Morgunblaðið - 17.10.2004, Síða 4
Kannabis,
amfetamín,
e-pillur og landi
LÖGREGLAN í Kópavogi handtók á
föstudag karlmann og konu á fer-
tugsaldri og lagði jafnframt hald á
verulegt magn fíkniefna við húsleit í
austurbæ Kópavogs. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu var um að
ræða um 300–400 grömm af
kannabisefnum auk nokkurs magns
af amfetamíni, e-pillum og ofskynj-
unarsveppum. Auk þess var lagt
hald á landa.
Fólkið var handtekið síðdegis og
yfirheyrt fram á kvöld. Í gærmorg-
un fengust þær upplýsingar að málið
teldist upplýst en ekki lá fyrir hvort
fólkið hefði játað fíkniefnasölu.
Kirkjuþing
hefst í dag
KIRKJUÞING 2004 hefst í dag,
sunnudag, og verður guðsþjónusta
kl. 11 í Dómkirkjunni og þingsetn-
ing í Grensáskirkju kl. 14. Þingið
verður haldið í Grensáskirkju.
Meðal þess sem fjallað verður um
á þinginu er fræðslustefna Þjóð-
kirkjunnar, tónlistarstefna Þjóð-
kirkjunnar og tillaga að þings-
ályktun um stöðu og málefni
aldraðra.
Morgunblaðið/Golli
Nýjar höfuðstöðvar Alcan í Straumsvík hafa hlotið nafnið Faðmur og vísar nafngiftin til lögunar á framhlið hússins.
NÝJAR höfuðstöðvar voru teknar í
notkun í álverinu í Straumsvík á
föstudag og leysa þær af hólmi
eldra skrifstofuhúsnæði sem verið
hefur í notkun frá því bygging-
arframkvæmdir við verksmiðjuna
hófust fyrir næstum fjórum áratug-
um árið 1967.
Hrannar Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Alcan, segir að bygging-
arframkvæmdir hafi hafist fyrir
rétt rúmu ári og flutt hafi verið í
nýja húsnæðið á föstudag. Það leysi
af hólmi eldra hús sem flutt hafi
verið inn fyrir hartnær fjörutíu ár-
um í byrjun byggingarfram-
kvæmda vegna verksmiðjunnar og
notast hafi verið við það síðan. Það
sé því óhætt að segja að það hafi
lengi verið beðið eftir þessu og
löngu tímabært að segja skilið við
gamla húsið.
Nýju höfuðstöðvarnar hafa hlotið
heitið Faðmur og vísar nafngiftin
til lögunar framhliðar hússins. Nýja
húsnæðið er um 1130 fermetrar að
stærð og hýsir skrifstofuhald verk-
smiðjunnar, tæknimenn og stjórn-
endur þar sem munu starfa um 35
manns. Alls starfa um 500 manns í
álverinu í Straumsvík.
Fyrsta skóflustunga vegna bygg-
ingarinnar var tekin í september í
fyrra og hafa byggingarfram-
kvæmdir því tekið rúmt ár. Teikni-
stofa Ingimundar Sveinssonar
teiknaði húsið. Tekin hefur verið
ákvörðun um að rífa og fjarlægja
eldra skrifstofuhúsnæðið.
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, gengur fremst í flokki starfsmanna
yfir í nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar þær voru teknar í notkun.
Gengið
fylktu liði
yfir í Faðm
4 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Úrval-Úts‡n
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600
Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is
Njóttu Edinborgar undir lei›sögn
Kjartans Trausta, hann er mættur á sta›inn.
Edinborg – fegursta borgin – ekki spurning
netverð á mann í tvíb‡li á Jury’s Inn.
43.990* kr.
* Innifali›: Flug til Glasgow, akstur
til Edinborgar þá daga sem hópferðir eru,
skattar, gisting með morgunverði í 2 nætur
og íslensk fararstjórn.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
R
V
2
61
53
1
0/
20
04
Edinborg
í allt haust
Ver›dæmi:
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hef-
ur vísað frá stefnu tólf íbúa sveitarfé-
lagsins Norður-Héraðs um að sam-
eining sveitarfélagsins við Austur-
Hérað og Fellahrepp yrði ógilt.
Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu
að stefnendur hafi ekki lögvarða
hagsmuni af því að fá skorið úr þessu
ágreiningsefni fyrir dómstólum.
Upphaflega stóð til að sameina
fjögur sveitarfélög en sameiningar-
tillagan var felld í Fljótsdalshreppi.
Sveitarstjórnir hinna sveitarfélag-
anna þriggja ákváðu allar samein-
ingu og félagsmálaráðuneytið stað-
festi þá ákvörðun síðar með úrskurði.
Stefnendur töldu m.a. að þar sem
Fljótsdalshreppur myndi ekki renna
inn í sameinað sveitarfélag hafi for-
sendur fyrir sameiningunni brostið. Í
tengslum við sameininguna hafi verið
stofnaður sjóður sem átti að styrkja
byggða- og atvinnuþróunarverkefni í
Fljótsdalshreppi og Norður-Héraði.
Tekjur sjóðsins skyldu vera sem
svaraði 50% af árlegum brúttó-
tekjum vegna fasteignagjalda af
mannvirkjum Kárahnjúkavirkjunar
fyrstu 15 árin. Með synjun Fljóts-
dalshrepps hafi málefnalegar for-
sendur sameiningarinnar brostið.
Í úrskurðinum segir að það sé
grunnregla í lögum um meðferð
einkamála að málsaðili hafi lögvarða
hagsmuni af því að fá skorið úr um
ágreiningsefni sem viðkomandi ber
undir dómstóla. Stefnendur hafi ekki
sýnt fram á slíka hagsmuni og ekki
dugi að þeir séu búsettir í sveitarfé-
laginu.
Þorgerður Erlendsdóttir kvað upp
úrskurðinn. Hróbjartur Jónatansson
hrl. sótti málið. Bjarni G. Björgvins-
son hdl. var til varnar fyrir ríkið og
Jón Jónsson hdl. fyrir Norður-Hér-
að.
Kröfu um
ógildingu
vísað frá
dómi
FYRIRTÆKIÐ Alvarr Geovarme,
sem sérhæfir sig í jarðborunum, hef-
ur fengið nokkuð umfangsmikið verk-
efni í Lundi í Svíþjóð. „Við unnum
Svíana í þessu tilfelli og það er virki-
lega ánægjulegt að hafa fengið þetta
verkefni og geta þannig flutt út
reynslu og þekkingu,“ sagði Frið-
finnur Daníelsson eigandi fyrirtæk-
isins, sem hefur starfað við boranir og
jarðhitaleit hérlendis í tæpa þrjá ára-
tugi.
Alls buðu sjö fyrirtæki í verkið,
sem er upp á milljónir króna en að
sögn Friðfinns liggur ekki endanlega
fyrir hversu hár kostnaðurinn verður,
þar sem óvissuþættirnir séu enn
margir. Verkefnið lýtur að hreinsun á
tveimur borholum, 2.000 metra og
3.700 metra djúpum.
Salt vatn er í holunum
Friðfinnur sagði að vatnið í hol-
unum væri mjög salt og um 40 og 45
gráðu heitt. „Við hendum frá okkur
40 gráðu heitu vatni, sem Svíarnir líta
á sem mikinn auð, enda aðstæður þar
allt aðrar en hér á landi. Í þessu til-
viki er hugmyndin að dæla vatni úr
annarri holunni, nýta orku vatnsins
með varmadælu og skila vatninu ofan
í hina holuna. Þaðan skili vatnið sér
aftur í fyrri holuna og hitni á leiðinni.“
Friðfinnur sagði að stór og öflug
fyrirtæki hefðu gert tilboð í verkið.
„Við erum lítið fyrirtæki en með
mikla reynslu og erum jafnframt
sveigjanlegri en stóru fyrirtækin og
það hafði sitt að segja. Það er mjög
ánægjulegt að vera kominn með ann-
an fótinn inn á þennan markað sem er
gríðarlega stór og þar gætu vissulega
verið fleiri tækifæri. Menn eru farnir
að huga að því að bora dýpri holur og
þá færri en í Svíþjóð eru t.d. um 250
þúsund varmadælur sem sækja
orkuna í 100–150 metra djúpar holur,
þar sem hitastig er um 7 gráður.
Þarna eru allt önnur lögmál og sjón-
armið en hér varðandi nýtingu jarð-
hita og menn eru tilbúnir að leggja
mikið á sig til að ná í 40 gráðu heitt
vatn.“
Jarðborinn Snúður, sem er norsk-
íslenskur, verður notaður til verksins
en um er að ræða tromlubor með 60
mm óslitnu stálröri sem vafið er upp á
kefli, alls 2.000 metrar að lengd. Frið-
finnur og starfsmenn hans, tvíbura-
bræðurnir Sölvi og Fjólmundur
Traustasynir, hafa smíðað sérstakan
haus á borinn sem notaður verður við
hreinsunina. Fyrirtækið Alvarr, sem
er skráð í Reykjavík, á þrjá bora en
verkefnin hafa verið vítt um breitt um
landið. Síðastliðna 18 mánuði hafa
starfsmennirnir að mestu verið við
vinnu á Kárahnjúkum. Þeir eru nú
staddir á Akureyri og vinna við að
gera borinn og tilheyrandi búnað
kláran til flutnings til Svíþjóðar.
Morgunblaðið/Kristján
Friðfinnur Daníelsson, fyrir miðju, ásamt tvíburabræðrunum Fjólmundi og
Sölva Traustasonum, við jarðborinn Snúð, sem þeir eru að fara með utan.
Ánægjulegt að geta flutt
út reynslu og þekkingu
Fyrirtækið Alvarr
fær verkefni við
jarðborun í Svíþjóð
NÝGERT samkomulag um náms-
lánaábyrgðir hjá Landsbanka Íslands
hf. felur það í sér að fyrir veitta
ábyrgð þarf lántakandi að greiða 980
kr. afgreiðslugjald og 2,5% ábyrgðar-
gjald ef námsmenn semja um banka-
ábyrgð á námslánum sínum í stað
þess að tilnefna ábyrgðarmenn.
Greiðslan er miðuð við heilt skólaár
og kemur til frádráttar við útborgun
námsláns.
Veiting lánaábyrgðar Landsbank-
ans er ennfremur háð því að umsækj-
andi standist skilyrði um fjárhags-
stöðu og skilvísi.
Jarþrúður Ásmundsdóttir, formað-
ur Stúdentaráðs Háskóla Íslands,
sagðist telja að margir námsmenn
vildu þennan kost fremur en að þurfa
að tilnefna ættingja eða aðra sem
ábyrgðarmenn lánanna. Hún sagði
einnig hugsanlegt að t.d. foreldrar
myndu kjósa að greiða ábyrgðar-
gjaldið fyrir börn sín fremur en þurfa
sjálfir að gangast í ábyrgð.
„Svo má vel vera að það muni koma
upp samkeppni á milli banka um
[gjaldið] þegar á líður og ef fleiri
bankar bætast við,“ sagði hún. Jar-
þrúður sagði samkomulagið þýðing-
armikið fyrir námsmenn og skref í þá
átt að tryggja jafnrétti til náms.
Námslánaábyrgðir Landsbankans
Lántakendur greiða
2,5% ábyrgðargjald
NÍTJÁN ára gamall maður hefur
verið dæmdur í fimm vikna gæslu-
varðhald vegna síbrota að kröfu lög-
reglunnar í Reykjavík. Hann var
handtekinn þegar hann var að brjót-
ast inn í verslun í Breiðholti en hafði
áður verið kærður fyrir ýmis afbrot.
Að sögn Ómars Smára Ármanns-
sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns
hófst brotahrina mannsins fyrir al-
vöru í september. Hann er m.a. sak-
aður um eignaspjöll, fölsun á lyfseðl-
um, innbrot og líkamsmeiðingar.
Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms
situr í haldi til 17. nóvember.
Fimm vikna gæsla
vegna síbrota