Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 61

Morgunblaðið - 05.09.2004, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2004 61 EINN ástsælasti dægurlaga- söngvari sem þjóðin hefur átt, Ragnar Bjarnason, fagnar um þessar mundir 50 ára söngafmæli sínu, auk þess sem hann verður sjötugur 22. september. Af því tilefni tók Ragnar sig til og ákvað að gefa út nýja sólóplötu með nýjum upptökum af gömlu góðu standördunum og svara þannig um leið þeim fjölda áskor- ana sem reglulega berast honum. Það sem meira er þá verður haldin heljarinnar afmælisskemmtun á Broadway 25. september nk. þar sem Ragnar mun syngja og skemmta í hópi góðvina sinna, sem sungið hafa og leikið með honum í gegnum tíðina. Ragnar leggur nú lokahönd á plötuna sem hann tók upp í upp- tökusal FÍH. Nýja platan kemur til með að heita Vertu ekki að horfa, eftir laginu sem hann gerði svo frægt hér um árið, og innihalda 14–15 sígild dægurlög, mörg af þeim kunnustu lögum sem hann hefur sungið og gert fræg á ferli sínum, auk annarra frægra stand- arda sem hann hefur svo ótal sinn- um sungið inn í hjörtu landsmanna á dansleikjum. Þótt upptökur séu nær allar nýjar leituðust útsetj- ararnir Þórir Baldursson, Árni Scheving, Jón Sigurðsson, Sig- tryggur Baldursson, Karl Olgeirs- son, Einar Jónsson og Björn Thor- oddsen eftir því að hafa útsetningarnar sem sígildastar og jafnvel reyndu að endurskapa hljóminn sem var á upprunalegu upptökunum. Valinkunnur hópur flytjenda leggur Ragnari lið á plötunni. Sveitina hans skipa Sigurður Flosason á saxafón og öðrum blást- urshljóðfærum, Árni Scheving á víbrafón, Vilhjálmur Guðjónsson á gíturum, Jón Rafnsson á bassa, Þórir Baldursson á hljómborðum og Alfreð Alfreðsson á trommum. Þá syngja félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum með honum í nokkr- um lögum á plötunni. Guðrún Gunnarsdóttir bregður sér enn einu sinni í hlutverk Ellyjar Vil- hjálmsdóttur og syngur með Ragnari „Heyr mína bæn“. Borg- ardætur syngja bakraddir m.a. í nýrri íslenskaðri útgáfu á gamla rokkslagaranum „Rockin’ Robin“ sem Kristján Hreinsson hefur samið texta við sem heitir „Jakk- inn minn“. Þá leika Milljónamær- ingarnir og Páll Óskar með Ragn- ari á plötunni og annar gamall Milli, Bogomil Font, bregður sér í hlutverk Jóns bassa Sigurðssonar og syngur með Ragnari lagið „Út í Hamborg“. Og fleiri Millar koma við sögu því Bjarni Arason og kona hans Silja Rut Ragnarsdóttir syngja bæði með Ragnari á plöt- unni. Í samtalið við Morgunblaðið seg- ir Ragnar að allir þessir listamenn og fleiri til muni koma fram á af- mælissöngskemmtuninni á Broad- way. „Um leið verða þetta útgáfu- tónleikar fyrir plötuna og því verða öll lögin af henni tekin og fleiri til.“ Þá er gaman að geta þess að Sumargleðin síkáta mun koma saman aftur við þetta tilefni; Ragn- ar, Hermann Gunnarsson, Ómar Ragnarsson, Þorgeir Ástvaldsson, Bessi Bjarnason og Magnús Ólafs- son en þeir hafa verið að taka lagið saman undanfarið í undirbún- ingnum fyrir þessi stóru tímamót í lífi Ragnars Bjarnasonar og sögu íslenskrar dægurtónlistar. Tónlist | Ragnar Bjarnason fagnar tvöföldu stórafmæli Ný plata og söng- skemmtun á Broadway Morgunblaðið/Árni Sæberg Raggi Bjarna og Borgardætur í góðri sveiflu við upptökur á nýju plöt- unni hans Ragga í FÍH á dögunum. Sextíu og eins árs gamall áhorf-andi á tónleikum hjá Rod Stew- art íhugar málshöfðun gegn söngv- aranum eftir að hann sparkaði bolta í höfuð á áhorfandanum. Vincenzo Costa, sem er tengdapabbi plötu- snúðsins Paul Oakenfold, þurfti að fara strax á spítala eftir að Stewart þrusaði boltanum í hausinn á hon- um undir lok tón- leikanna en Stewart hefur lengi stundað þetta, ekki að sparka bolta í höfuð áhorfenda sinna, heldur að láta nokkra vaða út í skarann undir lok tónleika sinna. Fólk folk@mbl.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.20 KRINGLAN Sýnd kl. 12 og 2. Ísl tal. KRINGLAN sýnd kl. 5.50 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45 KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. b.i. 12 ára KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i 14 ára. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. ir f tt l t í fri i. Sló rækilega í gegn í USA ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 3.50 og 6. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 5.50, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2, 4, og 6. AKUREYRI Sýnd kl. 6. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6, 8 og 10. b.i. 12 ára AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10.b.i. 12 ára MEÐ ÍS LENSKU TALI Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda í frábærum hasartrylli. Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði. HÁDEGISBÍÓ MIÐAVERÐ KR. 400 Á ALLAR MYNDIRKL. 12 Í SAMBÍÓUM, KRINGLUNNI S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com Kemur steiktasta grínmynd ársins Kemur steiktasta grínmynd ársins Julia Stilesli il The  Ó.H.T Rás 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.