Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 11

Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 11 handritið á fyrsta tökudegi rann upp fyrir mér að kannski væri ég heppinn maður,“ segir Baltasar. „Forest átti mikinn þátt í að koma þessu saman því hann setur ákveðinn klassa, ákveðinn tón, og þá er auð- veldara að fá aðra leikara með. Hann er búinn að standa með verkefninu í rúmt ár ef ekki lengur og á mikinn þátt í því að þetta gekk upp á end- anum,“ segir hann. Eins og áður segir er leikmyndin mikilfengleg en maðurinn sem ber ábyrgð á henni heitir Karl Júlíusson og segir Baltasar sérlega gott að vinna með honum. Karl hefur áður unnið með Sigurjóni að tveimur myndum, K-19 og The Weight of Water. Tökumaður A Little Trip to Heav- en er Óttar Guðnason. „Hann er einn okkar efnilegasti tökumaður. Hann er reyndar að gera sína fyrstu mynd. Ég var að stríða honum um daginn því þegar hann tók fyrsta rammann sinn í bíómynd var hann bæði með Juliu Stiles og Forest Whitaker inni í rammanum. Fáir sem hafa lent í því. En hann er búinn að vera að gera stóra hluti erlendis í auglýsingum. Það er gaman að blanda saman reyndari mönnum og gefa öðrum tækifæri. Ég hef nú oft gert það, gef- ið fólki tækifæri, og það hefur yfir- leitt alltaf komið eitthvað gott út úr því,“ segir Baltasar, sem lýsir líka yf- ir ánægju með að hafa Sigurjón á bak við sig. Myndin er dramatísk spennu- mynd „sem snýst ekki um að bregða fólki“ en andrúmsloftið er drauga- legt. Þetta er spennumynd í greind- arlegri kantinum. „Persónurnar og leyndarmálin á bak við þær eru aðal- málið,“ segir hann og bætir við að myndin sé í anda Blood Simple, fyrstu myndar Coen-bræðra, sem er frá árinu 1984. „Tónninn er ekki svo ósvipaður þótt sagan sé allt öðruvísi. Þetta er mjög mikil persónusaga.“ Mamma Emmu Thompson með Einnig leika virtir breskir leikarar smærri hlutverk í myndinni og nefn- ir Baltasar Philip Jackson, þekktan sjónvarpsleikara, til sögunnar, verð- launaleikkonuna Anne Reid og Phyllidu Law, mömmu Emmu Thompson. Auðvelt reyndist að fá þetta fólk og fleiri til að vera með þótt það væri aðeins fyrir einn dag. „Það var ofboðslega ánægjulegt að fá þessi viðbrögð.“ Baltasar vill fleiri verkefni af þessu tagi í landið. „Ég hef oft sagt að Íslendingar eigi að gera miklu meira af því að taka þátt í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Við eigum auð- lindina, sem er landið. Þetta er skemmtilegur iðnaður og leiðir af sér heilmikla vinnu og peninga inn í landið,“ segir hann og heldur áfram: „Staðsetningin skiptir ekki máli. Ef þú tekur upp í New York þá þarftu að flytja leikarana frá Los Angeles og Bretlandi. Þetta fólk kemur alls stað- ar að hvort sem er. Það eina sem er erfitt er kostnaðurinn við mat hérna,“ segir hann. Tækni til trafala Myndin gerist um miðjan níunda áratuginn. „Farsímar og tölvur eru svo leiðinlegar í bíómyndum. Gott að losna bara við þá tækni. Það er búið að eyðileggja öll spennuplott með spurningum eins og af hverju sendi hann henni ekki bara skilaboð? Til að búa til spennumynd þarftu hindran- ir. Það þyrftu allir símar að verða batteríslausir þegar spennan byrj- ar,“ segir hann. „Það voru nokkrar ástæður fyrir því að við vildum hafa þetta á þess- um tíma. Mér finnst það líka skemmtilegt að losa söguna aðeins frá nútímanum og leika sér með stíl.“ Ekki mikið fyrir pastel Baltasar segir aðspurður að verið geti að listamaðurinn faðir hans, Baltasar Samper, hafi haft áhrif á hann. „Það getur vel verið að hans verk hafi haft áhrif á mig. Þetta er búið að vera uppi á vegg síðan ég var krakki. Þetta eru svolítið kryddaðir og sterkir litir, ég er ekki mikið fyrir pastel. Það er ekkert ósvipað og pabbi gerir. Ég er frekar expressj- ónískur í því sem ég geri og hann er það líka.“ Þetta er stærsta mynd sem Balt- asar hefur gert. „Hún er þrisvar sinnum stærri hvað umfang og kostnað varðar en aðrar myndir sem ég hef gert. Þetta er líka stærsta mynd sem ég hef tekið þátt í því ég hef leikið í mörgum bíómyndum líka,“ segir hann. „Maður er ekkert mikið að hugsa um það, maður er bara að hugsa um næsta skot. Hvernig get ég náð sem mestu út úr næsta skoti? Hvernig get ég fengið þennan leikara til að segja hlutina eins og ég sá þá fyrir mér?“ Undirbúningur fyrir öllu Undirbúningurinn er mikilvægur en leikstjóri þarf líka að vera tilbú- inn til að breyta öllu. „Ingmar Berg- man sagði að því meira sem þú und- irbyggir þig því meira frelsi hefðirðu til að breyta hlutunum þegar þú kemur að þeim. Ef þú ert búinn að byggja eitthvað upp heildstætt er ekkert mál að endurbyggja það út frá einhverjum nýjum forsendum sem leikarinn kemur með, ef þú ert einu sinni búinn að hugsa það út. Ég held það sé rosalega mikill sannleik- ur í þessu og þetta hefur verið mér leiðarljós. Ég undirbý mig mjög vel og er yfirleitt búinn að ákveða hvernig ég ætla að taka hlutinn en breyti yfirleitt eitthvað. Ég sagði við Óttar [kvikmyndatökumann]: Við skulum kreista þetta eins og sítrónu, hvern einasta tökustað. Ná öllu úr úr honum sem við getum,“ segir Baltas- ar, þakkar fyrir sig og heldur út í ljósaskiptin. Vinnudagurinn í kvikmyndagerð er langur, ekki minni en tólf tímar. Starfslið mætti á staðinn klukkan hálffjögur um daginn og klukkan er um níu þegar samtalinu við leikstjór- ann lýkur og er því deginum langt í frá lokið. Mikið er um að vera í fram- leiðslu- og framreiðslurútunni þar sem fartölvur eru á hverju borði og verið er að elda mat. Áður en kvöld- maturinn er framreiddur verður tek- in upp morgunsena því á leiksviði kvikmyndaheimsins má svindla. Fyrsta reglan í bíómynd er að hún er lygi. er að hún er lygi ingarun@mbl.is Töfrar kvikmyndanna að verki, öðru nafni C90 sem er í formi hvíts dufts. S tórleikarinn For- est Whitaker fer með aðal- hlutverkið í A Little Trip to Heaven en Morgunblaðið ræddi við hann á tökustað í hjólhýsi hans í Austur-Landeyjum. Forest er virtur leikari og hefur gert það gott sem leikari, leikstjóri og fram- leiðandi. Hann fæddist í Texas í júlí 1961 en fjöl- skylda hans fluttist á Los Angeles-svæðið er hann var aðeins barn að aldri. Hann var valinn besti leik- arinn á kvikmyndahátíð- inni í Cannes fyrir túlkun sína á djassistanum Charlie Parker í Bird, mynd Clints Eastwood frá 1988, og hefur leikið í fjölda minnisstæðra mynda. Ein- hverjir muna áreiðanlega eftir honum úr myndunum Platoon, Good Morning, Vietnam, The Enemy Within, Phenomenon eða Smoke, svo einhverjar séu nefndar en hann hefur leikið í fimmtíu myndum. Einnig leikstýrði hann hinni vinsælu Waiting to Exhale og er kynnir í hinum marg- slungnu þáttum The Twi- light Zone. Af hverju ákvaðstu að taka þátt í myndinni? „Ég fékk handritið sent og líkaði það strax vel og fannst það mjög vel skrifað. Þá skoðaði ég hvað Baltasar hafði gert áður og mér fannst hann hafa eitthvað að segja og vera góður kvikmyndagerðarmaður. Ég fundaði með Baltasar og Joni [Sigurjóni Sig- hvatssyni] í L.A. og fann að Baltasar er ástríðufullur kvikmyndagerð- armaður,“ segir Forest. „Ég hef þekkt Joni lengi, áður en hann stofnaði Propaganda Films með Steve Golin,“ segir hann en síð- an er liðinn dágóður tími því fyr- irtækið var stofnað árið 1986. „Síðar leikstýrði ég myndböndum fyrir þá. Á þessum tíma var ég farinn að leik- stýra í leikhúsi,“ segir hann. Hvað vissirðu um Ísland áður en þú komst hingað? „Ég vissi ekki mikið um landið en hafði heyrt að það væri fallegt og auðvitað er Joni mjög stoltur af því. Það er ekki eins kalt hérna og ég hélt. Svo heyrði ég af víkinga- og álfasögum. Mig langar að fræðast meira um þessa hluti en hef ekki fengið tækifæri til þess enn. Ég hef mikinn áhuga á trú og siðum hvers lands sem ég kem til,“ segir Forest sem spyr um landið og er áhuga- samur. „Ég sá mynd af torfbæ í flug- inu á leiðinni hingað. Mér finnst það magnað, að vera svona nálægt jörð- inni,“ segir þessi íhuguli og hægláti leikari. Hann hefur ekki séð mikið af ís- lenskri náttúru en lýsir áhuga á að skoða sig betur um áður en hann fer og er áhugasamur þegar hann heyrir að hægt sé að ganga á bak við Selja- landsfoss, sem blasir við frá töku- stað. Hvað geturðu sagt mér um per- sónuna sem þú leikur í myndinni? „Ég leik Abe Holt, hann er trygg- ingarannsóknarmaður. Það sem hann gerir er að koma upp um svik og koma í veg fyrir að fólk eigi kröfu á tryggingafyrirtækið. Þessi persóna er búin að vera undir miklu álagi. Þegar hann rannsakar þetta ákveðna mál í myndinni og sér að það er eitthvað gruggugt við það finnur hann að honum er ekki sama um konuna [sem Julia Stiles leikur] og barn hennar. Hann vill að það verði í lagi með þau. Hann notar þetta tækifæri til að gera eitthvað heiðarlegt og snúa lífi sínu á betri braut. Hann fer að hugsa um hvaða veg hann er að feta í lífinu og fer að stama þegar hann lýgur og getur ekki lifað lífinu eins og hann gerði. Þarna gerast viðburðir sem breyta lífi hans.“ Pabbi þinn er trygginga- sölumaður, ekki satt? „Jú, en hann er reyndar kominn á eftirlaun. Ég tók einmitt viðtal við hann upp á spólu þar sem ég spyr hann um starfið til að hjálpa mér við hlutverkið. Ég ræddi við hann um tryggingar. Þó að ég sé rannsókn- armaður í myndinni en hann sölu- maður þá veit hann margt um trygg- ingar. Við ræddum líftryggingar og allar þær kröfur sem geta komið upp. Augljóslega sér hann tryggingafyr- irtæki í öðru ljósi en gert er í mynd- inni, honum finnst ekki að þau séu bara að reyna að ná peningunum þínum. Hann sagði mér margt sem var fræðandi og hjálpaði mér með persónuna.“ Vinnurðu rannsóknarvinnu af þessu tagi fyrir hverja mynd? „Sumar persónur hef ég leikið oft- ar en einu sinni og þekki betur eins og ég hef nokkrum sinnum leikið lög- reglumann í New York. Ég hef leikið rannsóknarmann áður en ekki trygg- ingarannsóknarmann. Ég vildi líka fræðast um hagi fólks í Minnesota. Það er að minnsta kosti nauðsynlegt fyrir mig að vinna svona rannsókn- arvinnu.“ Hvernig er að vinna með Baltas- ari leikstjóra? „Mér finnst mjög gott að vinna með honum. Hann skilur leikara mjög vel og hvernig á að ná sem mestu úr hverri senu. Hann er ástríðufullur og nær að skila því til starfsliðsins á tökustað. Leikstjórinn getur stjórnað andrúmsloftinu svo mikið. Hann og Óttar [kvikmyndatökumaður] sýndu mér undirbúningsskot fyrir myndina og það er mjög fallegt útlit á henni. Hann virðist hafa ákveðinn stíl.“ Er öðruvísi að vinna með Baltas- ari og hérna á Íslandi heldur en við dæmigerða Hollywood-mynd? „Allar myndir hafa sinn sjarma og mest af honum kemur frá leikstjór- anum. Ég hef verið heppinn og unnið með mörgum áhugaverðum leik- stjórum, sem allir eru einstakir. David Fincher er öðruvísi en Joel Schu- macher, og Joel Schumacher er ekki eins og Jim Jarmusch og Neil Jord- an er frábrugðinn Jim og Scorsese er aftur öðruvísi,“ segir hann. Listinn er magnaður og myndirnar sem sam- starfið hefur leitt af sér líka, Panic Room, Phone Booth, Ghost Dog: The Way of the Samurai, The Crying Game og The Color of Money. „Ég held að Baltasar sé einn af þessum kvik- myndagerðarmönnum sem skera sig úr og eigi eftir að gera einstæðar myndir. Það sést af ástríðunni og einbeit- ingunni,“ segir Forest og lætur vel af dvöl sinni hérlendis. „Þetta er allt mjög vel skipulagt hér. Það hefur allt gengið mjög vel. Ég hef gert margar myndir þar sem hlut- irnir hafa alls ekki geng- ið svona vel. Það hefur verið séð vel um okkur og við höfum nægan tíma til að æfa og Balt- asar tekur tíma í að ná senunum eins og hann vill hafa þær.“ Þú ert leikari, leik- stjóri og framleiðandi, hefur það áhrif á hvernig þú lítur á leiklist og þessi mismunandi hlutverk? „Kannski er ég auðveldari að eiga við sem leikari og opnari fyrir þeim vandamálum sem koma upp. Ég veit samt ekki hvort það er gott að hafa áhyggjur af þessum hlutum. Ég hef unnið með leikurum sem hugsa ekki um neitt annað en sjálfan sig en leika samt mjög vel,“ segir Forest. „Í leikstjórastólnum er mjög gott að skilja leiklist. Sem framleiðandi er ágætt líka að þekkja þetta allt en mér finnst það í raun erfiðasta starf- ið því maður er alltaf að fást við vandamál og alls kyns smáatriði,“ segir hann. „Ég reyni að gera hluti sem ég trúi á og hugsa ekki of mikið um þá. Ef ég finn hlutverk sem mig langar til að fara með, handrit sem mér finnst áhugavert sem leikstjóri eða kvik- mynd sem ég vil framleiða, þá bara geri ég það,“ segir Forest, sem finnst líka mikil vinna að vera í leik- stjórastólnum. „Það er erfitt verk að vera í leikstjórahlutverki því það tek- ur svo langan tíma, eitt og hálft eða tvö ár. Þá viltu vera viss um að þú sért í rétta verkefninu. Ég reyni það svo sem í öllu.“ Hvernig velurðu hlutverk þín? „Það er að hluta til innsæi og til- finning sem ég fæ en maður metur handritið og með hverjum maður á eftir að vinna. Ég hef líka ákveðið að gera mynd þar sem ég hef byggt ein- göngu á því hver leikstjórinn er. Kannski finnst mér handritið ekki nógu gott en er viss um að leikstjór- inn geti gert eitthvað úr því. Oftast veg ég og met alla þessa þætti.“ Er mikilvægt að halda hlutverk- unum fjölbreyttum? „Fyrir mig sem manneskju sem vill þroskast er það mikilvægt og ég vil ekki vera sama persónan aftur og aftur. Ég er ekki að gera það út af ferlinum því ég er ekkert viss um að það hjálpi ferlinum endilega. Leikarar sem eru merktir ákveðnu hlutverki fá oft nóg að gera og vinna stöðugt,“ segir Forest. „Ég held að þessi mynd verði mjög góð. Ég held að henni eigi eftir að ganga vel. Persónan sem ég leik í þessari mynd er ólík öðrum hlut- verkum sem ég hef farið með. Ég held að ég eigi eftir að þroskast í hlutverkinu og eigi eftir að læra eitt- hvað á veru minni hér.“ Ferðalag til Íslands Morgunblaðið/Þorkell Forest Whitaker er íhugull og hugsandi leikari, sem hefur unnið með mörgum helstu kvikmyndagerðarmönnum samtímans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.