Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 36
Grettir Grettir Smáfólk © DARGAUD Bubbi og Billi GRETTIR, ÞAÐ ER HELLINGUR AF HLUTUM AÐ GERAST Í HEIMINUM SEM ÞÚ VEIST EKKERT UM OG ÉG VIL HALDA ÞVÍ ÞANNIG ROSALEGA ERT ÞÚ Í GÓÐU SKAPI Í DAG JÁ, EN AF VIRÐINGU VIÐ ÞÁ STAÐREYND AÐ ÞÉR SKJÁTLAST UM ALLT ÞÁ... ÉG ÞOLI EKKI FÓLK SEM SYNGUR Á MORGNANNA BILLI! KOMDU ÚT AÐ LEIKA! BILLI! HVAR ERTU? TÓMT! HANN HLÝTUR AÐ HAFA FARIÐ ÚT Í GARÐ EFTIR MAT AAAA!!! SÍÐASTI NEYSLUDAGUR VAR FYRIR 4 MÁNUÐUM SÍÐAN! OG BILLI KLÁRAÐI PAKKANN AUMINGJA BILLI! HANN ER ÖRUGGLEGA FÁRVEIKUR EINHVERSSTAÐAR BILLI! VONANDI KEM ÉG EKKI OF SEINT BILLI! ? ÞÚ ÁTT LEIK! ÆÐI! ÞVÍ ELDRI SEM ÞETTA HUNDANAMMI ER, ÞVÍ BETRA! Dagbók Í dag er fimmtudagur 12. ágúst, 225. dagur ársins 2004 Víkverji er um margtfurðulegur og sér- vitur. Ein af hans merkilegustu sérvisk- um er að hann er af- skaplega lítið gefinn fyrir mat og vill helst nota sem minnstan tíma í að matast. Vík- verji reynir að fylgja ráðum hollustufræð- inga og borða léttar og fjölbreyttar máltíðir oft á dag og helst eina heita máltíð yfir dag- inn. Þar sem Víkverji hefur alla jafna mjög mikið að gera getur það reynst honum erfitt að elda mat daglega. Ofan á það leggst að Vík- verji býr einn og hefur ekki sérlega gaman af því að elda. Víkverji þarf því oft að leita á náðir matsölustaða til þess að vera viss um að hann fái til- skilda næringu því nestispakkinn get- ur verið takmarkaður. Á skyndibitastöðum eru skammt- arnir oftast sniðnir að þörfum þeirra sem borða aðeins tvær til þrjár mál- tíðir á dag. Hinn matgranni Víkverji neyðist þá til að kaupa stóra og oft helst til dýra skammta en torgar svo kannski bara helmingi matarins eða það sem verra er; minnist viðvör- unarorða eldri kynslóða um hungur fátækra barna í Afríku og borðar yfir sig. Vík- verji yrði hinn ánægð- asti ef fleiri staðir tækju upp hálfa skammta og því léttari réttir, því betra. x x x Vinnu sinnar vegnaþarf Víkverji oft að hafa samband við fólk á ýmsum stöðum í sam- félaginu. Sumum virð- ist leiðast ægilega að svara blaðamönnum jafnvel þótt það sé kannski hluti starfsins og Víkverji hringi á skrifstofutíma. Hins vegar þarf Víkverji stundum að hringja á leiðinlegum tímum eins og á sunnudagseftirmiðdögum eða á laug- ardagsmorgnum. Víkverji á erfitt með að áfellast fólk sem er ekki hrifið af ónæði á slíkum tíma. Sérstaklega var Víkverji því þakklátur þegar hann sunnudag einn þurfti að hafa samband við starfsmenn Vegagerð- arinnar. Báðir aðilarnir sem Víkverji spjallaði við tóku honum vel og veittu allar upplýsingar sem hann þarfn- aðist. Víkverji vonar svo sannarlega að sem flest fólk sýni honum þol- inmæði þegar hann reynir að sinna starfi sínu samviskusamlega. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Myndasamkeppni | Sýning á 20 myndum sem komust í úrslit myndasam- keppninnar Ólympíuleikar ímyndunaraflsins verður opnuð í dag í Kringlunni og stendur til 20. ágúst. Öllum íslenskum börnum á aldrinum 9–13 ára var boðið að taka þátt í keppninni. Keppnin fór fram samtímis í fjölmörgum Evr- ópulöndum vegna Ólympíuleikanna í Aþenu og var þema hennar „Hvernig geta Ólympíuleikarnir stuðlað að betri framtíð?“ Sigurvegari keppninnar hér á landi var Esther Viktoría Ragnarsdóttir, 12 ára nemandi í Rimaskóla, fyrir mynd sína Svo heimurinn sjái. Eftirprentun af mynd Estherar verður til sýnis í Kringlunni en myndin sjálf er nú sýnd í Aþenu ásamt myndum annarra sigurvegara keppninnar. Svo heimurinn sjái MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Því að ritað er: „Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drott- inn, fyrir mér skulu öll kné beygja sig og sérhver tunga vegsama Guð.“ (Rm. 14, 11.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.