Morgunblaðið - 05.09.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 05.09.2004, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 45 Samband hennar við frændfólkið í Bolungarvík var alla tíð mikið og gott. Hún bjó erlendis í 43 ár en kom alltaf reglulega heim og oftast kom hún þá í Víkina sína sem hún batt svo mikla tryggð við. Doddý og Kalli voru jafn- aldrar og miklir mátar. Þegar hann veiktist 1985 og fór í mikla aðgerð til London, kom hún til þeirra og var hjá þeim, sem var ómetanlegt fyrir alla. Þegar ég kom til London var ég með íslenskan mat. Hún ljómaði og naut þess að borða íslenska matinn og fá fréttir að heiman. Silla mín þakkar ykkur öllum fyrir móttökurnar og dvölina í Houston 1983 og 1986. Elsku Vinný Rósa, Linda, Jón, Dagga og fjölskyldur. Höddi, Grétar og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill. Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tím- um. Megi minningin um yndislega konu lýsa ykkur um ókomin ár. Elsku frænka mín. Þegar við töluðum síðast saman fyrir um það bil mánuði sagð- ist þú vera tilbúin að fara. Svo róleg og sátt við alla og viss um endurfundi. Við fjölskyldan þín í Bolungarvík kveðjum þig með söknuði að sinni og biðjum Guð að geyma þig. Við sjáumst síðar. Minning þín mun lifa með okkur um ókomin ár. Kristný Pálmadóttir. Elskuleg systir og mágkona, Oddný Esther Magnúsdóttir Ceris- ano (Doddý), er látin. Þó hún hafi átt við erfið veikindi að stríða og vitað væri hvert stefndi var vonin þó eftir, vonin um að ef til vill myndi henni batna, og vonbrigðin voru erfið við- ureignar. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Minningar streyma fram í huga. Doddý að heilsa við komu til Íslands: Faðmlög, fögnuður, gleðibros í aug- um, kossar beint frá hjartastað. Doddý að kveðja við brottför til Am- eríku, þar sem hún bjó: Söknuður en fyrirheit um endurfundi. Hún kom ár- lega til Íslands. Eiginmaður hennar Vinny og börn þeirra létu ekki sitt eft- ir liggja að styðja hana í þeirri við- leitni því oftast komu þau með henni. Þá var oft glatt á hjalla. Doddý unni Íslandi og hlúði að vin- áttu við ættingja og vini svo af bar. Hún hafði ljúft viðmót, sýndi ávallt hjálpsemi og ástúð, þannig að manni gat ekki annað en liðið vel í návist hennar. Hafi hún þökk fyrir allt sem hún var okkur öllum í fjölskyldunni. Við vottum Vinny, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum okk- ar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Grétar og Gréta.  Fleiri minningargreinar um Odd- nýju Esther Magnúsdóttur Ceris- ano bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigríður Hannesdóttir, Martha og Karvel Pálmason, Svana Jós- epsdóttir, Áslaug Guðbrandsdóttir, Helga Guðbrandsdóttir (Lissa). ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNBJARGAR JÓNSDÓTTUR (Ebbu), Klapparstíg 1, Reykjavík, áður Kárastíg 15, Hofsósi. Gunnar Geir Gunnarsson, Jóna Þórðardóttir, Kristján Arason, Gunnar Geir Gunnarsson, Þröstur Viðar Gunnarsson, Kristín Bergmann, Pálína Sif Gunnarsdóttir, Einar Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, GUÐNA KÁRASONAR frá Presthúsum í Vestmannaeyjum. Jón Trausti Kárason, Bjarghildur Stefánsdóttir, Kári Þórir Kárason, Anna Eiríksdóttir, Guðríður Svala Káradóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR S. V. SIGURJÓNSSON, lést á heimili sínu Hlaðbrekku 20, Kópavogi, miðvikudaginn 1. september sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 8. september nk. kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins. Erla Bergmann Danelíusdóttir, Sverrir Bergmann, Soffía Guðmundsdóttir, Heimir Bergmann, Bragi V. Bergmann, Ingibjörg S. Ingimundardóttir, Guðrún Bergmann, Kolbeinn Reynisson, Pálmi Bergmann, Guðrún Linda Jónsdóttir, Bjarni V. Bergmann, Guðrún María Helgadóttir, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Aldís Tryggvadóttir, Vilhelmína S. Vilhjálmsdóttir, afa- og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og systur, DÓRU GUNNFRÍÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, sem lést miðvikudaginn 18. ágúst sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldór Ó. Stefánsson, Bára Halldórsdóttir, Brynja Halldórsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR EINARSSON múrarameistari, Tjarnarstíg 9, Seltjarnarnesi, sem lést þriðjudaginn 31. ágúst, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. september kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Einar Erlendsson, Turid Erlendsson, Erla Erlendsdóttir, Bragi Guðmundsson, Árni Erlendsson, Inga Hrönn Pétursdóttir, Snorri Erlendsson, Hanna Erlendsson, Sigrún Erlendsdóttir, Jón Ingi Haraldsson, Helgi Erlendsson, Lilja Brynjarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANSÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR (Haddý), Suður-Reykjum 3, Mosfellssveit, sem lést föstudaginn 27. ágúst, verður jarð- sungin frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 7. sept- ember kl. 15.00. Ásta Jónsdóttir, Ragnar Björnsson, Bjarni Ásgeir Jónsson, Margrét Atladóttir, Kristján Ingi Jónsson, Einar Bogi Sigurðsson, Baldur Jónsson, Hugrún Svavarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRU SVÖNU SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Klapparstíg 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13-G á Landspítala við Hringbraut. Sigrún Sigurðardóttir, Hermann Ólason, Gylfi Sigurðsson, Súsanna Jónsdóttir og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.