Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.10.2004, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Samsung SGH-X450 Expert, Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Opið virka daga frá kl. 11.00 - 18:30 Laugardaga frá kl 10.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 13.00 - 17.00 Fallegur 3 banda sími með hágæða skjá. Allt til músaveiða og fl ugnaveiða Rafmagnsfl ugnabanar, límborðar, fl ugnaljós o.fl . Verslunin er staðsett á Selfossi Opið mán.-fi m. 9-13, föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Gagnheiði 59 • meindyravarnir@meindyravarnir.is www.meindyravarnir.is • s: 482 3337 & 893 9121 Fyrirtæki - stofnanir - heimili           ! "#$$    %&' &(&& )* * $    Í YFIRSTANDANDI verkfalli kennara hefur ýmislegt sem varðar menntun þeirra verið í umræðu, meðal annars í dagblöðum. Flestar þær fullyrð- ingar sem fram hafa verið settar eiga sér ef- laust stoð í ókunnug- leika þeirra sem um fjalla, hugsanlega líka gagnrýnislausu mati fjölmiðla sem slá þeim fram. Eftirfarandi upp- lýsingar ættu að veita skýringar á ýmsum þeim atriðum sem nefnd hafa verið. Háskólamenntun frá 1971 Nú er liðið nokkuð á fjórða áratug frá því að Kennaraháskóli Íslands var stofnaður á grunni hins gamla Kenn- araskóla Íslands. Kenn- aranám var þá flutt á háskólastig og skipulagt sem háskólanám. Að sjálfsögðu hefur nám við skólann breyst og þróast á þessum áratugum. Nú er nám almennra grunnskólakennara þriggja ára háskólanám sem lýkur með B.Ed.- gráðu. Kennsla fer ýmist fram í formi fjölmennra fyrirlestra eða í fámennum hópum þar sem eru á bilinu 12–30 stúdentar. Rannsóknir sýna að slík kennsla skilar mun betri árangri en nám sem byggist nær eingöngu á fjöl- mennum fyrirlestrum. Mikilvægi samvinnu Það er rétt sem haldið hefur verið á lofti að í Kennaraháskóla Íslands er lögð áhersla á nána samvinnu nem- enda innbyrðis enda á það við í al- mennum grunnskólum ekki síður en á öðrum vinnustöðum að samvinna um verkefnin sem fyrir liggja er mikilvæg forsenda þess að vel takist til. Þetta vita stórfyrirtækin sem senda starfs- menn sína unnvörpum á námskeið af ýmsu tagi til að efla samvinnuhæfni þeirra. Þetta vita þeir líka sem skipu- leggja kennaramenntunina. Þess vegna er lögð áhersla á að efla sam- starfsfærni kennaranema og hæfni þeirra í að taka tillit til annarra, stjórna hópstarfi og taka þátt í teymisvinnu. Mikil aðsókn að kennaranámi Flogið hefur fyrir að lágt brottfall úr kennaranámi staðfesti að námið sé léttvægt og ekki sambærilegt við nám t.d. í lögfræði þar sem brottfall er verulegt. Í þessu sambandi er rétt að ítreka að ekki er um að ræða að stúd- entar skrái sig í nám við Kennarahá- skólann eins og gert er í Háskóla Ís- lands heldur er sótt um nám þar og valið úr umsóknum. Þrátt fyrir að skólinn hafi stækkað mjög á und- anförnum árum hefur á sama tíma þurft að hafna um helmingi umsækj- enda um grunnskóla- kennaranám ár hvert. Nú í haust fengu inn- göngu 49% þeirra sem sóttu um nám á grunn- skólabraut. Allmargir úr þeim hópi hafa aflað sér kennslureynslu sem mun koma þeim til góða í náminu. Auk þess eru flestir sem velja að stunda kennaranám mjög öruggir um sitt námsval og leggja áherslu á að ljúka námi sínu. Löng starfsreynsla og endurmenntun eldri kennara Þá hefur verið bent á að hópur grunnskólakenn- ara hefur ekki lokið háskólanámi. Þetta er eðlilegt þegar horft er til þess að enn eru starfandi kennarar sem luku námi sínu áður en Kenn- araháskólinn tók til starfa árið 1971. Þeir hlutu bestu menntun sem bauðst á sínum tíma. Þeim fækkar hins vegar óðum, enda hafa þeir flestir um þessar mundir nálægt 40 ára starfsreynslu að baki og eru um það bil að ljúka mik- ilvægu ævistarfi. Til þessa hefur löng starfsreynsla, endur- og viðbótar- menntun þessa fólks einmitt þótt eft- irsóknarverð og því heldur kaldrana- legt að væna einmitt þessa kennara um vankunnáttu í sérgrein sinni. Að lokum Einkunnarorð Kennaraháskólans, Al- úð við fólk og fræði, endurspegla þau viðhorf sem skólinn hefur að leið- arljósi. Skólinn er bæði starfsmenn- taháskóli og rannsóknarháskóli, en jafnframt háskóli nýsköpunar og frjórra hugmynda, háskóli sem hefur markvisst leitast við að þróa starf sitt og laga það að nýrri tækni og breytt- um kröfum. Þeir sem halda öðru fram um starfsemi Kennaraháskóla Íslands hafa greinilega ekki kynnt sér starf- semi hans. Sleggjudómar um kennaramenntun Elín Thorarensen fjallar um kennaramenntun Elín Thorarensen ’Nú er nám al-mennra grunn- skólakennara þriggja ára há- skólanám sem lýkur með B.Ed.-gráðu.‘ Höfundur er kynningarfulltrúi Kennaraháskóla Íslands. Í DAG fer fram væg jarðarför á þér, þar sem þú verður settur inn mitt á meðal kerfiskalla og -kell- inga í Hæstarétti. Fram að þessu hefur þú getað sent skemmtileg skítskeyti vítt og breitt út um all- an bæ í jarðarfararammanum hjá Mogganum. Nú er þessu lokið og þykir okk- ur það miður í Húnahópnum í Vesturbæjarlauginni, þar sem við þá höfum þau ekki lengur til að rabba um og ræða. Eins og þú veizt, þá eru 3 dóms- stig í landinu. Héraðsdómur, Hæstiréttur og Æstiréttur. Æsti- réttur er kallaður til þegar for- sætisráðherrann verður æstur yf- ir niðurstöðu Hæstaréttar eins og t.a.m. í Kvótadómnum og Ör- yrkjadómnum. Þá hefur þú verið kallaður til sem Háyfirdómari. Nú er þessu meira að segja lokið líka. Það var bara einn, sem vildi þig á nýja staðinn – hinir 8 vildu ein- hverja aðra. Vonandi lendir þú ekki í einelti út af því. En vertu ævinlega og gersam- lega velkominn í innlit. Pétur Þorsteinsson Hæfilega til ham- ingju, Háyfirdómari Höfundur er prestur Óháða safnaðarins. Í DAG er 15. október, dagur sem hefur sérstaka þýðingu í hugum skotveiðimanna. Þennan dag hófust rjúpnaveiðar á meðan þær voru leyfðar. Hundruð veiðimanna fóru út á landsbyggðina til veiða, áttu þar ljúfar stundir með góðum fé- lögum og voru þátttakendur í nátt- úrunni en ekki áhorf- endur. 6. október síðast lið- inn tilkynnti umhverf- isráðherra að rjúpna- veiðar hæfust aftur næsta haust. Af við- brögðum manna í fjöl- miðlum var ekki ann- að að merkja en að almenn ánægja væri með þessa ákvörðun ráðherra. Sem kunn- ugt er var Skotveiði- félag Íslands alfarið á móti rjúpnaveiðibann- inu, félagið taldi að réttara væri að hefja strax virka veiðistjórnun á rjúpu til framtíðar. Samráð Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, hefur haft náið sam- starf við okkur og þó svo að við hefðum kosið að hefja takmarkaðar veiðar á rjúpu nú í haust föllumst við á rök ráðherra. Í staðinn fyrir að hafa takmarkaðar veiðar á rjúpu nú í haust og næsta haust, og hefja svo rjúpnaveiðar eftir nýju veiði- stjórnunarkerfi haustið 2006, kýs umhverfisráðherra að halda áfram að friða rjúpuna í ár en hefja veið- ar aftur haustið 2005, eftir nýju veiðistjórnunarkerfi. Ekki er annað hægt en að fallast á þessi rök, þar sem lítill tími var til stefnu að skipuleggja takmarkaðar veiðar nú í haust. Ráðherra hefur beðið svo kallaða rjúpnanefnd um að flýta störfum sínum og koma með til- lögur að veiðistjórnun á rjúpunni innan tíðar. Eins og málum er nú háttað fæst ekki annað séð en að það ætti að vera hægt þar sem góð- ur starfsandi er innan nefnd- arinnar. Sölubann Þýðingarmikill þáttur í tillögum nefndarinnar mun væntanlega verða tillaga um að bannað verði að selja rjúpur á almennum markaði, í verslunum og á veitingastaði. Þess má geta að víðast hvar í Evrópu og í Bandaríkjunum er villibráð ekki söluvara. Sú villibráð sem menn sjá í verslunum og á matseðlum veit- ingahúsa erlendis er í flestum til- vikum öðru vísi villibráð en við þekkjum hér á landi. Hér er um að ræða dýr sem alin eru upp á bændabýlum og svo sleppt út eða látin ganga sjálfala í náttúrunni, svipað og íslenska sauðféð. Þær raddir hafa heyrst að sölubann sé marklaust þar sem það muni kalla á gengdarlaust svartamark- aðsbrask. Við þessum rökum er það að segja að ugglaust mun verða eitthvað um slík viðskipti, en reynslan frá t.d. Skot- landi sýnir okkur að eftir örfá ár fjara slík viðskipti hægt út. Nefna má að villtan lax má í dag ekki selja á almennum markaði í Skotlandi. Sölubann eru skýr skilaboð til samfélagsins að rjúpnaveiðar eiga veiðimenn að stunda sér til ánægju en ekki til fjáröflunar. Friðun Síðast liðið ár var mikill vöxtur í ís- lenska rjúpnastofninum. Skiptar skoðanir eru um hvort þakka megi þennan vöxt friðuninni, en stað- reyndin er sú að því getur enginn svarað. Til þess að fá rétta mynd af áhrifum friðunarinnar hefði í raun þurft að friða stórt svæði og leyfa veiðar á öðru og bera síðan saman árangurinn. Vissulega getur Skot- veiðifélag Íslands ekki fullyrt að friðunin hafi ekki borið árangur og eigi einhvern þátt í aukningunni í stofninum. Við teljum þó að minni líkur séu á að svo sé, friðun rjúp- unnar á seinustu öld gefur auk þess ekki tilefni til þess. Þá sýna rannsóknir Náttúrufræðistofnunar að engin teljandi aukning hefur orðið á þeim svæðum sem friðuð hafa verið fram til þessa, m.a.s. hefur orðið fækkun á friðuðum svæðum en vöxtur á svæðum þar sem veitt hefur verið. Sú ákvörðun fyrrverandi umhverfisráðherra að leggja til að friða rjúpuna í 3 ár hefur því lítið gert annað en að tefja um 2 ár að tekin verði í gagn- ið virk veiðistjórnun á rjúpu til framtíðar. Áskorun til veiðimanna Skotveiðifélag Íslands skorar á ís- lenska skotveiðimenn að virða rjúpnaveiðibannið. Þá skorar félag- ið sömuleiðis á alla veiðimenn að senda ávallt inn réttar upplýsingar í veiðikortakerfið. Það er krafa samfélagsins að veiðar úr villtum dýrastofnum séu sjálfbærar, og til að svo megi vera þurfum við að hafa traustan gagnagrunn um fjölda veiddra dýra. Þess vegna er það í okkar þágu að veiðikortakerf- ið sé ábyggilegt, og því betra kerfi sem við höfum því meiri möguleika eigum við á að stunda skotveiðar í íslenskri náttúru um ókomna tíð. Sátt um rjúpuna Sigmar B. Hauksson skrifar um rjúpnaveiðar ’Skotveiðifélag Íslandsskorar á íslenska skot- veiðimenn að virða rjúpnaveiðibannið.‘ Sigmar B. Hauksson Höfundur er formaður Skotveiði- félags Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.