Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ HITAMET Í BORGINNI Hitamet var slegið í höfuðborginni í gær þegar hitinn mældist 24,8 gráður. Eldra metið var 24,3 gráður og hafði staðið í 28 ár. Úrkoma mældist hvergi á landinu í gær. Mannabein frá miðöldum Heilleg beinagrind sem talin er vera frá miðöldum hefur fundist í jörðu við bæinn Sigluvík skammt frá Akureyri. Minjavörður Norðurlands eystra telur að þar sem beinagrindin fannst hafi verið kirkjugarður. 90% íbúðalán á næsta ári? ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hef- ur samþykkt hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs upp í 90%. Félags- málaráðherra reiknar með breyttu lánakerfi íbúða strax á næsta ári. ESA telur starfsskilyrði Íbúðalána- sjóðs ekki brjóta gegn EES- samningnum, en sú niðurstaða kem- ur Samtökum banka og verðbréfa- fyrirtækja á óvart. Stórsókn í Najaf undirbúin Bandarískar hersveitir bjuggu sig í gær undir að hefja stórsókn í írösku borginni Najaf til að binda enda á uppreisn vopnaðra stuðn- ingsmanna sjía-klerksins Moqtada al-Sadrs. Klerkurinn skoraði á menn sína að berjast til síðasta blóðdropa. Ekkert lát á manndrápunum Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja morð, nauðganir og rán aukast enn í Darfur-héraði í Súdan og saka þarlend stjórnvöld um að hafa ráðið menn úr arabískum vígasveitum til löggæslu í héraðinu. Spassky biður Fischer griða Borís Spassky hefur ritað Banda- ríkjaforseta bréf og óskað eftir því að bandarísk yfirvöld hætti við að krefjast framsals Bobbys Fischers frá Japan. Fischer sigraði Spassky í einvígi í skák á Íslandi árið 1972. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #           $         %&' ( )***                         Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 24 Erlent 12/13 Viðhorf 26 Höfuðborgin 17 Minningar 26/32 Akureyri 17 Dagbók 36/38 Suðurnes 18 Listir 39/40 Landið 18 Fólk 42/45 Neytendur 20 Bíó 42/45 Daglegt líf 21 Ljósvakamiðlar 46 Umræðan 22/23 Veður 47 * * * VÍÐA er pottur brotinn hvað varðar lausagöngu búfjár á þjóðvegum landsins og vantar heildarstefnu í þessum málum, að mati Kjartans Benediktssonar, umferðarfulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir að lausagangan ógni um- ferðaröryggi vegfarenda. „Það er ótrúlegt að stjórnvöld skuli sitja aðgerðarlítil hjá þó svo að á hverju sumri berist fréttir um slys sem talin eru tengjast lausagöngu búfjár og tjón af þeim sökum. Ekki eru nema 6 ár síðan banaslys varð af þessum völdum,“ segir í fréttatil- kynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Alls hafi 696 tilfelli verið skráð á árunum 1992–1999 þar sem ekið var á búfé, samkvæmt upp- lýsingum úr lokaskýrslu nefndar sem starfaði á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins árin 1998–2001 og fjallaði um þjóðvegi og búfé. Kjartan segi að staðan í dag sé sú að nokkrir vegkaflar hafi verið frið- aðir fyrir ágangi búfjár og hafi Vega- gerðin girt þá af. Ekkert sé þó fylgst með þessum svæðum, en þó séu örfá- ar undantekningar til, t.d. í Mýrdals- hreppi. „Eins og þetta er á sumum stöðum í dag, er búið að girða með- fram vegum, en svæðunum er ekki lokað.“ Þannig geti kindurnar kom- ist inn á friðuðu svæðin. Eins sé merkingum um hvar séu friðuð svæði og hvar megi eiga von á búfénaði ábótavant. „Þegar þú keyr- ir inn á friðað svæði er ekkert sem segir að þú sért á friðuðu svæði og þegar þú keyrir út af friðaða svæð- inu eru engar merkingar sem segja þér að þú sért að keyra út af friðuðu svæði og megir eiga von á búfé við veginn,“ segir Kjartan. Hann segir að umferðarmerki til að vara við lausagöngu búfjár séu mjög sjaldséð á vegum landsins, þannig hafi hann aðeins séð eitt slíkt á leiðinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða á ferð sinni á dögunum. Engin heildarstefna „Svo virðist að ákvarðanir um þessi mál séu háð ákvörðunum ein- stakra sveitarstjórnarmanna og um- dæmisstjóra Vegagerðarinnar en ekkert samræmi virðist vera á milli landshluta í þessum málum og engin heildarstefna virðist vera til í þess- um málum. Þegar leitað er svara bendir hver á annan og enginn virð- ist bera ábyrgð á þeim,“ segir í til- kynningunni. Kjartan segir að lögin um þetta séu loðin. „Það sem við viljum sjá er að það verði sett lög um þetta og reglur og það verði tekið á þessu máli á landsvísu og það geri þetta bara allir á sama hátt,“ segir hann. Í fréttatilkynningunni segir að svo virðist sem skýrsla sem var gefin út af landbúnaðarráðuneytinu árið 2001 um þjóðvegi og búfé liggi óhreyfð og lítið sem ekkert sé unnið að úrbótum í málinu og á meðan haldi slysin áfram. Skýrsla frá 2001 um úrbætur á lausagöngu búfjár hefur ekki leitt til breytinga Stjórnvöld sitja aðgerðarlít- il meðan slysin halda áfram HÓPUR ungra sóldýrkenda safnaðist saman í kringum þá Ríkarð Örn Steingrímsson og Guðmund Inga Rún- arsson lögreglumenn sem gættu þess að allt færi vel fram á ylströndinni í Nauthólsvík í gær. Reiðhjól Lögreglunnar í Reykjavík hafa komið að góðum notum í hlýindunum undanfarna daga. Að sögn Karls Steinars Valssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns á lögreglan í Reykjavík fjögur hjól sem reynt er að nota á góðviðrisdögum. Hann segir útivist- arsvæðum í borginni hafa fjölgað og þau séu vel sótt. Það sé einfaldlega auðveldara fyrir lögreglumenn að vera á hjólum en bílum við löggæslu á slíkum svæðum. Morgunblaðið/Júlíus Sjaldséðir hvítir hrafnar. Lögreglumennirnir Ríkharður Steingrímsson og Guðmundur Ingi Rúnarsson ferðuðust um Nauthólsvíkina og nágrenni í gær á reiðhjólum. Þeir vöktu mikla athygli í sandfjörunni innan um sóldýrkendur. Reiðhjólin dregin fram á góðviðrisdögum „MENN settust niður og mátu stöðuna og ákváðu síðan að vinna í hópum á mánudag og miðvikudag,“ sagði Finnbogi Sigurðsson, for- maður Félags grunnskólakennara, eftir um hálftíma langan samninga- fund fulltrúa grunnskólakennara og sveitarfélaga hjá ríkissátta- semjara í gær. Engar efnislegar umræður fóru m.ö.o. fram á fund- inum, sem var hinn fyrsti milli samningsaðila eftir sumarleyfi. Næsti fundur með sáttasemjara hefur verið boðaður á fimmtudag að viku liðinni. Á fyrrnefndu fund- unum tveimur á m.a. að hefja óformlegar viðræður um vinnutíma kennara. Grunnskólakennarar hafa boðað verkfall 20. september nk., náist samningar ekki fyrir þann tíma. Finnbogi segir það að sjálfsögðu markmið samningsaðila að klára málið fyrir þann tíma. Birgir Björn Sigurjónsson, sem stýrir viðræðun- um fyrir hönd sveitarfélaganna, tekur í sama streng. Segir hann einlægan vilji beggja aðila að ná niðurstöðu svo ekki komi til átaka. Hann segir ennfremur aðspurður í því sambandi að góður andi hafi ríkt á fundinum í gær. Óformlegar viðræður hefjast um vinnutíma Lést úr hjartaáfalli MAÐURINN sem lést eftir að hafa fengið hjartaáfall og ek- ið inn í verslun Nóatúns við Hringbraut í Reykjavík á mánudagsmorg- un hét Pétur Svavarsson, tannlæknir. Pétur var 56 ára gamall, fæddur 15. febrúar 1948. Hann var til heimilis að Meist- aravöllum 15 í Reykjavík. Pétur læt- ur eftir sig sambýliskonu, þrjú börn og uppeldisdóttur. LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir Ólöfu A. Breiðfjörð Guð- jónsdóttur, fæddri 1974, en ekkert hefur spurst til hennar síðan síðari hluta föstudagsins 6. ágúst sl. og þá í Garðabæ. Ólöf er 173 til 175 cm á hæð, dökkhærð og með hár rétt niður fyrir axlir og grann- vaxin. Ólöf eða þeir sem vita eitthvað um ferðir hennar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregl- una í Hafnarfirði í síma 525 3300. Lýst eftir konu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.