Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það styttist í það að frambjóðendurnir verði bara fjarstýrðir róbótar.
Í skýrslu sem unninvar fyrir UNICEF(Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna) og fjallar
um efnahagslegar fram-
farir og fátækt barna inn-
an ríkja Austur-Evrópu,
fyrrum Sovétlýðveldunum
og Eystrasaltsríkjunum,
kemur m.a. fram að at-
vinnuástand innan þess-
ara ríkja hafi ekki breyst
þrátt fyrir bætt efnahags-
ástand. Mikil fátækt er
meðal íbúa þessara ríkja
auk þess sem þeir glíma
við ýmis félagsleg vanda-
mál tengd breytingunni á
samfélaginu eftir fall
kommúnismans árið 1989.
Flæði fíkniefna hefur aukist til
muna, mansal hefur aukist vegna
minni hafta milli landa en síðast
en ekki síst hefur alnæmissmit-
uðum fjölgað verulega frá 1989.
Börn eru meðal þeirra sem verða
hvað verst úti vegna þessara fé-
lagslegu vandamála en eitt af
markmiðum UNICEF er að
skapa öllum börnum öruggt um-
hverfi. „Líf barna á þessum
svæðum er í dag töluvert ólíkt því
sem foreldrar þeirra þekktu.
Tækifæri eru fleiri, frelsi hefur
aukist og fleiri valmöguleikar eru
í boði. Á móti kemur að fátækt er
meiri, mismunur hefur aukist og
áhætta er mun meiri,“ segir í
skýrslunni.
Ófyrirséðar afleiðingar
Philip O’Brien, Evrópufram-
kvæmdastjóri UNICEF, sem
staddur er á Íslandi til að kynna
sér starfsemina hér, segir að
fyrrgreind ríki verði oft út undan
þegar kemur að umræðu um þró-
unarmál. Enginn hafi getað séð
fyrir þær afleiðingar sem komu í
kjölfar hruns Sovétríkjanna fyrir
15 árum. Mikið hafi dregið úr
mætti þjóðfélagsgeirans ásamt
því að atvinnuleysi meðal ungs
fólks jókst til muna. Það hafi orð-
ið gjá á milli unga fólksins og
samfélagsins. Hann segir bæði
góðar fréttir og slæmar að finna í
ofangreindri skýrslu. Góðu frétt-
irnar séu þær að efnahagur þjóð-
anna sé á uppleið en þær slæmu
tengist ýmsum félagslegum þátt-
um, s.s. mikið brottfall barna og
unglinga úr skólum, aukinn fjöldi
barna sem kunna ekki að lesa og
skrifa. Það sé að mörgu leyti ekk-
ert skrítið vegna þess að lítið sem
ekkert fjármagn sé sett í skólana.
Sumir þeirra séu án upphitunar
yfir vetrarmánuðina og í sumum
tilfellum vanti gler í glugga.
Aukin útbreiðsla alnæmis
„Það sem við gjarnan gleymum
er að ein mesta útbreiðsla al-
næmissmitaðra situr við þröskuld
Evrópu,“ segir O’Brien og bætir
því við að aukningin í Eistlandi
einu og sér sé í kringum 300%.
Hann segir unglinga byrja að
stunda kynlíf yngri, eða í kring-
um 14 ára aldur. Stærstur hluti
þeirra, eða um 75%, noti svo eng-
ar getnaðarvarnir sem segir sig
sjálft að sé mjög alvarlegt mál.
Nauðsynlegt sé að sporna við
þessari þróun með aukinni
fræðslu og forvarnarstarfi.
O’Brien bendir á að ríki innan
OECD veiti litla sem enga þróun-
araðstoð til þessara ríkja. Það
séu ekki síst Afríka og Asía sem
séu í forgangi hvað varði slíka að-
stoð. Einnig bendir hann á að
fólk líti á ríkin sem hæf til þess
að snúa sjálf við dæminu, en flest
þessara ríkja eiga sér mikla sögu
og arfleið. Hins vegar séu und-
irstöðurnar í ríkjunum orðnar
það veikburða að það sé orðið
þeim ofviða að halda úti einfaldri
félags- og heilbrigðisþjónustu.
O’Brien telur ríkin eiga hvað
mestan möguleika á viðsnúningi,
pólitískt og efnahagslega séð, ef
þau sameinist Evrópusamband-
inu.
Fleiri börn alast
upp í fátækt
Meðal þess sem er að finna í
niðurstöðum skýrslunnar er að í
níu af þeim ríkjum sem um er
rætt búa 14 milljónir barna af 44
milljónum undir fátæktarmörk-
um eða rétt tæpur þriðjungur.
Óttast er, vegna aukinnar fæð-
ingartíðni í fátækustu löndunum
og minni fæðingartíðni í þeim
efnameiri, að fleiri börn komi til
með að alast upp í sárri fátækt.
Ef litið er til talna á heimsvísu
kemur m.a. í ljós að um 600 millj-
ónir barna þróunarlandanna, eða
um 30%, lifa á minna en 70 krón-
um á dag. Um 11 milljónir þeirra
deyja áður en þau ná fimm ára
aldri eða um 30 þúsund á hverj-
um degi.
Efling mannúðar
O’Brien segir að UNICEF á
Íslandi geti lagt sitt af mörkum
til þess að börn um allan heim fái
þá umönnun og það örugga um-
hverfi sem þeim beri. Það gerist
fyrst og fremst með fjáröflun þar
sem leitað sé til bæði fyrirtækja
og stofnana til þess að styrkja hin
margþættu verkefni UNICEF.
En um þriðjungur heildartekna
samtakanna kemur vegna fjáröfl-
unar landsnefndanna og eru þær
starfandi um allan heim. Í öðru
lagi skiptir miklu að UNICEF á
Íslandi sé góð rödd fyrir börn, og
þá á hann við ekki bara hér á
landi þar sem þau eigi sér öfl-
ugan málsvara, en kjörorð sam-
takanna eru: „Tryggjum hverju
barni heilsuvernd, menntun, jafn-
rétti, umhyggju. Eflum mannúð“.
Fréttaskýring | Fátæk börn í A-Evrópu
Undirstöðurnar
veikburða
Félagsleg vandamál ungs fólks hafa
aukist mjög þrátt fyrir bættan efnahag
Stasic er 11 ára og er frá Úkraínu.
UNICEF einn stærsti
og virtasti sjóður SÞ
UNICEF var stofnað árið 1946
og er einn stærsti og virtasti
sjóður innan Sameinuðu þjóð-
anna. Í dag starfa um 7 þúsund
manns í 158 löndum á vegum
UNICEF. Landsnefnd fyrir
UNICEF á Íslandi var stofnuð í
mars á þessu ári og er sjálfseign-
arstofnun. Hún miðar að því að
kynna Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna og styrkja hin
margþættu verkefni UNICEF
með fjáröflun.
jonpetur@mbl.is
KRAFTUR, stuðningsfélag ungs
fólks sem greinst hefur með
krabbamein, og aðstandendur fagna
fimm ára afmæli um þessar mundir,
en félagið var stofnað 1. október
1999. Af því tilefni verður blásið til
göngu á morgun undir yfirskriftinni
Göngum sólarmegin. „Félagið var á
sínum tíma stofnað sem svar við
þörfum þeirra ungu einstaklinga
sem árlega greinast með krabba-
mein,“ segir Daníel Reynisson, for-
maður Krafts, en sjálfur greindist
hann með eitlakrabbamein fyrir
fimm árum og hóf þá að starfa með
félaginu.
Að sögn Daníels er Kraftur í til-
efni afmælisins að kanna mögu-
leikann á því að víkka starfssvið fé-
lagsins með því að opna upplýsinga-
og þjónustumiðstöð fyrir þá sem
greinst hafa með krabbamein og er
í samvinnu við IMG að vinna að við-
skipta- og rekstraráætlun fyrir mið-
stöðina. „Hugmyndafræðin er ný á
Íslandi, en slíkar miðstöðvar hafa
um árabil verið starfandi í ná-
grannalöndum okkar. Grunn-
hugmyndin er sú að sett verði á fót
þjónustu- og upplýsingamiðstöð fyr-
ir einstaklinga sem eru með eða
hafa greinst með krabbamein. Mið-
stöðin er einnig hugsuð fyrir að-
standendur krabbameinsgreindra
og almennt fyrir alla sem vilja leita
svara við spurningum um krabba-
mein.
Miðstöðin yrði vettvangur fyrir
einstaklinga sem vilja hittast og
bera saman bækur sínar um
reynslu og upplifun, en einnig vett-
vangur fyrir fólk til að koma og
sinna sjálfboðaliðastarfi til stuðn-
ings fyrir aðra í sömu sporum.Við
viljum byggja upp andrúmsloft þar
sem fólki líður vel með að leita sér
aðstoðar og gengur að upplýsingum
vísum eða fær aðstoð við að afla
þeirra.“
Upplýsingamiðlun mikilvæg
Daníel leggur einmitt áherslu á
mikilvægi upplýsingamiðlunarinnar,
en í nýjasta tölublaði fréttablaðsins
Krafts sem félagið gefur út er að
finna viðtal við Jakobínu H. Árna-
dóttur sem vann mastersritgerð um
þarfir ungs fólk sem greinst hefur
með krabbamein. Þar kemur fram
að flestir vildu að útbúnar yrðu
skýrar og handhægar upplýsingar
um réttindi og bætur fyrir þá sem
hafa greinst með krabbamein. Að
sögn Daníels var útgáfa bókarinnar
Lífs-Kraftur, sem út kom í fyrra,
fyrsta skrefið í þá átt, en bókina má
nálgast á útprentanlegu formi í pdf-
skjali á vef Krafts auk þess sem
henni er dreift ókeypis á hinum
ýmsu stofnunum innan heilbrigð-
iskerfisins. „En það er hægt sökum
þess góða stuðnings sem við höfum
fengið frá Símanum og VÍS, sem
eru styrktaraðilar okkar, auk stuðn-
ings Krabbameinsfélagsins og
Styrktarsjóðs Oddfellowstúkunnar.“
Að sögn Daníels má nálgast allar
nánari upplýsingar um starfsemi
Krafts á vef félagsins á slóðinni:
www.kraftur.org.
Kraftur fagnar fimm ára afmæli með sólargöngu á morgun
Draumurinn að koma
á fót þjónustumiðstöð
Morgunblaðið/Kristinn
„Með blöðrusleppingunni í lok göngunnar viljum við hvetja fólk til að
sleppa óttanum,“ segir Daníel Reynisson, formaður Krafts.
KRAFTUR stendur fyrir göngu í Reykjavík á morgun undir yfirskriftinni
„Göngum sólarmegin“. Lagt verður af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14 og
gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti, Austurstræti og endað á Ing-
ólfstorgi þar sem flutt verður ávarp og 1000 blöðrum sleppt – einni blöðru
fyrir hvern þann sem greinist með krabbamein á hverju ári.
Að sögn Daníels er hugmyndin að göngunni komin frá Önnu Pálínu
Árnadóttur söngkonu, en tilganginn með göngunni segir hann vera að
fagna lífinu, gleðjast yfir því að fá að lifa á andartakinu núna eftir að hafa
greinst með krabbamein og losa um þann ótta sem orðið krabbamein vek-
ur. „En með blöðrusleppingunni viljum við hvetja fólk til að sleppa ótt-
anum sem grípur einstaklinga þegar þeir greinast með krabbamein og
benda þeim á að það eru til leiðir til að vinna með óttanum og vinna sig út
úr óttanum. Einnig er ætlunin að auglýsa hversu margir eru lifandi á Ís-
landi eftir að hafa greinst með krabbamein,“ segir Daníel. Að athöfninni
lokinni verður boðið til afmælisveislu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Ganga til að fagna lífinu