Morgunblaðið - 05.09.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ GEFNU tilefni óskast eft-
irgreindu komið á
framfæri:
Í samkomulagi KB
banka við fast-
eignasala vegna kynn-
ingarstarfs þeirra og
hugsanlegrar milli-
göngu um KB íbúða-
lán eru skýrar verk-
lagsreglur. Í þeim
reglum er m.a. stuðst
við efnisþætti úr
frumvarpi til laga um
fjarsölu á fjár-
málaþjónustu, en gert
er ráð fyrir að frum-
varpið verði afgreitt sem lög frá
Alþingi í vetur. Þau lög byggja á
tilskipunum Evrópuþings um fjar-
sölu á fjármálaþjónustu til neyt-
enda.
Samkvæmt verklagsreglunum
gera fasteignasalar, eins og aðrir
sem vinna að sölu- og markaðs-
málum fyrir KB banka skv. sér-
stökum samningum,
ævinlega grein fyrir
tengslum sínum við
bankann. Þeir hafa yf-
ir að ráða staðgóðri
þekkingu á eðli KB
íbúðalána og aðstoða
áhugasama við-
skiptavini við útfyll-
ingu umsóknar og
eyðublaða vegna hugs-
anlegrar lántöku. Til
þess að geta tekið KB
íbúðalán þurfa þeir
sem lánin taka að vera
með ákveðin viðskipti
við KB banka. Þeir sem ekki eru í
viðskiptum við bankann þurfa því
að stofna til þeirra viðskipta til
þess að geta sótt um lán. Þeir fast-
eignasalar sem samning hafa við
bankann þar um geta þá gengið frá
umsókn og viljayfirlýsingu vegna
viðskiptabankaþjónustu. Leiði slík
umsókn til þess að viðkomandi ein-
staklingar og KB banki geri sam-
komulag um viðskiptabankaþjón-
ustu fá fasteignasalar greidda
þóknun sem einkum er litið á sem
greiðslu fyrir umstang vegna nauð-
synlegrar pappírsvinnu og frá-
gangs.
Í gögnum sem fasteignasalar af-
henda viðskiptamönnum sínum
vegna umsóknar um viðskipta-
bankaþjónustu kemur meðal ann-
ars fram hvað fasteignasalan fær
greitt í þóknun frá KB banka
vegna milligöngu sinnar. Rétt er að
taka fram að enginn viðbótarkostn-
aður leggst á viðkomandi ein-
staklinga vegna þessa fyrir-
komulags.
KB banki ætlar sér forystu-
hlutverk í samkeppni banka og
annarra fjármálastofnana við
Íbúðalánasjóð. Til þess að tryggja
áframhaldandi brautryðjendastarf
á þeim vettvangi er gott samstarf
við fasteignasala auðvitað á meðal
mikilvægra þátta. Samkomulag á
milli þeirra og bankans, sem í hví-
vetna stenst núverandi lög í land-
inu, væntanleg lög og ströngustu
tilskipanir Evrópusambandsins, er
að sjálfsögðu ekki ógnun við neyt-
endur heldur í raun sjálfsögð þjón-
usta.
Sjálfsögð þjónusta
Hafliði Kristjánsson fjallar
um fasteignaviðskipti
’Til þess að tryggjaáframhaldandi braut-
ryðjendastarf á þeim
vettvangi er gott sam-
starf við fasteignasala
auðvitað á meðal mik-
ilvægra þátta.‘
Hafliði Kristjánsson
Höfundur er framkvæmdastjóri sölu-
og markaðssviðs KB banka.
Skólavörðust íg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husav ik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Opið hús í dag frá kl. 14.00-16.00
Miðleiti 1 - með bílskýli
Húsavík – Þar sem gott orðspor skiptir máli
Góð 3ja herbergja 101,7 fm íbúð á 1. hæð (jarðhæð) í góðu lyftuhúsi ásamt stæði í
bílskýli á þessum frábæra stað miðsvæðis í Reykjavík. Nýlegt baðherbergi með inn-
réttingu, baðkari og flísum í hólf og gólf. Eldhús einnig með endurnýjuðum innrétt-
ingum og borðkrók. Stofa og borðstofa með útgangi út á hellulagða suðurverönd.
Stórt þvottahús innan íbúðar með innréttingu. Eigninni fylgir stæði í bílskýli. Íbúðin er
laus til afhendingar. Verð 18 millj. (412)
Helga tekur vel á móti gestum í dag frá kl. 14 - 16. Bjalla merkt 1C
Teikningar á staðnum.
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Vegna skipulagsbreytinga eigum
við eftirfarandi til ráðstöfunar í
þessu glæsilega húsi.
2. hæð framhús, samtals 336 fm.
2. hæð bakhús, 172 fm.
3. hæð bakhús, 296 fm.
Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæsilegt
útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar
kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu
Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag,
Sjá nánar á heimasíðu landsafl.is
Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242.
Suðurlandsbraut - Til leigu
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
Brúðkaup • Pökkun • Merking
Fréttir
í tölvupósti