Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember SIGLINGASTOFNUN mun taka mið af öllum tillögum rannsóknar- nefndar sjóslysa, þar á meðal að herða eftirlit með vélarrýmum, telji nefndin ástæðu til þess. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu var Kópsnesið, sem sökk sl. fimmtudag norður af Skagatá, sjötti báturinn sem sokkið hefur á þessu ári vegna óþekkts leka. Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunar, minnir á að skoð- unarreglur séu að stærstum hluta al- þjóðlegar auk þess sem einkaaðilar sjái nú um skipaskoðun. Það verði skoðað hvernig staðið verði að því að herða eftirlit með vélarrýmum verði þess óskað. Þá sé hugsanlegt að Sigl- ingastofnun leggi áherslu á þetta at- riði í skyndiskoðunum. Kópsnesið var undirmannað þegar það sökk. Þrír menn voru um borð en samkvæmt lögum er skylt að hafa fjóra menn í áhöfn í skipum af þess- ari stærð; skipstjóra, stýrimann, yf- irvélstjóra og vélavörð. Samkvæmt lögum er heimilt að breyta þessum ákvæðum en Kópsnesið hafði ekki fengið slíka undanþágu, samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun. Hjá Tryggingamiðstöðinni hf., sem er stærsti vátryggjandi skipa á Íslandi, fengust þær upplýsingar að undirmönnun gæti haft áhrif á tjóna- bætur. Þórður Þórðarson í skipa- tryggingadeild félagsins segir að í þeim tilfellum sé metið hvort mann- fæð hafi haft áhrif á tjónið, t.d. hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ef mannskapurinn hefði verið meiri. Ekki hafi reynt á þetta ákvæði hjá félaginu í seinni tíð. Þórður segir tíð sjóslys af völdum leka vera áhyggjuefni, sérstaklega fyrir sjómenn. Hert eftirlit með vélar- rýmum skipa til skoðunar BBC-sjónvarpsstöðin var við myndatökur í vík- ingabænum á Eiríksstöðum í seinustu viku. Voru starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að mynda fyrir ferðaþætti sem heita Holiday og eru sendir út á hverju mánudagskvöldi á BBC og einnig á BBC world wide. Er talið að 30 milljónir áhorfenda sjái þættina. Mun þessi þáttur verða sýndur í vetur. Þátturinn fjallar um föður og son sem ferðast saman til Íslands til að styrkja tengslin og kynnast betur. Þeir heimsækja áhugaverða staði og var víkingabærinn einn af þeim. Ferða- málaráð, Flugfélag Íslands, Iceland Express og Ferða- þjónusta bænda styrkja þennan þátt. BBC myndar á Eiríksstöðum Búðardal. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Helga Ágústsdóttir UM 45 manns í Aftanskini, félagi eldri borgara í Stykkishólmi og nágrenni, flugu á föstudagsmorgun til Vága í Færeyjum með Fokker-flugvél frá Flugfélagi Íslands sem félagið hefur tekið á leigu. Dvalið verður í Færeyjum fram á mánudag og bíður vélin eftir eldri borgurunum í Færeyjum á með- an. Áhöfn vélarinnar fer hins vegar til baka til Íslands með Atlantic Airways og flýgur svo aftur til Færeyja á mánudag til þess að fljúga með eldri borgarana heim til Íslands. Taka vel á móti Íslendingum Emil Guðmundsson, sem sjálfur er kom- inn á eftirlaun, vinnur í hlutastarfi hjá Flugfélagi Íslands og sér um samband við félög eldri borgara hér heima og útvegar þeim ferðir með félaginu. Emil segir að ekki hafi fengist nógu mörg sæti í áætl- unarflugi til Færeyja þannig að Aftanskin hafi einfaldlega ákveðið að taka vélina á leigu. Hann segir félaginu hafa boðist góð kjör hjá Flugfélagi Íslands, þeir séu góðir við eldri borgara og því hafi þessi lausn orðið ofan á. Emil, sem margoft hefur komið til Fær- eyja og verður leiðsögumaður hópsins ásamt Gunnari Þorlákssyni, segir alltaf ánægjulegt fyrir Íslendinga að koma þang- að enda séu Færeyingar sérstaklega vin- veittir Íslendingum. „Það er mikil til- hlökkun í hópnum, hef ég heyrt. Það eru ekki nema þrír eða fjórir sem hafa komið þangað áður. Færeyingar taka svo vel á móti Íslendingum, eiginlega eins og þegar tekið er á móti frændum og vinum,“ segir Emil. Í Þórshöfn ætla félagar í Aftanskini m.a. að heimsækja Tilhaldið, félagsmiðstöð eldri borgara í Þórshöfn. „Já, hún heitir Til- haldið, ekki Viðhaldið. Tilhald þýðir bara samkomustaður á færeysku,“ segir Emil. Á laugardaginn verður farið í Kirkjubæ, Norðurlandahúsið o.fl. Á sunnudag verður farið í rútu að Eiði og Gjov en um kvöldið er sameiginlegur kvöldverður og að honum loknum fá Aftanskinsmenn að kynnast fær- eyskum dönsum: „Það á að kenna okkur þá. Það er félag eldri borgara í Færeyjum sem ætlar að vera með það og leiða okkur inn í dansinn. Það er mjög spennandi. Það verða ræður og kvöldvaka og svo færeyski dansinn og svo áframhaldandi dans eins og menn endast til,“ segir Emil. Spurður hvort Færeyingar hætti nokkuð þegar þeir eru á annað borð byrjaðir að stíga dans segir Emil: „Ekki fyrr en þeir detta niður dauðir, held ég.“ Leigðu Fokker-vél til Færeyjaferðar Morgunblaðið/Þorkell Lagt í ’ann. Félagar í Aftanskini stilltu sér upp við flugvélina fyrir brottförina frá Reykjavíkurflugvelli. RÁÐHERRAR orkumála á Norð- urlöndum urðu sammála á fundi á Akureyri á föstudag um aðgerðir til þess að hrinda í framkvæmd hugmyndum um landamæralausan norrænan raforkumarkað, sem einnig getur átt viðskipti við um- heiminn. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem samþykkt var á fundinum á Ak- ureyri var lögð áhersla á að sam- hæfing reglna um ábyrgð á raf- orkukerfinu ásamt sameiginlegum lausnum hvað varðar fjárfestingar í dreifikerfinu eru grundvallarskil- yrði fyrir áframhaldandi þróun á Norðurlöndum. Dreifingaröryggi var einnig í brennidepli á ráð- herrafundinum. Ráðherrarnir lögðu áherslu á að betri aðstæður til fjárfestinga myndu auka öryggi kerfisins á Norðurlöndum. Ólíkar orkuuppsprettur Orkuuppsprettur Norður- landanna er afar ólíkar. Finnar byggja upp kjarnorkuver, en Svíar loka þeim. Þessi tvö lönd ásamt Noregi og Íslandi búa yfir mikilli vatnsorku. Danmörk og sérstak- lega Noregur eiga miklar gas- og olíuauðlindir. Öll eru þó löndin sammála um að leggja meiri áherslu á endur- nýjanlega orku. Íslendingar fá 72% af sinni orku frá jarðvarma og vatnsorku, en Danmörk 25% sinn- ar orku frá vindmyllum. Hin lönd- in vilja einnig auka áherslu á end- urnýjanlega orku, og ekki síður betri orkunýtingu. „Þetta var mjög ánægjulegur fundur og gekk mjög vel,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, en það kom í hennar hlut að stýra fundi nor- rænna ráðherra sem fara með at- vinnu-, orku- og neytendamál. Efla á samkeppnisstöðu „Það voru mörg mál á dagskrá er varða norrænt samstarf,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, en at- vinnumálaráðherrarnir staðfestu m.a. nýja stefnu sem miðar að því að efla atvinnulíf og nýsköpun á Norðurlöndunum og byggist á skýrslu sem kom út fyrr á þessu ári. Markmiðið er að efla samkeppn- isstöðu Norðurlandanna með auknu rannsóknar- og tækniþróun- arstarfi og samræmdri stefnu á svið vísindarannsókna og nýsköp- unar. Ráðherrarnir ræddu einnig á fundinum leiðir til að ryðja úr vegi hindrunum á norrænum landa- mærum fyrir fyrirtæki sem vilja vera með rekstur í fleiri en einu landi. Ráðherrar vilja landamæralausan raforkumarkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.