Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Páll fæddist áLitlu Hellu á Hellissandi 23. maí 1912. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði 6. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar Páls voru Jón Guð- mundsson barna- kennari frá Bjarna- stöðum í Dalasýslu, f. 1881, d. 1918 og Sig- ríður Andrésdóttir húsmóðir og sauma- kona, f. 1880, d. 1969. Seinni maður Sigríð- ar var Jóhann Magn- ússon, d. 1938. Systkini Páls eru Herdís Anna, f. 1910, d. 1996, Val- gerður, f. 1913, d. 1994, Haraldur, f. 1914, d. 1914, Kornelía, f. 1915, d. 1919, og Guðmundur, f. 1917, d. 1997. Hálfsystkini Páls sam- mæðra eru Andrés, f. 1919, d. 1919, Helga, f. 1921, d. 1991, Magnús, f. 1922, Ásgeir Jón, f. 1925, og Ingibjörg, f. 1928. Páll kvæntist 1936 Hrefnu Guðnadóttur, f. 20.6. 1916, d. 8.5. 1997. Foreldrar hennar voru Guðni Jónsson, sjómaður og bóndi, og Margrét Brynjólfsdótt- ir, ferjukona á Ölfusá, búsett á Óseyrarnesi og í Selvogi. Páll og Hrefna eignuðust fjögur börn: Gretar Vídalín útgerðar- maður í Sandgerði, f. 1936, maki Fanney Haraldsdótt- ir, f. 1940, d. 1992. Þau eiga þrjú börn, níu barnabörn og barnabarnabarn er á leiðinni. Kolbrún Angela, f. 1938, d. 1940, Sigurjón Aron, f. 1948, búsettur í Svíþjóð, og Guðni Rúnar, f. 1950, maki Herdís Hallgríms- dóttir, f. 1953. Þau eiga tvær dætur. Þau búa í Dan- mörku. Páll ólst upp í Beruvík, á Gufuskálum, Spör í Eyjafjallasveit og á Fossi, á milli Sands og Ólafsvíkur. Hann fór fyrst til sjós 10 ára gamall á mót- orbát frá Sandi og á fermingar- daginn flutti hann alfarið að heim- an, en hann fór þá á skonnortuna Fortuna frá Þingeyri. Páll var oft- ast á sjó upp frá því að undan- skildum 10 árum eftir stríð er hann var vélamaður hjá Vega- gerðinni. Páll og Hrefna keyptu Þórustaði á Vatnsleysuströnd 1957 og bjuggu þar til 1986. Þau fluttu þá til Hafnarfjarðar. Á Þórustöðum stundaði Páll lítils háttar útgerð og búskap. Páll verður jarðsunginn frá rík- issal Votta Jehóva í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elskulegur tengdapabbi minn hef- ur kvatt okkur eftir langa ævi. Síð- ustu mánuðirnir hafa reynst honum erfiðir. Ég kynntist Palla og Hrefnu fyrir 33 árum. Þau ár eru í minningunni bæði góð og ljúf að hugsa til. Ég man hvað það var alltaf gaman að koma á ströndina til þeirra. Móttökurnar alltaf jafn góðar. Yfirleitt var sest niður og tekið í spil ef tími var til og eftir á voru borðaðar bestu pönnu- kökur í heimi. Páll var góður maður á margan hátt. Hann var ákveðinn og vilja- sterkur svo eftir var tekið. Hann mátti ekkert aumt sjá. Hann var harður við sjálfan sig. Hann var mik- ill sagnamaður. Ég var á Íslandi fyr- ir rúmu einu ári og fór þá meðal ann- ars til hans, hann hafði dottið illa á sunnudeginum og brotið nokkur rif- bein en það aftraði honum ekki að bjóða okkur mæðgum út að borða daginn eftir og fara svo í heimsókn til Nonna bróður síns. Svona var Palli minn, aldrei hugsað um hvernig heilsan væri. Það var bara haldið áfram. Mig langar til að skrifa tvö vers úr ljóði um Palla sem bróðir hans Nonni orti til hans þegar hann varð níræður fyrir tveim árum, þetta ljóð segir svo mikið. Kvikar ekki kempan hrausta kræf þó ellin þusi fúl. Í æsku kynntist heimi hörðum, herti manninn strit og púl. Æði marga þraut hann þreytti, þolgóður til sjós og lands. Þegar lífsins braut á boðum bilaði aldrei kraftur hans. Ef að honum illir sóttu allsósmeykur kappinn var, kunni síst að hopa af hólmi, harður löngum sigur bar. Aldrei virti valdsmanns hroka, veginn frjáls og stoltur gekk, öll sín störf of orku leysti, af því lof og heiður fékk. (Á.J.J.) Það verður erfitt að sætta sig við að þú sért farinn, en við vitum að núna líður þér vel og við vitum að Kolla þín og Hrefna hafa tekið vel á móti þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Herdís Hallgrímsdóttir. Elsku besti afi. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki hérna meira. Það gerir svo sárt inni í hjart- anu. Þú varst alltaf svo góður við okkur systurnar. Þegar við vorum í pössun hjá ykk- ur ömmu fórum við alltaf með fulla poka af dóti eða fötum með okkur heim, þó að mamma hafi verið búin að banna þér að kaupa eitthvað. En þú hlustaðir aldrei á hana. Ég man eftir öllum snjókornunum sem breyttust í litla fugla og sögunni sem fylgdi. Þú varst duglegur að segja okkur sögur, fara með okkur út að gefa öndunum og til að fóðra hestana. Og pelinn sem lenti hjá karlinum í fossinum. Það var alltaf svo gaman hjá ykkur ömmu. Við systurnar búum með mömmu og pabba í Danmörku, þess vegna hefur ekki verið svo mikill samgang- ur síðastliðin ár, en oft töluðum við saman í síma og þú komst líka tvisv- ar í heimsókn til okkar í Danmörku. Við vorum á Íslandi fyrir einu ári, það var gaman að hitta þig þá. Núna komum við heim til að fylgja þér til grafar. Það er undarlegt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig meira. En við vitum að núna líður þér vel og að það verður vel tekið á móti þér. Elsku besti afi, hjartans þakkir fyrir að hafa verið okkur svona góð- ur afi. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hrefna Kolbrún og Þóra Tinna. PÁLL VÍDALÍN JÓNSSON Elsku hjartans pabbi minn, 12. ágúst er í dag, dagurinn sem þú hefðir átt að verða 57 ára og fagna með okkur öllum, umvafinn stóra barna- barnahópnum sem þú elskaðir svo heitt. Þú hvarfst svo hræði- lega fljótt úr þessu lífi, hvernig gat þetta gerst? Þú, kletturinn okkar, sem alltaf hugsaðir fyrst og fremst um aðra, svo einstaklega hjálpfús, óeigingjarn, duglegur og kærleiks- ríkur. Þú varst höfuð fjölskyldunnar stóru og samhentu öll ógleymanlegu árin okkar heima í fallega firðinum okkar, Önundarfirði, sem þér var svo kær. Þú varst stórkostlegur faðir, eiginmaður og vinur, svo þegar þú varðst afi öðluðust mannkostir þínir enn meiri dýpt, því samband þitt við börnin okkar systkinanna var ein- stakt. Þú kenndir þeim svo margt um náttúruna, lífið og tilveruna, leyfðir þeim að skoppast með þér í flestu því sem þú tókst þér fyrir hendur sama hvort það var við vinnu þína í Sól- heimunum, smíðar í kjallaranum, kajakferðunum eða ævintýrunum í varpinu okkar kæra heima á Innri Veðrará en þar naust þú þín best inn- an um fuglana í faðmi fjölskyldunnar. Við sem vorum svo heppin að fá að lifa með þér munum halda minningu þinni á lofti fyrir yngstu barnabörnin, þá Hinrik Loga, Viktor Darra og litlu ófæddu tvíburana. Við söknum þín öll meira en orð fá lýst en við yljum okk- ur við allar fallegu minningarnar sem þú gafst okkur og við vitum að nú ert þú í faðmi foreldra þinna, elsku vinur. Ég gæti skrifað um þig endalaust, svo mikill maður varst þú sem áork- aðir svo miklu og snertir líf svo margra á þinni alltof stuttu ævi. Það er oft sagt um fólk að hand- artak manns segi mikið um manns innri mann og í þínu tilfelli sögðu HINRIK JÓN MAGNÚSSON ✝ Hinrik JónMagnússon fæddist á Innri-Veðr- ará 12. ágúst 1947. Hann lést 9. apríl síð- astliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. hendurnar þínar í raun allt sem segja þarf svo ótrúlega stórar, hlýjar og traustar. Nú verðum við að vera sterk og segja eins og þú sagðir alltaf „þetta reddast“. Hinrik Jón, þú varst stærri en lífið sjálft. Ástar- og saknaðar- kveðjur. Þín Matthildur, börn, tengdabörn og barnabörn. Nú ertu mér horfinn minn kærasti vinur, farinn burt úr lífinu hér. Nú kvelur mig sorgin sem á okkur dynur, hve ljúft það var að lifa með þér. Þú fegraðir heiminn á svo marga vegu, Með stóru höndunum leiddir þín börn. Þau ljúf voru árin sem við núna tregum, hve stolt við erum að vera þín börn. Þú eftir þig skildir svo ótal margt, fallegt handbragð, hjartað glatt þinn lífsförunaut sem syrgir þig nú, sveitina fögru, börn þín og bú. Andi þinn lifir, það er okkar trú. Af alhug öll við viljum þér þakka ástina, gleðina, tryggð þína og trú. Við biðjum þess að vel þér líði, á þeim helga stað sem dvelur þú nú. Öll við viljum þér einnig þakka, fyrir gömlu góðu árin, þín við minnumst með gleði í huga og brosum í gegn um tárin. Þín dóttir, Sigríður. Þú varst sá sem gafst okkur líf. Þú varst sá sem varst okkar hlíf. Þú varst sá sem hélst um hönd. Þú leiddir okkur um lífsins strönd. Saknaðarkveðjur frá öllum barna- börnunum þínum, þú lifir í þeim, elsku pabbi. Þín Sólrún Eva Árnadóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ELÍASAR SVAVARS JÓNSSONAR fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og síma, Drangsnesi. Sigrún Elíasdóttir, Bjarni Skarphéðinsson, Þráinn Elíasson, Guðbjörg Gestsdóttir, Jón Hörður Elíasson, Jenný Jensdóttir, Hugrún Elíasdóttir, Johnny Símonarson, Ragnhildur Elíasdóttir, Tryggvi Ólafsson og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR húsfreyju, Seljahlíð, áður til heimilis á Laugavegi 96, Reykjavík. Margrét Hróbjartsdóttir, Benedikt Jasonarson, Helga Steinunn Hróbjartsdóttir, Karl Sævar Benediktsson, Helgi Hróbjartsson, Árni Hróbjartsson, Kristrún Ólafsdóttir, Friðrik Hróbjartsson, Bára Böðvarsdóttir, Jón Dalbú Hróbjartsson, Inga Þóra Geirlaugsdóttir og aðrir ástvinir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför VERU INGIBERGSDÓTTUR HRAUNDAL, Dalbraut 26, Reykjavík. Þorsteinn Hraundal, Edda J. Sigurðsson, Hrólfur Hraundal, Helga Ingvarsdóttir, Ægir Ómar Hraundal, Kristófer Máni Hraundal, Ingibjörg Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kæra frænka. Allt frá því að ég man eftir mér fylgdist ég með lífshlaupi þínu, skynjaði persónuleika þinn og dugnað í gegn- um frásagnir mömmu enda var það svo að þegar ég loks hitti þig var eins MARGRÉT KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Margrét KristínGuðmundsdóttir fæddist í Selárdal í Hörðudal í Dalasýslu 22. maí 1933. Hún lést á heimili sínu 24. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey 6. júlí. og ég hefði þekkt þig alla tíð. Hvers vegna samverustundir okkar urðu svo fáar sem raun- in varð, er ein þessara mörgu staðreynda í líf- inu sem er erfitt að skilja. Ég átti ennfremur erfitt með að trúa hversu veik þú varst orðin svo stuttu eftir fráfall mömmu. Ég fylgdist með þér og var staðföst í trú minni um að þú ættir lengra eftir og að ég gæti efnt lof- orð mitt um að heimsækja þig. En því miður varð mér það ekki unnt og óska ég þess, kæra frænka, að þú takir viljann fyrir verkið. Það er undarlegt til þess að hugsa að svo stutt skuli vera á milli ykkar systranna, en ég hef þá trú að þið hafið nú sameinast á ný og gleðjist saman yfir því sem ykkur varð áork- að í lifanda lífi og haldið saman á vit þeirra drauma og ævintýra sem þið báðar þráðuð en fenguð ekki að njóta. Kæra frænka, í mínum huga er efst sú hugsun að sameina afkomend- ur ykkar systra svo að komandi kyn- slóðir fái að njóta frekari samvista. Elsku Þórunn, Arndís, Ragnheið- ur, Æsa og Sandra, í minni sorg fletti ég upp í lítilli bók um mömmur sem dætur mínar gáfu mér eitt sinn og fann þessi fallegu orð sem hafa orðið mér hjartfólgin síðan og langar mig að senda ykkur þau vegna fráfalls mömmu ykkar. „Mér hefur lærst að heyra í alvöru skilaboðin sem móðir mín hefur sent mér alla tíð: „Ég verð ætíð hjá þér.“ Ætíð þýðir alltaf, allt inn í eilífðina, hvað sem á dynur.“ Guð gefi ykkur öllum styrk í sorg ykkar. Laufey Jensdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.