjaður með hita, rafmagni og sjálfvirkum hurðaopnara. Verð 22,9 millj. Athyglisverðir tónleikar fórufram á Gauki á Stöng í gærog verða endurteknir í kvöld. Um er að ræða The Doors Tribute Band, sem leidd er af Björgvini Frans Gíslasyni sem mun bregða sér í hlutverk eðlukóngsins eina og sanna, Jim Morrison. Efnis- skráin samanstendur svo að sjálf- sögðu af lögum The Doors. Uppákomur af þessu tagi eru við- tekinn partur af dægurtónlist- armenning- unni og um margt nokkuð athyglisverð fyrirbæri. Það að reyna sig við lagaskrá einhverrar frægrar hljómsveitar eins og hún leggur sig er vandaverk og pressan lýtur öðr- um lögmálum en þegar menn eru að ota eigin lagatota.    Hér heima hefur sveitin Dúnd-urfréttir t.a.m. verið dugleg við að flytja tónlist Pink Floyd og haldin hafa verið heiðrunarkvöld til handa U2, R.E.M., Tom Waits og svo má telja. Hljómsveitir og listamenn hafa frá upphafi poppsins/rokksins stundað það að renna sér í gegnum lög áhrifavaldanna. Dúndurfréttir og The Doors Tribute Band falla þó utan við þann flokk því að tilgang- urinn er að reyna að komast eins nálægt hljóðheimi fyrirmyndanna og hægt er. Eins og með öll mannanna verk er hægt að gera þetta vel – eða illa. Ég man þegar ég sótti tónleika í Háskólabíói árið 1997 þar sem besta plata rokksögunnar, meist- araverkið Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club band, var flutt. Ég var fullur fordóma og gerði það að- allega fyrir móður mína að fara. Tónleikarnir voru hins vegar í einu orði sagt frábærir og ég gekk út með fiðrildi í maganum sem flögr- uðu þar lengi vel. Það að sjá þessi stórkostlegu lög flutt af fagmennsku og það sem mest var um vert, af greinilegri ástríðu, var það sem landaði þeim stóra. Þetta er mik- ilvægt atriði því að menn eru ekki að standa í þessu til að ná einhverjum listrænum sigri. Það er tvennt sem skiptir hins vegar máli, að viðkom- andi tónleikar skemmti fólki og að djúpstæð virðing fyrir efninu sé til staðar. Ef þetta vantar firrtast áhorfendur fljótt við og miklum mun meira en ef þeir væru að hlýða á frumsamda tónlist. Því að hér er í veði tónlist sem er í huga margra svo gott sem heilög og því forboðið að hún sé ötuð auri með slælegum flutningi eða að það sé ráðist í verk- efnið á vafasömum forsendum. Ein tilgangslausasta plötuútgáfa hérlendis sem ég man eftir er t.d. sextán laga plata Gildrumezz frá 1999, þar sem lögin voru öll eftir Creedence Clearwater Revival. Hér er farið með heiðrunarhugmyndina allt of langt, því eitt er að upplifa á tónleikum og annað á plasti.    Af viðtölum við The Doors Trib-ute Band að dæma virðist sem hugarfarið á þeim bænum sé rétt og vonandi að rétt reynist, bæði fyrir þá og okkur. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 í kvöld á Gauknum og er að- gangseyrir 1000 krónur. Húsið opn- að 21.00. Franz Morrison? ’Því að hér er í veði tónlist sem er í huga margra svo gott sem heilög og því forboðið að hún sé ötuð auri með slælegum flutningi eða að það sé ráðist í verkefnið á vafasömum forsendum. ‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEIT skipuð 45 ung- mennum, New England Youth En- semble, kom hingað til lands í gær og heldur tvenna tónleika meðan á dvölinni stendur. Þeir fyrri fara fram í Hallgrímskirkju í kvöld, en þeir síðari í Loftsalnum í Hafn- arfirði á laugardag kl. 11. New England Youth Ensemble er ein virtasta ungmennahljómsveit heims. „Ég stofnaði hljómsveitina, fyrir 33 árum í stofunni heima hjá mér,“ segir stjórnandi hennar, dr. Virginia Gene Rittenhouse, í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég var með fjóra barnunga nemendur og hafði engar hugmyndir uppi um að stofna hljómsveit – mér fannst ein- faldlega að það væri æfingahvetj- andi fyrir þau að spila saman. Fljótlega fórum við að leika í kirkjum, og fólk virtist afar hrifið af því að ung börn gætu leikið klassíska tónlist.“ Síðan hefur um- fang sveitarinnar stækkað jafnt og þétt, og nú hefur sveitin ferðast til yfir 40 landa í heiminum, Kína, Ástralíu, S-Afríku, Rússlands, um alla Evrópu svo dæmi séu tekin og fengið framúrskarandi dóma. Sveitin er skipuð ungmennum á aldrinum 12–20 ára, sem eru bæði frá Bandaríkjunum og Kanada auk marga annarra landa. „Ég tek þau inn enn yngri, ef þau eru góð. Sá yngsti sem ég hef haft var 5 ára,“ segir Rittenhouse, sem segist velja börn í hljómsveitina eftir ábend- ingum frá foreldrum. Nokkrir Ís- lendingar hafa tekið þátt í starfi hennar gegn um árin og ein fjöl- skylda af íslenskum uppruna hefur alltaf átt fjölskyldumeðlim í hljóm- sveitinni. Til styrktar börnum Hróður hljómsveitarinnar hefur farið stöðugt vaxandi síðan hún var stofnuð, og um þessar mundir er hún betri en hún hefur nokkru sinni verið, að sögn stjórnandans. „Ég er með nokkra frábæra sóló- ista, fiðluleikara, sellóleikara, trompetleikara og flautuleikara. Vonandi fáum við tækifæri til að láta í þeim heyra hér á landi.“ Hljómsveitin hefur tekið sér- stakt málefni undir verndarvæng sinn, sem er að safna fé til styrkar munaðarlausum fórnarlömbum al- næmis í Simbabwe í Afríku. „Tón- leikagestir gefa oft á tíðum fé til styrktar málefninu, auk þess sem hluti af ágóða allra tónleika okkar rennur til þess. Mér finnst að þetta hafi gert börnunum í hljómsveit- inni sérstaklega gott, að finna að tónlist þeirra er ekki einungis til þess fallin að gleðja þau sjálf og þá sem á hana hlýða, heldur að styrkja þessi börn sem þjást svona mikið. Það er mikil samstaða í hópnum vegna þessa málefnis,“ segir Rittenhouse. Vinna með John Rutter Meðal þeirra konsertsala sem hljómsveitin hefur leikið í eru Notre Dame kirkjan í París, St. Martin-in-the-Fields í London, dómkirkjan í Salzburg og óp- eruhúsið í Sydney í Ástralíu og hefur hún leikið fyrir þjóðhöfðingja á borð við Noor drottningu af Jórdaníu og Bandaríkjaforseta. Ár- ið 1988 var hljómsveitinni fyrst boðið að leika í Carnegie Hall í New York og hefur síðan leikið þar að meðaltali 15 sinnum á ári. Enska tónskáldið og stjórnandinn John Rutter hefur einnig sterk tengsl við hljómsveitina og hefur oftsinnis verið gestastjórnandi hennar. Síðast stjórnaði hann sveitinni á International String Festival í Graz í Austurríki nú í sumar, þar sem sveitinni var boðið að leika. Í kjölfarið lék sveitin á tónleikum í Salzburg, Feneyjum, Flórens og víðar, og er Ísland lokaáfangi ferðarinnar. Það er mikil eftirvænting í hljómsveitinni yfir því að vera komin hingað til lands, að sögn Rittenhouse. „Þegar við fórum í fyrstu tónleikaferðina okkar til Evrópu, árið 1973, komum við hingað til lands. Við komum svo aftur fyrir sjö árum og síðan hafa krakkarnir í hljómsveitinni verið að grátbiðja mig um að koma aftur hingað. Þau eru svo spennt yfir að vera hérna, sögurnar af landinu hafa gengið fjöllunum hærra í hljómsveitinni, af hreina loftinu, ferska vatninu og skemmtilega fólkinu. Svo njótum við auðvitað þessa góða veðurs sem núna er hér á landi,“ segir hún að lokum. Tónlist | New England Youth Ensemble með tónleika hér á landi Víðförul ungmenni Morgunblaðið/Þorkell Virginia Gene Rittenhouse, stjórnandi sveitarinnar, ásamt manni sínum. New England Youth Ensemble heldur tónleika í Hallgrímskirkju í kvöld og í Loftsalnum í Hafnarfirði á laugardag. Munið Miðasasöluna á netinu www.borgarleikhus.is RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 13/8 kl 20, Lau 14/8 kl 20, Su 15/8 kl 20, Fi 19/8 kl 20, Fö 20/8 kl 20 Lau 21/8 kl 20, Su 22/8 kl 20 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin frá kl 10-18, og fram að sýningu sýningardaga. www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.