Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ HITAMET var slegið í Reykjavík í gær, en þá komst hitinn í 24,8 gráður samkvæmt opinberum mæli Veðurstofu Íslands, en aldrei hefur mælst hærri hiti í Reykjavík áður. Sjálfvirkir mælar sýndu raunar aðeins meiri hita. Eldra metið var sett 9. júlí 1976, en þá komst hitinn í 24,3 gráður, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá náði hit- inn í 24,7 gráður þann 24. júní 1891, en þá hafði Veðurstofan ekki tekið til starfa. Sam- kvæmt Veðurstofu var úrkomulaust alls staðar á landinu og féll því ekki dropi á landið í gær. Ýmis fyrirtæki og stofnanir brugðu á það ráð að loka vegna veðurs, enda veður verið með hinu allra besta móti á landinu und- anfarna daga. Líkt og í gær fylltust sund- laugar og ylströndin í Nauthólsvík af fólki. Léttklætt fólk safnaðist saman í miðbæ Reykjavíkur og fékk sér ís og aðra hress- ingu og naut lífsins. 25,9 stig á Sprengisandi Meðal annarra hitatalna á landinu í gær, sem voru hærri en gamla hitametið í ágúst 27,7 gráður, má nefna 29,2 gráður á Egils- staðaflugvelli, en það var hæsti mældi hiti gærdagsins. Á Þingvöllum fór hitinn í 28,4 gráður, í Árnesi 28 gráður. Óhætt er því að fullyrða að gamla hitametið hafi verið marg- slegið í gær. Hitinn á hálendinu fór hæst upp í 24,9 gráður í Sandbúðum á Sprengi- sandi, sem er í 820 metra hæð yfir sjáv- armáli. Að sögn Björn Sævars Einarssonar, veð- urfræðings hjá Veðurstofunni, hefur þoku- slæða verið yfir Húnaflóa og sunnanverðan Skagafjörð. Auk þess var þoka langt fram eftir degi á sunnanverðum Vestfjörðum að sögn Björns, en á þessum svæðum hefur hiti mælst heldur minni en í öðrum lands- hlutum. „Annars hefur hitinn verið frábær,“ segir Björn en hann býst við svipuðu en ögn svalara veðri næstu daga. Morgunblaðið/Þorkell Linda Ásgeirsdóttir leikkona vinnur þessa dagana að því að gera barnamynd. Í gær var verið að taka upp rigning- aratriði í Húsdýragarðinum, en þar sem engin var rigningin var kallað eftir aðstoð slökkviliðs sem bjó til rigningu. Morgunblaðið/Jim Smart Opinber hitamælir Veðurstofunnar sýndi 24,8 gráður í gær. Hlýjasti dagurinn í Reykjavík var því orðinn staðreynd. Morgunblaðið/ÞÖK Á Þingvöllum mældist hitinn 28,4 gráður og þar brugðu systurnar Elín Einarsdóttir og Anita María Einarsdóttir á það ráð að kæla sig í Öxará á meðan Unnur Eva og hund- urinn Týra höfðu það náðugt á árbakkanum. Aldrei meiri hiti mælst í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Í sundlaug Grafarvogs var allt fullt af fólki á öllum aldri í gær, enda hlýjasti dagur í Reykjavík frá upphafi mælinga. Nokkrum fyrir- tækjum lokað í gær vegna veðurs HITABYLGJAN sem hefur verið hér á landinu hefur vakið athygli á heims- vísu, en á vefútgáfu ástralska dag- blaðsins The Australian birtist frétt um hana í gærkvöldi. Þar kemur fram að aldrei hafi mælst hærri hiti í Reykjavík eða 24,8 gráður. Fram kem- ur í fréttinni að ýmis fyrirtæki hafi lokað vegna veðurs, eins og skrifstofa ríkisskattstjóra. Einnig er sagt frá því að mikið hafi verið um að vera hjá ís- sölum landsins sem og yfirfullt í sund- laugum landsins. Veðurfarið á Íslandi vakið heimsathygli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.