Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 21
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 21 Þau Kristbjörg Sigurðardóttirog Kristens Guðfinnssonvoru í vikulegri inn- kaupaferð sinni í Bónus í Holta- görðum þegar blaðamaður tók þau tali. Með í för var „litli orkubolt- inn“, eins og hann er nefndur af foreldrum sínum, þ.e. hinn fjórtán mánaða gamli Andri Þór. Þau Kristbjörg og Kristens segjast gera nokkurn veginn öll sín innkaup í Bónus, því þar geri þau hvað hag- stæðust kaup. Bæði eru þau frekar nýkomin inn á vinnumarkaðinn eft- ir námsárin og segjast þau almennt vera með allar klær úti til að spara þar sem hægt er í heimilisrekstr- inum. „Það eimir kannski eitthvað eftir af sparnaðarhugarfarinu sem maður tamdi sér á námsárunum, en svo er verðlag á matvörum bara svo hátt hérna á Íslandi, að maður verður að gera það sem hægt er til að sýna útsjónarsemi,“ segir Krist- björg. Hún segir þau Kristens líka vera dugleg að „elta tilboðin“ og þegar vörur eru á góðu tilboðsverði eigi þau það til að birgja sig upp, jafnvel fyrir næsta árið. „Þá kaupum við fyrir allt okkar sparifé, fyllum frystinn og lifum á því næstu mán- uðina. Ég held að við eigum ennþá bleiur frá því í febrúar, en þá voru stórar pakkningar á hálfvirði í Bón- us og við birgðum okkur vel upp,“ segir hann og eru þau Kristbjörg sammála um að þau hafi sparað sér margan eyrinn með þessu móti. Mataræði þeirra hjóna ræðst að þeirra sögn nokkuð mikið af því hvaða kjöt hefur verið á tilboði hverju sinni, en mesta hollustu- hugsunin fari líklega í að velja mat- inn ofan í drenginn. „Við erum eng- ar sérstakar grænmetisætur,“ segir Kristens og bendir ofan í körfuna sem inniheldur flest annað en grænmeti. „Þessi eina paprika, er fyrir strákinn og líka frosna græn- metið, en það fær hann stappað í hádeginu.“ Aðrar hollustuvörur í körfunni á borð við fjörmjólk, jóg- úrt og banana eru líka hugsaðar fyrir barnið og túnfiskurinn er fyr- ir köttinn. Kristbjörg segir þau allt- af reyna að elda sæmilegar máltíðir á kvöldin, þó svo að ekki sé alltaf tími til að búa hlutina til frá grunni. „Við erum því mikið fyrir alls kon- ar tilbúnar sósur og annað sem flýt- ir fyrir matreiðslunni.“ Aðspurð hvort þau séu venjulega sammála um hvað eigi að kaupa og hvað ekki, segjast þau vera á nokk- uð svipuðu plani, þó svo að Krist- björg sé venjulega með varann á gagnvart sælgætisinnkaupum heimilisföðurins. Hann hefur líka ýmislegt út á alls kyns snyrtitengd- an óþarfa eiginkonunnar að setja. „Mér finnst t.d. óþarfi að vera að kaupa svona „konudót“ eins og þetta hérna,“ segir Kristens og veiðir fjólubláan salernislyktareyði upp úr körfunni. „Ég get ekki séð að þetta geri neitt gagn, þetta hreinsar ekki klósettið og ekki reddar það lyktinni heldur,“ segir Kristens og horfir stríðnislega á Kristbjörgu sem tekur málflutning- inn ekki gildan, og þar með fer var- an aftur ofan í körfuna. Þar sem fjölskyldan er á leiðinni í heimsókn út á land fyrir helgina, er minna keypt inn fyrir vikuna en ella, og segir Kristens það líklega skýringuna á því að í körfunni sé meira af mat fyrir barnið og kött- inn en sjálfa foreldrana. „Það er allt útlit fyrir hálfgerða núðlusúpu- helgi hjá okkur,“ segir Kristens og hlær við. Eftir að hafa greitt fyrir vörunar á kassanum segjast þau þó eiga erfitt með að ímynda sér hvernig tekjulægstu fjölskyldurnar fari að því að hafa í sig og á, jafnvel þótt keypt sé inn í ódýrustu búð- unum. „Verðlag er alltof hátt hér á landi. Það er eitthvað sem verður að breytast,“ segja þau Kristens og Kristbjörg lokum. Morgunblaðið/Jim Smart Kristens og Kristbjörg: „Verðlag er alltof hátt hér á landi. Það er eitthvað sem verður að breytast.“  HVAÐ ER Í MATINN? Kaupa á tilboði og fylla frystinn Við kassann: Engan óþarfa, takk! „Ég held að við eigum ennþá bleiur frá því í febrúar, en þá voru stórar pakkningar á hálfvirði í Bónus og við birgðum okk- ur upp,“ segir Kristbjörg Sigurðardóttir. heida@mbl.is LÍTTU INN TIL OKKAR OG BRAG‹A‹U EKTA HEIMILISMAT FRÁ NAPOLÍ Í HÁDEGINU Brátt hefja skólarnir göngusína eftir sumarfrí og þá ertímabært að huga að skóla- töskunni. Á vefsíðu dönsku neyt- endasamtakanna, www.forbrug.dk/ tema/skolestart, eru gefin góð ráð og bent á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar velja á nýja skólatösku. Þar er höfuðáhersla lögð á að barnið máti töskuna, (bakpokann) áður en hún er keypt og að best sé að máta hana bæði utan yfir úlpuna og eins án yfirhafnar. Tekið er fram að ólarnar verði að vera stillanlegar og helst um fimm sentimetra breið- ar yfir axlirnar og fóðraðar. Þær eiga ekki að geta runnið út af öxl- unum eða þrengt að hálsinum. Gott er að vera með stillanlega ól yfir brjóstkassann og aðra yfir mjaðm- irnar til að halda töskunni þétt að hryggnum. Taskan má ekki vera afturþung þannig að erfitt sé fyrir barnið að halda jafnvægi. Í góðum bakpoka á að vera auðvelt að dreifa þyngdinni og raða í hann. Rétt er að hafa í huga að barn má aldrei bera meira á bakinu en 1/5 af þyngd sinni þannig að sjö ára barn ræður við fimm kíló en fjórtán ára unglingur ræður við um tíu kíló. Taskan má ekki vera of stór en samt þarf helst að vera sérstakt hólf fyrir bækur, annað fyrir nesti og ekki má gleyma leikfimisdótinu því best er að geta komið öllu fyrir í einni tösku. Tekið er fram að task- an á að geta staðið án þess að falla saman þegar hún er tekin af bakinu til að auðvelt sé að finna það sem í henni er. Og ekki má gleyma að setja endurskinsmerki á töskuna áður en haldið er út í skammdegið og umferðina. Morgunblaðið/ÞÖK Skólatöskur: Apríl Auður Helgudóttir, 7 ára, skoðar nýja skólatösku. Þyngd, festingar og stærð tösku skiptir máli  SKÓLAR|Góð skólataska mikilvæg LÁGVÖRUVERÐSVERSLUNIN Nettó hefur verið að taka breyt- ingum og í dag verður hún formlega opnuð með nýju útliti og áherslu- breytingum. Af því tilefni hafa for- svarsmenn verslunarinnar ákveðið að styrkja handboltalið Íslands sem er að hefja keppni á Ólympíu- leikunum í Grikklandi. Ætlunin er að gefa „strákunum okkar“ 50 kr. fyrir hvern viðskiptavin í versl- ununum frá fimmtudeginum 12. ágúst til sunnudagsins 15. ágúst. Hér er um að ræða styrk í kring- um 800 þúsund krónur sem gæti orðið enn hærri ef fjöldi við- skiptavina heimsækir verslunina yf- ir helgina. Samkeppni á mat- vælamarkaðnum er hörð og forsvarsmenn Nettó segjast taka fullan þátt í lækkun kostnaðar í mat- arinnkaupum. Nettó-verslanirnar eru í eigu SAMKAUPA og eru nú fjórar tals- ins. Elsta og jafnframt stærsta búð- in er á Akureyri en hinar þrjár eru í Mjóddinni í Reykjavík, í Salahverf- inu í Kópavogi og á Akranesi. Í dag, fimmtudag, verður mikið um að vera í verslunum Nettó því fyrir utan ýmis tilboðsverð og vöru- kynningar þá verður skemmtun fyr- ir börnin og gestir og gangandi fá ýmiss konar glaðning.  LÁGVÖRUVERÐSVERSLUN|Styrkja hand- boltalið Íslands um helgina Nýtt útlit í Nettó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.