Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2004, Blaðsíða 8
8 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hann sendi mig. Af þeim 19 þingmál-um sem tekinverða fyrir á Kirkjuþingi er heimild til þess að selja prestssetur eða hluta af prestssetrum. Tillagan er lögð fram af stjórn prestssetrasjóðs, en sjóðurinn fer með yf- irstjórn prestssetra og hefur fyrirsvar þeirra vegna. Prestsjarðir sem at- huga á um heimild til sölu á eru sjö talsins en að auki eru tvær landspildur inn- an kirkjujarða. Höskuldur Sveinsson, framkvæmda- stjóri prestssetrasjóðs, bendir á að jarðirnar séu allt fyrrverandi prestssetur. „Lykilinn að þessu er sá að það er búið að leggja þessi prests- setur sem slík niður, þess vegna er verið að selja þau,“ segir Höskuldur. Hann segir fjölda fyr- irspurna hafa borist frá einka- aðilum vegna þessara jarða sem hafi sýnt þeim áhuga, en jarðirn- ar sem fyrirhugað er að selja eru eftirfarandi: „Prestssetursjörðin Árnes á Ströndum í Árneshreppi, Húnavatnsprófastsdæmi. Prests- setursjörðin Ásar í Skaftártungu, Skaftafellsprófastsdæmi. Prests- setursjörðin Bergþórshvoll í Vestur-Landeyjum, Rangárvalla- prófastsdæmi. Prestssetursjörðin Desjarmýri í Borgarfirði eystri, Múlaprófastsdæmi. Prestsset- ursjörðin Prestbakki við Hrúta- fjörð, Húnavatnsprófastsdæmi. Prestssetursjörðin Vatnsfjörður, Ísafjarðarprófastsdæmi. Prests- setursjörðin Hraungerði í Ár- nesprófastsdæmi. Að selja land úr prestssetursjörðinni að Hofi í Vopnafirði. Um er að ræða land- spildu þá sem látin var frá prests- setrinu Hofi á árinu 1954 til ný- býlisins Deildarfells (Deildar- lækjar). Nánar tiltekið er um að ræða ca 94 ha landspildu. Að selja land úr prestssetursjörðinni að Hofi í Vopnafirði. Um er að ræða landspildu sem núverandi sókn- arprestur hefur ræktað upp og reist lítið hús á. Enginn forkaupsréttur Höskuldur segir jarðirnar leigðar út nú um mundir. T.a.m. sé Árnes á Ströndum leigt út til árs, en nágrannabóndinn leigir það. Þar er talsvert æðarvarp sem telst til hlunninda að sögn Höskulds. Hann bendir á að jarð- irnar séu allar embættisjarðir og því hafi prestarnir sem slíkir eng- an forkaupsrétt að þeim. Þeir fari af jörðinni þegar þeir hafa lokið sinni þjónustu. Hann segir að lítið sé hægt að ræða um eitthvert verð á jörðunum. „Við erum ekki komnir svo langt í messunni, ef svo má að orði komast,“ segir Höskuldur. Væntanlega færu jarðirnar í mat hjá fasteignasöl- um, eða í einhvern slíkan farveg. „Það hefur verið rætt stundum á þingi að vegna sögulegrar þýð- ingar þessara jarða þá ætti kirkj- an ekki að selja þær,“ segir Hösk- uldur. Hlutverk prestssetrasjóðs sé ekki að eiga jarðir hér og þar. Heldur sé hann fyrst og fremst hugsaður sem rekstrarsjóður. Hann bendir á að vissar efasemd- ir séu meðal manna um að selja jörð eins og t.d. Bergþórshvol sem sé landsfræg ef þá ekki heimsfræg jörð, með mikla sögu á bak við sig. Lög um sölu kirkjujarða Árið 1907 voru sett lög um sölu kirkjujarða þar sem samkomulag var gert við ríkið um að afhenda kirkjujarðirnar. Í staðinn skyldi ríkið greiða laun presta og þannig varð ríkið vörsluaðili eigna fyrir kirkjuna, sem átti verulegar fast- eignir. Gamla kerfið, þar sem prestarnir sjálfir báru ábyrgð á viðhaldi prestssetursins og kirkj- unnar, var gengið sér til húðar því ekki var hægt að reka prestsemb- ættin á því sem kirkjujarðirnar gáfu af sér. Í samkomulaginu frá 1907 var gengið út frá að kirkjujarðirnar skyldu afhentar og ríkið myndi ávaxta andvirði seldra kirkju- jarða í kirkjujarðasjóði og í prest- launasjóði. Prestlaunasjóður var jöfnunarsjóður er átti að jafna tekjur presta. Launakerfið varð ekki langlíft og prestar fóru á föst laun frá ríkinu nokkrum árum seinna. Efnahagsþrengingar hög- uðu því þannig að sjóðirnir urðu að engu. Í janúar 1997 var gert sam- komulag milli þjóðkirkjunnar og íslenska ríkisins um að „kirkju- jarðir og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja, að frá töldum prests- setrum og því sem þeim fylgir, væru eign íslenska ríkisins“ á móti þeirri skuldbindingu að ís- lenska ríkið greiddi „laun presta þjóðkirkjunnar og starfsmanna biskupsembættisins“. Þetta var síðan áréttað í lögum um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkj- unnar er tóku gildi 1. janúar 1998. Í framhaldi var gerður fjárhags- samningur sem var útfærsla á ofangreindu kirkjujarðasam- komulagi og fjallaði hann um laun og rekstrarkostnað biskupsemb- ættisins, presta, prófasta og vígslubiskupa. Viðræðum um prestssetrin og eignir sem þeim fylgja er ekki lokið. Samkomulag- ið frá 1997 er endurnýjun og árétting á löggjöfinni frá 1907. Fréttaskýring | Rætt um sölu kirkjujarða Einkaaðilar sýna áhuga Um er að ræða sjö prestssetur og tvo hluta úr prestssetrum Kirkjuþing verður haldið í Grensáskirkju. Eignir kirkjunnar og greiðslur ríkisins  Jarðeignir sem voru í eigu kirkjunnar og ekki höfðu verið seldar með lögmætri heimild eru kirkjujarðir en ekki ríkisjarðir. Þetta var grundvöllur viðræðna við ríkið um að tengja saman á ný eignir kirkjunnar og greiðslur frá ríkinu og lauk þeim með samningi milli ríkis og kirkju árið 1997. Enn er eftir að semja um prestssetur o.fl. að því er fram kemur í upplýsingum frá þjóðkirkjunni. jonpetur@mbl.is Sigurrós Þorgrímsdóttir Ásdís Halla Bragadóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Stjórnmálanámskeið fyrir konur 19. október til 11. nóvember, þriðjudags- og fimmtudagskvöld, kl. 20.00—22.10 í Valhöll, Háaleitisbraut 1 LÁTTU AÐ ÞÉR KVEÐA! • Konur og áhrif • Konur í forystu • Konur og stjórnmál • Konur og vald • Konur og lýðræði • Aukinn hlutur kvenna í stjórnmálum • Listin að vera leiðtogi • Konur og auður • Konur og velgengni • Konur og fjölmiðlar • Að kveðja sér hljóðs • Konur og Sjálfstæðisflokkurinn • Flokksstarfið • Fundarstjórn Hanna Birna Kristjánsdóttir Stefanía Óskarsdóttir Sólveig Pétursdóttir Ásta Möller Ragnheiður Elín Árnadóttir Þorbjörg H. Vigfúsdóttir Þórunn Guðmundsd. Sigríður Anna Þórðardóttir Gréta Ingþórsdóttir Drífa Hjartardóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Stjórnmálaskólinn, SUS, LS, Heimdallur og Hvöt. Innritun: Sími 515 1700/777. Netfang: disa@xd.is www.xd.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.