Morgunblaðið - 05.09.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 05.09.2004, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ O kkur finnst að stefni í skipu- lagsslys. Við erum ekki að slá þessu fram í einhverju áróðursskyni. En við mynd- um gjarnan vilja fá að vita hvort aðrir kostir eru í stöðunni,“ segir Þór Whitehead, prófessor og íbúi við Unnarbraut. Hann er ásamt Stefáni Erni Stefánssyni, framkvæmdastjóra og íbúa við Bakkavör, í hópi sem hef- ur kallað sig áhugahóp um betri byggð á Seltjarnarnesi og er að þeirra sögn ekki einsleitur þrýstihópur held- ur sjálfsprottinn hópur sem m.a. vill fá fram fleiri hugmyndir að byggð á Hrólfsskálamel og við Suðurströnd. Fyrri bæjarstjóri lofaði útsýni Stefán Örn hefur búið á Seltjarn- arnesi í fjörutíu ár. Með tilkomu fjöl- býlishúsa við Suðurströnd segir hann útsýni sitt í austurátt þurrkast út. „Fyrri bæjarstjóri gaf þeim fyrir- heit þegar þau keyptu lóðirnar, jafn- vel fyrir andvirði þriggja herbergja íbúða í Reykjavík, að útsýni yrði ekki skert. Þetta teljum við réttlætismál í bæjarfélagi sem vill styðja rétt ein- staklingsins gegn ofstjórn og valdógn hins opinbera. Við teljum að þarna hafi þessir einstaklingar keypt sér ákveðin hlunnindi,“ segir Þór. Þeir telja að ljósmyndir og mynd- bönd í kynningarbæklingi bæjaryfir- valda gefi ekki rétta sýn á það hversu stórar byggingarnar verða. „Á mynd- bandinu virðast blokkirnar jafnvel ekkert ósvipaðar að stærð og ein- býlishúsin,“ bendir Stefán á. Forsendur breytinga deiliskipu- lagsins eru m.a. þær að fjölga þurfi íbúðum til að halda í tiltekinn íbúa- fjölda á Seltjarnarnesi. Þór og Stefán eru ekki sammála því að fólksfækkun sé vandamál á Nesinu. „Við teljum að þetta sé ekkert sérstakt vandamál. Við búum við besta fjárhag bæjar- félags á Íslandi og bæjarbúar eru meðal tekjuhæsta fólks á landinu. Og þó að það fækki hér um innan við hundrað manns á einhverju tilteknu ári miðað við eitthvert annað ár þá er það ekki endir alls. Það er búið til úr þessu vafasamt reiknidæmi og sagt að fjárhagurinn, skólastarf og annað geti komist á heljarþröm út af þessari smávægilegu fækkun sem er hugsan- lega tímabundin. Við teljum að vanda- málið vaxi þeim mjög í augum,“ segir Þór. Stefán segir fólksfækkun eitur í beinum sveitarstjórnarmanna. „Þeir sjá þá fram á að þurfa að grípa til hag- ræðingaraðgerða. Það eru þeir að mikla fyrir sér. Þó svo að þessar framkvæmdir verði með þessum hætti þá komum við aftur til með að standa í nákvæmlega sömu sporum og við erum í í dag eftir nokkur ár,“ segir hann og spyr hvar eigi þá að byggja. Því fyrr sem bæjaryfirvöld horfist í augu við þá staðreynd að Sel- tjarnarnes er landlítið því betra, segja þeir. Þeir telja að þótt sú tillaga sem nú er uppi á borðum um uppbyggingu á þessum svæðum hafi verið kynnt þá sé réttara að skoða málið í miklu víð- ara samhengi. Til þess að fá heildar- sýn yfir byggingarmöguleika sé bráð- nauðsynlegt að gera nýtt aðal- skipulag fyrir bæinn. Spurðir að því hvers vegna gagn- rýni á breytingu á deiliskipulagi sem nú stendur fyrir dyrum hafi ekki komið fram fyrr segir Stefán að engin fastmótuð tillaga hafi verið kynnt þegar ljóst var fyrir ári að byggja ætti á þessum stöðum. Framtíð knattspyrnuvallarins telja þeir stefnt í hættu með flutningi á lóð Ísbjarnarins. „Það var gerð fagleg út- tekt á þessu og niðurstaðan varð sú að núverandi staðsetning væri heppileg- ust. Þetta er ítrekað í grein frá árinu 2000 af núverandi forseta bæjar- stjórnar. Það var einróma sátt um að hafa þennan völl áfram á þessum stað,“ segir Stefán. Greinin sem hann vitnar til birtist í Nesfréttum í júlí 2000. Þar er haft eft- ir Ásgerði Halldórsdóttur, formanni æskulýðs- og tómstundaráðs Sel- tjarnarness, sem nú er forseti bæj- arstjórnar, að náðst hafi sameiginleg niðurstaða um „að byggja upp svæðið sem malarvöllurinn er á og setja þar gervigrasvöll“, eins og hún orðar það. Þór telur að tilflutningur knatt- spyrnuvallarins muni gera svæðið sundurlaust auk þess sem mjög muni þrengja að honum. Vantar miðbæjarkjarna „Það sem hefur vantað á Seltjarn- arnes er miðbæjarkjarni. Vonir stóðu til að þegar þessi hús yrðu rifin yrði hægt að mynda þarna lífvænlegan miðbæ með tengingu við Eiðistorg. Okkur finnst að þarna skorti allar hugmyndir við að tengja þetta saman. Það liggur við að segja að menn hafi gefist upp á að byggja upp slíkan miðbæ,“ segir Stefán. Í kynningarbæklingnum sem dreift var í hús í ágúst er bent á að lítil sem engin eftirspurn sé eftir húsnæði und- ir verslun og þjónustu á Seltjarnar- nesi. „Ástæðan er sú að hugmyndin á bakvið þessa verslunarmiðstöð varð því miður viðskila við þróun þó að hún væri góðra gjalda verð, en það segir okkur ekki að það séu ekki mögu- leikar þarna. Það vantar bara vilja og hugmyndir til þess að taka á þessu máli,“ segir Þór og bætir við að það sem helst skorti á Nesið sé lífvæn- legur miðbær eins og hann orðar það. „Þessi ofuráhersla hjá bæjaryfir- völdum er að hámarka byggingar- magn. Það er út frá rekstrarlegum forsendum, þá geta kannski ársreikn- ingarnir litið betur út. Það sjónarmið er skiljanlegt en það á ekki að ráða, heldur á að ráða það sjónarmið sem íbúarnir vilja. Þó að það sé aðeins óhagstæðara fyrir bæjarreikningana er það miklu raunhæfari lausn í sátt við íbúana.“ Þeir segja andstöðu við breytingur á deiliskipulagi ekki bundna við þá sem eigi beinna hagsmuna að gæta. Þór býr á Unnarbraut og hans útsýni skerðist því ekki. „Ég tek afstöðu meðal annars út frá umhverfissjónar- miðum. Við viljum jafnvægi milli byggðarinnar og umhverfisins. Við teljum að það sé rofið með þessu.“ Að mati Þórs er það lágreist byggð sem einkennir Nesið umfram annað. „Hér er verið að hlamma þessum blokkar- lengjum niður í einbýlis- og raðhúsa- hverfi. Í mörgum öðrum löndum kæmi þetta bara alls ekki til greina,“ segir Þór og Stefán bætir við: „Þetta er í svo hrópandi mótsögn við aðra byggð á Nesinu. Þær blokkir sem fyr- ir eru á Seltjarnarnesi eru á tiltölu- lega afmörkuðu svæði.“ Þeir segjast þó ekki hafa neitt á móti fjölbýlishúsum. „Að sjálfsögðu ekki. Við gætum vel hugsað okkur að búa í slíkum húsum og höfum gert það drjúgan hluta ævinnar. En það verður að finna blokkum réttan stað.“ Þeir segja skammtímasjónarmið liggja að baki breytingum á deili- skipulagi. „Þetta er afturför að okkar mati, ekki síst fyrir knattspyrnu- menn. Við teljum að það sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni,“ segir Þór. Stefán segir að ákveðin þversögn felist í málflutningi bæjaryfirvalda. Seltirningarnir Stefán Örn Stefánsson og Þór Whitehead eru ósáttir við fyrirhugaðar framkvæmdir „Stefnir í skipulagsslys“ Útsýni frá húsi við Skólabraut yfir byggingarsvæðið á Suðurströnd. „ÉG LÍT þannig á málið að það sé krafa íbúanna á okkur að leiða þetta mál til lykta,“ segir Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri Seltjarnarness um fyrirhugaða byggingu fjölbýlishúsa á Hrólfsskálamel og við Suðurströnd. Hann segir það ekki vera markmið að fjölga íbúum heldur að viðhalda til- teknum íbúafjölda sem og viðhalda hagkvæmni í rekstri bæjarins. Jón- mundur undrast það hversu seint gagnrýni á fyrirhugaðar framkvæmdir og tilheyrandi skipulagsbreytingar komi fram, enda hafi verið ljóst að byggja ætti á þessum svæðum fyrir einu og hálfu ári síðan. „Við teljum að við getum þjónustað bæjarbúa vel með lágum álögum mið- að við þennan mannfjölda, 4.500– 4.600,“ segir Jónmundur. Í nýlegum kynningarbæklingi um framkvæmd- irnar kemur fram að börnum hafi fækkað um allt að 30–40% í sumum árgöngum og Jónmundur segir þau gögn sem fyrir liggja, m.a. mannfjölda- spá Hagstofunnar, sýna að fækkunin muni trúlega halda áfram. „Þannig að við erum öðrum þræði að bregðast við til að halda í tiltekinn íbúafjölda. En við viljum þó fyrst og fremst skapa ný skilyrði fyrir Seltirninga í íbúða- samsetningu, bæði þá sem yngri eru, sem annað hvort vilja hefja búskap í smærri íbúð eða bara bíða eftir því að losni hér raðhús eða einbýlishús, og þann hóp sem er ört stækkandi hjá okkur sem er í rúmgóðu húsnæði í ein- býli og vill komast í vandað húsnæði í fjölbýli.“ Jónmundur segir að það svæði sem nú stendur til að byggja á hafi verið í skipulagningu frá því 1990. Búið sé að fara í gegnum ýmsar hugmyndir og leggja fram tillögur sem sambærileg átök hafa verið um. Þegar núverandi bæjarstjórn tók við hafi verið ákveðið að byrja frá grunni og ryðja fyrri hug- myndum út af borðinu. „Það var hald- ið íbúaþing og úr því var síðan unnið með markvissum hætti. Það komu til- lögur út úr því sem bæjarstjórn var sammála um að halda áfram með. Úr þeim varð síðan þessi tillaga sem við erum að auglýsa. Þar af leiðandi er bú- ið að vinna þetta mál í langan tíma með mjög kirfilegum hætti. Við erum í raun að bregðast við óskum fólks og væntingum um hvernig það vill haga hlutunum með tilliti til uppbyggingar og þjónustu.“ Jónmundur kveðst telja eðlilegt að skoðanir séu skiptar í jafn flóknu máli. „En ég held að það sé mikilvægt að fólk átti sig á því með hvaða hætti verkefnið var unnið. Ég fullyrði að það sé einsdæmi meðal sveitarfélaga. Það var unnið með samráði við íbúa, fyrir opnum tjöldum og með mjög mark- vissri kynningu á tillögunum. Auk þess sem íbúum hefur hvað eftir annað gef- ist kostur á að gera athugasemdir. Við þeim hefur í allnokkrum tilfellum verið orðið.“ Jónmundur segir að upphaflega hafi íbúðirnar átt að vera 182 en þeim hafi verið fækkað í 165 og byggðin lækkuð til að bregðast við at- hugasemdum sem fram komu. „Græni trefillinn“ ekki skertur Að sögn bæjarstjórans er ekki ástæða fyrir Nesbúa til að hafa áhyggjur af skerðingu á útivist- arsvæðum þótt farið verði út í fram- kvæmdir. „Byggingarsvæðið við Suð- urströndina er eingöngu vallarstæðið sjálft. Í upphafi hafði fólk áhyggjur af því að við ætluðum að skerða hinn „græna trefil“ sem svo er kallaður en það stendur ekki til og stóð aldrei til. Þetta er í raun ekki skerðing á opnu svæði heldur tilflutningur á opnu svæði. Um 40% af landsvæði Sel- tjarnarness eru útivistarsvæði. Sam- fara þessum hugmyndum eru engar aðrar fyrirætlanir um byggð á Sel- tjarnarnesi.“ Álögur gætu lækkað í kjölfarið Seltjarnarnesbær hefur verið ann- álaður fyrir lágar álögur og hag- kvæman rekstur. Einhverjir hafa spurt hvort þörf sé á framkvæmdum fyrst allt gangi vel. „Við erum vel rekið sveitarfélag en reksturinn er auðvitað mjög við- kvæmur. Rekstrarafgangur bæjarins ár hvert nemur um 150 milljónum, sem er gott miðað við önnur sveit- arfélög. En þetta eru ekki miklir pen- ingar. Við erum ekki ríkt bæjarfélag í þeim skilningi að við liggjum á ein- hverjum sjóðum.“ Hann segir að eftir að greitt hafi verið af langtímaskuld- um standi eftir um 100 milljónir króna til að standa í uppbyggingu. „Við leggjum í aðgerð nú sem við teljum að sé nægjanleg til þess að við viðhöldum þessu jafnvægi. Horft er til langs tíma og við álítum auðvitað um leið að við séum að skapa skilyrði fyrir bættri þjónustu og auknum lífsgæðum íbúanna. Ef fleiri íbúar bætast við, þá auðvitað styrkist reksturinn og gefur okkur færi á að ráðast í viðameiri framkvæmdir fyrir íbúanna.“ Jónmundur segir að þegar hafi ver- ið ákveðið að söluandvirði landsins sem tekið verður undir byggingarnar renni til uppbyggingar sundlaugar og hjúkrunarheimilis. „Það gætum við annars ekki gert nema stofna til skulda eða bara hækka álögur. Fyrir því er ekki vilji. Ég álít að það sé hlut- verk okkar að veita sem besta þjón- ustu fyrir sem minnst fé, þannig að sem flestar krónur sitji eftir í vasa þeirra sem hér búa. Reyndar hefur það verið rætt að ef hagkvæmni bæj- arins vex með merkjanlegum hætti í kjölfar þessa þá gætum við verið í stakk búin í framtíðinni að lækka hér hreinlega álögur. Veita til dæmis þjón- ustu leikskóla fyrir lægra verð en við gerum nú, eða lækka hreinlega út- svarið. Mér finnast þetta verðug mark- mið.“ Staðsetning knattspyrnuvallarins er umdeild, en hann verður færður þang- að sem hús Ísbjarnarins stóð en það hefur nú verið rifið. Jónmundur segir niðurstöður íþrótta- og æskulýðsráðs, skipulagsnefndar og bæjarstjórnar, all- ar samhljóma, hafa verið á þá leið að þessi landnýting væri heppilegust. Þá hafi málið verið rætt við íbúa í húsum fyrir aldraða sem standa við Skóla- braut, ofan við fyrirhugað vallarstæði. „Þeir íbúar virðast ekki á móti því að það sé líf við húsin þeirra.“ Annars konar miðbær Segja má að fyrirhugað vallarstæði standi í miðbæ Seltjarnarness og Jón- mundur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að knattspyrnuiðkun henti ekki sem miðbæjarstarfsemi. „Ég held að við séum með þessu að skapa góðan og öflugan miðbæ. Þetta er bara ann- ars konar miðbær en þekkist. Það hef- ur ekki verið nein eftirspurn eftir hús- næði undir kaffihús eða annað slíkt hér. Það er lítil eftirspurn eftir því verslunarhúsnæði sem er til staðar í bænum. Ég sé þetta fyrir mér sem miðbæ þar sem þungamiðja mannlífs- ins á Nesinu á sér stað. Þarna eru skólarnir, þarna er tónlistarskólinn, þarna er íþróttastarfsemin sem er með öflugasta starfi meðal sveitarfé- laga. Þarna iðar allt af lífi á daginn. Mér finnst það ekkert úr vegi að líta á þess konar mannlíf sem miðbæj- armannlíf, alveg eins og verslun og kaffihúsamenningu. Íþróttafélagið Grótta beitti sér sérstaklega fyrir því að völlurinn yrði staðsettur þarna. Fé- lagið hefur bæði samþykkt og stutt staðsetningu og stærð vallarins og tel- ur hana íþróttastarfinu og knattspyrn- unni til framdráttar.“ Jónmundur segir áhugahóp um betri byggð, sem hefur undanfarið beitt sér gegn framkvæmdum á þess- Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir ný skilyrði skapast í íbúðasamsetningu á Seltjarnarnesi „Krafa íbúanna á okkur“ Þessi mynd birtist í bæklingi frá Seltjarnarnesbæ sem borinn var í hvert hús á Nesinu í maí í fyrra. Rauðbrúnu reitirnir sýna fyrirhugað byggingarsvæði og blái flöturinn er knattspyrnuvöllurinn. Síðar var ákveðið að betur færi á því að snúa knattspyrnuvellinum þvert.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.