Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 23 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÁSGEIR Eiríksson skrifar í Mogga um nýtt leiðakerfi hjá Strætó og er það sjálfsagt rétt allt. Það var ekki eingöngu að hægt væri að ganga í strætisvagna heldur hitt að hér í hverfinu er engin verslun og fólk hefur notað Strætó til að fara og kaupa í matinn og ef enginn vagn fer um Sogaveg þá er það ekki hægt lengur. Ásgeir minnist ekki einu orði á það sem var aðalkvört- unarefnið í grein minni, það er að gamla fólkið þarf oft að fara til læknis og til þess notar fólkið í smáíbúðahverfinu Strætó til að fara í læknasetrið í Mjódd, í Háaleiti og í Kringlunni. Af einhverjum ástæð- um var ekki orð um þetta í grein Ásgeirs en það hvarflar ekki að mér að það eigi að reka Strætó fyrir gamalmenni hér í hverfinu. Þessi breyting þýðir það að gamla fólkið þarf að kaupa leigubíla til að kom- ast til læknis en það gat notað Strætó áður, en það hvarflar ekki að mér að það eigi að reka Strætó fyrir gamalmenni. Það er kannski of djúpt tekið í árinni að kalla þetta árásarhug en það á eftir að koma illa við marga í smáíbúðahverfinu. Vonandi gengur þetta allt vel hjá ykkur hjá Strætó en við hér í hverf- inu verðum algerlega utangátta þegar við missum Strætó. Ég vil minna á það að S.V.R. gamla var stofnað til að þjóna fólkinu en ekki öfugt. Ellilaun þola ekki mikið af leigubílaakstri til að komast til læknis. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Rvk. Einu gleymdi Ásgeir hjá Strætó Frá Guðmundi Bergssyni: Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum eins og t.d. Kan- ada, Íslandi, sumum fámennari ríkjum Suður-Ameríku og víð- ar.“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Á mbl.is Aðsendar greinar grundvallargildi Sjálfstæðisflokks- ins að leiðarljósi. Endurnýjum Heimdall – Blatt.is Áhugi ungs fólks á þátttöku í stjórnmálastarfi hefur farið minnk- andi síðustu ár og jafnframt hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal ungs fólks verið hlutfallslega mjög lágt hjá yngsta kjósendahópnum eða 22%. Á síðasta aðalfund Heim- dallar mættu um 70 manns af 5.000 skráðum félagsmönnum. Við, sem nú bjóðum okkur fram til stjórn- arsetu í Heimdalli, boðum breyttar áherslur og kröftugt starf. Okkar helsta markmið er að laða ungt fólk að starfi Heimdallar og við erum þess fullviss að það sé hægt. Okkar reynsla af starfi með ungu fólki í framhaldsskólum, háskólum og margs konar öðru félagsstarfi mun nýtast okkur til þess. Þá reynslu viljum við nú helga Sjálfstæð- isflokknum. Í stjórnmálastarfi vinnur ungt fólk að hugsjónum sínum um leið og það öðlast dýrmætt veganesti út í lífið; lærir að kynna sér og rökræða málefni, leiða fólk til samstarfs, taka forystu, takast á og leiða mál til lykta. Allt eru þetta þættir sem nýtast ungu fólki í lífi og starfi en ekki bara í stjórnmálum. Framboð okkar – jafnræði beggja kynja Við erum sex konur og sex karlar sem bjóðum okkur fram til stjórnar Heimdallar. Okkar formannsefni er Bolli Thoroddsen. Sá hópur ein- staklinga sem nú stendur að fram- boðinu Blatt.is er skipaður fólki með mikla reynslu af félagsstörfum. Við ætlum að gera Heimdall að öfl- ugustu stjórnmálahreyfingu ungs fólks á landinu. Heimdallur á að vera raunverulegur áhrifavaldur. Við hvetjum alla sem vilja sjá sterkan og sjálfstæðan Heimdall til að fylkja sér að baki okkur í Valhöll á aðalfundi Heimdallar næstkom- andi laugardag kl. 13.00. Kynntu þér málstað okkar á blatt.is, komdu í heimsókn á kosningaskrifstofu okkar í Ármúla 1. ’Heimdallur getur ekkiverið samviska Sjálf- stæðisflokksins, ef fólk utan hans „á inni“ hjá stjórn félagsins.‘ Höfundar eru í hópi sex kvenna og sex karla, sem ásamt Bolla Thoroddsen eru í framboði til stjórnar Heimdallar. Hagkvæmasta flutningsleiðin fyrir rokkara 25 tonn af rokki! Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S IF R 24 77 7 0 8/ 20 04 Ísland er sannarlega komið á kortið hjá stærstu rokkstjörnum heims. Aldrei fyrr hafa svo margar stórhljómsveitir sótt Íslendinga heim til tónleikahalds. Hljómsveitum af þessari stærðargráðu fylgja dýrmæt tæki og tól í tonnavís. Þegar mikið er í húfi er leitað til fagmanna í flutningum sem bjóða hagkvæmustu flutningsleiðirnar: Icelandair Cargo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.