Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SÓLEY María Hauksdóttir, sex ára, virðir fyrir sér mannabein, að öllum líkindum frá miðöldum, sem fundust í jörðu við bæinn Sigluvík í Svalbarðsstrand- arhreppi, skammt frá Akureyri. Sóley María á heima á bænum ásamt móður sinni og fóstur- föður. Vitað er að hálfkirkja, sem svo var kölluð, var á staðnum í kaþ- ólskum sið og bænhús síðar, en engar heimildir hafa verið til fram að þessu um að fólk hafi verið grafið þarna. Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Norðurlands eystra, sem skóf jarðveg ofan af beinunum í gær og setti þau síðan í poka, telur að fundinn sé gamall kirkjugarður. Beinagrindin, sem er mjög heil- leg, verður aldursgreind seinna með geislakolsmælingu og þá kemur í ljós hvenær viðkomandi hefur látist. Með beinagrind við bæjardyrnar Akureyri. Morgunblaðið.  Mannabein/17 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga VATNSBORÐ Jöklu við Kárahnjúkavirkjun hefur að undanförnu hækkað jafnt og þétt þeg- ar kvölda tekur. Í gærkvöldi fór vatnsborðið hæst í um 478,5 metra yfir sjó, um hálfum metra hærra en í fyrrakvöld, og brúin á vinnusvæðinu fór enn og aftur á kaf. Vatnsrennslið var talið hafa náð um 860 rúmmetrum á sekúndu. Reikn- að er með hækkandi vatnsborði í kvöld og að það nái jafnvel hámarki annað kvöld. Sigurður St. Arnalds, talsmaður Landsvirkj- unar, segir ánægjulegt hve reiknilíkan og rennslisspár verkfræðistofunnar Vatnaskila hafi virkað vel. Miðað við spárnar séu ekki líkur á mikið stærra flóði en fyrir viku. Ljóst sé að Landsvirkjun muni áfram styðjast við spárnar í sínum virkjunarframkvæmdum. Varnarstíflan er nú í 496 metrum yfir sjó og efst er hún aðeins um tíu metrar á breidd. Hvort til standi að breikka hana segir Sigurður svo ekki vera að svo stöddu. Það sé líka bæði tækni- lega erfitt og kostnaðarsamt. Steypuvinna hélt áfram innan við varnarstífluna Starfsmönnum Impregilo tókst á þriðjudag að dæla mestöllu vatninu upp af vinnusvæðinu við fremsta hluta aðalstíflunnar. Hafa dælur nú undan því vatni sem seytlar niður varnarstífl- una. Steypuvinna á táveggnum svonefnda komst á fullt að nýju en eftir flóðin í síðustu viku hafði hún legið niðri. Að sögn Ómars R. Valdi- marssonar, upplýsingafulltrúa Impregilo, tókst á fyrstu 20 tímunum að steypa um 1.100 rúm- metra í vegginn, sem á endanum verður hæstur í um 40 metrum. Sjálf aðalstíflan, sem hlaðin er úr grjóti og grófum jarðvegi, er komin í um 500 metra yfir sjávarmál. Ómar segir að vinnu við távegginn verði haldið áfram eins lengi og vatnavextir og öryggisráðstafanir leyfa. Vatnsborð Jöklu við Kárahnjúka hækkaði um hálfan metra í gær Hámarksrennsli spáð í kvöld eða annað kvöld Á NÆSTUNNI mun nýtt rannsóknar- og þróunarhús rísa við höfuðstöðvar Actavis á Reykjavíkurvegi auk þess sem verksmiðja fyrirtækisins verður stækkuð til að hýsa nýja þróunarverksmiðju Actavis og vöru- hús auk nýrrar pökkunarlínu. Áætlað er að húsin verði tekin í notkun um og eftir mitt næsta ár. Þróunar- og rannsóknarstarfsemi Actavis við Reykjavíkurveg, Borgartún, Skútuvog og Kársnesbraut, verður sam- einuð í nýja rannsóknar- og þróunarhúsinu en þróunarverksmiðjan verður notuð í til- raunaframleiðslu á lyfjum sem eru í þróun, að sögn Harðar Þórhallssonar, fram- kvæmdastjóra Actavis á Íslandi. Hann seg- ir fjárfestinguna undirstrika mikilvægi þróunareiningarinnar á Íslandi fyrir Actavis. Kristján til Danmerkur Þá hafa höfuðstöðvar sölu- og markaðs- sviðs Actavis-samsteypunnar verið fluttar til Danmerkur og mun Kristján Sverris- son, framkvæmdastjóri markaðssetningar Actavis á eigin vörumerkjum, flytjast þangað á næstu dögum. Kristján mun í framhaldinu draga sig út úr daglegum rekstri Balkanpharma í Búlgaríu þar sem hann hefur verið búsettur. Verið er að ganga frá ráðningu eftirmanns hans í Búlgaríu. Fimm starfsmenn munu starfa hjá Actavis í Danmörku til að byrja með, en markmiðið með breytingunum er að efla sölu- og markaðsstarf deilda fyrirtækisins á hverjum stað. Actavis stækkar við sig í Hafnarfirði  Sölu- og markaðssvið/C2 LÍTILL plastbátur, Eyrarröst KE-25, sökk vestur af Garð- skaga í gær eftir að eldur varð laus um borð. Einn skipverji var á Eyrarröstinni og var honum bjargað um borð í nærstaddan bát. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni heyrði varðstjóri gæslunnar klukkan 12.30 að svartur reykur sæist um sjö sjómílur vestur af Garð- skaga. Þyrluáhöfn Landhelgis- gæslunnar var þegar kölluð út. Þá var þyrla frá Varnarliðinu að hefja sig á loft í sama mund og var henni rakleiðis flogið á stað- inn að beiðni Landhelgisgæsl- unnar. Skömmu síðar barst til- kynning frá neta- og handfærabátnum Fúsa SH-162 um að hann sæi til báts sem kviknað hefði í og að einn maður væri í sjónum í flotgalla. Þegar varnarliðsþyrlan kom á staðinn hafði manninum verið bjargað um borð í Fúsa. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík var maðurinn meiddur á öxl og kinn þegar komið var með hann á sjúkrahús í Keflavík. Bátur brann og sökk INGI Freyr Jónsson og Ragnar Heim- isson, 14 ára Grindvíkingar, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir mættu snáki á leiðinni heim í fyrrakvöld. „Við vorum bara að labba heim og þá rak ég augun í snákinn. Hann var mjór en mjög langur. Hann reyndi að ráðast á mig, skaust að mér allavega einu sinni. Ég náði í pabba og svo hringdum við bara í lögguna. Löggan notaði bara skóflu og poka og fór með hann,“ sagði Ingi Freyr í samtali við Morgunblaðið í gær. Snákurinn sem þeir félagar rákust á á Víkurbrautinni í Grindavík á ellefta tím- anum á þriðjudagskvöld var um fjörutíu sentímetra langur. Ekki er vitað hvaðan snákurinn kom. Víkurfréttir/Þorgils Jónsson Ragnari Má Heimissyni og Inga Frey Jónssyni brá töluvert við að mæta snáki á götu í Grindavík á þriðjudagskvöld. Fundu snák í Grindavík „Reyndi að ráðast á mig“  Snákur/18 REYKJAVÍK er áttunda dýrasta borg í heimi samkvæmt nýrri könnun sem rannsóknarfyrirtækið Econom- ist Intelligence Unit, EIU, hefur gert fyrir tímaritið The Economist. Á síð- asta ári var Reykjavík níunda dýrasta borg í heimi, samkvæmt sambæri- legri könnun EIU. Hefur borgin þar með hækkað um eitt sæti á listanum yfir dýrustu borgir í heimi. Efst á listanum í ár, eins og und- anfarinn áratug, eru japönsku borg- irnar Tókýó og Osaka Kobe. París og Ósló verma þriðja sætið. Kaup- mannahöfn kemur þar á eftir, síðan Zürich, London, Reykjavík, Genf og Vínarborg. Könnunin nær til 133 borga og er byggt á verði á vöru og þjónustu. Reykjavík áttunda dýr- asta borgin Dýrast að búa í Tókýó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.