Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 17
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 17 Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Be nido rm 33.740 kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 45.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Gemelos XXII og ferðir til og frá flugvelli erlendis. Netverð 1., 8., 15., og 22. september - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 París frá kr. 23.960 Ein rómantískasta borg Evrópu, áfangastaður elskenda á öllum aldri. París er líka borg nýjunga, einstakra listviðburða og skemmtana. París höfðar til listunnenda og allra þeirra sem hafa áhuga á tísku, hönnun byggingarlist og góðum mat. Frá kr. 23.960 Flug báðar leiðir og flugvallarskattar. Terra Nova bíður upp á úrval hótela í París, meðal annara: Villa du Maine** í 14. hverfinu, Hotel Jardin d´Eiffel*** í 7. hverfinu, Hotel Villa Lutéce**** í 13. hverfinu og Íbúðarhótelið Champs de Mars í 15. hverfinu. AKUREYRI MANNABEIN, að öllum líkindum frá miðöldum, hafa fundist í jörðu við bæinn Sigluvík í Svalbarðsstrandar- hreppi, skammt frá Akureyri. Vitað er að hálfkirkja, sem svo var kölluð, var á staðnum í kaþólskum sið og bænhús síðar, en engar heimildir hafa verið til fram að þessu um að fólk hafi verið grafið þarna. Nú er talið líklegt að forn kirkjugarður sé við bæinn. Tvær beinagrindur fundust fyrst rétt við húsið í Sigluvík fyrir síðustu helgi þegar vélskófla var þar við jarð- vegsvinnu. Framkvæmdir voru þegar í stað stöðvaðar en það var ekki fyrr en í fyrradag þegar Sigurður Berg- steinsson, minjavörður Norðurlands eystra, kom á staðinn við annan mann – Kristin Magnússon, starfsbróður sinn – að hægt var að skoða verks- ummerki. „Við sáum engar grafir þar sem fyrstu beinin fundust; það var búið að raska þeim og beinin komin í hrúgu,“ sagði Sigurður. Þeir Kristinn fundu svo í fyrradag óraskaða gröf, steinsnar frá hinum beinunum og alveg við innganginn í íbúðarhúsið, og telur Sigurður að þarna sé fundinn jaðar gamals kirkju- garðs, sem gæti reynst nokkrir tugir fermetra að stærð. Engar sagnir eru til um að bein hafi fundist þegar íbúð- arhúsið á bænum var byggt, um 1940. Gamli bærinn var um 100 metrum norðar, og segir Sigurður það koma heima og saman við algengustu fjar- lægðir milli bæjar og kirkju. Í gröfinni, sem fannst óröskuð, tel- ur Sigurður að kvenmaður hafi verið lagður verið til hinstu hvílu, um það bil 160 cm á hæð. „Og hún hefur verið bækluð á vinstri fæti, líklega eftir fót- brot, ef marka má hvernig vinstri sköflungurinn lítur út.“ Og fullorðin hefur hún verið, það merkir Sigurður á sliti tanna. Viðkomandi hefur ekki verið jarðaður í kistu, sem Sigurður segir benda til þess að um sé að ræða gamla gröf, en ekki hafi allir verið jarðaðir í kistu á miðöldum. Sigurður segir að kirkja hafi verið byggð við bæinn Svalbarð, skammt frá Sigluvík, um 1150 og gætu vissu- lega hafa verið samtíða á bæjunum. „Það gæti líka hafa verið hætt að jarða hér þegar kirkjan var byggð á Svalbarði – en það eru einungis get- gátur,“ sagði hann. Hægt verður að aldursgreina beinagrindina, sem er mjög heilleg, með geislakolsmælingu. Þá kemur í ljós hvenær viðkomandi lést. Birgir Hauksson, sem býr á Sval- barði ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Sólveigu Bjarnadóttur, var viðstadd- ur þegar beinagrindurnar komu í ljós en segist ekkert hafa kippt sér upp við það. „Ég get þó ekki neitað því að mér finnst dálítið merkilegt að þetta skuli hafa fundist hérna,“ sagði hann. Mannabein frá miðöldum við Sigluvík Mjög líklega kirkjugarður á staðnum þótt ekki séu heimildir til um það, seg- ir minjavörður Norðurlands eystra Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Norðurlands eystra, skóf ofan af beinunum í gær, tók þau upp og setti í poka. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Reykjavík | Þó flestir setji frasann „Lokað vegna veð- urs“ í samhengi við frosthörku og snjókomu getur það allt eins komið upp að stofnanir og verslanir hér á landi loki vegna þess hve veðrið er gott. Í hitabylgjunni sem verið hefur í vikunni hafa ýmsir brugðið á það ráð að gefa starfsfólki sínu frí og loka. Ríkisskattstjóri lokaði t.d skrifstofum sínum eftir há- degi í fyrradag og leyfði starfsmönnum að fara heim. Hjá starfsfólki fengust þær upplýsingar að yfirstjórn skrifstofunnar hefði tekið ákvörðun um þetta og hefði því verið vel tekið af starfsfólki og kúnnum sem kipptu sér ekki upp við lokunina. Þeir sem áttu erindi til Rík- isskattstjóra í gær sögðust sumir heldur vorkenna starfsfólkinu að fá ekki lengra frí, að sögn starfs- manns. Einar J. Farestveit lokaði einnig eftir hádegi í fyrra- dag en það hefur verið stefna fyrirtækisins að loka einn góðviðrisdag á ári og hefur fyrirtækið fylgt þessari stefnu undanfarin 20 ár. Að sögn starfsmanns voru þeir fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að gefa starfsmönnum sínum góðviðrisfrí. Eggert feldskeri lokaði einnig vegna veðurs og til- kynnti hann það í útvarpinu. Lokað þegar hitinn fer yfir 14 gráður Bókaútgáfan Bjartur hefur þá stefnu að loka og gefa starfsfólki frí þegar hitinn fer yfir 14 gráður og hefur útgáfan því meira og minna verið lokuð undanfarna daga. Snæbjörn Arngrímsson, starfsmaður hjá Bjarti, segir að þessari stefnu sé fylgt fast eftir með þeim af- leiðingum að verslunin þurfi að loka nokkuð marga daga ársins. Hann segir að þetta skili sér þó margfalt til baka enda nýti starfsfólk frítímann til að sitja úti í sólinni og lesa handrit, sem er hluti af vinnu starfsfólks Bjarts. „Fólk ræður þó algerlega hvað það gerir í frí- tímanum og margir fara bara í sund og slaka á,“ segir Snæbjörn. Á símsvara Bjarts má heyra eftirfarandi skilaboð: „Góðan daginn, þetta er hjá Bjarti. Það er alltof gott veður til að vinna.“ Ekki eru þó allir símsvarar jafnhreinskilnir en hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum má heyra þau skila- boð að það sé lokað, án þess að ástæðan sé tilgreind. Stofnanir og verslanir gefa starfsmönnum frí í góða veðrinu „Lokað vegna veðurs“ Morgunblaðið/Árni Torfason Verslun Einars Farestveit var lokað í góða veðrinu í gær. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.