Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 241. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is N O N N I O G M A N N I Y D D A / S IA .I S / N M 1 3 3 3 5 fiÚ fiARFT EKKI A‹ HAFA ÁHYGGJUR AF fiVÍ A‹ VEXTIRNIR HÆKKI NÆSTU 40 ÁRIN KB ÍBÚ‹ALÁN – kraftur til flín! Stórafmæli stórsöngvara Raggi Bjarna heldur upp á afmælið með plötu og skemmtun | Menning Tímaritið og Atvinna í dag Tímarit | Draumur í Danaveldi  Skutlur í skreytistíl  Brot- hætt fegurð  Sykur, sælgæti og gos Atvinna | Menntun mikil- væg  Hæfni félagsmanna VR meiri nú 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 NETFÍKN eða netárátta færist í vöxt meðal ungra karlmanna undir þrítugu. Þeir ánetjast tölvuleikjum, einkum svokölluðum fjölda- þátttökuleikjum, spjallrásum og ýmsu öðru sem Netið hef- ur upp á að bjóða. Afleiðingar eru þær að þeir vanrækja allt annað, svo sem nám, starf, vini og fjölskyldu. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag segja sálfræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Björn Harðarson að fylgikvillar net- fíknar séu oft þeir sömu og hjá vímuefnaneytendum, t.d. sinnuleysi, félagsleg einangrun, þung- lyndi, skapofsaköst og veruleikafirr- ing. Einar Gylfi segir vandamál tengd tölvuleikjanotkun býsna algeng; „… þetta er eitt af því sem við sjáum aukast“, segir hann og kveðst spyrja alla sem til hans leita hvernig tölvu- notkun þeirra er háttað, líkt og hann spyr alla sem til hans leita um áfeng- isnotkun þeirra. „Fyrir áratug hefði maður ekki spurt um tölvunotkun en þetta er orðið ein af rútínuspurn- ingunum í dag,“ segir hann. Björn segir að net- og leikjafíkn feli ekki í sér alvöruvímu, en sé hegðun sem menn missi stjórn á, enda eyði ákafur tölvuleikjamaður oft frá átta upp í sextán tímum á sólarhring í leikina. Netfíkn hefur ekki aðeins áhrif á þann, sem henni er haldinn, heldur einnig fjölskyldu og nánasta um- hverfi. Þannig segir móðir pilts, sem var átján ára þegar hann ánetjaðist fjöldaþátttökuleik, að ástandið hefði verið eins og að vera með sjúkling á heimilinu. Og við- brögðin þegar hún tók til sinna ráða að hefta aðgang hans að tölvunni eins og hún hefði tekið flösku af drykkju- sjúklingi. „Hann sagði að það væri hundleiðinlegt að lifa og var hreinlega niðurbrotinn að hafa ekki Netið. Þetta var skelfilegt ástand og honum leið greinilega mjög illa.“ Missa vinnuna Dæmi eru um að menn hafi misst vinnuna vegna þess að þeir eru of uppteknir í tölvu- leikjum og tengdri afþreyingu. „Þetta virðist ná svo miklum tökum á fólki að það missir algerlega stjórnina og læt- ur þetta fara í svona far, jafnvel þótt það viti af því að þetta er vandamál og vilji ekki hafa hlutina svona. Það bara ræður ekki við þessa hegðun,“ segir rekstrarstjóri í tölvufyrirtæki, sem þurfti að segja upp 25 ára starfsmanni vegna þessarar áráttu. Fylgikvillar netfíknar oft eins og hjá vímuefnaneytendum „Eins og að vera með sjúkling á heimilinu“  Tímarit FORSÍÐA eins af virtustu dag- blöðum Rússlands, Izvestia, var án fyrirsagnar og fréttar í gær. Þess í stað var forsíðan lögð undir mynd af manni bera stúlku út úr skól- anum í Beslan eftir að sérsveitar- menn réðust inn í bygginguna. Stúlkan var hálfnakin og ríghélt skelfingu lostin í háls mannsins. Ritstjórar Izvestia töldu myndina lýsa hryllingnum betur en nokkur orð. Forsíðan endurspeglaði einnig geðshræringu margra Rússa sem urðu orðlausir af hryllingi vegna blóðsúthellinganna í skólanum. Izvestia varð orðlaus VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti heimsótti í gær bæinn þar sem sér- sveitarmenn réðust inn í skóla til að frelsa hundruð gísla úr höndum hryðjuverkamanna á föstudag. 322 lík höfðu fundist í skólanum í gær, þar af 155 börn, að sögn aðstoðarrík- issaksóknara Rússlands, Sergejs Frídínskís. „Þetta er ekki endanleg tala lát- inna og líklegt er að hún hækki, en ekki of mikið,“ sagði hann. Ljóst er að þetta er mannskæðasta gíslataka í sögu Rússlands. „Allir Rússar syrgja með ykkur,“ sagði Pútín á fundi með embættis- mönnum í bænum Beslan í sjálf- stjórnarhéraðinu Norður-Ossetíu. Pútín kvaðst hafa fyrirskipað að öllum undankomuleiðum úr Norður- Ossetíu yrði lokað vegna leitar að öll- um sem kynnu að vera viðriðnir gíslatökuna. Talið var að nokkrir gíslatökumenn kynnu enn að vera í felum í Beslan. Pútín áréttaði að ekki hefði verið áformað að beita valdi til að frelsa gíslana. Rússnesk yfirvöld segja að sérsveitarmennirnir hafi neyðst til að ráðast inn í skólann eftir að gísla- tökumennirnir hafi skotið á gísla sem reyndu að flýja þegar miklar sprengingar urðu í byggingunni. Gíslarnir voru um þúsund og þeim var haldið án matar og vatns í hita- svækju í íþróttahúsi skólans. Farið var með á sjöunda hundrað á sjúkra- hús. Á meðal þeirra sem særðust voru 283 börn. Basajev kennt um Aðstoðarríkissaksóknarinn sagði að 26 gíslatökumenn og tíu sérsveit- armenn hefðu fallið í átökunum. Engin hreyfing lýsti gíslatökunni á hendur sér. Haft var eftir embætt- ismönnum í rússnesku öryggislög- reglunni að Shamil Basajev, ill- ræmdur tétsenskur stríðsherra, hefði skipulagt gíslatökuna. Rússneskir fjölmiðlar sögðu að hryðjuverkamennirnir hefðu hafið undirbúning gíslatökunnar í júlí þeg- ar verið var að gera upp íþróttahús- ið. Þeir þóttust vera verkamenn að flytja byggingarefni í húsið og földu sprengjur og byssur í kjallara þess. Á fjórða hundrað gísla lét lífið í skólanum Mannskæðasta gíslataka í sögu Rússlands Reuters Íbúar Beslan í N-Ossetíu syrgja átta ára dreng sem var á meðal gíslanna er biðu bana í skóla bæjarins á föstudag. Beslan. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.