Morgunblaðið - 15.10.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 15.10.2004, Síða 27
Morgunblaðið/Ásdís Í Ullarselinu á Hvanneyri er fjölbreytt úrval af allskyns prjónavörum og öðru handverki. Hefðbundnarlopapeysur og Borgarfjarðarpeysurnar eru áber- andi, en inn á milli eru peysur þar sem sköpunargleðin ein hefur ráðið ferðinni við hönnunina. Oft er það bandið sjálft sem virkjar sköpunarkraft- inn, en hópur kvenna, sem aðild eiga að Ullarselinu, spinnur sjálfur band og prjóna úr því. Ullin er spunn- in óþvegin og því er ullarfitan enn í henni. Ingibjörg Jónasdóttir prjónakona segir fituna virka sem besta handáburð. En þegar fitan fær að vera áfram í ullinni þarf ekki að þvo flíkurnar. „Bandið er svo lifandi að það hreinsar sig sjálft, bæði af lykt og óhreinindum,“ segir hún. „Um leið og búið er að þvo peysuna þarf að gera það aftur og aftur. Ullarbandið sem er spunnið á rokk en ekki í vél hefur oft svolítið ójafna litaráferð og þegar búið er að prjóna úr því eru peysurnar oft yrjóttar. Það á sérstaklega við um dökku litina. Stundum er notaðir tveir litir saman, þá oftast grunnlitur með örlitlum öðrum lit með. “ Þegar bandið er svona lifandi segir Ingibjörg að oft komi hugmyndir um hvað skuli prjóna úr því um leið og verið er að spinna. Hún benti á peysu sem hún hannaði eftir að hafa skoðað tölur úr kindahorni. Út frá þeim var bæði hönnunin og litirnir í peysuna valdir. Því sé erfitt að gefa upp sérstakar uppskriftir af þessum peysum. Þarna er leikið af fingrum fram.  HANDVERK | Borgarfjarðarpeysur Bandið virkjar sköpunarkraftinn Hönnun: Tölurnar á peysunni eru úr kindahorni. Peysan er hönnuð út frá tölunum og litirnir í peysuna eru valdir með þær í huga. asdish@mbl.is Prjónaskapurinn: Ullin er spunnin óþvegin og því er ullarfitan enn í henni. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 27 Evrópska vinnuverndarvikan 18.–22. október 2004 Byggjum á öryggi Vinnuvernd á byggingarvinnustöðum Dagskrá: 08:00–08:30 Skráning og morgunverður. 08:30–08:40 Setning Vinnuverndarvikunnar. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra. 08:40–08:55 Evrópska Vinnuverndarvikan, byggingarátak 2003-2004. Erindi: Vinnueftirlitið. 08:55–09:20 Gæðastarf í byggingariðnaði, öryggis- og heilbrigðisáætlun. Erindi: Samtök iðnaðarins. 09:20–09:40 TR-mælir, tilraunaverkefni. Betri líðan – Bættur hagur. Erindi: Samráðshópur um BB-verkefnið. 09:40–10:00 Afhending viðurkenninga til byggingarvinnustaða. Fundarslit. Fundarstjóri: Kristinn Tómasson. Þátttökugjald kr. 1.500 (morgunverður innifalinn í verði). Skráning á netfangið vinnueftirlit@ver.is eða í síma 550 4600. Gefa skal upp nafn þátttakanda, nafn greiðanda, heimilisfang og kennitölu. Morgunverðarfundur 18. október 2004 Grand Hótel (Hvammur) Verkefnishópur um Evrópsku vinnuverndarvikuna Stundum getur verið erfitt að fábörn til að taka nauðsynleg lyfsem oftar en ekki eru bragð- vond. Norskir hjúkrunarfræðingar hafa tekið saman ráð handa for- eldrum sem nýlega voru birt í blaðinu VG í Noregi. Hreinskilni og heiðarleiki foreldra er mikilvægast í þessu sambandi því það gefst ekki vel til lengri tíma að plata börnin til að taka lyfin eða að neyða þau til þess með því að halda þeim. Foreldrar eiga að vera ákveðnir því ábyrgðin liggur hjá þeim. Að sögn þeirra Kathleen Halvor- sen og Heidi Sandersen, sem báðar eru barnahjúkrunarfræðingar, geta börn frá eins og hálfs árs aldri skilið einfalda útskýringu á því að það er mikilvægt fyrir þau að taka lyfin sín. Eldri börnin skilja ennfremur vel or- sakasamhengið. Hjúkrunarfræðingarnir beina þeim tilmælum til foreldra að þeir undirbúi sig vel áður en þeir gefa lyfið: Verið heiðarleg, reynið aldrei að plata barn- ið til að taka lyfið, né að blanda því í mat án þess að barnið viti af því. Verðlaun og leikur Segið barninu af hverju lyfið er nauðsynlegt. Talið skýrt og bendið á að læknirinn hafi sagt að þau eigi að taka lyfið. Talið um hvernig á að taka lyfið og sýnið t.d. með bangsa. Leyfið barninu að prófa. Veitið barninu ör- yggistilfinningu með því að það fái að velja að einhverju leyti, t.d. hvort það sitji í fanginu á mömmu eða pabba þegar það fær lyfið. Ef barnið mótmælir, er ágætt að segja: „Ég sé að þú vilt þetta ekki, en þú mátt ekki ákveða þetta. Ég ákveð að þú eigir að taka lyfið þitt núna.“ Sýnið að þið hafið trú á að barnið geti þetta. Börn taka eftir ef foreldrarnir eru í vafa. Veitið verðlaun, eitthvað sem barnið getur valið sjálft, leik- fang, upplifun eða sælgæti. Þegar foreldrarnir gefa lyfið mega þeir gjarnan nota ímyndunarafl og leik til að gera lyfjatökuna auðveldari fyrir barnið. Lyfið getur t.d. verið bensín á bílinn. Aðeins má halda barninu ef það reynist nauðsynlegt. Gefið barninu strax að drekka svo bragðið hverfi sem fyrst. Ef barnið spýtir lyfinu út úr sér, má gefa sum- ar lyfjategundir aftur en aðrar ekki. Um það verður að hafa samráð við lækni. Hrósið barninu eftir á og sýn- ið ánægju með að barnið gat þetta. Talið um það sem gerðist og látið barnið leika það með bangsanum. Talið um næsta skipti og hvernig hægt er að gera það auðveldara.  UPPELDI | Þegar erfitt er að gefa litlu barni lyf Morgunblaðið/Ásdís Aðferð: Reynið ekki að plata barnið til að taka lyfið. Hreinskilni og heiðarleiki DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.