Morgunblaðið - 15.10.2004, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 31
„Já, við höfum það, enda er listasafn mjög
frábrugðið bókasafni, svo dæmi sé tekið. Þetta
er ekki spurning um að eignast sem flest lista-
verk, eins og markmið bókasafns er varðandi
safneignina. Gæði hvers einstaks verks ákvarða
innkaupin – á þeim punkti er afstaðan tekin.“
Hvað innkaup á eldri verkum varðarsegir Ólafur safnið ekki geta keypteldri verk nema fyrir það fé sem þaðfær árlega til innkaupa. Því er t.d.
ekki heimilt að selja jaðarverk úr safneigninni
til þess að afla fjár til kaupa á lykilverkum sem
kunna að koma á markað og ættu heima í safn-
eigninni.
„Ríkissöfnin á Norðurlöndum gera það ekki
heldur,“ segir hann. „Menn hafa sagt sem svo
að hugmyndir þeirra um menningararfinn og
gildi einstakra verka breytist með tímanum. Og
það er mikið til í því. Það er álitin of mikil
áhætta að velja úr safneigninni til að selja á
sama tíma og verið er að kaupa inn, viðhorf
okkar til sögunnar eru á svo mikilli hreyfingu.“
Ólafur segir umræðuna um innkaupin ná-
tengda umræðu um aðgengi. „Aðgengi að lista-
sögunni er gríðarlega víðtækt mál. Það tekur til
húsnæðismála safnsins, möguleikanna á því að
við sýnum hina listrænu arfleifð. Einnig til þess
hvernig við byggjum upp þekkingu og gagna-
grunna. Hjá okkur er t.d. mikil uppbygging í
gangi í stóru heimildasafni um íslenska lista-
sögu sem er að sjálfsögðu veigamikið mál þegar
verið er að ræða myndlistararfinn. Við þurfum
að huga að því hvernig við getum veitt fólki að-
gang að þessum fróðleik. Okkar hlutverk er
ekki einungis að safna heldur einnig að miðla og
gera menningararfinn virkan.“
Að hans mati er mjög mikilvægt að huga bet-
ur að allri miðlun úr gagnagrunninum – inn á
önnur söfn og í skóla – svo sem á Netinu. En
þar segir hann standa á samningum við Mynd-
stef um stefgjöld. „Okkur hefur ekki tekist að
leysa það. En um leið og sá samningur er í höfn
verður sú miðlun öflugri. Þetta á að vera sam-
eiginlegt hagsmunamál myndlistarmanna og
safnanna, þessi aukna miðlun sem gæti orðið á
myndlistinni. Það er því brýnt að finna lausn.“
Ólafur segist eiga sér draumsýn varðandi
miðlunina. „Ég sé fyrir mér listasafn þar sem
sýningaraðstaða er fyrir 3–400 verk, þar sem
fjallað er um íslenska listasögu á tuttugustu öld-
inni. En þar að auki þurfa að vera salir með sér-
sýningum, í ákveðnu samtali við íslensku lista-
söguna. Þetta er módelið sem er í gangi í öllum
þjóðlistasöfnum í kringum okkur. Sérsýningar
og sýningarstefnan er í samspili við þá listasögu
sem er kjarninn í þjóðarsafninu. Listaverka-
eignin er auðvitað mikilvægasta eign hvers
safns; hún ákvarðar inntakið, rannsóknirnar og
miðlunina. Eignin er lykillinn að öllu starfinu.
Og hún stýrir því að einhverju leyti sýning-
arstefnunni.
Það sem gerir okkur erfitt fyrir hérvegna plássleysis, er að við erum aðsýna íslenska listasögu í þemasýn-ingum, tímabilasýningum og yfirlits-
sýningum, en síðan erum við líka með sýning-
arstefnu sem sér stað í stórum erlendum
listsögulegum sýningum, sem á vissan hátt eru í
samhengi við íslensku listasöguna. Það sam-
band afhjúpast þó með allt öðrum hætti hjá
okkur þegar sýningarnar kallast ekki á sam-
tímis.“
Ólafur tekur sem dæmi sýninguna Raunsæi
og veruleiki, sem var uppi í fyrra, og fjallaði um
tímabilið frá 1960–80. Í kjölfarið kom svo stór
alþjóðleg sýning helguð flúxus tímabilinu og
loks bandarísk sýning í vor á Listahátíð í
Reykjavík, sem var í raun amerísk útgáfa af
flúxus. „Allt eru þetta samhangandi sýningar,
hugmyndafræðilega og í sýningarstefnunni, en
þær fá allt aðra útkomu af því þær eru ekki í
virku samspili. Þær hefðu helst þurft að standa
yfir allar í einu.“
Hvaða möguleika sérð þú á því að slíkt verði
framkvæmanlegt í framtíðinni?
„Þeir liggja í því að það sé mörkuð metn-
aðarfull stefna í húsnæðismálum safnsins sem
tekur mið af þessum þörfum og þeim kröfum
sem eru gerðar til okkar. Menn verða að fylgja
því eftir sem var þegar ljóst þegar núverandi
húsnæði safnsins var opnað 1988; að það var
bara fyrsti áfanginn. Með þeim áfanga, sem
náðist í ráðherratíð Björns Bjarnasonar, var í
raun búið mjög vel að forvörslu, bókasafni og
skrifstofuhaldi, og það stendur enn í dag. En nú
þarf að sýna metnað í því að stækka sýning-
arrýmið, svo þjóðin hafi aðgang að sinni lista-
sögu og sjái það sem mikilvægt erindi og þátt í
sínum lífsgæðum að njóta þess sem safnið hefur
að bjóða.“
Þú ert þá væntanlega einnig að vísa til
menntunarhlutverks safnsins, eða þess að safn-
astarf sé álitið þáttur í menntunarstefnu stjórn-
valda?
„Já. Þarna erum við kannski farin að vísa til
skortsins á skilgreindum menningarpólitískum
markmiðum. Að hlutverk safnanna sé betur
skilgreint inni í samfélaginu.“
Í tilefni af afmæli safnsins nú, þá leggur safn-
ið upp með sýningu tileinkaða forvörslu. Það
starf leiðir óneitanlega hugann að hlut og hlut-
verki safnsins í fölsunarmálum þeim sem gerðu
svo mikinn usla í myndlistarlífinu. Hvaða áhrif
hefur þetta haft á ykkar starf og starfsum-
hverfi?
„Safnið kom þarna að sem mjög virkur rann-
sóknaraðili og sýndi getu sína. Þetta mál í heild
sinni afhjúpaði að hér er til þekking og bolmagn
til að takast á við vandamál af þessu tagi, sem
er ekkert annað en árás á menningararfinn sem
okkur er falið að varðveita. Það eru engin áhöld
um það lengur að við erum að tala um falsaðar
myndir og það er almennt viðurkennt að svo sé.
En hvað áhrifin á markaðsmálin varðarþá er hér um tvo markaði að ræða,samtímamyndlistina og eldri mynd-list. Markaðurinn í kringum eldri
myndlist leið, en ég er ekki svo viss um að sá
markaður er snýst um samtímalistina hafi skað-
ast – þó þetta auki að sjálfsögðu ekki áhuga
fólks á því að kaupa myndlist á meðan á málinu
stendur. En á meðan spurningunum sem komu
upp í kringum fölsunarmálið hefur verið jafn-
afdráttalaust svarað og okkar rannsókn gerði
þá eru engir lausir þræðir lengur í þessu máli.
Trúverðugleiki okkar sem stofnunar til að tak-
ast á við þetta sem rannsókn og fræðilegt
vandamál, er í lagi.“
Ólafur segir gríðarlega mikilvægt að skoða
listasögu Íslendinga í alþjóðlegu samhengi; að
við komum auga á að okkar listasaga er hluti af
evrópsku samhengi. Hann segir okkur ekki
mega líta á okkar hefð sem einangrað fyr-
irbrigði, en hann telur að sú hugsun hafi á
margan hátt fylgt okkur inn í nútímann. Hann
segir þá takmörkuðu vídd sem við höfum í þeim
efnum til að nálgast menningararfinn hafa verið
þrálátan vanda og telur mikilvægt að innleiða
nýja hugsun á því sviði. „Maður sér að ýmislegt
í íslenskri myndlist er sprottið úr mjög þröng-
um farvegi, og það er út af fyrir sig forvitnilegt.
Við vorum t.d. eitt sinn með sýningu hér sem
hét Draumur um hreint form og fjallaði bara
um sjötta áratuginn. Þar var rannsókn á þessu
mikilvæga tímabili þegar íslensk myndlist var í
fyrsta sinn samstiga því sem var að gerast í
Evrópu. Þá sáum við einmitt hvað þarf að þétta
þessa söfnun sem við stundum mikið, bara til
þess að við eigum trúverðuga mynda af tíma-
bilinu. En það sáum við ekki fyrr en við hrintum
af stað þessu stóra rannsóknarverkefni sem
sýningin var.
Ólafur segir sérlega ánægjulegt í þessu sam-
bandi að á fjárlögum fyrir árið 2005 hafi opnast
glufa til að gera varðveislu myndlistararfsins
enn betur skil en fram að þessu því gert sé ráð
fyrir fjárframlagi til þess að rituð verði íslensk
listasaga í fjórum bindum og mun Listasafn Ís-
lands hafa umsjón með verkinu. Það er mikið
gleðiefni.“
Á morgun, laugardag, verður afmælishátíð í
Listasafninu sem hefst kl. 11.00 og stendur til
16.10. Í boði verður fjölbreytt dagskrá sem
stendur allan daginn, en meðal þess sem boðið
er upp á er leiðsögn um þær tvær sýningar sem
nýlega voru opnaðar í tilefni af afmælinu; yf-
irlitssýningu á verkum Guðmundu Andrés-
dóttur, Tilbrigði við stef, og sýninguna Varð-
veisla menningararfs, en hún snýst um
forvörslu. Dagskráin verður öllum opin og er
aðgangur ókeypis þennan dag.
1939 Mosi og hraun
Jóhannes Kjarval (1885–1972)
1995 Fiskar sjávar
Helgi Þorgils Friðjónsson (1953–)
1969 Landslag (Environmental Sculpture)
Kristján Guðmundsson (1941–)
1946 Gullfjöll
Svavar Guðnason (1909–1988)
ingararfsins mikilvæg
Morgunblaðið/Kristinn
við verk Guðmundu Andrésdóttur, sem nú hanga frammi á sýningunni Tilbrigði við stef.
og tuttugu ára og hefur því verið til í álíka langt
varan, forstöðumaður safnsins, rekur í samtali
ast að beina sjónum að til þess að safnið fái þjón-
nu, við varðveislu og miðlun myndlistararfsins.
fbi@mbl.is
nni sem spanna þá
fnið hefur starfað
’… það er ákveðin hefð fyrirskilningsleysi íslenskra stjórn-
valda gagnvart innkaupunum,
sem sýnir sig vel í því hvaða
peninga safnið hefur haft til
innkaupa. Þetta hefur verið
baráttumál í áratugi.‘