Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is/florida Sólskinsríkið Florida nýtur sífellt meiri vinsælda hjá Íslendingum. Við höfum nú ákveðið að mæta þessum vinsældum og fjölga ferðum til Florida. Frá næsta hausti verður flogið fjórum sinnum í viku til Orlando. Núna geta allir komist í sólina, sæluna og áhyggjuleysið. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina *Best Western Plaza á mann í herbergi m.v. 2 fullorðna og 2 börn. 30. nóv.-7. des., 11.-18. jan., 24.-31. jan. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar, þjónustugjald og eldsneytisgjald. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair. Jafnvirði 5000 kr. Gildir til 1. september. Verð frá 47.888 kr.* Fjórum sinnum í viku til Orlando ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 37 0 0 7/ 20 03 HESTAFERÐINNI yfir lengstu mögulegu leiðina þvert yfir landið lauk á Reykjanestá í gærkvöldi. Hóp- urinn, 20 knapar og 58 hestar, lagði af stað frá Fonti á Langanesi 25. júlí sl. og fór um 780 kílómetra leið yfir hálendið á 18 dögum, nánast í beinni línu að Reykja- nestá. „Þetta gekk ótrúlega vel og allt fór samkvæmt áætl- un. Knapar og hestar eru í góðu ásigkomulagi,“ sagði Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS og hestamaður, þegar á leiðarenda var komið en með í för voru vinir hans og ættingjar úr fjórum fjölskyldum, allt vant hestafólk. Að meðaltali lagði hópurinn að baki um 48 kílómetra á dag. „Við fengum meiriháttar veður allan tímann, stundum alltof heitt og stundum fengum við sandbyl og ryk. Ætli hafi ekki rignt á okkur samanlagt í um 10 mínútur,“ sagði Finnur. Spurður um erfiðasta kafla leiðarinnar sagði hann farartálmann hafa verið milli Ingólfsskála, norðan Hofsjökuls, og Svartárbotna á Kjalvegi. Hópurinn hefði lent í Blöndu straummikilli og hestarnir lent í djúpu vatni. Sundið hefði þó gengið slysalaust fyrir sig. Morgunblaðið/Árni Torfason Finnur Ingólfsson og ferðafélagar hans nálgast leiðarenda hestaferðarinnar á Reykjanesi í gærkvöldi. Langri hestaferð lokið „ÞAÐ er komið nýtt skipulag á reitnum sem gerir ráð fyrir því að ekki verði leyft að rífa Austurbæj- arbíó,“ segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur og borgarfulltrúi R-listans. Nýja skipulagið hefði verið samþykkt samhljóða á fundi nefndarinnar í gær. Meðfram Njálsgötu verður sam- kvæmt skipulagstillögunni tveggja hæða sambyggð húsalengja með allt að 30 íbúðum. Tekið verði mið af húsum í nágrenninu um leið og byggðin sé þétt. „Síðan verður haldið í svæðið sem er austast á reitnum, næst Rauðarárstígnum, og það gert að grænu útivistar- og leiksvæði,“ segir Steinunn Valdís. Tillagan fer svo í hefðbundið kynn- ingarferli eftir afgreiðslu í borg- arráði á þriðjudag. Árni Jóhannesson, framkvæmda- stjóri ÁHÁ verktaka, sem eiga Austurbæ, sagðist ekki vera sáttur við þessa ákvörðun. Hann mætti á fund skipulagsnefndar í gærmorg- un en vildi ekki úttala sig um þetta mál í gær. Það bíði betri tíma. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn, segir þetta engin ný tíðindi og hafi verið ljóst þegar borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna vildu ekki sam- þykkja niðurrif Austurbæjarbíós. Þá var málið fallið og Framsókn- arflokkurinn og Samfylkingin þurftu að bakka. „Þetta eru góð tíðindi,“ svaraði hann aðspurður og leggur áherslu á að nú fari fram umræða um framtíð Austurbæjarbíós. Að þeirri umræðu eigi borgin að koma þó án nokkurra skuldbindinga um að leggja til fé í rekstur eða annað sem tengist hús- inu. Á móti niðurrifi frá upphafi Sveinn Aðalsteinsson, varafulltrúi F-listans í skipulagsnefnd, lagði fram bókun og sagði ákvörðunina fagnaðarefni. F-listinn leggi áherslu á að borgaryfirvöld leggi sitt af mörkum til að menningarstarfsemi nái að blómstra á ný í Austurbæj- arbíói. Uppbyggingu á lóðinni þurfi að fylgja fjölgun bílastæða sem dugi íbúum og starfsemi tengdri bíóinu. Er minnt á að F-listinn sé eina aflið í borgarstjórn sem hafi staðið gegn hugmyndum um nið- urrif frá upphafi. Steinunn Valdís, sem hefur talað fyrir niðurrifi bíósins í borgar- stjórn, segir þessa niðurstöðu alls engin vonbrigði. „Við sendum hluti í kynningu til að fá viðbrögð og vit- um ekki fyrirfram hvaða viðbrögð við fáum. Þarna var þetta einfald- lega þannig að það voru mjög há- vær mótmæli við því að húsið færi,“ segir hún. „Mér fannst engin ástæða til þess að halda því til streitu miðað við öll þessi mótmæli og eftir að hafa vegið og metið rök- in þá gerði ég þessa tillögu.“ Nýtt skipulag á reit Austurbæjarbíós ÞAÐ voru ótrúlega margir sem tóku á móti 15 manna hópi úr Sundfélagi Akraness í gær er hópurinn lauk við árlegt Faxa- flóasund sitt við Langasand á Akranesi. Hópurinn lagði af stað úr Reykjavík um 9:30 í gær og lauk boðsundinu rétt fyrir kl. 15, en afreksfólkið skiptist á um að standa vaktina í sjónum sem var spegilsléttur alla leiðina frá Reykjavík en vegalengdin er um 18 km. Elsti þátttakandinn var tvítugur en þeir yngstu eru á ferming- araldri og er sundið liður í fjár- öflun félagsins vegna æfinga- ferðar sem farin er á tveggja ára fresti á erlenda grund. Gunnar Smári Jónbjörnsson hóf sundið í gær með því að synda samfleytt í 40 mínútur og sögðu fylgdarmenn hans að hraðinn hefði verið 3 sjómílur á klukku- stund en allir sundmennirnir voru íklæddir blautbúning sem hélt á þeim hita í 10–11 gráðu heitum sjónum auk þess voru sundfit not- uð sem flýttu för sundfólksins. Hinrik Örn Guðbjartsson tók rispu sem stóð yfir í eina klukku- stund samfleytt en hann hélt 2,7 mílna hraða að meðaltali. Gunnar Smári lét ekki þar við sitja og tók aðra 40 mínútna skorpu en þeir sem yngri voru syntu í 15–20 mín- útur samfellt. „Ég hef aldrei áður synt í eins góðu veðri í Faxaflóasundinu, sjórinn var spegilsléttur og það var gríðarlegur hiti á dekkinu á bátnum sem við vorum í þegar við vorum ekki á sundi. Og það hafa aldrei áður jafnmargir tekið á móti okkur en ég geri ráð fyrir að allt þetta fólk hafi verið að bíða eftir okkur,“ sagði Gunnar Smári er hann leit yfir mannfjöld- ann á Langasandi í gær og brosti breitt. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Gunnar Smári Jónbjörnsson ræðir við móttökunefndina á Langasandi í gær eftir að hafa gengið fyrstur á land eftir sundið frá Reykjavík yfir Faxaflóa. Heitt að bíða á dekkinu Syntu frá Reykjavík til Akraness ALGENGUSTU slysin sem landsmenn verða fyrir eru heima- og frítímaslys, eða 43,5% allra slysa sem urðu í fyrra. Rúmlega 29 þúsund slys voru skráð í Slysaskrá Ís- lands á síðasta ári. Næst á eftir koma umferðaróhöpp, sem eru 17,3% skráðra slysa og vinnuslys, 16,6%. Þetta er í annað skipti sem slys eru skráð sérstaklega, en Slysaskrá Íslands byggist á gögnum frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi, Tryggingamiðstöðinni, Vinnueftirliti ríkisins, Ríkislögreglustjóranum og Heilbrigðisstofnun Austurlands. „Karlmenn slasa sig áberandi miklu meira. Það er eig- inlega sama hvers konar slys er um að ræða,“ segir Hild- ur Björk Sigbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Landlækn- isembættinu. Hún segir það engin ný sannindi að karlar lendi oftar í slysum en konur, hver sem ástæðan fyrir því sé. Munurinn er einkum áberandi hvað vinnuslys varðar, 3.376 slys voru skráð hjá körlum, en 955 hjá konum. Fimm konur lentu í sjóslysum en 94 karlar. Þá voru skráð 2.013 íþróttaslys hjá körlum, en 911 hjá konum. Umferðaróhöpp voru þó algengari hjá konum, 1.222 slys voru skráð hjá konum, en 1.074 hjá körlum. „Þetta er allt frá litlum skrámum sem koma á slysa- deildina upp í alvarleg slys,“ segir Hildur. Hún segir að ekki liggi fyrir nánari upplýsingar í Slysaskrá um hvers eðlis slysin hafi verið, né hversu alvarleg þau voru. Þá vekur einnig athygli að vinnuslys voru áberandi fleiri í júlí, en í mánuðunum á undan og eftir. Þá virðast heima- og frítímaslys algengari yfir sumarmánuðina og færri slys verða á sjó þegar veðrið er hvað best í júní til september. Tæpur helmingur slysa verður á heimilum eða í frítíma Karlar slasast áberandi meira         ! !"# "   $% " !&& '# () *! )  ) # +#               , ,"#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.