Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN
22 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KOSTNAÐUR við framhaldsnám
í tónlist hefur orðið ásteytingar-
steinn í umræðum
milli ríkis og sveitarfé-
laga. Frá þessu var
skýrt í síðustu grein.
Þröng skilyrði ríkisins
um að kosta aðeins
nám lítils hóps þessara
nemenda (þ.e. ein-
ungis þeirra sem
stunda slíkt nám sem
kjörsvið í mennta-
skóla) hefur dregið
framhaldsnámið inn í
umræðuna.
Skilgreining á
framhaldsnámi
Í haust tekur aðalnámskrá tónlist-
arskóla gildi. Það var mennta-
málaráðuneytið sem stjórnaði gerð
námskrárinnar og var vel til þess
verks vandað. Námskráin er
„stjórnarskrá“ skólanna, hjálp-
artæki í að skilgreina tónlist-
arnámið og er því skipt í þrjú að-
alskeið, grunnstig, miðstig og
framhaldsstig. Þetta náms-
áfangakerfi er byggt á gamla stig-
prófakerfinu, en af því er löng og
góð reynsla í tónlistarskólunum.
Skipan framhaldsnáms –
Ólík hlutverk tónlistarskóla
Innan núverandi löggjafar hafa
skólarnir markað sér starfssvæði
miðað við getu sína og áherslur.
Starfa margir nær eingöngu á
grunnstigi, ætla einvörðungu að
vera grunnskólar í tónlist. Það fer
svo eftir ýmsu, s.s.
menntun kennara,
metnaði, áhuga, að-
stöðu, stærð skóla og
umhverfi, hversu langt
þeir leiða nemendur í
náminu. Kennsla á
framhaldsstigum hefur
komið í hlut stærstu
tónlistarskólanna á
landinu og hafa sumir
þeirra útskrifað nem-
endur til háskólanáms.
Meðal þessara skóla
eru: Nýi tónlistarskól-
inn, Söngskólinn í
Reykjavík, Tónlistarskólarnir í
Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi,
Akureyri og Egilsstöðum, Tónlist-
arskólinn í Reykjavík, Tónlist-
arskóli FÍH og Tónskóli Sig-
ursveins D. Kristinssonar að
ógleymdum Tónskóla Þjóðkirkj-
unnar. Ennfremur hafa fleiri tón-
listarskólar en hér eru nefndir sam-
starf við framhaldsskóla á sama
skólasvæði. Miðað við núverandi
skipan er ekkert sem hindrar skóla
sem þess óskar að starfa á tilteknu
námsstigi, hvort sem um er að ræða
grunn-, mið- eða framhaldsstig,
enda uppfylli skólinn ákveðin skil-
yrði, en þau eru mörg hver til-
greind í aðalnámskrá. Þar er einnig
kveðið á um samstarf tónlistarskóla
og framhaldsskóla og mat á tónlist-
arnámi til námseininga og er þar
vísað í aðalnámskrá framhaldsskóla.
Námsumhverfi
framhaldsnámsins
Kennsla á framhaldsstigum kallar á
ýmis skilyrði umfram grunn- og
miðnámið. Meðal þeirra atriða sem
reynir á í þessu sambandi eru:
Menntun kennara
Möguleikar skólans á fjölbreyttu
námsframboði
Vinnuumhverfi sem nemendum
stendur til boða, s.s. bókasafn
Stærð skóla og möguleikar til
hljómsveitar- og hópstarfs
Aðstaða, s.s. hljóðfærakostur og
húsnæði
Dæmi eru um samstarf milli tón-
listarskóla um kennslu í fræðigrein-
um og hljómsveitarleik.
Mikilvægt er að við ákvarðanir
um framhaldsnám í tónlist verði
tekið mið af þeim veruleika sem við
búum við og hefur verið farsæll fyr-
ir tónlistarlífið. Árangurinn byggist
á hinni sveigjanlegu og opnu löggjöf
sem örvar frumkvæði í skólastarfi
og sjálfstæði skóla. Áhugavert var í
þessu sambandi að lesa orð Þor-
gerðar Katrínar Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra í Mbl. 11. júlí
sl. þar sem hún ræðir skýrslu Rík-
isendurskoðunar um háskóla. Þar
víkur hún að frelsi skóla og segir
m.a.: „Frelsi er stefna en ekki
stefnuleysi …“ „Á undanförnum
áratug hefur verið mesta umbreyt-
ingarskeið í háskólamálum á Ís-
landi …“ „Þetta er hrein og bein af-
leiðing okkar skýru stefnu sem fólst
í því að auka frelsi í skóla-
málum …“ Síðar í viðtalinu segir
menntamálaráðherra: „Í framhaldi
af þessari miklu grósku og mikla
framboði af námi hljótum við að
skoða um leið hver gæði náms eru
og hvað við erum að fá fyrir það
mikla fjármagn sem við setjum í
kennsluna.“
Við getum tekið heils hugar undir
þessi orð. Mættu þau verða kjörorð
í mótun framhaldsnáms í tónlist á
Íslandi á næstu árum.
Framhaldsmenntun í tónlist
Sigursveinn Magnússon skrifar
um tónlistarmenntun ’Innan núverandi lög-gjafar hafa skólarnir
markað sér starfssvæði
miðað við getu sína og
áherslur. ‘
Sigursveinn Magnússon
Höfundur er formaður STÍR,
Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík,
og skólastjóri Tónskóla Sigursveins
D. Kristinssonar í Reykjavík.
+
(
, ,
-
,
'
(
( ' /0
(1
"-!. - (
%223/0
"-!.
'
'.
.4
(,.
' !
, '
5 !
.'(
('!($
6 - .
7
$
(
(6 -
%
"
!-
&
))#
!
!
!
!
!
!
!
0!
0!
!
(
."-!.
$
1
$
8
!
$
!
$
$
(6 -
$
(#
$
.8
$
."-!.
$
FÁTT er mikilvægara fyrir
Heimdall, félag ungs sjálfstæð-
isfólks í Reykjavík, en sjálfstæði. Í
grasrótarfélagi, eins og Heimdallur
á að vera, þurfa félagsmenn að
finna, að það séu þeir sem hafi áhrif
á flokkinn en ekki öfugt. Ekki eiga
aðrir en félagsmenn í Heimdalli að
hafa með beinum hætti áhrif á fé-
lagið. Enda getur félagið aldrei tal-
að tæpitungulaust sem samviska
flokksins fyrir hönd almennra fé-
lagsmanna ef einstaklingar utan fé-
lagsins, jafnvel forystufólk flokks-
ins, „eiga inni“ hjá stjórnarmönnum
í félaginu.
Við komum úr grasrót
almennra félagsmanna
Við komum úr grasrótinni, þar er
okkar stuðningsfólk, með því og
fyrir það viljum við starfa. Yfir
5.000 manns eru í félaginu og þessi
fjöldi félagsmanna gefur félaginu
töluverðan slagkraft innan flokks-
ins og sá kraftur getur orðið enn
meiri þegar starfið í félaginu verður
aftur öflugt. Það er skylda þeirra
sem leiða starf Heimdallar að nota
þessi áhrif til þess að auka áhrif fé-
lagsmanna í flokknum og koma
ungu fólki og málefnum þess áfram
innan flokksins. Ungir sjálfstæð-
ismenn eiga skilið að Heimdallur sé
félag, þar sem þeir hafa raunveru-
leg áhrif innan flokksins og þar
með á íslenskt samfélag. Heimdall-
ur á að vera vettvangur ungs fólks
sem hefur áhuga á stjórnmálum og
vill láta til sín taka. Félagið á að
vera uppspretta hugmynda.
Óþreytandi í að benda á nýjar leið-
ir, ekki síst í málefnum er varða
hagsmuni ungs fólks, en ávallt með
Sjálfstæði – það mikil-
vægasta fyrir Heimdall
Ásta Lára Jónsdóttir,
Davíð Ólafur Ingimarsson og
Ýmir Örn Finnbogason
skrifa um stjórnmál
Ýmir Örn
Finnbogason
Davíð Ólafur
Ingimarsson
Ásta Lára
Jónsdóttir
SÚ ákvörðun að bjóða fram
krafta sína í framvarðarsveit
stærstu ungliðahreyfingar stjón-
málaflokka á Íslandi
sýnir mikið áræði.
Helga Árnadóttir hef-
ur sýnt það með
ákvörðun sinni um að
bjóða sig fram til
embættis formanns
félags ungra sjálf-
stæðismanna í
Reykjavík, Heimdall-
ar, að hún hefur
áhugann og eldmóð-
inn til þess að standa
í orrahríð stjórnmál-
anna.
Það eru undarlegar
tilgátur sem stuðn-
ingsmenn framboðs
Bolla Thoroddsens
hafa sett fram. Þær
eru að Helgu hafi ver-
ið stillt upp af
ákveðnum mönnum
sem styðja framboð
hennar. Það er sorg-
legt að þessir stuðn-
ingsmenn og fram-
bjóðandinn trúi því
ekki að kona geti boð-
ið sig fram í ábyrgð-
arstöður innan Sjálf-
stæðisflokksins nema
í skjóli karlmanna og
fyrir þeirra atbeina.
Það er ótrúlegt að
einstaklingur, sem býður sig fram
til að stýra einum stærstu stjórn-
málasamtökum landsins, skuli bjóða
ungum konum innan Sjálfstæð-
isflokksins upp á slíkan málflutn-
ing. Yfirlýsingar sem þessar eru
hrein móðgun, ekki aðeins við mót-
frambjóðandann, Helgu Árnadótt-
ur, heldur við allar þær konur sem
starfa innan Sjálfstæðisflokksins.
Staðhæfingar stuðningsmannanna
og frambjóðandans eiga ekki við
nein rök að styðjast og hefðu menn
tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokks-
ins undangengin ár væri þeim ljóst
að Helga Árnadóttir hefur ekki að-
eins unnið gríðarlega vel í starfi
flokksins heldur hefur hún allt það
sem góðan leiðtoga prýðir, eldmóð-
inn, áhugann og hugsjónirnar. Allt
þetta mun nýtast vel í þágu Heim-
dallar nái Helga kjöri
sem formaður félags-
ins.
Sjálfstæðisflokk-
urinn er flokkur lýð-
ræðisins. Stefna
flokksins miðast við
það að menn fái notið
ávaxta verka sinna og
sjái tilgang í því að
leggja sig alla fram.
Það eru því miður ekki
margar konur sem
hafa boðið sig fram í
ábyrgðarstöður innan
Sjálfstæðisflokksins.
Aðeins ein kona hefur
gegnt starfi formanns
Heimdallar. Það var
Elsa B. Valsdóttir á ár-
unum 1996–1997. Það
er því löngu kominn
tími til þess að kona
bjóði sig fram sem for-
maður félagsins enda
sé hún vel að því kom-
in að gegna starfinu.
Það á svo sannarlega
við um Helgu Árna-
dóttur. Hún sér tilgang
í að leggja sig alla
fram í starfinu fyrir
flokkinn og njóta þann-
ig, ásamt samflokks-
mönnum sínum, ávaxta
verkanna. Helga hefur verið ein-
staklega virk í starfi félagsins, verið
varaformaður þess, stýrt kosninga-
baráttu fyrir félagið sem og farið í
framboð fyrir flokkinn. Helga mun
leiða starf Heimdallar af mikilli
sanngirni og krafti sem mun laða
ungt og kraftmikið fólk að félaginu.
Ég hvet Heimdellinga til þess að
fylkja liði um Helgu Árnadóttur
enda mun hún verða glæsilegur og
kraftmikill formaður Heimdallar.
Kraftmikla konu
sem formann
Heimdallar
Ásthildur Sturludóttir
skrifar um stjórnmál
Ásthildur Sturludóttir
’Helga Árna-dóttir hefur
ekki aðeins unn-
ið gríðarlega vel
í starfi flokksins
heldur hefur
hún allt það sem
góðan leiðtoga
prýðir, eldmóð-
inn, áhugann og
hugsjónirnar.‘
Höfundur er í ritstjórn
vefritsins Tikin.is.
SUMT breytist ekki í tímans rás.
Fyrir röskum tuttugu árum tók
einn elsti og efnilegasti heimspek-
ingur þjóðarinnar, Þorsteinn Gylfa-
son, upp á því að skrifa greinaflokk
um mig hér í blaðið til stuðnings
þeirri kenningu sinni, að ég væri
sauður í sauðargæru, ekki úlfur. Er
eflaust ýmislegt til í þessari kenn-
ingu, þótt Þorsteinn léti þess að vísu
ógetið, að líkingin væri frá Winston
Churchill, sem sagði þetta um
Clement Attlee. Daginn sem ein
svæsnasta árás Þorsteins á mig
birtist, var þáverandi ritstjóri Stúd-
entablaðsins staddur á skrifstofu
hans vegna fyrirhugaðs viðtals í það
blað. Síminn hringdi. Þorsteinn
svaraði. Hinum megin á línunni var
Þorsteinn Thorarensen rithöfund-
ur. Hann var að óska nafna sínum
til hamingju með að hafa „drepið í
villidýrinu“. Skömmu áður hafði
eiginkona rithöfundarins, Sigurlaug
Bjarnadóttir frá Vigur, þótt fara
heldur halloka í ritdeilu við mig.
Áheyrandinn að samtali þeirra Þor-
steinanna, góður vinur minn, er nú
skurðlæknir í Bretlandi. En það er
ekki þeim nöfnum að kenna, að and-
látsfregn mín í það skipti reyndist
orðum aukin.
Nú hljóta einhverjir að telja sér
óhætt að hringja í frú prófessor
Helgu Kress og óska henni til ham-
ingju með að hafa „drepið í villidýr-
inu“. Frúin sú hefur margsinnis
veist opinberlega að mér vegna
fyrsta bindis ævisögu Halldórs Kilj-
ans Laxness. Hinn stórkostlegi
glæpur minn er sá, sem ég gengst
greiðlega við, að hafa notfært mér
lýsingar skáldsins sjálfs á æsku
þess, umhverfi og samtíðarmönn-
um, eins og ég gerði grein fyrir í eft-
irmála. Frú Kress hefur sent langa
skýrslu til siðanefndar Háskólans í
því skyni að fá yfir mér áfellisdóm.
Hún hefur hins vegar sjálf bersýni-
lega brotið siðareglur skólans. Í rit-
dómi um bók mína í Sögu sagði hún
ekki frá hagsmunatengslum sínum,
en hún var í margra mánaða vinnu
fyrir tvær dætur Nóbelsskáldsins,
sem vildu ólmar stöðva skrif mín. Í
öðru lagi laumaði frúin (eða einhver
á hennar vegum) skýrslu sinni í DV
í því skyni að koma höggi á mig.
Enn fremur hefur frúin hvað eftir
annað fullyrt, að ekkert nýtt sé í
ævisögunni, þótt allt sé þar barma-
fullt af fróðleik, sem ekki hefur áður
komið fram. Líklega ættu menn því
að bíða um stund með hamingjuósk-
ir til frú Kress. Enginn verður með
orðum veginn.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Drepið í villidýrinu“
Höfundur vinnur að ævisögu
Halldórs Kiljans Laxness.