Morgunblaðið - 15.10.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 15.10.2004, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT bróðir Kristjáns tíunda, síðasta konungs Ís- lendinga og nefndist upprunalega Karl prins. Rithöfundurinn, Tor Bomann-Larsen, fékk aðgang að skjalasafni hirðanna í Nor- egi, Danmörku og Bretlandi. Upplýsingar hans koma fram í öðru bindi sögu þeirra Maud og Hákonar, Folket. Í bókinni er birt mynd af Guy Francis, syni Laking, sem fæddist árið 1875 og hann sagður sláandi lík- ur Ólafi. Eftir að Maud og Hákon höfðu verið gift í sex ár var Maud lögð með leynd inn á dýrt einkasjúkrahús við Welbeck Street í London árið 1902. Um sama leyti varð hún þunguð en hjónin höfðu lengi reynt að eignast barn. Karl prins var um þetta leyti á skipi við strendur Danmerkur en í Dagbladet kemur þó fram að þau hafi hist einu sinni réttum níu mánuðum áður en Ólafur kom í heiminn. Er því ekki hægt að útiloka að Ólafur hafi verið rétt feðraður. En fram kemur í skjöl- um rithöfundarins að breska hirðin hafi markvisst reynt að leyna öllum upplýsingum um það hvernig Maud varð þunguð. Hugsanlegt er að eiginmaðurinn hafi veikst og orðið ófrjór nokkrum árum fyrr. Er bent á dularfullan sjúkdóm sem hann fékk í nokkurra mánaða ferð til Karíbahafs- ins 1896. Ferðalagi hans þar er lýst svo að það hafi einkennst af „allmiklu svalli“. Quisling og faðerni Ólafs Bomann-Larsen segir að þegar árið 1903 hafi verið orðrómur um það í Danmörku að Karl prins væri ekki faðir Ólafs. Þá komst rannsóknarnefnd, sem leppstjórn norska nasistans Vidkuns Quislings, bandamanns Hitlers, kom á laggirnar, að þeirri niður- NORSKUR rithöfundur segist efast um að Hákon Noregskonungur hafi verið líf- fræðilegur faðir Ólafs konungs fimmta, að sögn Dagbladet í gær. Er leitt að því líkur að beitt hafi verið tæknifrjóvgun í London árið 1902 og faðirinn hafi í reynd verið sir Francis Laking, læknir Maud, eiginkonu Hákonar. Hún varð drottning þegar eig- inmaðurinn tók við konungdæmi í Noregi 1905. Einnig getur verið að sæðisgjafinn hafi verið sonur læknisins en ljósmyndir sýna að Ólafur var mjög líkur syninum. Rithöfundurinn segir að hjónin hafi lengi reynt án árangurs að eignast barn og ef til vill hafi verið notað sæði úr lækninum og beitt tæknifrjóvgun. Heimildarmenn segja að slík tækni hafi verið á færi snjallra lækna um þetta leyti. Gamall orðrómur Lengi hefur verið orðrómur á kreiki um að Hákon konungur hafi ekki verið raun- verulegur faðir Ólafs. Hákon var danskur prins áður en hann var kjörinn Noregskon- ungur í þjóðaratkvæðagreiðslu, hann var stöðu árið 1943 að Maud hefði ekki alið Ólaf heldur hefði verið um launbarn systur henn- ar að ræða. Nú er hins vegar talið ljóst að niðurstöðurnar hafi verið falsaðar til að reyna að sverta Hákon og Ólaf sem flýðu til Bretlands þegar Þjóðverjar lögðu Noreg undir sig 1940. Bomann-Larsen segir að skjöl sín sanni að Maud hafi fætt son 1903. Bomann-Larsen sýndi norsku konungs- fjölskyldunni í vor þær upplýsingar og gögn um málið. Ekki er talið að það hafi áhrif á norska stjórnskipun en hirðin ákvað samt í ágúst að skýra Kjell Magne Bondevik for- sætisráðherra frá málinu. Aftenposten segir að Haraldur Nor- egskonungur, sonur Ólafs, hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem tilgátunni er vísað á bug en sagt að sagnfræðingar eigi rétt á að túlka söguna með sínum hætti. „Konungurinn hef- ur ekkert í höndunum sem bendir til þess að Ólafur konungur hafi ekki verið sonur Há- konar konungs,“ sagði í yfirlýsingunni. Ólafur Noregskonungur fæddist árið 1903 og var því tveggja ára gamall þegar Norð- menn samþykktu í þjóðaratkvæði að taka föður hans til konungs eftir að slitið var kon- ungssambandi við Svía. Karl var sonur Friðriks áttunda Danakon- ungs. Maud eiginkona hans var prinsessa í Englandi, dóttir Játvarðar sjöunda og Alex- öndru drottningar. Var Ólafur Noregskonungur rangt feðraður? Gömul skjöl benda til að sæði úr breskum lækni eða syni hans hafi ef til vill verið notað 1902 til að móðir Ólafs, Maud, yrði barnshafandi Ólafur fimmti sem var konungur Nor- egs 1957–1991. Guy Francis Laking, sonur læknisins sem annaðist Maud. SÉRSTAKT krúnuráð Kambódíu kaus í gær Norodom Sihamoni prins nýjan konung landsins en Sihamoni er sonur Norodoms Sihanouks kon- ungs, sem sagði af sér í síðustu viku. Sihamoni hlaut einróma kosningu eins og fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir, en Sihanouk hafði gert lýðum ljóst að hann vildi að Sihamoni tæki við af sér. Konungsembættið í Kambódíu gengur ekki í arf og það eina sem fram kemur í stjórn- arskrá landsins, sem sett var 1993, er að konungur verði að vera 30 ára gamall og til- heyra einni af hinum þremur konunglegu ættum. Að forminu til komu því margir til greina í valinu nú. Sihanouk sagði af sér í síðustu viku. Hann hefur verið í Kína frá því í janúar, þar sem hann leitar sér lækninga, en hefur þegar heitið því að veita syni sínum, Sih- amoni, alla þá aðstoð sem hann kann að þurfa á að halda. Hinn nýji konungur, Sihamoni, er 51 árs gamall og hefur eytt meginhluta ævinnar fjarri heimahögunum. Hann hefur enga póli- tíska reynslu og frétta- skýrendur segja því að hans kunni að bíða erf- itt verkefni – jafnvel þó að embætti konungs sé að mestu valdalaust. „Ég vona að hann fái sér góða ráðgjafa,“ segir Julio Jeldres, sem skrifað hefur ævisögu Sihan- ouks. Íbúar Kambódíu, sem flestir harma mjög afsögn Sihanouks, virð- ast þó reiðubúnir til að gefa hinum nýja konungi tækifæri og sumir álíta það jafnvel kost að konungurinn sé óflekkaður af þeim átökum sem ein- kennt hafa stjórnmálalíf Kambódíu undanfarna áratugi. Sihamoni lærði klassískan dans og hefur helgað listagyðjunni líf sitt. Hann fæddist 1953 og er sonur Sih- anouks og Monineath drottningar. Sihamoni hóf listferil sinn þegar hann var aðeins 14 ára gamall en þá lék hann aðalhlutverkið í Litla prins- inum, bíómynd sem faðir hans fram- leiddi. Og hann þótti lærdómsfúst ungmenni með eindæmum. „Hann vildi aldrei koma með mér á diskó- tek eða á bar, hann vildi alltaf mun frekar vera bara heima hjá sér, að lesa bækur,“ segir til að mynda frændi hans, Oum Daravuth. Sihamoni lauk menntaskólanámi í Prag árið 1970 og hóf árið eftir nám í dansi, tónlist og leik- húsfræðum. Hann flutti seinna til Pyong- yang í Norður-Kóreu til að leggja stund á kvikmyndagerðarnám en var kallaður heim til Phnom Penh í apríl 1976. Þá voru Rauðu Khmerarnir komnir til valda í Kambódíu og var Sihamoni í stofu- fangelsi í rúmt ár, ásamt öðrum með- limum konungsfjöl- skyldunnar. Þegar víetnamski herinn var um það bil að steypa stjórn Pols Pots, leiðtoga Rauðu khmeranna, árið 1979 var Sihamoni laumað til Kína ásamt for- eldrum sínum. Var hann sérlegur aðstoð- armaður Sihanouks konungs á meðan hann var í útlegð. Árið 1981 flutti Sih- amoni til Parísar og varð þar prófessor í klassískum dansi. Hann stofnaði eig- in dansflokk, Deva-ballettinn, samdi fyrir hann nokkur verk og fram- leiddi tvær kvikmyndir. Hann var síðan skipaður fastafulltrúi Kamb- ódíu hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í París árið 1993 og gegndi þeirri stöðu þar til fyrr á þessu ári. Nýr konungur Kambódíu er ógift- ur og barnlaus. AFP hefur eftir aðila sem þekkir til í konungsfjölskyld- unni að Sihamoni sé nokkuð dynt- óttur: „Hann getur verið mjög erf- iður. Einn daginn er hann kannski vingjarnlegur en þann næsta heilsar hann þér ekki einu sinni. Hann hefur skapgerð listamannsins.“ Norodom Sihamoni kjörinn konungur Kambódíu í stað Norodoms Sihanouks Stjórnaði áður dansflokki í París Norodom Sihamoni ’Hann geturverið mjög erf- iður. Einn dag- inn er hann kannski vin- gjarnlegur en þann næsta heilsar hann þér ekki einu sinni.‘ Phnom Penh. AFP. BRESKI ævintýramaðurinn Lloyd Scott ætlar að hjóla þvert yfir Ástr- alíu, alls um 4.350 kílómetra, á þessu reiðhjóli frá árinu 1885. Markmiðið er að safna sem svarar 190 milljónum króna fyrir börn sem þjást af hvítblæði. Scott er klæddur sem Sherlock Holmes og með gerviyfirvarar- skegg. Hann hefur áður keppt í maraþonhlaupi í þungum kaf- arabúningi og gengið eftir botn- inum á Loch Ness í Skotlandi. AP Hjólað þvert yfir Ástralíu SEGJA má að endasprettur barátt- unnar vegna bandarísku forseta- kosninganna hafi hafist í gær en frambjóðendurnir tveir, repúblikan- inn George W. Bush og demókratinn John Kerry, mættust í sjónvarps- kappræðum kvöldið áður í þriðja og síðasta skipti. Báðir héldu þeir Bush og Kerry til Las Vegas í Nevada-ríki eftir kappræðurnar og héldu þar kosningafundi en á þeim tæpu þrem- ur vikum, sem eftir lifa af barátt- unni, má gera ráð fyrir að þeir verði stöðugt á ferðinni í þeim ríkjum þar sem mjótt er á mununum. Sjónvarpskappræðurnar í fyrra- kvöld fóru fram í Tempe í Arizona og fylgdust tugmilljónir Bandaríkja- manna með þeim Bush og Kerry tak- ast á um innanríkismál; m.a. fóstur- eyðingar, hjónabönd samkyn- hneigðra og efnahagsmálin. Þjóðar- öryggismál voru þó einnig á dagskrá, rétt eins og í fyrri kapp- ræðunum tveimur. Bush sakaði Kerry m.a. um að vera „lengst á vinstri kantinum“ í bandarískum stjórnmálum en Kerry gagnrýndi Bush fyrir að hafa leyft Osama bin Laden að komast undan í Afganistan. Þá sagði Kerry að þegar Bush ræddi um mikilvægi ráðdeildar í efnahagsmálum þá væri það eins og að hlusta á Tony Soprano ræða um lög og reglu. Var Kerry að vísa til söguhetjunnar, höfuðpaurs í glæpa- gengi í New Jersey, í sjónvarpsþátt- unum Soprano-fjölskyldunni. Kerry talinn hafa haft betur Skyndikannanir bandarísku sjón- varpsstöðvanna sem gerðar voru eft- ir kappræðurnar sýndu að Kerry þótti hafa staðið sig betur enn á ný, en honum þykir almennt hafa tekist betur upp en Bush forseta í kapp- ræðunum þrennum. 52% sögðu að Kerry hefði staðið sig betur, skv. könnun CNN-sjónvarpsstöðvarinn- ar, en 39% sögðu Bush hafa sigrað. Endasprettur kosningabarátt- unnar hafinn Las Vegas. AFP. LÍTIL stúlka horfir í myndavél ljósmyndara Reuters- fréttastofunnar við upphaf ramadan, föstumánaðar Ísl- am, í Jakarta í Indónesíu í gær. Sanntrúaðir múslímar mega á meðan ramadan stend- ur yfir ekki neyta matar eða drykkjar og ekki heldur njóta ásta eða reykja frá sólarupprás til sólarlags. Indónesía er fjölmennasta múslímaríki í heimi, um 80% 238 milljóna manna, sem þar búa, eru Íslamstrúar. Reuters Við upphaf ramadan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.