Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga IngibjörgPálsdóttir fædd- ist í Reykjavík, 20. maí, 1930. Hún lést 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Unnur Einars- dóttir, f. 25. júlí 1908 og Páll Jó- hannesson, verslun- arstjóri, f. 15. októ- ber 1897. Helga varð stúd- ent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1951. Ári seinna giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Birni Sigurbjörnssyni, erfða- fræðingi. Þau eignuðust eina dóttur, Unni Steinu, lækni, f. 6. janúar 1959. Hún er gift Kristni Hauki Skarphéðinssyni, náttúru- fræðingi, f. 1956. Börn þeirra eru Björn, f. 1994 og Kristín Helga, f. 1995. Helga og Björn fluttu til Winnipeg, Manitoba í Kanada árið 1952 og starf- aði Helga þar til 1957 sem bókavörð- ur við íslenska bókasafn háskólans í Manitoba. Þaðan fluttu þau til Íþöku í New York-ríki í Bandaríkjunum og heim til Íslands árið 1960. Árið 1963 fluttust þau til Vín- arborgar í Austur- ríki, en sneru aftur heim tæpum 12 árum síðar. Eftir 9 ára veru á Íslandi fluttu þau aftur til Vín- arborgar og komu svo alkomin heim árið 1995. Útför Helgu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hjartkær frænka mín, Helga Ingibjörg Pálsdóttir, hefur kvatt þennan heim eftir langvinn veikindi. Við vorum bræðrabörn, hún árinu eldri búandi í höfuðborginni, en ég borgfirskt sveitabarn. Á uppvaxtar- árum okkar dvaldi hún á hverju sumri í sveitinni hjá foreldrum mín- um, allt til 15 ára aldurs. En í þá daga var það lenska að borgarbörn færu til sveitardvalar á sumrin, enda geisaði heimsstyrjöld og Ísland var hernumið. Það var því lögð rík áhersla á það af yfirvöldum í höfuð- borginni að börn dveldu sem flest á landsbyggðinni yfir sumartímann. Ég minnist ánægjulegra æsku- daga okkar Helgu í Norðurárdaln- um, þar sem við lifðum við leik og störf. Að barna sið lékum við okkur á ýmsan máta, byggðum bú á „Bjall- anum“ heima, bústofninn var heima- fenginn, leggir, horn og kjálkabein sem áttu að tákna hesta, kýr og kind- ur og svo var heyjað handa bústofn- inum. Á berjamó fórum við, veiddum silung á færi í Merkjalæk niður á engjum og sóttum kýr og hesta. All- ar þessar ljúfu bernskuminningar koma í huga minn að leiðarlokum. Eftir fermingu kom að námsárum okkar og dvaldi ég þá hjá foreldrum hennar, þeim Unni og Páli, á vetrum meðan á námi stóð. Þar var sem mitt annað heimili og má því segja að við Helga höfum verið sem uppeldis- systkini í orðsins fyllstu merkingu – enda var ávallt gott og traust sam- band okkar á milli. Á Ásvallagötu 37, þar sem foreldr- ar hennar bjuggu lengst af, var öll- um gestum og gangandi tekið af mik- illi rausn, enda var móðir hennar sérstök myndarkona í öllum hús- verkum og matseld hennar rómuð fyrir gæði. Og ekki dró húsbóndinn úr gestrisninni með sinni rósemi og ljúfmennsku. Ég minnist Helgu og foreldra hennar með virðingu og þakklæti fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig og fjölskyldu mína. Þegar kemur að efri árum þráir fólk að njóta ávaxtanna af striti lífsins, en því miður auðn- aðist frænku minni það ekki nema að takmörkuðu leyti, þar sem heilsan brast fyrr en varði. Kæri Björn, Unnur Steina, Krist- inn Haukur, Björn og Kristín Helga – ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar hjartans samúðarkveðjur. Minningin lifir um góða konu. Elís Jónsson. Í æsku minni stóð mikill ljómi um hjónin Helgu Pálsdóttur og Björn Sigurbjörnsson yngsta föðurbróður minn og svo hefur verið ávallt síðan. Helga ólst upp í Vesturbænum, lengst af var æskuheimilið á Ásvalla- götu. Foreldrar hennar voru Páll Jó- hannesson verslunarstjóri í Edin- borg frá Klettstíu í Borgarfirði og Unnur Einarsdóttir frá Eyri í Skötu- firði, en móðurbróðir hennar var Jón Baldvinsson þingmaður og verka- lýðsforingi. Heimilið var kærleiks- ríkt og hlýtt, þar var hófsemd og gestrisni í fyrirrúmi. Fyrstu skólaár Helgu voru í Landakotsskólanum. Þar sem hinar prúðu kaþólsku nunnur fluttu með sér yfirþjóðlegan andblæ kristins kærleika og trúar. Hamingjudagar æskunnar voru margir í sveitinni hjá frændfólkinu á Klettstíu í Norður- árdal í Borgarfirði. Þar sem spóinn vellir graut og þúfutittlingurinn steypir sér í söng trillum yfir lítilli stúlku sem rekur kýrnar eftir krók- óttum stíg í döggvotu grasi. Á Klett- stíu var Helga flest sumur í glaðvær- um hópi þar var m.a Elís Jónsson síðar vegaverkstjóri, sem var eins- konar uppeldisbróðir Helgu, en þau voru bræðrabörn. Menntaskólaárin voru tími lær- dóms og gleði. Í menntaskólanum kynntist Helga Birni lífsförunaut sínum og saman áttu þau eftir að leggja land undir fót og búa erlendis áratugum saman við mikilvæg störf á alþjóðavettvangi. Þau Björn og Helga héldu árið 1952 til Manitoba í Kanada þar sem Bjössi stundaði nám í landbúnaðar- vísindum. Helga skráði þá íslenska bókasafnið við Manitobaháskóla og varð fyrsti bókavörður þess sem var þá stærsta safn íslenskra bóka utan Íslands. Þar starfaði þá Finnbogi Guðmundsson prófessor sem réð hana til starfa, eftirmaður hans var Haraldur Bersason. Safnið var allt í kössum og óaðgengilegt en Helga náði með dugnaði og harðfylgi að skrá þetta stóra safn. Á safninu vann hún við skrifborð Stefáns. G. Stefánssonar Kletta- fjallaskálds og mannvinar. Helga að- stoðaði annað vesturíslenskt skáld Guttorm J. Guttormsson við útgáfur bóka hans og las yfir og leiðrétti. Helga flutti fyrirlestra um íslenska menningu, þjóðbúninga og þjóðhætti á bókasafninu og birti greinar um þjóðleg mál. Í Kanada eru vetur kaldir og sum- ur heit. Þar eru einhverjar stærstu og öflugustu mýflugur sem til eru í heiminum. Árin í Manitoba urðu fimm. Þar áttu þau hauka í horni sem voru Jakob Kristjánsson yfir- maður hjá Kanadíska járnbrautar- félaginu og Steina kona hans. Hann vann við að hjálpa landnemum og talaði 9 tungumál Hann var Eyfirð- ingur en hún ættuð frá Seyðisfirði, þau voru velgerðarfólk Bjössa og Helgu og gengu þeim nánast í for- eldra stað. Í Manitoba voru þá um 50 þús- undir íslenskumælandi, og að minnsta kosti 5 kennarar Bjössa í háskólanum töluðu íslensku. Ís- lenska var einskonar „linga Franka“ samskiptamál mismunandi þjóða. Þeir sem töluðu málið var fólk af ís- lenskum ættum og aðrir sem notuðu íslensku til samskipta sín í milli, af- komendur Þjóðverja og Úkraínu- manna og Sioux-indiánar. Íslensk menning lifði meðal afkomenda land- nemanna. Eitt sinn komu þau Helga og Bjössi inn á kaffihús sem Kór- eumaður rak í Winnipeg. Þar sátu fimm eða sex menn við borð og hnakkrifust á íslensku, þegar þau komu nær heyrðu þau að deilt var um Njálssögu. Mikil og góð sam- skipti voru milli Íslendinga og ind- íána. Steina, velgerðarkona Bjössa og Helgu, talaði t.d. mál Sioux-in- diána. Í höfuð þeirrar merkiskonu skírðu þau einkadóttur sína, Unni Steinu, en Unnar-nafnið hefur hún frá ömmunum sínum tveimur. Þau Helga ferðuðust vítt og breitt um Kanada allt til Kyrrahafsstrand- arinnar. Eitt sinn er þau komu að vernd- arsvæði indíána þurftu þau að fá leyfi Sioux-höfðingja til þess að fá að fara þar yfir. Leyfið fékkst og höfð- inginn spurði þau að nafni. Þegar hann heyrði að þau væru Íslending- ar, fagnaði hann þeim og sagði á góðri íslensku, „Íslendingar mega ávallt fara hér um“. Hann hafði verið alinn upp af afkomendum íslenskra landnema. Frá Manitoba héldu þau hjónin til New York þar sem Björn lauk dokt- orsprófi í erfðafræði. Þar fæddi Helga þeim dótturina Unni Steinu. Í Austurríki bjó fjölskyldan í á þriðja tug ára, þar sem Björn starfaði sem forstjóri hjá alþjóða matvælastofn- uninni FAO og alþjóða kjarnorku- málastofnuninni í Vín. Heimilið var gestkvæmt og rómað menningar- heimili. Það gerðist að starfsmenn FAO í Vín létu lífið við hættulegar aðstæð- ur í þróunarlöndum. Þá var það Helga sem tók að sér að aðstoða fjöl- skyldurnar sem áttu um sárt að binda og að hugga börnin. Lífið flýgur hjá eins og örskot. Lít- il stúlka sem rak kýrnar á Klettstíu í döggvotu grasi er komin að leiðar- lokum. Við óskum henni fararheilla í þeirri ferð sem nú er hafin með elstu ferðabæninni sem til er á íslensku og stendur í Landnámu. Mínar bið ek at munkareyni meinalausan farar beina heiðins haldi hárrar foldar hallar drottinn yfir mér stalli. Þorvaldur Friðriksson. Við kveðjum í dag kæra vinkonu okkar, Helgu Ingibjörgu Pálsdóttur, sem fengið hefur hvíld frá erfiðum lokakafla lífsgöngu sinnar. Við hittumst í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir meira en hálfri öld, komin sitt úr hverri áttinni. Þá þegar bundumst við vináttuböndum við þau Helgu Pálsdóttur og Björn Sig- urbjörnsson, sem aldrei hefur borið skugga á. Bekkjarsystkini okkar urðu strax samstilltur hópur sem vildi leggja sitt af mörkum til skól- ans og félagslífsins. Þegar svo lang- þráðu takmarki var náð og stúdents- prófið í höfn 1951 dreifðist hópurinn eðlilega því að margvíslegar og áhugaverðar námsbrautir og við- fangsefni voru í boði og hópurinn framsækinn. Stúdentarnir frá MR 1951 voru ákveðnir í að halda hópinn og þar gegndu þau Helga og Björn stóru hlutverki. Fyrr en varði voru þau Helga og Björn heitbundin og gengu í hjóna- band 1952. Framundan var fram- haldsnám fyrst hér heima og síðan erlendis. Þau fylgdust að og meðan Björn stundaði nám við Manitóbaháskóla 1952–57 gegndi Helga stöðu bóka- varðar við háskólabókasafnið, en síð- ar stundaði hún nám í bókasafns- fræði við Háskóla Íslands. Þegar Björn hélt svo áfram námi við Corn- ell-háskóla fluttust þau til Íþöku og þar fæddist þeim í janúar 1959 einkadóttirin Unnur Steina, sem varð þeim mikill gleðigjafi og hvers manns hugljúfi. Eftir heimkomuna frá námi stóð heimili þeirra ýmist í Reykjavík eða Vínarborg eftir því hvar starfsvett- vangurinn var á hverjum tíma. Við áttum þess kost í nokkur skipti, af ýmsu tilefni, að vera með þeim í Vín- arborg. Var afar ánægjulegt að fylgjast með velgengni þeirra og því hversu virt og vel metin þau Helga og Björn voru, frábærir fulltrúar Ís- lands. Við söknum Helgu úr hópnum okkar þegar hún nú er fallin frá. Þökkum henni áratuga vináttu og tryggð við okkur og fjölskyldu okkar og biðjum henni Guðs blessunar. Við sendum vini okkar Birni, Unni Steinu og eiginmanni hennar Kristni og börnum þeirra samúðarkveðjur. Sigrún og Matthías Á. Mathiesen. Um það bil, sem ég var að hefja kennslu í íslenzku við Manitobahá- skóla í Winnipeg á sjötta tug síðustu aldar, komu þangað ung hjón, nýgift heiman af Íslandi, Björn Sigur- björnsson og Helga Pálsdóttir. Björn varð búfræðingur frá Hvann- eyri 1952, en hugði nú á nám í búvís- indum við Manitobaháskóla, er hann lauk með B.Sc. prófi 1956 og meist- araprófi ári síðar. Tókust brátt góð kynni með okkur. Við bókasafn Manitobaháskóla hafði lengi safnazt talsverður ís- lenzkur bókakostur, einkum með gjöfum Íslendinga vestra, en jafn- framt var í lögum um árabil hér heima, að safnið skyldi fá eintak flests þess, er prentað var á Íslandi og barst Landsbókasafni í svonefnd- um prentskilum. Var háskólanum vestra vandi á höndum að skrá og hirða um þennan íslenzka bókakost, svo að að honum nýttist sem bezt. Lagði ég til að Helga Pálsdóttir yrði ráðin til þessa starfs, og kom það sér ekki sízt vel, þegar bókasafn skólans var flutt í ný húsakynni haustið 1953. Vann Helga þarna mjög þarft og gott verk. Að loknu doktorsprófi Björns við Cornell-háskóla 1957 héldu þau hjónin heim til Íslands, þar sem Björn var ráðinn sérfræðingur í jurtakynbótum við Búnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans. Björn var seinna ráðinn til áþekkra starfa við merkar stofnanir í Vínarborg, og áttu þau Björn og Helga heimili þar til 1974, er Björn var settur forstjóri Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins á Íslandi. Á Vínarárunum fór Björn víða um lönd til ráðuneytis um jurtakynbæt- ur. Fór Helga þá stundum með hon- um, og var gaman að heyra hana segja frá þeim ferðalögum. Ég heim- sótti þau stundum í Vín og hélt síðan sambandinu við þau, eftir að þau komu alkomin aftur til Íslands til margvíslegra starfa hér. Ég minnist gamalla og nýrra kynna við þau með miklu þakklæti og votta Birni og dóttur þeirra og fjölskyldu hennar innilega samúð við fráfall Helgu. Finnbogi Guðmundsson. Eitt af undrafögrum sönglögum Henry Purcell nefnist „Kveinstafir“ eða „Harmatölur“ („The plaint“, oft hluti lagaflokksins „Music for a while“). Þar er sungið á tregafullan hátt um endalok tilverunnar. Lagið endar svo: „Hún er farin, missir hennar hryggir mig, og ég mun aldr- ei hitta hana aftur.“ Þessi orð eiga jafnt við í upphafi 21. og undir lok 17. aldar. Fyrir rúmum aldarfjórðungi kynntist ég fyrst Helgu og Birni Sig- urbjörnssyni, eftirlifandi manni hennar. Vinátta okkar var innsigluð vorið 1983 þegar ég var gestur þeirra í Vínarborg vikum saman. Betri gestgjafa er vart unnt að hugsa sér. Þau voru samhent, skemmtileg og óþreytandi við að ljúka upp lukt- um dyrum í framandi veröld. Þetta var upphafið á seinna úthaldi þeirra í Vínarborg, borg sem skipaði svo stóran sess í lífi þeirra og Unnar Steinu, einkadóttur þeirra. Gestrisni þeirra gerði það að verkum að ég tók strax ástfóstri við þessa þunglyndis- legu borg á bökkum Dónárfljóts, en mestu skipti þó vinátta þeirra beggja. Samband Björns og Helgu auðkenndist af gagnkvæmri virð- ingu og ást sem hafði ekki kulnað frá því í menntaskóla. Heimilisbragur- inn við Kahlenberghæð í Vínarborg eða í vesturbæ Reykjavíkur bar þessu glöggt vitni. Þau dvöldu mik- inn hluta ævi sinnar á erlendri grundu en Ísland var samt alltaf skammt undan. Þau unnu landi sínu og voru glæsilegir fulltrúar þess. Helga er farin. Hún var orðin södd lífdaga og þreytt á fylgikvillum læknavísinda og tækni sem höfðu framlengt líf hennar. Hún geislaði samt ætíð frá sér hlýju og mann- gæsku er maður hitti hana. Það við- mót er greypt í huga mér. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hana að vini. Skúli Sigurðsson. Það virtist langt á milli Reykjavík- ur og Vínarborgar þegar ég fór þangað til náms tvítug að aldri. Þar var fátt um landa og ekki var hringt heim eða að heiman nema líf lægi við. Fyrstu jólin að heiman voru held- ur dapurleg. Eftir aðfangadags- kvöldmat hringdi ég til Björns og Helgu til þess að óska gleðilegra jóla og var umsvifalaust boðin í kvöld- kaffi. Heimþráin sem hellst hafði yfir mig hvarf um leið. Að vera með Helgu, Birni og Unni Steinu var eins og vera komin heim í birtu og yl. Heimili Helgu og Björns í Vínar- borg var griðar- og gleðistaður okk- ar stúdenta. Þar var alltaf mikið sungið, Björn spilaði á gítarinn og þau kunnu ógrynnin öll af lögum og textum. Við hittum íslenska og erlenda vini þeirra og ættingja sem gaman var að kynnast. Oft vorum við leyst út með gjöfum sem komu sér vel fyrir fá- tæka stúdenta. Og ef Helgu grunaði að meira þyrfti til var hún ekki lengi að finna ráð. Hún mælti með mér sem barnfóstru við vini sína og fékk mig meira að segja til þess að kenna á píanó þrátt fyrir afar takmarkaða hæfileika á því sviði. Þau hjón létu sig velferð allra íslenskra stúdenta varða. Nýir landar í Vín sem þurftu á aðstoð að halda þurftu ekki lengra að leita. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Helgu að vini til þess að leiða mig á mínum mikilvægustu skrefum til fullorðinsára. Hún var mér fyrir- mynd, alltaf glæsileg og ljúf í lund. Og svo einstaklega lagin við að sefa stórar og smáar sorgir undurblíðri röddu. Lagið um hana Hönnu litlu sem við sungum svo oft mun alltaf minna mig á Helgu. Hún var sann- kallaður „vorsins álfur meðal blóma“. Sigríður Ella Magnúsdóttir. Það er með miklum söknuði sem við hér í Vínarborg kveðjum Helgu hinsta sinni. Hún átti mjög marga vini hér, fólk frá öllum heimshornum auk Íslendinga. HELGA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, afi og sonur, PÉTUR SVAVARSSON tannlæknir, Meistaravöllum 15, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi mánu- daginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. ágúst kl. 10.30. Auður Ragnarsdóttir, Pétur Jóhann Pétursson, Ingibjörg Hanna Pétursdóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir, Ólöf Bolladóttir, Nina Mijnen, Hanna Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.