Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 37
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 37
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Grasagarðarnir
Í LAUGARDALNUM í Reykjavík
er sérstakur grasagarður með sýn-
ishornum af gróðri frá mörgum
löndum. Sama á við um Lystigarðinn
á Akureyri.
Þetta eru yndisreitir með ótrú-
legri fjölbreytni. Lærdómsríkt er að
skoða þennan gróður, sérstaklega ís-
lensku jurtirnar. Að sumu leyti virð-
ist þó magnið koma niður á gæð-
unum og ekki takast að sinna
nægjanlega íslensku jurtasöfnunum
sem mér finnst að ættu að hafa meiri
forgang.
Of algengt er, í báðum görðunum,
að jurtir séu ekki rétt merktar. Önn-
ur hefur t.d. tekið sæti þeirrar sem
merkið vísar til (svo sem vallhæra í
stað fjallastarar) eða ekkert grær
við merkispjaldið. Mikilvægt væri ef
hægt væri að yfirfara tegundagrein-
inguna oftar og viðhalda betur rétt-
um tegundum.
Vigfús Ingvar Ingvarsson.
Smart spæjari
er týndur
HANN er stór, feitur þrílitur,
brúnn, svartur og með hvíta bringu
og fætur og með hvítan blett á bak-
inu. Hann er eyrnamerktur nr. 105
og með ól (sem hann gæti reyndar
hafa týnt).
Þeir sem vita um Smart spæjara
eru beðnir að hafa samband í síma
588 8107 og 690 0030.
Páfagaukur í óskilum
DÍSARPÁFAGAUKUR fannst í
vesturbæ Reykjavíkur sl. þriðjudag.
Upplýsingar í síma 862 0824.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þrettándi hópurinn, sem er skipaðurgeðfötluðum sem hafa ákveðið aðkoma úr felum með fötlun sína og að-standendum þeirra, stendur fyrir hátíð
á Ingólfstorgi í miðborg Reykjavíkur á morgun
undir slagorðinu „Lykillinn að betri framtíð“.
Þetta er í annað skipti sem hátíðin er haldin,
með stuðningi Reykjavíkurborgar og heil-
brigðis- og tryggingarmálaráðuneyti, en stefnt
er að því að hafa hátíðina árlega.
„Við erum fyrst og fremst að halda þessa há-
tíð til að hafa gaman og vekja athygli á okkur
og okkar málefni. Það gefur okkur trú á sjálf
okkur að halda þessa hátíð þegar við sjáum að
þetta gengur. Það gefur okkur rosalega mikið
að sjá þessa hátíð verða að veruleika og sjá að
við getum gert þetta þó að við séum með geð-
sjúkdóma. Það er ýmislegt hægt ef maður ætl-
ar sér það,“ segir Íris Björg Helgadóttir, sem
er í undirbúningsnefnd.
Hópurinn hvetur alla til að gera sér ferð nið-
ur að Ingólfstorgi. Einkum vill hópurinn hvetja
þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða að koma
úr felum og taka þátt í baráttu geðsjúkra og
velunnara þeirra, það sé lykillinn að betri fram-
tíð.
Íris telur að margir vilji ekki viðurkenna að
þeir eigi við vandamál að stríða. „Það er oft
þannig að fordómarnir eru miklir, sérstaklega
hjá manni sjálfum og fólk vill ekki viðurkenna
að það sé veikt. Það er fullt af fólki úti í bæ
sem er kannski eitthvað veikt en vill ekki við-
urkenna það og leitar sér þess vegna ekki
hjálpar. Um leið og fólk fer að gera eitthvað í
sínum málum og viðurkennir að það sé veikt
byrjar eitthvað að gerast.“
Þetta er í annað skipti sem hópurinn stendur
fyrir sumarhátíð. Í fyrra var það föstudaginn
13. júní og nú föstudaginn 13. ágúst. „Þórólfur
Árnason borgarstjóri er verndari hátíðarinnar
og þegar hann setti hátíðina í fyrra sagði hann
að öll eigum við okkar „föstudaginn þrettánda“.
Okkur fannst það svo flott að við ákváðum að
halda þessari dagsetningu áfram og þaðan er
nafn hópsins komið. Öll erum við einhvern tím-
ann niðri, en það er ekki þar með sagt að við
komum ekki sterk upp aftur,“ segir Íris Björg.
13. hópurinn er sjálfstæður hópur sem nýtur
ekki stuðnings frá hinu opinbera. Allir sem
koma að undirbúningi hátíðarinnar hafa unnið
starf sitt í sjálfboðavinnu og gefa allir þeir
listamenn og skemmtikraftar sem þar koma
fram vinnu sína. Dagskráin hefst klukkan 15
með ávarpi borgarstjóra. Einnig munu m.a.
Karl Ágúst Úlfsson, Reykjavík 5 og 101 koma
fram, sem og Benedikt búálfur og Dídí manna-
barn. Atriði úr Sumaróperunni Happy End
verður sýnt og 50 aurarnir blúsa. Þá verður
hoppikastali fyrir börnin.
Geðfatlaðir | Sumarhátíð 13. hópsins haldin á Ingólfstorgi á morgun
Hvetja fólk til að koma úr felum
Íris Björg Helgadóttir
er fædd árið 1976 og
uppalin í Reykjavík.
Hún greindist með
þunglyndi fyrir þremur
árum og hefur síðan
verið í iðjuþjálfun á geð-
deild Landspítala Ís-
lands. Þar kynntist hún
13. hópnum og hefur
starfað með honum í
rúmt ár. Hún situr í
undirbúningsnefnd
sumarhátíðarinnar „Lykill að betri framtíð“.
Íris hefur skrifað mikið af ljóðum og mun lesa
úr eigin verkum á hátíðinni á morgun, eins og
Elísabet Jökulsdóttir. Daði Kristinsson mun
flytja frumsamda tónlist.
Stuttar og síðar kápur,
sumarúlpur, heilsársúlpur,
regnkápur, bolir, peysur,
stakir jakkar og slæður
Opið virka daga kl. 11-18
Lokað laugardagana 7. og 14. ágúst
10-50% afsláttur
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Útsala
Opnunartími:
Mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-13
Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949
Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939
Verðhrun
Allra síðustu dagar
útsölunnar
Komið og gerið
góð kaup
!"#$ % & '(
)& ''( *+,*#-*.*+,*#-*/0#
!
!" "##! ! "
## ! $
$
%
$
%
"&' ' "()**
+, -' & '
"
"
RAFSÓL
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Sími:
553 5600
ENDURNÝJUN
OG VIÐHALD
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
2
6
6
.0
0
2
lögg i l tu r ra fverk tak i
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111AUGLÝSINGADEILD