Morgunblaðið - 15.10.2004, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
K
arlar í valdastöðum
fá falleinkunn í
nýrri skýrslu Hag-
stofu Íslands sem
nefnist konur og
karlar 2004. Þeir virðast ekki
hafa neinn sérstakan áhuga á
stjórnarstörfum með konum, að
konum séu veitt há embætti eða
greidd sömu laun og þeir. Í
skýrslunni stendur orðrétt: „Kon-
ur eru í minnihluta í áhrifastöð-
um næstum hvert sem litið er.
Þær eru tæpur þriðjungur
þingmanna og sveitarstjórn-
armanna, fjórðungur ráðherra og
tæplega fimmtungur fram-
kvæmdastjóra sveitarfélaga. Þá
eru konur 29% þeirra sem sitja í
opinberum nefndum og ráðum
ríkisins og um
fimmtungur
forstöðu-
manna rík-
isstofnana.
Konur koma
lítt við sögu
við stjórnun samtaka atvinnulífs-
ins og helstu fyrirtækja á mark-
aði, og stjórnir launþegasamtaka
endurspegla almennt ekki þá
kynjaskiptingu sem er meðal fé-
lagsmanna.“ (bls. 1.)
Konur hafa áhuga, vilja, getu
og menntun – og þær hafa barist
áratugi fyrir bættum hlut kvenna
í samfélaginu en: „Í Úrvals-
vísitölu Kauphallar Íslands eru
15 félög. Í júní 2004 voru 87
manns í stjórnum þessara félaga,
85 karlar og tvær konur sem
svarar til 2,3% stjórnarmanna.“
(68). Aðeins Burðarás og KB
banki virðast hafa hugrekki til að
velja konu í stjórn. 13 fyrirtæki
virðast ekki hafa snefil af áhuga á
að heyra sjónarmið kvenna,
reynslu þeirra eða þekkingu.
Sá sem hefur völd, vill oftast
festa sig í sessi og mælir því iðu-
lega með þeim í stjórn sem líkleg-
ir eru til að fylgja honum að mál-
um. Kona hlýtur því að vera
einhvers konar ógnun, því næst-
um ævinlega er talin meiri „þörf“
á öðrum sjónarmiðum og annarri
þekkingu en hún býr yfir þegar
valið er í stjórnir, bitastæð störf
eða embætti.
Skýrsla Hagstofunnar sannar
að kyn veldur hvarvetna, þar sem
völd koma við sögu, usla. Valda-
(karl)kynið á Íslandi „bætir“ hlut
sinn á fyrsta tug þessarar aldar
miðað við tíunda tuginn á öldinni
sem leið – á helstu vígstöðvum.
Skekkjan yrði ekki svona áber-
andi ef kyn væri áhrifalaus þátt-
ur, skekkjan er einmitt til staðar
vegna þess að kyn vegur þungt í
„baráttunni“ um völdin.
„Konur í fullu starfi unnu að
meðaltali í 43 stundir árið 2003 og
karlar í 49 stundir.“ (43). „Árið
2003 voru atvinnutekjur starfandi
kvenna 1.993 þúsund krónur en
karla 3.235 þúsund krónur og
tekjur kvenna því tæp 62% af
tekjum karla.“ (45). Tekjur
kynjanna eru einungis jafnar hjá
börnum í unglingavinnunni 12–15
ára, svo ekki sögunni meir, aldrei
aftur til loka starfsævinnar.
Dóttir mín var í unglingavinn-
unni í sumar og sonur minn einn-
ig. Ég get nú sagt þeim að töl-
fræðin sýni að þau verði aldrei
aftur með sömu tekjur. Hugs-
anlega verði dóttir mín með 62%
af framtíðartekjum bróður síns.
Strax á aldrinum 16–19 ára er
launabil kynjanna orðið greini-
legt og mest verður það um miðj-
an aldur, þá er hlutfallið á bilinu
58–62% af tekjum karla. Ég mót-
mæli þessu launamisrétti, ekki
aðeins fyrir hönd dóttur minnar,
heldur einnig sonar, sem finnst
þetta skammarlegt.
Mér finnst að það ætti að
kenna þessa skýrslu Hagstof-
unnar á unglingastigi (á meðan
kynin eru á sömu launum) og í
framhaldsskólum til að varpa
ljósi á íslenskt samfélag, og
áhugaleysið til að vinna gegn
misréttinu. Einnig til að skapa
umræðu meðal nemenda um
helstu hugtök í jafnréttismálum
og fá þau til að grafast fyrir um
ástæður kynjaskekkjunar. Ráð-
setta fólkið virðist a.m.k. ekki
ráða við þessa umræðu. Stjórn-
endur kannast ekki við „vanda-
málið“ og valdamenn trúa inni-
lega að þeir eigi allt sitt undir
eigin snilligáfu; hæfileikum,
reynslu, þekkingu og gáfum.
Ekkert undir hagsmuna-
tengslum, ætterni, kyni, vinum í
valdastöðum, skólafélögum, bú-
setu, aldri, klæðskerasniðnum at-
vinnuauglýsingum og ríkidæmi.
Alvarlegustu mistök kvenna í
baráttu þeirra fyrir jafnrétti á
öllum sviðum þjóðlífsins eru að
búast við að réttlætissjónarmiðið
geri gagn í umræðunni. Alvarleg-
ustu mistök karla eru að telja sér
trú um að jafnréttismál séu
kvennamál. Þeir mæta ekki á
fundi, málþing eða ráðstefnur um
jafnréttismál og þeir gera fáar
rannsóknir á þessu sviði.
Mér finnst að knýja ætti dyra
hjá öllum eintómum karlastjórn-
um í atvinnulífinu og spyrja þær
beint út: „Hvers vegna teljið þið
sjónarmið, reynslu, þekkingu og
snilli kvenna einskis virði?“ Svar-
ið fæst ekki á einum degi, því
sennilega vita þeir ekki svarið.
Karlastjórnirnar gera sér ekki
grein fyrir eigin vanþekkingu, og
spyrja undrandi: „Skortir okkur
eitthvað?“
Mér finnst eintóm karlastjórn
hláleg, en því miður finnst henni
sjálfri og eigendum það ekki.
Samt vitnar allur heimurinn gegn
þeim: Konur eru helmingur
mannkyns, helmingur starfs-
manna og viðskiptavina, helm-
ingur maka, fjölskyldunnar …
Þessar karlastjórnir taka feiki-
lega djarfar ákvarðanir í fjár-
málum með kaupum og sölum,
sýna mikla klæki og útsjónarsemi
… en þær virðast iðulega telja
það of mikla áhættu að vera með
konu innanborðs. Við hvað eru
þeir, og eigendur, hræddir? Um
hvað snýst óttinn? Ég tel að hér
sé sálfræðirannsóknar þörf.
Mér finnst boltinn vera hjá
körlum og að túlka megi skýrslu
Hagstofu um konur og karla 2004
á Íslandi sem svarta skýrslu um
frammistöðu þeirra í jafnréttis-
málum. Þurfa konur enn einu
sinni að gefa körlum spark í rass-
inn eða geta þeir hugsað sér að
líta upp og gera tilraun til ný-
sköpunar í heilabúinu – og að
segja eitthvað gáfulegt um málið
– eitthvað annað en klisjur?
Konur og
karlar 2004
Dóttir mín var í unglingavinnunni í
sumar og sonur minn einnig. Ég get nú
sagt þeim að tölfræðin sýni að þau verði
aldrei aftur með sömu tekjur. Hún verði
e.t.v. með 62% af framtíðartekjum hans.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
Í SÍÐASTA Reykjavíkurbréfi
eru kjaramál grunnskólakennara
gerð að umræðuefni. Þar er margt
fallegt sagt um störf kennara og
hina miklu þýðingu sem grunn-
skólastarfið hefur fyrir
þjóðfélagið í heild.
Ekki er að efa að allt
sem þar er sagt er
bæði rétt og satt. Í
þessu Reykjavík-
urbréfi er mjög tekið
undir kröfur grunn-
skólakennara um
verulegar kauphækk-
anir þeim til handa,
launahækkanir um-
fram það sem öðrum
er ætlað. Þann kostn-
aðarauka sveitarfélag-
anna sem af þessu
hlýst vill höfundur
Reykjavíkurbréfs fjármagna með
harla nýstárlegum skatti – einhvers
konar kennaraútsvari. Þennan skatt
útfærir höfundur þannig að kosið
skuli um hann í hverju sveitarfélagi
fyrir sig, menn eiga sem sagt að
skattleggja sjálfa sig og nágranna
sína í almennum kosningum. Kjör
grunnskólakennara eiga í framtíð-
inni að ráðast af því hvernig þess-
um kennaraútsvarskosningum reið-
ir af í hverju hrepps- eða
sveitarfélagi. Varla er það þetta
sem kennarasambandið er að berj-
ast fyrir. Mætti ég biðja, í fullri vin-
semd við höfund Reykjavíkurbréfs,
að hann hugleiddi þessi mál þó ekki
nema aðeins ögn betur.
Í þessu Reykjavíkurbréfi eru
einnig gerð að umræðuefni þau
sjónarmið margra, eða eins og þar
stendur: „ … að ef gengið yrði að
kröfum kennara væri fyrirsjáanlegt
að hinn efnahagslegi stöðugleiki
væri horfinn út í veður og vind og
ný verðbólgualda skylli yfir vegna
þess að aðrar stéttir myndu fylgja í
kjölfarið og knýja fram meiri launa-
hækkanir í skjóli hugsanlegra veru-
legra launahækkana hjá kennurum.
Er þetta rétt?“ Og höfundur
Reykjavíkurbréfs svarar sér sjálfur
og kemst að því að þetta sé ekki
rétt, eða eins og þar stendur:
„ … að á Íslandi býr vel menntuð
og upplýst þjóð. Og það er hægt að
tala við þá þjóð. Það er hægt að
tala við fólk og útskýra nauðsyn
þess að grunnskólakennarar fái
verulegar breytingar á sínum kjör-
um umfram aðra. Það er hægt að
útskýra fyrir landsmönnum mik-
ilvægi þess að í þessu tilviki, eins
og í nokkrum öðrum á undan-
förnum árum, skipti máli að launa-
breytingar verði ekki til þess að
aðrir fylgi í kjölfarið.“
Ég skal fúslega viðurkenna að
við þessa lesningu varð ég mjög
forviða. Þrátt fyrir það skal ég
leggja mig allan fram við að reyna
að trúa þessu, en þá verður Morg-
unblaðið líka að finna
fullyrðingum sínum
stað. Ég treysti því að
nú muni Morgunblaðið
í gríð og erg byrja að
safna vitnisburði máli
sínu til staðfestingar
og fljótlega muni þá
byrja að birtast í
blaðinu yfirlýsingar
frá stéttarfélögum um
að svona líti þau einnig
á málið. Ekki munu
leikskólakennarar gera
neinar kröfur um
launahækkanir eins og
grunnskólakennarar
og þá ekki heldur framhaldsskóla-
kennarar eða háskólakennarar.
Hvað þá aðrir starfsmenn sveitarfé-
laganna, þeir hljóta að hafa fullan
skilning á því að einungis grunn-
skólakennarar þurfi að hækka veru-
lega í launum, en ekki þeir. Og þá
munu starfsmenn ríkisins, þeir sem
hafa lausa samninga í desember
næstkomandi, sýna málinu mikinn
skilning og alls ekki gera kröfur um
kauphækkanir sér til handa eins og
grunnskólakennarar. Eflaust á eftir
að rigna yfir Morgunblaðið yfirlýs-
ingum frá verkalýðsfélögunum, sjó-
mannafélögunum, félögum versl-
unarmanna og félögum iðnaðar-
manna, frá bændasamtökunum, frá
eldri borgurum og öryrkjum og frá
öllum launþegum og launþega-
samtökum í landinu, þar sem þeir
munu allir lýsa yfir stuðningi við
verulegar kauphækkanir grunn-
skólakennara og fullyrða að þeir
muni ekki gera slíkar kröfur sér til
handa. Eða eins og stendur í títt
nefndu Reykjavíkurbréfi: „ … á Ís-
landi býr vel menntuð og upplýst
þjóð“. Og þegar þessi skæðadrífa af
yfirlýsingum og vitnisburðum birt-
ist í Morgunblaðinu, væntanlega á
næstu dögum og vikum, þá má höf-
undur Reykjavíkurbréfs vera þess
fullviss að ég mun auðmjúkur biðj-
ast afsökunar á öllum þeim rang-
indum sem ég hef látið frá mér fara
um launamál og launakröfur á síð-
astliðnum tuttugu árum.
Athugasemd við
Reykjavíkurbréf
Einar Oddur Kristjánsson
svarar Reykjavíkurbréfi ’Ég treysti því að númuni Morgunblaðið í
gríð og erg byrja að
safna vitnisburði máli
sínu til staðfesting-
ar …‘
Einar Oddur
Kristjánsson
Höfundur er alþingismaður.
GRUNNSKÓLANEMENDUR
og foreldrar þeirra eru
búnir að fá nóg af því
ástandi sem skapast
hefur vegna verkfalls
grunnskólakennara.
Foreldrar krefjast taf-
arlausra aðgerða til
lausnar á deilu kenn-
ara og sveitarfélaga.
Skorað er á ríkisstjórn
landsins og mennta-
málaráðherra sem fer
með æðstu yfirstjórn
menntamála í landinu
að vinna með deil-
endum að lausn máls-
ins.
Í verkfalli er gengið á rétt barna
til náms. Verri áhrif á æsku lands-
ins er vart hægt að hugsa sér.
Stjórnvöld hafa falið sveitarfélög-
unum þá ábyrgð að framfylgja
skólaskyldu samkvæmt lögum og
þar með að sjá til þess að börn fái
170 kennsludaga á hverju skólaári.
Skapa þarf sveit-
arfélögum skilyrði til
að sinna þeirri skyldu
sinni. Foreldrar
treysta því að stjórn-
völd skorist ekki und-
an þeirri ábyrgð að
beita sér í þessari
deilu. Öllum er ljóst að
íslenskt samfélag er í
uppnámi. Framtíðar-
auður þjóðarinnar,
grunnskólabörnin í
landinu, búa nú við
mikla óvissu og hafa
setið auðum höndum í
fjórar vikur. Foreldrar
hafa miklar áhyggjur af þeirri rösk-
un sem nú þegar hefur orðið á nám-
inu og þeim alvarlegu afleiðingum
sem hún hefur á námsframvindu og
líðan margra nemenda. Skólastarf
er samfélagslegt viðfangsefni og
krafa foreldra er að hér séu starf-
ræktir framúrskarandi skólar með
hæfu starfsfólki. Fólki sem stenst
þær kröfur sem gerðar eru til þess.
Til að framtíðarlausn náist telja for-
eldrar að samfélagið þurfi að til-
einka sér jákvæðari viðhorf til
skólastarfs og hefja það til vegs og
virðingar. Í því felst að sátt náist
um að kjör kennara verði í sam-
ræmi við mikilvægi þess starfs sem
þeir gegna.
Opið bréf til mennta-
málaráðherra
María Kristín Gylfadóttir skrif-
ar vegna kennaraverkfalls ’Foreldrar krefjast taf-arlausra aðgerða til
lausnar á deilu kennara
og sveitarfélaga.‘
María Kristín
Gylfadóttir
Höfundur er formaður stjórnar
Heimilis og skóla.
ÞÓRARNA Jónasdóttir.
Þú ert fulltrúi Kennarasam-
bands Íslands í undanþágunefnd
vegna verkfalls grunnskólakenn-
ara og verður sem slík að bera
ábyrgð á gjörðum þínum í þeirri
nefnd.
Á fundi nefndarinnar 13. októ-
ber tókst þú ákvörðun um að
halda áfram að mismuna einhverf-
um börnum á landinu með því að
heimila aðeins undanþágu vegna
sumra þessara barna, en synja
öðrum beiðnum. Hver eru rök þín
fyrir þeirri ákvörðun?
Ákvörðun þín er ekki byggð á
faglegri greiningu á stöðu þessara
barna, svo mikið veit ég. Vart telst
hún byggð á siðferðislegu mati.
Er þetta þá pólitísk yfirlýsing um
að rétt sé að úthýsa einhverfum
börnum úr almennum skólum
landsins? Ef svo, er þetta þá per-
sónuleg skoðun þín eða er þetta
skoðun þeirra samtaka sem þú ert
fulltrúi fyrir?
Við foreldrar þeirra einhverfu
barna, sem þú hefur kosið að níð-
ast á, eigum rétt á skýru svari frá
þér.
Erlendur Magnússon
Opið bréf til full-
trúa kennara í
undanþágunefnd
Höfundur er faðir einhverfs barns.