Morgunblaðið - 05.09.2004, Side 28
28 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kynning á Alfa-námskeiðinu
í Neskirkju þriðjudaginn 7. september kl. 20
Kaffi og veitingar
Alfa fer sigurför um heiminn. Um 7 milljónir þátttakenda hafa
sótt námskeiðið á 15 árum. Hver er tilgangur lífsins? Hver er
kjarni kristinnar trúar? Alfa er fyrir fólk sem efast, trúir eða
trúir ekki. Komdu á þriðjudagskvöldið og kynntu þér málið án
allra skuldbindinga.
Einnig er hægt að skrá sig á
neskirkja@neskirkja.is
Fyrirlesarar sr. Örn Bárður Jónsson
og dr. Sigurður Árni Þórðarson.
Alfa-námskeið
í Neskirkju
Allir í dans..
Samkvæmisdansar
Para- og einstaklingshópar
Kántrý
Einkatímar
Saumaklúbbar
Fyrirtæki og lokaðir hópar
Salsa - Mambó og Tjútt
Skeifan 11.b
Húnabúð.
Innritun 1. - 10.sept.
Kennsla hefst sunnudaginn
12. september
Pör & Einstaklingar
14 vikur og ball.
Innritun daglega frá
kl. 13 - 19.
í síma:
565 4027
861 6522
www.dih.is | audurdans@simnet.is | DÍ. faglærðir kennarar.
Faglærðir
Danskennarar.
Auður Haralds Lizý Steinsd.
ReykjavíkKennt á sunnudögum.
I.
Þetta var í gamla daga,þrem árum fyrir Lýð-veldisstofnun, vorið 1941.Kristján Birningur rakþá B.S.A. með miklum
myndarbrag (hét fullu nafni Krist-
ján Kristjánsson, f. 1899, d. 1968,
kenndur við Birningsstaði). Ég tók
mér far með Húsavíkurrútu hans,
bílstjóri Óskar Sigvaldason (1908–
1998). Farþegar voru þessir, sem ég
man: Sigurður Einarsson Hlíðar
(1885–1962), dýralæknir í Norðlend-
ingafjórðungi og alþingismaður Ak-
ureyringa og fylgdi Sjálfstæðis-
flokknum að málum, kaupamaður
einn, sem ráðinn hafði verið til veit-
ingafólksins á Fosshóli, þeirra
Hólmfríðar Sig-
urðardóttur
(1879–1961) og
sonar hennar
Sigurðar Lúthers
Vigfússonar
(1901–1959).
Ferð minni var
aftur á móti heit-
ið að Breiðumýri,
en þaðan hugðist
ég hjóla norður í
Voga í Mývatnssveit til sjöttu sum-
ardvalar minnar hjá þeim heiðurs-
hjónum Þuríði og Þórhalli í Vogum.
Sigurður E. Hlíðar er stríðnasti
maður, sem ég hefi kynnst á lífs-
leiðinni. Tók hann farþegana fyrir
einn af öðrum, byrjaði á kaupa-
manninum á Fosshól. „Hvað átt þú
að gera á Fosshóli?“. Ég á að keyra
bíl,“ er svarað. „Hefur þú meira-
próf?“ „Nei, það hefi ég ekki og tel
ekki að það þurfi meira próf til að
sofa hjá, ef slíkt byðist.“ Næst tók
Sigurður fyrir Björn á Brún. „Ert
þú ekki oddviti, hreppstjóri eða eitt-
hvað svoleiðis? A.m.k. veit ég, að þú
ert framsóknarmaður í þessu Jón-
asarveldi frá Hriflu og munt líkleg-
ast verða Hrifluaðdáandi alla ævi.“
Björn var tregur til samræðna við
þennan stæka íhaldsmann og nálg-
uðumst við nú hliðið á Krossi í
Ljósavatnshreppi, en það var með
ekki ómyndarlegri hliðstólpum, en
þversláin var nokkuð neðarlega,
þannig að hjólið mitt, sem bundið
var uppi á bílþakinu, rakst upp und-
ir þverslána og beyglaðist smáveg-
is. Áfram var nú haldið og blasti nú
við brúin yfir Skjálfandafljót og þá
segir Sigurður við mig: „Strákur,
nú fer hjólið þitt alveg, nú í fljótið.“
II.
Á Breiðumýri skildu leiðir, ég tók
hjól mitt og þann eina farangur,
sem ég ætlaði að hafa með mér í
Voga, en það var fótbolti nr. 5, stór
og harður. Ferðatösku mína skildi
ég eftir á Breiðumýri og tók Illugi
Jónsson (1909–1989) frá Reykjahlíð
hana, er hann kom til baka
úr kaupstaðarferð til
Húsavíkur um kvöldið.
Reið ég nú af stað á hjóli
mínu, sem var þýskt af
Bauergerð, hinn besti
gripur. Sóttist mér ferðin
vel, þar til komið var upp
á Mývatnsheiði, þá hvessti
svo gríðarlega við Más-
vatnið, að á Brattásnum
stóð hjólið næstum því lá-
rétt upp í vindinn, þar sem
ég hugðist leiða það.
Skammt fyrir ofan Hellu-
vað mætti ég fyrsta mal-
arflutningabílnum, en það
var Þ-2, en hann átti Ósk-
ar Illugason (1913–1990)
frá Reykjahlíð. Það var
verið að bera ofan í veginn
frá Álftagerði upp á Mý-
vatnsheiði. Höfðu 3 eða 4
bílstjórar vinnu við þenn-
an akstur. Einnig fékk ég
far með öðrum malarbíl
stuttan spöl, en frá Skútu-
stöðum hjólaði ég alla leið
í Voga og fögnuðu Vogungar mér
vel og lengi, en þó gladdi fótboltinn
þá enn meir.
III.
Ekki rættist spá Sigurðar E.
Hlíðar um ævarandi fylgispekt
Björns á Brún við Jónas á Hriflu,
svo sem um getur í kafla I. Hinn 30.
júní 1946 voru haldnar alþingiskosn-
ingar hér á landi og voru þessir í
framboði í Suður-Þingeyjarsýslu:
Jónas Jónsson frá Hriflu (1885–
1968) fyrir Framsóknarflokkinn.
Björn Sigtryggsson bóndi á Brún
(1889–1956) fyrir Framsóknarflokk-
inn.
Jónas H. Haralz
hagfræðingur (f.
1919) fyrir Sósíalista-
flokkinn.
Bragi Sigurjónsson
kennari (1910–1995)
fyrir Alþýðuflokkinn.
Leifur Auðunarson
skrifari (1907–1978)
fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn.
Miðstjórn Fram-
sóknarflokksins hafði
valið Björn á Brún
sem frambjóðanda
flokksins og fór Ey-
steinn Jónsson (1906–
1993) norður til þess að banna með-
limum flokksins að kjósa Jónas,
þótt hann byði sig einnig fram sem
framsóknarmaður. Birti Spegillinn
skondna mynd af Eysteini, er hann
hélt austur yfir Vaðlaheiði í róm-
verskum stríðsvagni, mjög sigur-
viss, en þá birtist lítill drengur í
engilslíki fyrir ofan hann og mælti:
„Minnstu þess, að þú ert bara mað-
ur.“ Úrslit kosninganna urðu þau,
að Jónas sigraði með yfirburðum,
hlaut 866 atkvæði, en Björn aðeins
541.
IV.
Einar G.E. Sæmundsen (1917–
Gömul ferðasaga
Fosshóll og gamla brúin yfir Skjálfandafljót.
Eftir Leif Sveinsson
Sigurður Lúther Vigfússon vert, til hægri, ásamt Jóni Haraldssyni, bónda á
Einarsstöðum.
Jólaspegillinn 1946. Eysteinn Jónsson í sigur-
vagni á leið yfir Vaðlaheiði.
Kristján Kristjánsson
á B.S.A.
Sigurður E.
Hlíðar
Leifur Sveinsson