Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 19 AFLATOXÍN heitir náttúrulegt eit- urefni sem myndast í ákveðnum tegundum af myglusveppi, en myglusveppur þessi á það gjarnan til að myndast í korni og hnetum. Hitastig og raki hafa mikil áhrif á myndun aflatoxíns og erfitt getur verið að koma í veg fyrir að efnið myndist í matvælum eins og hnet- um og möndlum. Aflatoxín er krabbameinsvaldandi í til- raunadýrum og er álitið að það eigi einnig við um menn. Innflutningur á hnetum er einungis heimilaður með framvísun á rannsóknarvott- orði og á þetta við ýmsar tegundir frá vissum upprunalöndum, t.d Íran (pistasíur), Tyrklandi (heslihnetur, pistasíur) og Kína (jarðhnetur). Umhverfisstofnun lét nýlega mæla aflatoxín í jarðhnetum, hesli- hnetum, pistasíum, möndlum og hnetublöndum, hjá helstu innflutn- ingsfyrirtækjum hér á landi sem og pökkunarfyrirtækjum en mik- ilvægt er að fyrirtækin geri kröfur til birgja sinna um heilnæma vöru. Herdís M. Guðjónsdóttir matvæla- fræðingur á matvælasviði Um- hverfisstofnunar segir að tekin hafi verið um tuttugu sýni og að ekkert þeirra hafi mælst yfir mörkum, en mörkin miðast við fimm míkróg- römm í kílói. Aðspurð segir Herdís að ekki sé fylgst með eiturefnum í þurrkuðum ávöxtum nema þurrk- uðum fíkjum frá Tyrklandi og er það gert á öllu evrópska efnahags- svæðinu þar sem aflatoxín hefur mælst í tyrkneskum þurrkuðum fíkjum. Innflutningur á þeim er því einungis leyfilegur með meðfylgj- andi rannsóknarvottorði. Herdís segir að markvisst sé fylgst með ferskum ávöxtum og grænmeti. „Við tökum um 300 sýni á ári af varnarefnum í ferskum ávöxtum og grænmeti, bæði inn- fluttu og af innlendri framleiðslu. Umhverfisstofnun er tengiliður Ís- lands við Viðvörunarkerfi Evrópu- sambandsins og EFTA landanna og við fáum daglega tilkynningar um varasöm matvæli og fóður sem fundist hafa á markaði og grípum inn í ef þessar vörur hafa komið hingað til lands. Ísland tilkynnir einnig um hættuleg matvæli sem finnast hér á landi og geta verið í dreifingu í öðrum löndum sem tengjast kerfinu í Evrópu.“ Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Hnetur og möndl- ur í lagi  MATVÆLI Frekari upplýsingar um innflutn- ingseftirlit: www.ust.is khk@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.