Morgunblaðið - 12.08.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SAMIÐ hefur verið viðJarðvélar ehf. um aðtvöfalda Vesturlands-
veg frá gatnamótum Víkur-
vegar að Skarhólabraut og
eru framkvæmdir þegar
hafnar. Verkinu skal að fullu
lokið í október á næsta ári en
þá verður rúmlega áratugur
liðinn frá því Skipulag rík-
isins auglýsti tillögu að tvö-
földun vegarins frá bæjar-
mörkum Reykjavíkur að
Þingvallarvegi.
Lokið var við tvöföldun
vegarins frá Suðurlandsvegi
að Víkurvegi árið 1999.
Þegar Gunnar Gunnars-
son aðstoðarvegamálastjóri
var spurður um hvers vegna fram-
kvæmdir hefðu ekki hafist fyrr
sagði hann að það yrði að spyrja
aðra en embættismenn að því.
Þetta yrði að ræða við alþingis-
menn því þeir ákvæðu hvaða fjár-
magn færi til vegaframkvæmda.
„Þeir hafa bara ekki komið þessu
inn í framkvæmdaröðina fyrr. Það
er ekki flóknara en það held ég,“
sagði hann. Aðspurður sagði
Gunnar að umhverfismat eða
formkröfur hefðu ekki tafið verkið,
ef slíkt gengi ekki smurt fyrir sig
gæti það valdið nokkurra mánaða
töfum. Það hefði hins vegar ekki
verið ráðist í slíkt af fullum krafti
fyrr en ljóst varð að nægt fjár-
magn fengist til framkvæmda.
Fréttir af því að tvísýnt væri um
fjármögnun bárust síðast í vor. Í
apríl sagði Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra á Alþingi að kostn-
aður við framkvæmdir yrði meiri
en áður hafi verið gert ráð fyrir eða
um 900 milljónir. Samkvæmt gild-
andi vegaáætlun væri hins vegar
aðeins gert ráð fyrir 520 milljónum
í verkið og ekki væri hægt að bjóða
það út fyrr en nægt fjármagn feng-
ist. Ráðherra bætti við að farið yrði
yfir málið og reynt að nota ónýttar
fjárveitingar í öðrum verkum inn-
an sama kjördæmis.
Gunnar I. Birgisson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, kvaddi sér þá
hljóðs og sagði: „Málið hefur dreg-
ist úr hömlu, þ.e. hönnun verkefn-
isins, mat á umhverfisáhrifum og
ferillinn allur.“
Á endanum tókst að útvega
nægt fé og í júní var verkið loks
boðið út. Áætlaður verkkostnaður
nam 730 milljónum króna. Tilboð
Jarðvéla var lægst, rúmlega 589
milljónir og var gengið að því.
Mikil slysatíðni
Hver sem ástæðan er fyrir því
að áratugur líður frá því tillaga um
tvöföldun var auglýst og þangað til
verkið verður klárað er ljóst að
þörfin er brýn. Skiptir þar ekki
máli hvort litið er til umferðar-
þunga eða öryggis vegfarenda.
Könnun sem Vegagerðin gerði á
umferðaröryggi á Vesturlands-
vegi, Suðurlandsvegi og Reykja-
nesbraut á tímabilinu 1992–1998
leiddi í ljós að Vesturlandsvegur
kom verst út hvað umferðaröryggi
varðar en Reykjanesbraut best.
Gerður var samanburður á óhap-
patíðni en með því er átt við fjölda
óhappa á milljón ekna kílómetra.
Óhappatíðnin var hæst á Vest-
urlandsvegi öll árin, að árinu 1993
undanskildu þegar tíðnin var hæst
á Reykjanesbraut. Þegar meðaltal
óhappatíðni var skoðað kom í ljós
að hún var langhæst á Vestur-
landsvegi eða 1,05 á hverja milljón
ekna kílómetra en lægst á Reykja-
nesbraut eða 0,6. Óhappatíðni á
Suðurlandsvegi var 0,73. Meðal-
óhappatíðni á öllum þjóðvegum
landsins var 1,0.
Samkvæmt skýrslu Vegagerð-
arinnar var tíðni óhappa með mikl-
um meiðslum á fólki hæst á Vest-
urlandsvegi.
Þá kemur fram að á umræddu
tímabili urðu þrjú banaslys á Suð-
urlandsvegi, eitt á Vesturlandsvegi
og eitt á Reykjanesbraut. Annars
staðar á þjóðvegum landsins urðu
78 banaslys.
Þessar tölur eiga við Vestur-
landsveg frá Úlfarsfellsvegi að
Hafravatnsvegi, Suðurlandsveg
frá Þorlákshafnarvegi að Hafra-
vatnsvegi og Reykjanesbraut frá
Krýsuvíkurvegi að Víknavegi.
Litlar tafir á þessu ári
Umferð um Vesturlandsveg er
gríðarleg og aðeins á Reykjanes-
braut milli Kaplakrika og Lækjar-
götu í Hafnarfirði er meiri umferð-
arþungi á íslenskum vegi sem
hefur aðeins eina akrein í hvora
átt. Eðli þeirrar umferðar sem fer
um Reykjanesbraut og Vestur-
landsveg er þó talsvert ólíkt. Vest-
urlandsvegur liggur til og frá höf-
uðborgarsvæðinu og er umferðin
því mest síðdegis á föstudögum og
á sunnudögum. Myndast þá miklar
bílaraðir eins og höfuðborgarbúar
og fleiri kannast við.
Í samantekt um tvöföldun veg-
arins frá árinu 1995 kemur fram að
hámarksumferð um veginn á
sunnudagseftirmiðdegi að sumri
til nemi 1.300 bílum á klukkustund
en eðlileg flutningsgeta á tveggja
akreina þjóðvegi í aðra átt sé 1.000
bílar. Síðan þá hefur bílunum fjölg-
að og í fyrra var hámarksumferðin
ríflega 1.600 bílar.
Jarðvélar hófust handa við
framkvæmdir á laugardag. Hilmir
Sigurðsson verkstjóri sagði að
engar umferðartafir hlytust af
verkinu fyrr en um mánaðamótin
október/nóvember en þær yrðu þó
litlar. Næsta sumar mætti hins
vegar búast við talsverðum töfum.
Fréttaskýring | Skipulag ríkisins auglýsti til-
lögu að tvöföldun Vesturlandsvegar árið 1995
Áratug að tvö-
falda 3,5 km
Verkið kostar 589 milljónir og því skal
lokið fyrir 15. október 2005
Margir verða fegnir þegar verkinu lýkur.
Meiri umferð en á Reykja-
nesbraut og tíðari slys
Framkvæmdir eru hafnar við
að tvöfalda Vesturlandsveg milli
Víkurvegar og Skarhólabrautar
en þetta er um 3,5 kílómetra
langur vegarkafli. Umferð um
veginn er gríðarleg, t.d er hún
tvöfalt meiri en um Strandaheiði
á Reykjanesbraut, og um helgar
myndast þar gríðarlangar bíla-
raðir. Slys eru einnig tíð en í
rannsókn frá 2001 kom vegurinn
verr út en bæði Reykjanesbraut
og Suðurlandsvegur.
runarp@mbl.is
VALBJÖRN Þorláksson, hinn
gamalkunni frjálsíþróttakappi úr
Ármanni og KR, var leystur út
með gjöfum þegar hann hætti
vinnu á Laugardalsvellinum í vik-
unni. Valbjörn, sem er einn fjöl-
hæfasti frjálsíþróttamaður lands-
ins, hafði starfað á vellinum
áratugum saman og þess má geta
að grasvöllurinn við hliðina á
Laugardalsvellinum, Valbjarn-
arvöllur, er nefndur eftir honum –
það var gert eftir að hann varð
heimsmeistari í flokki öldunga í
tugþraut um árið.
Valbjörn tók á móti gjöf frá
Laugardalsvellinum – gasgrilli.
Þeir þrír vallarstjórar sem hafa
starfað við völlinn frá upphafi
voru viðstaddir kveðjustundina –
Baldur Jónsson (1957–1985), Jó-
hannes Óli Garðarsson og núver-
andi vallarstjóri, Jóhann G. Krist-
insson, sem tók til starfa 1. janúar
1997. Valbjörn er hér við grillið
góða ásamt Sigríði Sigurðardóttir,
vallarstarfsmanni og fyrrverandi
fyrirliða landsliðsins í handknatt-
leik kvenna, og Jóhanni G. Þess
má geta að Valbjörn og Sigríður
hafa bæði verið útnefnd Íþrótta-
menn ársins – Sigríður fyrst
kvenna.
Valbjörn kvaddur í Laugardal
Morgunblaðið/Árni Torfason