Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 283. TBL. 92. ÁRG. SUNDAY 17. OCTOBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
KAST
KRINGLU
í dag kl. 14
á torginu á 1. hæð
Uppboð
Gefandi að
kenna börnum
Árni Sævar Jónsson lét æsku-
drauminn rætast um fimmtugt | 16
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
BANDARÍKJAMENN hafa farið fram á að
breski herinn, sem ræður ríkjum í suður-
hluta Íraks þar sem tiltölulega rólegt er um
að litast, komi Bandaríkjaher til aðstoðar á
róstusömustu svæðunum í Írak. Þessar
fréttir fengust staðfestar í gær en þær mæl-
ast misvel fyrir í Bretlandi.
Talið er að Bandaríkjamenn hyggist
leggja til atlögu gegn uppreisnarmönnum í
Fallujah. Eigi slíkar hernaðaraðgerðir að
skila árangri er líklegt að fjölga þurfi
bandarískum hermönnum í nágrenni borg-
arinnar. Þá kæmi til kasta Breta að leysa
Bandaríkjamenn af annars staðar.
Í fréttum Channel 4 sagði að rætt væri
um að 650 breskir hermenn kæmu Banda-
ríkjamönnum til aðstoðar. Líklegast væri
að þeir færu til Bagdad. Myndu þeir lúta yf-
irstjórn bandarískra herforingja en þær
hugmyndir mælast illa fyrir í Bretlandi.
Töldu verkefnið of hættulegt
Nítján bandarískir hermenn í Írak neit-
uðu í vikunni að taka þátt í verkefni sem
sinna átti á svæði þar sem árásir á Banda-
ríkjaher hafa verið tíðar. Hermennirnir
hafa verið færðir í varðhald og sæta nú
rannsókn en ættingjar þeirra segja þá hafa
talið verkefnið of hættulegt, að hluta til
vegna þess að farartæki þeirra voru í slæmu
ásigkomulagi.
Breskir
hermenn
færðir til?
Bagdad, Washington. AFP, AP.
Reuters
Íraskur prestur hughreystir konu fyrir
framan eina af þeim fimm kristnu kirkjum
sem skemmdust í árásum í Bagdad í fyrri-
nótt. Talið er að um skipulagðar aðgerðir
íslamskra öfgamanna hafi verið að ræða
en um 3% íbúa Íraks eru kristinnar trúar.
GRUNNSKÓLABÖRN í verkfalli hafa ýmislegt fyrir stafni, og börn
starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar hafa meðal annars farið í
heimsókn á Gljúfrastein – hús Halldórs Laxness. Þar litu þau meðal
annars í spegla á snyrtiborði í herbergi Auðar, konu Halldórs, auk þess
sem þau fengu að prófa að skrifa á ritvél og teikna með blýantsstubbi
eins og Halldór skrifaði gjarnan með.
Morgunblaðið/RAX
Litu í spegla húsfreyjunnar á Gljúfrasteini
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylking-
arinnar, gerði aukinn rétt einstaklinganna og
beint lýðræði að umtalsefni í setningarræðu sinni
við upphaf flokksstjórnarfundar Samfylkingar-
innar í Versölum í gærmorgun.
„[…]við eigum ekki bara að berjast fyrir jöfn-
um kosningarétti heldur líka auknum rétti kjós-
enda. Í þessu samhengi er eðlilegt að skoða í
fullri alvöru hugmyndir um að í kosningum fái
kjósendur ekki aðeins að velja flokk heldur líka
tækifæri til að velja einstaklinga og raða þeim í
sæti. Með því móti væri valréttur allra kjósenda
aukinn, og prófkjörin gerð óþörf í leiðinni,“ sagði
Össur m.a. í ræðu sinni.
„Þessi aukni valréttur einstaklingsins er eitt af
því sem ég tel að Samfylkingin eigi að berjast
fyrir í framtíðinni,“ bætti hann við.
Össur sagði að enginn stjórnmálaflokkur hefði
lagt fram jafnítarlegar og þroskaðar tillögur um
aukið lýðræði og Samfylkingin hefði gert að und-
anförnu. Samfylkingin hefði ein íslenskra stjórn-
málaflokka sett beint lýðræði á dagskrá. Sagðist
hann telja að til álita kæmi að kjósendur fengju
möguleika til að hafa áhrif með beinum almenn-
um kosningum um val embættismanna, sem hafi
hlutverki að gegna í varðstöðu um almenn lýð-
réttindi og skoðanafrelsi. „Hví kjósum við ekki
beint í embætti eins og útvarpsstjóra, umboðs-
mann Alþingis og umboðsmann neytenda sem
bæði ríkisstjórn og Samfylking hafa lagt til að
verði sett á laggir?“ sagði Össur og bætti við að
um slíkar kosningar þyrfti hugsanlega að setja
sérstakar reglur til að tryggja að aðgangur að
fjármagni geti ekki ráðið úrslitum í slíku kjöri.
Minnti hann einnig á að Reykjavíkurlistinn
hefði gert athyglisverða tilraun varðandi íbúa-
lýðræði með kosningunni um Reykjavíkurflug-
völl. „Tæknin á að gera okkur kleift að taka upp
beint íbúalýðræði með beinum kosningum á völd-
um sviðum. Í framtíðinni, þegar sveitarfélög
verða stærri og fá aukin verkefni á borð við
heilsugæslu og framhaldsskóla, verða slík úr-
lausnarefni fleiri. Þá er hægt að hugsa sér að
beint lýðræði verði aðferðin til að taka grundvall-
arákvarðanir innan sveitarfélaga um skóla,
skipulagsmál, umhverfisvernd og heilsugæslu,
svo stærstu sviðin séu nefnd. Það eru hins vegar
óleyst tæknileg úrlausnarefni. Við þyrftum að fá
reynslu á hvernig á að praktísera beint lýðræði
innan sveitarfélaganna,“ sagði Össur.
Össur Skarphéðinsson fjallaði um leiðir til að koma á beinu lýðræði
Kjósendur velji röð fram-
bjóðenda á framboðslistum
Morgunblaðið/Kristinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarp-
héðinsson á flokksstjórnarfundinum.
ÞÆR fréttir að Sarah Ferguson, fyrrverandi tengda-
dóttir Elísabetar Englandsdrottningar, hefði samþykkt
að láta taka af sér nektarmyndir í góðgerðarskyni
vöktu misjöfn viðbrögð í Bretlandi í gær. Dræmastar
undirtektir fengu fréttirnar þó hjá dagblaðinu The Sun
sem fór vinsamlegast fram á að Ferguson gerði ekki al-
vöru úr áætlunum sínum. Stendur blaðið fyrir undir-
skriftasöfnun í þessu skyni.
Ferguson tilheyrir bresku konungsfjölskyldunni
ennþá formlega en hún hélt titli sínum, hertogaynjan af
York, þegar hún skildi við Andrew Bretaprins fyrir
átta árum. Hún hefur samþykkt að láta taka af sér
myndir þar sem hún yrði aðeins klædd skartgripum frá
Cartier og í skóm hönnuðum af Jimmy Choo en mynd-
irnar eiga að birtast í bók sem gefin
verður út í góðgerðarskyni af stofn-
un sem kennd er við Elton John og
beitir sér í baráttunni gegn alnæmi.
The Sun fylgdi í gær lítið bréf sem
blaðið hvatti lesendur sína til að
klippa út og undirrita og senda síðan
almannatengslafulltrúum Ferguson.
„Kæra Fergie,“ segir í bréfinu, „við
grátbiðjum þig, ekki íþyngja heim-
inum með myndum af þér nakinni.“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ferguson fær harða
útreið í bresku götublöðunum en þau hafa m.a. skamm-
að hana fyrir að kunna ekki að klæða sig smekklega.
Beðin um að fara ekki úr fötunum
Sarah Ferguson
Tímarit | Undarlegt fólk og utangátta Fullkomin fegurð Leikur að
andstæðum Matarhefðir mikilvægar hverri þjóð Atvinna | Minnkandi
atvinnuleysi Vinnueftirlitið viðurkennir þjónustuaðila
Tímarit og Atvinna í dag