Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 27 stíl. En nú ert þú farinn, kæri vinur, og við höfðum ekki tækifæri til að kveðja þig. Það er sagt að þeir sem guðirnir elska mest deyi ungir. Það hlýtur að eiga við um þig fyrst þú fórst svona ungur. Kæri vinur, við vorum rétt að byrja á nýju verki þeg- ar hörmungin dundi yfir. Það var sárt að krjúpa við hlið þér þegar þú kvaddir þetta líf. Nú heldur þú til annarra starfa í öðrum heimi, þar sem draumar þínir rætast. Þín verð- ur sárt saknað af öllum starfsmönn- um G.V. Upp heimreið nú að himnahliði þú ekur, kæri vinur minn. Þér á móti drottinn tekur, til nýrra starfa, Toggi minn. Minning þín mun ætíð lifa. Í hjarta okkar þar ert þú. Drottinn verndi sálu þína. Með söknuði við kveðjum nú. Hvíl þú í friði, kæri vin- ur. Hugur okkar er hjá þér og fjöl- skyldu þinni. Með þökk fyrir að fá að kynnast þér. Árni og Ásgerður. Toggi minn. Ég trúi því ekki að þú sért ekki lengur með okkur. Þegar ég heyrði að þú hefðir lent í þessu hörmulega slysi setti mig hljóðan. Ég vildi ekki trúa þessu. Þessi dagur sem var búinn að vera svona ynd- islegur fram að þessu. Sennilega heitasti dagur sumarsins og allt svo frábært. Svo gerist þetta. Ég vona að maður læri að meta það sem maður á og taki ekki öllu og öllum sem sjálf- sögðum hlut. Lífið er allt of stutt og óútreiknanlegt til þess. Minningarbrot þutu í gegnum hugann þar sem ég stóð alveg dofinn. Af hverju? Af hverju þú? Ég var nýbúinn að tala við þig í síma þar sem þú sagðir mér að þú hafir verið að koma frá nýja vinnuveitanda þínum og hafir verið að semja um launin í nýju vinnunni sem þú hlakkaðir svo til að byrja í, og svo var Gústi bróðir þinn að fara að gifta sig. Af hverju er lífið svona ósann- gjarnt? Það var svo bjart framundan hjá þér og ég sem hélt að við ættum eftir að eiga svo margar gleðistund- irnar saman. En máltækið segir: „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska“ og eru það orð að sönnu. Þér hefur verið ætlað eitthvað mikilvæg- ara hlutverk á nýjum stað og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Ég man þegar við vorum að kynn- ast fyrst. Þú varst að vinna á lag- ernum í Sjöfn og ég fór að vinna þar í sápudeildinni með Myndlistarskólan- um á sumrin. Við urðum strax mjög góðir vinir þar sem við áttum sömu áhugamálin. Það var alltaf stutt í fíflaskapinn hjá okkur og alltaf gát- um við hlegið að öllum mögulegum hlutum þar sem við höfðum sama húmorinn. Við vorum nánast óað- skiljanlegir þennan góða, en allt of stutta tíma sem ég fékk að þekkja þig. Ef við vorum ekki að þvælast út um allar trissur eða skemmta okkur í bænum, á fótboltaleikjum, hlusta á tónlist, drekka kaffi (og það ekkert lítið) eða bara hanga yfir engu þá töl- uðum við saman í síma. Þú áttir marga ógleymanlega frasana sem við fífluðumst alltaf með og alltaf var stutt í brosið. Þú varst svona einn af þeim vinum sem allir ættu að eiga og ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að njóta þess heiðurs að hafa verið vinur þinn. Þú vildir alltaf allt fyrir alla gera og sama hvað þú varst beðinn um þá gerðirðu það alltaf með glöðu geði. Þeir eru vandfundnir svona snillingar eins og þú varst. Við vorum hálfgerðir heimalningar hjá hvor öðrum og ég leit alltaf hálf- partinn á þig sem einn af bræðrum mínum. Það var alltaf svo gott að koma heim til þín í Mánahlíðina, þar sem ég fékk alltaf svo góðar mót- tökur. Þú varst sannkallaður vinur vina þinna. Þú hafðir líka svo gaman að börnum og ég veit að þín er sárt saknað af þeim. Verst að þú hélst með Liverpool (ha, ha, ha). En þú varst þó allavega harður Þórsari og vorum við búnir að fara á nokkra leikina saman, hvort sem þeir voru heima eða úti á landi og alltaf skemmtum við okkur vel hvernig svo sem leikirnir fóru. Mér er líka minn- isstæð ferðin sem við fórum til Dan- merkur sumarið 2000, ég, þú og Val- ur. Það var rosalega skemmtileg ferð og synd að þær verða ekki fleiri ferð- irnar með þér. Við verðum bara að geyma þær þangað til seinna, kæri vinur. Það er óhætt að segja að þú skiljir eftir þig stórt skarð sem ekki verður fyllt. En minningin um þig mun alltaf ylja mér um hjartarætur og þó að erfiðir og sárir tímar séu framundan þá veit ég að þú verður alltaf með okkur. Toggi minn. Ég kveð þig með sorg og söknuði í hjarta, en jafnframt með þakklæti fyrir að fá að kynnast þér og fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þín verður sárt saknað, en ég veit að við eigum eftir að hittast aftur og hlæja saman á öðr- um stað. Elsku Ingi, Guðbjörg, Gústi og Guðmundur, það er erfitt og sárt að þurfa að kveðja góðan dreng sem var tekinn frá okkur allt of snemma. Ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar og öðrum aðstandendum mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur öllum styrk á þessum erfiðu tímum. Þinn vinur, Ágúst Halldórsson. Mig setti hljóðan þegar ég fékk þær fréttir að það hefðir verið þú, Toggi, sem hefðir lent í þessu hræði- lega slysi við Krossanes. Hvers vegna þú? Spyr maður, en því miður fær maður því ekki ráðið hvenær kallið að ofan kemur. Vegir guðs eru órannsakanlegir og hann hefur vænt- anlega haft eitthvað miklu, miklu stærra verkefni handa þér þarna hin- um megin. Það er huggun harmi gegn að þér líður eflaust vel þar sem þú ert núna og átt örugglega eftir að sitja með okkur Gústa og horfa á leiki í vetur eins og við gerðum ósjaldan og drukkum mikið kaffi með og fífl- uðumst. Missir Gústa er mikill, þið voruð ótrúlega nánir vinir enda þú svo mik- ill vinur vina þinna. Svona vinátta er ómetanleg. Börnin mín hændust mikið að þér og þar verður þín sakn- að. Að sjá þig þegar þú komst í heim- sókn, hvað þú hafðir gaman af því að spjalla við þau, oftar en ekki var erf- itt að ná sambandi við þig, en svona varstu, þú elskaðir börn. Toggi minn, manstu ferðalagið okkar til Dan- merkur? Hvílík snilldar ferð, það er eitthvað sem maður kemur ekki til með að gleyma og hvað við töluðum alltaf um að fara aðra ferð, þá til London, en sú ferð verður víst að bíða eitthvað. Ég trúi því, elsku vinur, að við hitt- umst aftur og þá verður þokkalega kátt á hjalla. Ég og fjölskyldan biðjum góðan guð um að geyma þig, elsku Toggi, og vaka yfir fjölskyldu þinni á þessum erfiðu tímum. Sjáumst síðar, Valur Freyr. Það er mikið áfall þegar einn úr hópnum fellur frá. Í dag kveðjum við kæran vinnufélaga okkar, Þorgeir Inga, eða Togga eins og hann var ávallt kallaður. Hann kom til okkar fyrir ári síðan fullur lífsgleði, með húmorinn í fyrirrúmi og erum við þakklát fyrir þann tíma sem við feng- um að njóta með honum. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Við sendum fjölskyldu Togga okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir í hjörtum okkar allra. Vinnufélagar G.V. gröfum. hrjáði hann. Ég þykist viss um að Ás- geir hafi metið mikils þessa um- hyggju systur sinnar og við í fjöl- skyldunni erum henni einnig þakklát. Með Ásgeiri er horfinn maður sem í mínum huga er fulltrúi þeirrar kyn- slóðar sem hefur gengið í gegnum miklar breytingar í íslensku sam- félagi. Eins og títt er í fjölskyldum eru oft eldri frændur og frænkur sem öllum þykir vænt um og boðið til sam- veru á tyllidögum og hátíðarstundum fjölskyldunnar. Ásgeir var síðustu ár- in þessi frændi sem alltaf var með okkur á slíkum stundum og við nut- um nærveru hans. Með þessum hug- leiðingum mínum vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar þakka Ásgeiri sam- fylgdina og hann mun ávallt fylgja okkur í minningu um ókomna tíð. Björn Hermannsson. Nú er Ásgeir frændi fallinn frá. Hann var bróðir „ömmu Hjördísar“ og hluti af fjölskyldunni. Hann sýndi okkur velvilja og áhuga á því sem við tókum okkur fyr- ir hendur og var vel inni í málum hvað varðar framkvæmdir og þess háttar hjá okkur. Hann bar vott um mikið verkvit og reynslu af byggingum og hafði gaman af að fylgjast með þegar við stóðum í framkvæmdum. Oft var leitað til hans um góð ráð. Ásgeir hafði áhuga á að skoða land- ið, en því miður voru tækifærin fá í seinni tíð. Okkur er þó minnisstætt þegar hann kom ásamt „ömmu Hjör- dísi“ í heimsókn til okkar vestur á Þingeyri þegar við dvöldum þar sum- arlangt ’98. Þá sýndi hann okkur hvern vitann af öðrum sem hann hafði unnið við að byggja og sögurnar spruttu fram hver af annarri. Ásgeir var nægjusamur maður og var meira fyrir að gefa en þiggja. Það sýndi sig í stórtækum gjöfum á merk- um tímamótum hjá okkur. Ásgeir var óvenju vel að sér um þjóðmálin og fylgdist vel með því sem var að gerast bæði á Íslandi og í út- löndum. Hann var hress andlega og var allt- af til ef honum var boðið í síðdeg- iskaffi, bíltúr eða aðra tilbreytingu. Ásgeir Tómas, 7 ára nafni, leit mik- ið upp til frænda og var alltaf mjög spenntur að hitta hann og ræða mál- in. Nú er mikið spurt á okkar heimili um Ásgeir frænda. Hvenær hann breytist í engil? Hversu margir engl- ar koma að ná í hann, því hann var svo stór? Og hvort þeir verði í kirkj- unni? Við kveðjum hann með söknuði og hlýhug. Fjölskyldan á Barðaströnd 3. Ásgeir frændi er dáinn. Þegar ég fékk fréttirnar hugsaði ég með mér hvernig jólin yrðu. Þá á ég eftir að sakna hans mest. Frá því ég man eft- ir mér hefur Ásgeir frændi verið með okkur fjölskyldunni á jólum, afmæl- um og öllum viðburðum í fjölskyld- unni. Það verður öðruvísi án hans. Elsku Ásgeir, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldunni. Takk fyrir hlýjuna og gjafirnar. Eftir að þú fluttir úr Breiðholtinu á Grund gat ég heimsótt þig oftar og þá sérstaklega þegar ég vann á Grund um tíma. Þá gat ég kíkt til þín á hverjum degi eftir vinnu og farið út í búð fyrir þig og keypt „Ásgeirs sultu“ en þeir í búðinni höfðu hana alltaf til bara fyrir þig. Maður þurfti ekki ann- að en að biðja um „Ásgeirs sultu“ og þá vissu þeir í búðinni hvað átt var við. Við spjölluðum mikið saman þeg- ar ég kom til þín og þú talaðir mikið um það við mig hvað menntun og metnaður væri mikilvægur. Þegar ég útskrifast veit ég að þú og afi Njáll verðið hjá mér og óskið mér til ham- ingju. Elsku Ásgeir, þú hefur reynst mér vel og Ásgeiri Tómasi sérstaklega. Hann talar stanslaust um þig og að nú sért þú orðinn engill. Hann saknar þín mikið. Við eigum öll eftir að sakna þín en mér líður betur að vita af þér uppi hjá guði heldur en að vera lasinn í rúminu eins og þú varst síðustu vik- ur, því allir deyja einhvern tímann og þinn tími var greinilega kominn núna. Nú færðu að hitta þá sem þú hefur misst og þá veit ég að þér líður vel. Takk fyrir allt. Þín frænka, Unnur Margrét. ✝ Stefán Þorgríms-son fæddist í Syðra Tungukoti, sem nú heitir Brúar- hlíð í Blöndudal í A- Húnavatnssýslu 1. október 1919. Hann lést á LSH í Fossvogi 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorgrímur Jónas Stefánsson, f. 1891, d. 1955, og Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir, f. 1898, d. 1971. Systkini Stefáns eru: Aðal- björg Guðrún, f. 20.4. 1918, Kon- kordía Sigurbjörg, f. 2.6. 1922, Björn Jón, f. 9.5. 1921, d. 4.2. 2003, Emilía Svanbjörg, f. 2.12. 1924, d. 14.4. 1982, og Vilhjálmur, f. 27.1. 1926, d. 22.5. 1929. Stefán á einnig tvö uppeldissystkini, þau Hannes Ágústsson, f. 11.11 1912, látinn, og Pálínu Pálsdóttur, f. 23.1. 1935. Hinn 31. maí 1947 kvæntist Stefán eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Guðjónsdóttur, f. 11.2. 1920. Börn Stefáns og Ingi- bjargar eru: 1) Þór- unn Erna Jessen, f. 1.4. 1948, gift Peter Winkel Jessen. Þau eru búsett í Reykja- vík. Börn þeirra eru Greta, Inga og Stef- án Winkel. 2) Guðjón Haukur, f. 28.5, 1952, kvæntur Ingi- björgu Stefánsdótt- ur. Þau eru búsett á Selfossi. Börn þeirra eru Stefán Haukur og Álfheiður. 3) Bryndís, f. 21.1 1963, gift Lars Thøgersen. Þau eru búsett í Danmörku. Börn þeirra eru Silja, Anna Björk og Stina Sif. Barnabarnabörnin eru þrjú. Stefán flutti til Reykjavíkur 17 ára gamall og vann við ýmis störf, m.a. sjómennsku. Lengst af vann hann þó í Áburðarverksmiðju rík- isins eða frá 1954 þar til hann hætti störfum 1990. Útför Stefáns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kær tengdafaðir minn, Stefán Þor- grímsson, lést að morgni 31. júlí eftir erfið veikindi. Mig langar að þakka honum samfylgdina í 30 ár með örfá- um kveðjuorðum. Allt frá fyrstu kynnum hefur hann sýnt mér ástúð og virðingu. Tók mér varlega í fyrstu, stelpu utan af landi, sem kom inn í líf fjölskyldunnar í byrjun árs 1974. Ég fann fljótt fyrir umhyggju og áhuga á framtíðar- áformum okkar Guðjóns sem hann sýndi allt til enda. Börnunum okkar, Stefáni Hauki og Álfheiði, sem komu úr framandi umhverfi um langan veg tók hann opnum örmum. Fyrir þetta vil ég sérstaklega þakka. Góðar minningar eru dýrmæt eign og verða ekki frá okkur teknar. Minn- ing Stefáns tengdaföður míns er mér afar kær og mun ylja mér og fjöl- skyldu minni um ókomin ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem). Ingibjörg Stefánsdóttir. Afi er lagður af stað í síðustu sigl- ingu sína. Líf hans var ekki alltaf þægileg sigling á lygnum sjó því afi fékk stærri skammt af veikindum en margir. Þegar við systkinin rifjum upp minningar okkar um afa kemur ým- islegt upp í hugann. Okkur er minnisstætt þegar við vorum yngri og báðum afa að spila, þá var hann alltaf fús til þess enda mikill spilamaður. Hann spilaði lengi bridge og rifjaði oft upp skemmtileg spil sem hann hafði fengið á hendi. En við spil- uðum alltaf Gaur og hlógum mikið og skemmtum okkur konunglega. Alltaf þegar við komum í heimsókn sat afi í hægindastólnum sínum og leið ekki á löngu þar til hann var far- inn að segja okkur fróðlegar sögur frá fyrri tíð. Afi lifði tímana tvenna og kom víða við. Hann var fæddur og uppalinn í Blöndudal og bjó þar fram á unglingsár og hafði frá mörgu að segja frá þeim tímum. Hann byrjaði ungur að vinna í vegavinnu og þá við að líta eftir hest- um. Hann sagði okkur oft frá því þegar hann var að flytja hesta yfir Blöndu fyrir hrossakaupmenn og lenti oftar en einu sinni í hrakningum. Sjómennskan skipaði einnig stóran sess í frásögnum hans, en hann var á sjó, m.a. á stríðsárunum þar sem hann var kyndari á gufuskipi sem sigldi með fisk til Bretlands. Afi var mikill veiðimaður og á með- an heilsan leyfði fór hann í margar veiðiferðir. Hann spurði alltaf frétta af veiðiskap og var alltaf tilbúinn að gefa ráð um góða veiðistaði og beitu. Hann vildi einnig ólmur lána okkur veiðidótið sitt. Fátt gladdi afa meira en þegar barnabarnabörnin komu í heimsókn og voru þau strax hænd að honum. Við vonum að afi sé kominn á góðan stað með veiðistöngina og kaffibrús- inn ekki langt undan. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við erum þakklát fyrir að fengið að hafa afa svona lengi. Greta, Inga og Stefán Jessen. Elsku afi minn. Það gleymist ekki öll sú hamingja sem alltaf ríkti þegar ég kom í heim- sókn til ömmu og afa. Afi var alltaf að pota í mig með stafnum sínum og það fékk mig alltaf til að brosa. Ég man eftir því að þegar ég var yngri gátum við afi spilað klukkutímum saman. Við bjuggum til okkar eigin reglur í olsen olsen og ég vann yfirleitt með þeim reglum en stundum leyfði ég nú afa að vinna. Eftir að afi veiktist fyrir rúmum 7 mánuðum reyndi ég að heimsækja hann eins oft og ég gat. Einu sinni þegar ég sat hjá honum í stofunni sagði hann allt í einu: „Þú verður nú alltaf litla stelpan hans afa þíns“ og bætti svo við: „Ég skil bara ekki hvernig svona gamall og ljótur karl getur átt svona brosmilt barna- barn.“ Þessi minning er mér mikils virði og mun ég varðveita hana til æviloka. Ég sakna afa innilega en ég veit að honum líður vel þar sem hann er núna því hann þráði að fara til himna. Blessuð sé minning hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem). Saknaðarkveðjur, Álfheiður Guðjónsdóttir. STEFÁN ÞORGRÍMSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.