Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
6. september 1994: „Þótt á
ýmsu hafi gengið undanfarin
ár og kreppan í efnahags- og
atvinnumálum sennilega
dýpri en nokkru sinni fyrr á
þessari öld, verður ekki annað
sagt með sanngirni en að nú-
verandi ríkisstjórn hafi náð í
meginatriðum flestum þeim
markmiðum, sem hún setti
sér vorið 1991. Í stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar á þeim
tíma sagði m.a.: „Mál er að
stjórnvöld einbeiti sér að því
að skapa einstaklingum og
fyrirtækjum örvandi starfs-
skilyrði með sanngjörnum
leikreglum og stöðugleika í
efnahagslífi.“
Þetta hefur tekizt betur en
nokkurn gat órað fyrir. At-
vinnulífið býr nú við stöð-
ugleika í efnahagsmálum, sem
hefur gjörbreytt öllum við-
horfum í rekstri fyrirtækja.
Þessi stöðugleiki hefur gert
fyrirtækjum kleift að end-
urskipuleggja rekstur sinn,
jafnframt því, sem kreppan
hefur knúið þau til þess. Eftir
erfið ár og djúpan öldudal eru
fyrirtækin nú að rétta úr
kútnum eins og milliuppgjör
fyrirtækja á almennum hluta-
bréfamarkaði hafa sýnt und-
anfarnar vikur.
Þetta á við í flestum grein-
um atvinnulífsins. Svo mikil
breyting hefur orðið í rekstri
fyrirtækja í sjávarútvegi á
undanförnum árum að jafna
má við byltingu í atvinnu-
greininni.“
. . . . . . . . . .
5. september 1984: „Höfuð-
atriði efnahagsmarkmiða rík-
isstjórnarinnar fyrir árið 1985
liggja nú fyrir: 1) Ríkissjóður
á að vera hallalaus; 2) svigrúm
til gengisbreytinga verður
5%; 3) erlendi skuldabagginn
á ekki að fara yfir 61% af þjóð-
arframleiðslu; 4) verðbólgu-
hraðinn verður um 10% og 5)
viðskiptahalli verður ekki
meira en 4%.
Í ár hefur flest verið önd-
vert fyrir efnahagsstarfsem-
ina í landinu. Fiskafli hefur
verið lítill og slaknað hefur á
verði á okkar helstu mörk-
uðum. Talið er að í árslok 1984
nemi erlendar skuldir 63 til
64% af þjóðarframleiðslu, halli
á viðskiptum við útlönd í ár
verður meiri en að var stefnt
eða 4% í stað 2%, eyðslan um-
fram efni hefur verið brúuð
með erlendum lánum. Ekki
hefur tekist að hafa nægar
hömlur á opinberum rekstri,
hallinn á ríkissjóði í ár er
helsta einkenni þess að rík-
isstjórnin hefur ekki náð þeim
tökum á efnahagsþróuninni
sem eru forsendur varanlegs
árangurs. Lítið má út af
bregða til að verðbólguhjólin
taki að snúast hraðar og til að
atvinnustarfsemi leggist niður
í þeim greinum sem verst eru
settar.“
. . . . . . . . . .
5. september 1974: „Ræða
Geirs Hallgrímssonar, for-
sætisráðherra, á fundi sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík
sl. mánudagskvöld staðfesti
það, sem raunar hefur legið
ljóst fyrir um margra mánaða
skeið, að við mjög alvarleg
vandamál er að etja í efna-
hags- og atvinnumálum þjóð-
arinnar að loknu þriggja ára
tímabili vinstri stjórnar. Við-
skilnaður Lúðvíks Jós-
epssonar við sjávarútveginn
er með þeim hætti, að horfur
eru á 2.800–3.500 millj. kr.
halla á þessu ári og viðskiln-
aður Magnúsar Kjart-
anssonar við útflutningsiðn-
aðinn er á þann veg, að sú
nýja atvinnugrein er á þrot-
um. Ennfremur upplýsti for-
sætisráðherra, að verzlunin
stæði í járnum og fjölmargar
verðhækkanir væru ekki
komnar fram.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
B
jörgólfur Guðmundsson, for-
maður bankaráðs Lands-
banka Íslands, flutti um-
hugsunarverða ræðu á
þingi Sambands ungra
sjálfstæðismanna á Selfossi
síðdegis í gær, föstudag,
þar sem hann fjallaði um
ýmis þau álitaefni, sem uppi hafa verið í ís-
lenzku viðskiptalífi og þjóðfélagsumræðum á
undanförnum mánuðum. Í ræðu þessari sagði
Björgólfur m.a.:
„Því er haldið fram, að krafturinn í viðskipta-
lífinu og máttur einstakra fyrirtækja ógni eða
ögri samfélaginu og því þurfi stjórnvöld að
grípa í taumana og stýra á ný með lagasetningu
framvindu viðskipta. Hugmyndir eru um að tak-
marka umsvif banka og að eignarhald á fjöl-
miðlum þurfi að lögbinda. Einnig sveima hug-
myndir um að takmarka þurfi möguleika
stórfyrirtækja til fjárfestinga. Þessar hugmynd-
ir koma úr ólíklegustu áttum – jafnvel úr okkar
röðum.
Ég vara við þessum hugmyndum. Mikilvægt
er á tímum breytinga að ekki sé gripið inn í
eðlileg þróunarferli. Einkenni frjálsra viðskipta
er að allt leitar í jafnvægi – það kennir sagan
okkur. Ef við kynnum að hafa farið offari á ein-
hverju sviði er markaðurinn líklegri og réttari
aðili en stjórnmálamenn til að vísa okkur á rétt-
ar leiðir með hagsmuni heildar í huga. Markaðs-
öflin eiga að fá að njóta sín – þau endurspegla
vilja fólksins.
Ef svigrúm fyrirtækja er þrengt með laga-
setningu þá er uppbyggingar- og þróunarstarf
þeirra í hættu. Frumkvæði og áræði er drepið í
dróma.“
Þegar Björgólfur Guðmundsson vísar til þess
í ræðu sinni á þingi Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna, að hugmyndir um að setja þurfi við-
skiptalífinu ákveðnari starfsramma „komi úr
ólíklegustu áttum – jafnvel okkar röðum“, þ.e.
sjálfstæðismanna, er það alveg rétt.
Í áramótagrein sinni hér í Morgunblaðinu á
gamlársdag á síðasta ári sagði Davíð Oddsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, m.a.:
„Nauðsynlegt virðist að bregðast við … vax-
andi hringamyndunum með nýrri löggjöf, sem
gefa mundi þeim, sem í hlut ættu, tiltekinn að-
lögunartíma að breyttu lagaumhverfi. Öll merki
benda til þess að samruni fyrirtækja og einok-
unartilburðir í kjölfarið séu að verða meinsemd
í íslenzku viðskiptalífi. Við því er sjálfsagt og
eðlilegt að bregðast.“
Það er því formaður Sjálfstæðisflokksins
sjálfur, sem sækir umboð sitt til landsfunda
flokksins, sem hefur komizt að þeirri niður-
stöðu, að „samruni fyrirtækja og einokunartil-
burðir“ séu að verða „meinsemd“ í viðskiptalíf-
inu.
Það verður tæpast sagt að þau varnaðarorð
komi úr „ólíklegustu áttum“, því að formenn
Sjálfstæðisflokksins hafa alla tíð gætt þess, að
viðskiptalífið fari ekki úr böndum á kostnað al-
mannahagsmuna. Og er hægt að nefna söguleg
dæmi um það.
Kjarni málsins er þó sá, að hér er formaður
bankaráðs Landsbanka Íslands að setja fram
sín sjónarmið í þeim umræðum, sem fram hafa
farið um skeið og snúast um það, hvort nauð-
synlegt sé að setja íslenzku viðskiptalífi
ákveðnari starfsramma en nú er til staðar í lög-
gjöf og öðrum reglum, sem að því snúa. Ljóst er
að Björgólfur Guðmundsson hallast að sjón-
armiðum annarra forystumanna stórra við-
skiptasamsteypna, sem í stuttu máli segja: látið
okkur í friði, það kemur þjóðinni allri til góða,
og ef við förum yfir strikið mun markaðurinn
laga það.
Aðrir telja að markaðsfrelsið kunni að vera
að snúast í andhverfu sína. Í stað frelsis sé
markaðurinn að búa til ný og annars konar höft
en áður voru til staðar og við því sé nauðsynlegt
að bregðast. Allar þjóðir á Vesturlöndum hafa
með einum eða öðrum hætti brugðizt við sams
konar ástandi og hér er að skapast með lögum
og reglum. Ástæðan er sú, að þessar þjóðir hafa
reynslu af því, að óheftur markaður virkar ekki.
Hann leiðir til einokunar. Frjáls markaður, sem
starfar skv. ákveðnum reglum, virkar og leiðir
til velmegunar og farsældar. Um þetta kjarna-
atriði snúast þessar umræður.
Ríkisstjórnin brást við þeim vanda, sem upp
er kominn, með skipun nefndar á vegum við-
skiptaráðherra, sem skilaði skýrslu fyrir
skömmu. Á grundvelli þeirrar skýrslu verður
löggjöf undirbúin og lögð fyrir Alþingi.
Morgunblaðið hefur lýst þeirri skoðun, að
skýrslan sé góð, svo langt sem hún nær, en hún
nái ekki nógu langt. Fróðlegt verður að fylgjast
með því, hvort bætt verður úr þeim vanköntum,
sem um er að ræða í undirbúningi þeirra frum-
varpa, sem lögð verða fram eða á Alþingi sjálfu.
Það skiptir miklu máli að það verði gert. Úr því
á annað borð hefur verið hafizt handa um þetta
verk er nauðsynlegt að því verði fylgt eftir með
þeim hætti að það skili árangri, þeim árangri að
koma í veg fyrir, að tvær eða þrjár stærstu við-
skiptasamsteypur landsins kaupi upp meira og
minna allt, sem máli skiptir í þessu litla landi.
Viðskiptasamsteypurnar hafa haldið að sér
höndum um skeið vegna þeirra umræðna, sem
fram hafa farið. Hættan er sú, að eftir skýrslu
nefndar viðskiptaráðherra telji þær sér alla vegi
færa og að þingið hafi ekki þrek til þess að gera
nauðsynlegar ráðstafanir. Vonandi er það of
mikil bjartsýni hjá forráðamönnum þessara
samsteypna og of mikil svartsýni hjá þeim, sem
telja, að ekki hafi verið gengið nógu langt í
skýrslu nefndar viðskiptaráðherra.
Of stór
fyrirtæki?
Í ræðu sinni á þingi
Sambands ungra
sjálfstæðismanna
sagði Björgólfur Guð-
mundsson einnig:
„Sú hugsun er varasöm að íslenzk fyrirtæki
megi ekki verða of stór. Ég er þeirrar skoðunar,
að það sé hverju samfélagi mikilvægt að til séu
fjársterkir aðilar og stór fyrirtæki … Á Íslandi
þurfa að vera til fyrirtæki, sem eru stór á
heimamarkaði til þess að þau hafi þrek og
krafta að takast á við verkefni á öðrum mörk-
uðum, sem kalla á hugvit, útsjónarsemi, þraut-
seigju og úthald … Þá vil ég sjá rótgróin fyrir-
tæki eins og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
SÍF og Eimskip verða stórfyrirtæki á alþjóða-
vísu – til þess hafa þau alla burði.“
Það er merkilegt að sjá, hvernig sömu rök-
semdirnar ganga aftur í umræðum sem þessum.
Fyrir einum og hálfum áratug efndi Morgun-
blaðið til umræðna um nánast sömu mál, þ.e. að
hætta væri á því að örfá fyrirtæki væru að
verða of umsvifamikil í íslenzku viðskiptalífi. Þá
snerust þessar umræður ekki sízt um stöðu
Eimskipafélags Íslands, sem þá var í annarra
eigu en nú. Þá var því haldið fram, að Morgun-
blaðið væri á móti stórum fyrirtækjum. Ekkert
var fjær sanni enda hafði blaðið um og upp úr
1980 fjallað um það í ritstjórnargreinum sínum,
að nauðsynlegt væri að hefja sameiningu fyr-
irtækja til þess að til yrðu stærri og öflugri ein-
ingar í íslenzku viðskiptalífi.
Morgunblaðið hefur aldrei verið á móti
stórum fyrirtækjum – og tekur ummæli for-
manns bankaráðs Landsbvankans ekki til sín! –
en blaðið hefur hins vegar varað við því, að hin
stóru fyrirtæki kunna sér ekki alltaf hóf og átti
sig ekki á þeim takmörkum, sem smæð íslenzks
samfélags setur þeim.
Um þetta voru Morgunblaðið og Björgólfur
Guðmundsson raunar hjartanlega sammála fyr-
ir ári, þegar formaður bankaráðs Landsbankans
flutti merka ræðu í Lúxemborg og sagði m.a.:
„Núverandi stjórnendum Landsbankans er
ljóst að vöxt atvinnulífs og aukna velferð er ekki
að finna í garði nágrannanna heima á Íslandi.
Tækifærin eru á erlendri grundu.“
Þetta er rétt. Stór fyrirtæki á íslenzkan mæli-
kvarða eiga að kunna sér hóf heima fyrir af áð-
urgreindum ástæðum en leggja áherzlu á að
auka umsvif sín á alþjóðavettvangi. Þeirri
ábendingu beindi Morgunblaðið til forráða-
manna stórra fyrirtækja á Íslandi árið 1990 og
tekur heils hugar undir þau sjónarmið, sem
Björgólfur Guðmundsson lýsti í ræðu sinni í
Lúxemborg í fyrra.
Vandinn við stóru fyrirtækin á Íslandi er
fyrst og fremst sá, hversu illa þeim gengur að
fóta sig í hinu þrönga umhverfi hér heima. Þau
koma fram á sjónarsviðið hvert á fætur öðru,
þegar litið er yfir farinn veg, og tilhneigingin er
alltaf sú sama; að auka umsvif sín um of hér
heima fyrir. Kannski finnst þeim betra að vera
stór fiskur í lítilli tjörn en að vera litlir fiskar í
stórri tjörn? Þegar horft er á þessa þróun í
sögulegu ljósi fer ekki á milli mála, að það
skiptir engu hver fyrirtækin eru eða hverjir
eiga þau; freistingin er alltaf sú sama og virðist
vera innbyggð í eðli þessara fyrirtækja að verða
of fyrirferðarmikil á heimavígstöðvum. Þess
vegna m.a. er nauðsynlegt að ganga lengra í
löggjöf en nefnd viðskiptaráðherra gerir ráð
fyrir, þótt hún bendi vissulega á ákveðnar leiðir
til þess að takast á við þetta vandamál.
Um hlutverk
fjölmiðla
Í ræðu sinni á SUS-
þingi sagði Björgólfur
Guðmundsson:
„Fjölmiðlum er að
sjálfsögðu frjálst að hafa hvaða skoðun sem er,
en ég hef fyrir mitt leyti meira álit á fjölmiðlum,
SPURNINGAR JÓHANNS
ÁRSÆLSSONAR
Jóhann Ársælsson alþingismaðurveltir fyrir sér afstöðu Morgun-blaðsins til auðlindagjalds og
fiskveiðistjórnunar í grein hér í blaðinu
í fyrradag. Af því tilefni er ástæða til að
rifja eftirfarandi upp:
Morgunblaðið barðist í einn og hálf-
an áratug fyrir því, ásamt öðrum, að
tekið yrði upp auðlindagjald í sjávar-
útvegi. Forsenda blaðsins fyrir þeirri
baráttu var sú, að lögum samkvæmt
væru fiskimiðin við Íslandsstrendur
sameign þjóðarinnar. Óeðlilegt væri,
að fámennur hópur manna gæti um-
gengizt þessa sameign eins og hún væri
þeirra eign og selt hana sín á milli fyrir
stórar fjárhæðir.
Í þessum umræðum lagði Morgun-
blaðið áherzlu á, að svo fremi útgerð-
armenn greiddu gjald fyrir afnot af
þessari auðlind til eigenda hennar væri
ekkert athugavert við, að þeir að lok-
inni slíkri greiðslu gætu framselt hana
sín á milli fyrir fjármuni.
Jafnframt var það ítrekað aftur og
aftur af hálfu Morgunblaðsins, að sjálf-
sagt og eðlilegt væri, að útgerðin fengi
aðlögunartíma til að laga rekstur sinn
að breyttum forsendum.
Í umræðum um fiskveiðistjórnar-
kerfið á undanförnum árum hafa marg-
ir aðrir þættir þess komið til umfjöll-
unar en ástæða er til að undirstrika, að
þetta er sá þáttur málsins, sem Morg-
unblaðið einbeitti sér að.
Niðurstaða þessara miklu umræðna
varð sú, að lög voru samþykkt á Alþingi
um auðlindagjald, og áður höfðu báðir
stjórnarflokkarnir tekið upp þá stefnu.
Það olli hins vegar vonbrigðum að
gjaldið var lægra í upphafi en tilefni
var til og þeirri skoðun lýsti Morgun-
blaðið þegar frumvarpið kom upphaf-
lega fram. Mestu skiptir hins vegar að
grundvallaratriðið um auðlindagjald
hefur verið lögfest og er nú komið til
framkvæmda. Jafnframt er ljóst að þau
lög verða seint felld úr gildi.
Í þessu sambandi er líka mikilvægt
að breið pólitísk samstaða er um að
taka ákvæðið um sameign þjóðarinnar
upp í stjórnarskrá og verður að ganga
út frá því sem vísu að það verði gert á
næstu þremur árum eða svo.
Jóhann Ársælsson segir í grein
sinni:
„Ríkisstjórnin hefur á sinni stefnu-
skrá að setja ákvæði um þjóðareign á
auðlindum sjávar í stjórnarskrá. Telur
Morgunblaðið að það sé viðunandi
niðurstaða án breytinga á lögunum um
stjórn fiskveiða og lögum um samn-
ingsveð?“
Svarið er: Eftir að grundvallaratrið-
ið um auðlindagjald hefur verið lögfest
og er komið til framkvæmda eftir langa
baráttu er augljóst að auðveldara verð-
ur að koma fram breytingum á öðrum
þáttum málsins svo sem sanngjarnari
greiðslum fyrir afnot og öðru því, sem
máli skiptir.
Um þetta geta Jóhann Ársælsson og
Morgunblaðið áreiðanlega átt samleið í
framtíðinni.
Sumir stjórnmálamenn, ekki sízt úr
Samfylkingunni, gera lítið úr þeirri
málamiðlun, sem náðist vegna auð-
lindagjaldsins. Sú afstaða er á miklum
misskilningi byggð. Forystumenn
stjórnarflokkanna gengu lengra en
aðrir til þess að ná samkomulagi vegna
þess, að þeir samþykktu grundvallar-
atriði málsins. Það skipti meginmáli og
því verður ekki breytt.
Nú er hins vegar tímabært að hefja
frekari umræður um auðlindagjald af
afnotum annarra auðlinda, sem teljast
verða í sameign þjóðarinnar, og þá m.a.
hvernig útfærslu þess verði bezt hátt-
að.