Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SEX nemendur Lækjarskóla í Hafnarfirði, þau Kol-
beinn, Gunnar, Brynhildur, Katrín, Gylfi og Diljá
mótmæltu stöðunni í kjaradeilu grunnskólakennara
og sveitarfélaga fyrir utan Alþingishúsið í gær. Þau
sögðu við blaðamann Morgunblaðsins að í stað þess
að lækka tekjuskatt ætti ríkið að láta sveitarfélögin
fá meiri peninga. „Þannig gætu sveitarfélögin greitt
kennurum hærri laun,“ útskýrði Kolbeinn. Annar í
nemendahópnum sagði að einnig mætti leysa málið
með því að lækka laun ríkisstjórnarinnar. Nemend-
urnir hófu mótmælastöðuna klukkan tíu í gærmorg-
un. Þeim var því orðið nokkuð kalt þegar blaðamað-
ur hitti þau um eitt-leytið. Þau sögðu þó að Margrét
Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,
hefði boðið þeim í kjötsúpu í matsal þingsins í há-
deginu.
Einnig hittu þau og ræddu við Steingrím J. Sigfús-
son, formann Vinstri grænna, Hjálmar Árnason,
þingflokksformann Framsóknarflokksins og Árna
Magnússon félagsmálaráðherra.
Morgunblaðið/Sverrir
Grunnskólanemendur í Hafnarfirði mótmæltu stöðunni í kennaradeilunni fyrir framan Alþingi í gær. Hér ræða
þeir við Árna Magnússon félagsmálaráðherra og sögðust ætla að mæta aftur með spjöldin eftir helgi.
Mótmæla stöðunni í kjaradeilu
FERÐAMÖNNUM fjölgar hér á
landi á sama tíma og þeim fækkar í
ýmsum nágrannalöndum. Þá hefur
sætaframboð í farþegaflutningum
stóraukist og einnig er aukning í
gistirými og bílaleigu. Áhyggjur af
neikvæðum áhrifum hvalveiða á
fjölda ferðamanna hafa reynst
ástæðulausar. Þetta var meðal þess
sem kom fram í ræðu Einars K. Guð-
finnssonar á ferðamálaráðstefnu á
Kirkjubæjarklaustri í gær.
Einar sagði góðan árangur ferða-
þjónustunnar bera því vitni að hún
hefði staðið sig vel í harðri alþjóð-
legri samkeppni. Hann benti á að
2002 og 2003 hefði ferðamönnum
fjölgað um 12% hvort ár um sig. Þró-
unin fyrstu níu mánuði þessa árs
gæfi ástæðu til að ætla að enn yrði
metár í ferðaþjónustu. Meðal skýr-
inga á þessum góða árangri taldi
Einar vera gott samstarf á milli at-
vinnugreinarinnar og hins opinbera.
Mikil aukning á sætaframboði
Framboð hefur aukist á flestum
sviðum ferðaþjónustu, ekki síst í
sætaframboði í flugi og ferju. Í fyrra
var sætaframboð hjá Icelandair 1,7
milljón sæti en verður 1,85 milljón
sæti í ár. Sagði Einar að á næsta ári
yrði sætaframboð Icelandair
2.019.000 sæti. Þetta væri ríflega 300
þúsund sæta aukning frá í fyrra. Hjá
Iceland Express yrði sætaframboð í
ár 370 þúsund sæti móts við 176 þús-
und sæti í fyrra, sem er nær tvöföld-
un. Sætaframboð með Norrönu hefði
aukist úr tæplega 27 þúsund sætum
árið 2003 í 62 þúsund sæti árið 2004.
Þá hefði gistirými og framboð á bíla-
leigubílum einnig aukist. „Þetta er
gríðarleg aukning og ánægjulegt er
að sjá að hún kallar líka fram aukinn
fjölda ferðamanna. Í tilfelli ferða-
þjónustunnar hefur það orðið reynsl-
an að aukning á framboði skapar for-
sendur til aukinnar eftirspurnar,
einkanlega þegar slíku er fylgt eftir
með öflugri markaðssókn,“ sagði
Einar.
Áhyggjur vegna hvalveiða
Hjólhýsum og tjaldvögnum fjölg-
aði hér á landi um 360% frá 1994 þar
til í fyrra. Einar sagði að í þessu fæl-
ust tækifæri fyrir ferðaþjónustuna.
Þá vék Einar að þeim áhyggjum sem
ýmsir innan ferðaþjónustunnar
hefðu af því að hvalveiðar væru hafn-
ar á ný. „Tvö ár hafa nú liðið þar sem
saman hafa farið hvalveiðar og
hvalaskoðun. Nú höfum við fengið
allmikla reynslu og hún er sem fyrr
jafnan ólygnust. Því var haldið fram
af ýmsum að ekki skipti máli hversu
mörg dýr yrðu drepin eða hversu
viðurhlutamiklar veiðarnar yrðu. Við
það að fyrsti hvalurinn yrði skotinn
væri skaðinn skeður. Nú geta menn
endalaust deilt um þessi mál en eitt
blasir við; á sama tíma og hvalveiðar
eru stundaðar hér við land í tak-
mörkuðum mæli, undir vísindalegu
eftirliti, þá fjölgar ferðamönnum
sem aldrei fyrr.“
Ferðamönnum fjölgar
þrátt fyrir hvalveiðar
!"# $
%#& '
FERÐAÞJÓNUSTA bænda hlaut
umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs
2004 og voru þau afhent í gærkvöldi
á lokahófi árlegrar ferðamálaráð-
stefnu á Kirkjubæjarklaustri. Fékk
Ferðaþjónustan verðlaunin fyrir að
hafa fyrir skömmu uppfyllt viðmið
Green Globe 21 um sjálfbæra þróun
og hafa þar með náð öðru af þremur
þrepum vottunarkerfisins. Verð-
launagripurinn er ný hönnun eftir
Aðalstein Svan Sigfússon myndlist-
armann, unninn úr gabbrói og lerki.
Frá árinu 2002 hafa Félag ferða-
þjónustubænda og Ferðaþjónusta
bænda haft það að markmiði að allir
ferðaþjónustubændur taki upp um-
hverfisstefnu innan ákveðinna tíma-
marka. Stefnan er að því að ferða-
þjónustubændur verði leiðandi afl í
umhverfismálum á landsbyggðinni.
Ferðamálaráð Íslands byggði val
sitt á handhafa Umhverfisverð-
launanna 2004 fyrst og fremst á
markvissri umhverfisstefnu Ferða-
þjónustu bænda, svo og góðri eftir-
fylgni félagsins, starfsfólki þess og
víðtækum áhrifum stefnunnar.
Meginþema ráðstefnunnar var
efnahagslegt gildi ferðaþjónustu.
Fram kom í erindi Ásgeirs Jóns-
sonar, hagfræðings KB banka og
lektors við Háskóla Íslands, að í
ferðaþjónustu, einkum í dreifbýli,
lægi stærsti vaxtarbroddur í einni
atvinnugrein á Íslandi.
Morgunblaðið/Þorkell
Ferðaþjónusta bænda
hlýtur umhverfisverðlaun
HEIMILI og skóli – landssamtök
foreldra áforma að hvetja foreldra til
að taka sér frí hluta úr degi í næstu
viku til að verja tímanum með börn-
um sínum og huga að líðan þeirra.
Ætla samtökin að mælast til þess að
vinnuveitendur gefi starfsfólki frí
einn eftirmiðdag í næstu viku vegna
þessa og verður dagurinn nánar aug-
lýstur síðar.
Að sögn Elínar Thorarensen, á
skrifstofu Heimilis og skóla, hafa
forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja
haft á orði við samtökin að þreyta sé
víða komin upp á vinnustöðum vegna
verkfalls kennara.
Ekki vinnufriður
sumstaðar fyrir börnum
„Fólk sinnir náttúrlega ekki
vinnunni sinni af fullum hug hvort
sem börnin eru eirðarlaus heima eða
af því að það er ekki vinnufriður
sumstaðar fyrir börnum. Þannig að
þetta snertir bæði foreldra og fyr-
irtæki í landinu og ekki síst börnin,“
segir Elín. Að sögn hennar ætla
Heimili og skóli að vera sýnilegri í
umræðunni á næstunni en fjölmarg-
ar fyrirspurnir berast þeim frá for-
eldrum sem spyrja m.a. hvað sam-
tökin hyggist gera. „Við höfum
fengið fyrirspurnir um hvort hægt sé
að fara í einhverjar lagalegar að-
gerðir, en verkfallsréttur er æðri öll-
um öðrum rétti, eins og rétti barna
til náms, þannig að hendur okkar eru
bundnar að því leyti.“
Samtökin hafa ákveðið að skrifa
menntamálaráðherra opið bréf þar
sem skorað er á ríkisstjórnina og
menntamálaráðherra að beita sér í
deilunni, jafnframt því sem samtökin
hvetja deilendur til að koma með til-
slakanir í samningsgerðina. Bréfið
er birt á heimasíðu samtakanna.
„Við erum að vonast til að geta
virkjað raddir foreldra betur og fá
foreldra til að taka þátt í þessum að-
gerðum,“ segi Elín og að hvetja þurfi
foreldraráð og foreldrafélög til að
þrýsta á sveitamenn um lausn.
Heimili og skóli ætla að mælast til að foreldrar taki sér frí hluta úr degi
Víða þreyta á vinnustöðum
Reiðubúnir
að veita
öllum und-
anþágu
KENNARAR eru reiðubúnir að veita
undanþágu fyrir allar sérdeildir ein-
hverfra sé þess óskað – að því gefnu
að allir kennarar sem að kennslunni
koma verði kallaðir í skólana og settir
á launaskrá. Að sögn Eiríks Jónsson-
ar, formanns Kennarasambands Ís-
lands, er ákvörðunin tekin af fulltrúa
kennara í undanþágunefnd og er hún
í samræmi við fyrri ákvörðun um að
veita sérskólum undanþágu frá verk-
falli.
Eiríkur segir að eins og staðan sé í
dag virðist lítill áhugi hjá sveitar-
félögunum að bregðast við þessari
ákvörðun. „Þeir vilja útfærslu sem
býður upp á hættu á verkfallsbrotum
og vilja ekki borga fólki full mánaðar-
laun fyrir vinnu nema tryggt sé að
það vinni örugglega alla vinnuna.“
Að sögn Eiríks eru sveitarfélögin
einungis reiðubúin að greiða fyrir
þann tíma sem sérkennarinn sinnir
kennslu einhverfra sérstaklega, en
sérkennari í almennum skólum kenn-
ir að jafnaði einnig í almennri deild.
Það vilji kennarar ekki fallast á og
séu ekki reiðubúnir að samþykkja að
sérkennari kenni börnum á tímum
þar sem sérgreinakennari, t.d. í
íþróttum eða hannyrðum, ætti að sjá
um kennsluna. Kalla verði alla hlut-
aðeigandi kennara í skólana sem fyrr
segir.
„Ég segi bara: ef sveitarfélögin eru
ekki tilbúin að taka nokkra kennara
inn til þess að kenna einhverfum
börnum vegna þess að þau tíma ekki
að borga kaup fyrir það þá verða
þauað svara fyrir það út í þjóðfélag-
ið.“
Um 40 einhverfir nemendur
í sérdeildum án kennslu
Fimm sérskólar hafa fengið und-
anþágu frá verkfalli og ein sérdeild.
Sérdeildir sem ekki fengu undan-
þágu á fundi undanþágunefndar í
fyrradag eru Fellaskóli, Hamraskóli,
Digranesskóli og Síðuskóli á Akur-
eyri, en um 7–8 nemendur eru í hverri
deild. Þar sem sérdeildir eru ekki til
staðar er einhverfum nemendum
sinnt innan almenna skólans en þau
sértilfelli hafa ekki fengið undanþágu.
Kennarar á
undanþágu haldi full-
um mánaðarlaunum
FORSVARSMENN kennara
funduðu í gær með kennurum
á Höfn í verkfallsmiðstöð
kennara hjá Stéttarfélaginu
Vökli, þar sem gerð var grein
fyrir stöðu kjaradeilunnar.
Kennarar eru á yfirreið um
Austurland og verða fundir
með kennurum í dag á Fá-
skrúðsfirði, Reyðarfirði og Eg-
ilsstöðum.
Að sögn Finnboga Sigurðs-
sonar, formanns Félags grunn-
skólakennara, hafa forystu-
menn úr Kennarasambandinu
reynt eftir fremsta megni að
funda með kennurum á lands-
byggðinni frá því verkfall hófst
og er röðin komin að Austur-
landi.
Baklandið jafntraust
„Það er greinilegt að bak-
landið er ennþá alveg jafn-
traust og það var þegar at-
kvæðagreiðsla fór fram í vor,
menn eru ekkert að slá af, það
kom mjög skýrt fram,“ sagði
Finnbogi í samtali við Morgun-
blaðið eftir fundinn. Hann seg-
ir fundarhöld á borð við þessi
skila miklu, forystumenn
skynji stuðning félagsmanna
og kennarar fái fréttir af
samningamálunum með per-
sónulegum hætti á þessum
fundum.
Fundir með
kennur-
um á Aust-
urlandi