Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.10.2004, Qupperneq 11
né þunglyndi er óalgengt. En við reynum að taka sem fyrst eftir einkennum og veita hjálp. Það er langt síðan við höfum misst einhvern. – Misst einhvern? – Já, sjálfsmorð. Ég man eftir orðum Katherine um af hverju sjálfsmorð væru ekki eins algeng í Yale og í öðrum álíka háskólum: – Þeir eru logandi hræddir við neikvæða umfjöllun. Skólinn lifir af mikilli aðsókn nemenda. Þaðan kemur orðs- tírinn. Veistu hvað gerist þegar það uppgötv- ast að einhver á við geðræn vandamál að stríða? Viðkomandi er sendur burtu, sendur heim, farinn, burt. Ef hann skyldi láta sjálfs- morð verða að veruleika, er hann a.m.k. ekki lengur „Yale-stúdent“. Það gerðist ekki innan skólans. Salovey sér ekkert athugavert við að ein- hverjum sé ráðlagt að fara heim. – Ef þeim líð- ur ekki vel, eða komast ekki inn í samfélagið hér, er kannski best að þau taki sér hlé. Svo geta þau komið aftur þegar þau eru orðin frísk. En við látum engan sitja í súpunni! Þegar Tristan talar þarf maður að halla sér fram til að heyra í honum. Þegar kærastan Katherine svarar þarf maður að beygja sig ennþá lengra. Við sitjum í einum af görðunum í Yale, undir fölri haustsól. Þau tala ekki svona lágt vegna þess að þau vilji forðast að trufla einhvern á flötinni, þau hafa hreinlega vanið sig á að tala á lágu nótunum. Þau eru með bókasafnsraddir. – 12 tíma, svarar Tristan. – Eða meira, bætir Katherine við. Spurn- ingin var hversu lengi þau lesi í lestrarsalnum á dag. Bókasafnsraddirnar tvær eru dokt- orsnemar, Tristan í rómverskri sögu, Kather- ine í grísku og latínu. Þau fengu inngöngu vegna góðra einkunna, ekki vegna „stjórn- unarreynslu“ og „hæfileika“. Tristan er frá Tasmaníu en þar vann hann árleg gullverðlaun háskólans síns. Þegar hann komst inn í Yale var frétt um það í dagblaðinu á staðnum. Sá fyrsti frá Háskólanum í Tasmaníu. Tristan Taylor og Katherine Wasdin eru hvorki í leynifélögum né öðrum Yale-félögum. Þau hafa ekki tíma. Þau hafa heldur ekki áhuga. Þau ætla að verða prófessorar, ekki stjórnmálamenn, og tala heldur um uppruna orða og blæbrigði í latínu. Katherine hefur fundið villu í Sallustiusi. –Það er infestiss- umam, ekki infestissuman, er það ekki? hvíslar hún að Tristan í skugganum undir trénu. „Sá mest ógnandi“ þýðir orðið. Katherine brosir blítt. Á kaffibarnum Starbucks situr grönn vera við gluggann. Hún slær skjálfandi á lykla- borðið. Síðan á reiknivélina, svo blaðar hún í glósunum. Stelpan situr með handleggina þétt að líkamanum í bleikri hettupeysu sem hún hefur dregið niður á enni. – Ég sit hér svo ég sofni ekki, útskýrir Khay. Daginn eftir á hún að skila tveimur verkefnum og fara í munnlegt próf. Verkefnin eru í rekstrarhagfræði og enskum bók- menntum. Munnlegt próf í einhverju sem hún kallar trúarbragðaþjóðfræði. Khay Nguyen er nýnemi. Þá er hún í mörgum fögum. Það er ekki fyrr en á þriðja ári sem nemendur velja sér sín fög. Khay er tekin inn á grundvelli þriðja viðmiðsins. Bakgrunns. Hún hefur hvorki hæstu einkunnirnar né leiðtogahæfileika. En hún á sér sögu sem passaði við Yale. Pabbinn var hermaður í Víetnam og barðist með Bandaríkjamönnum. Hann þurfti að flýja til að bjarga lífi sínu og kom til Bandaríkjanna. Þessi nítján ára stúlka er sú fyrsta í fjölskyldunni sem hlýtur háskólamenntun. – Ég fékk áfall þegar ég fékk bréfið frá Yale. Af þessum sökum verður hún líka að sýna árangur. Og notar daga og nætur til að læra. – Ég sit hér þar til lokar, segir hún. – Svo fer ég heim og borða. Svo syng ég aðeins. Svo læri ég aðeins meira. Svo sofna ég. Þegar ég vakna syng ég aðeins aftur. Búið ykkur undir erfiða tíma! stendur skrif- að með krít á malbikið fyrir utan. – Veistu af hverju ég syng? spyr Khay. – Til að bilast ekki! Gaddis Smith er að skrifa sögu Yale á tutt- ugustu öldinni. En hann verður aldrei búinn. – Ég er alltaf að finna nýjar áhugaverðar upp- lýsingar. Vissir þú að þessi háskóli flýtur á olíu? Tveir forríkir viðskiptajöfrar byggðu meirihlutann. Annar var hommi og átti enga erfingja. Hinn vildi láta nefna byggingar og turna eftir sér! Prófessorinn sem nú er kominn á eftirlaun var nýnemi árið 1950. Þá var Yale enn staður ríkramannasona. Seinna kenndi hann stúd- entum eins og George Bush, John Kerry og Howard Dean. Hann man bara eftir einum þeirra. – John Kerry. Mér þótti mikið til hans koma. Hann skráði sig til herþjónustu í Víetnam þrátt fyrir að efast um stríðið. Hann fór þang- að með opnum huga, og fylltist, eins og ég, æ meiri efasemdum um stríðið. Hann var áber- andi í Yale. Bæði John Kerry og Howard Dean hafa nefnt prófessorinn sem einhvern sem veitti þeim mikilvæga hvatningu, þar sem hann hafi oft tekið mið af því sem var að gerast í heim- inum í kennslunni. – Ég man ekki eftir George Bush. En ég komst að því að ég kenndi honum þegar ein- kunnirnar hans láku út fyrir síðustu kosn- ingar. Hann fékk C. – C-stúdentarnir stjórna heiminum, sagði Harry Truman forseti. – C-stúdent er einhver sem tekur ekki þátt. Sem flýtur með. Sem er eiginlega upptekinn við eitthvað annað, útskýrir prófessorinn. – Dauðleiki, sagði Teresa þegar ég bað hana að lýsa leynifélaginu sínu með einu orði á síð- ustu mínútu. – Lífið er sutt. Við erum dauðleg. Þess vegna verðum við að ná miklu, hratt. Hjá Skulls and Bones er drukkið úr bollum sem eru í laginu eins og höfuðkúpur. Veggirnir eru skreyttir með beinum. Svo ógnvekjandi veggskreytingar eiga einmitt að leggja áherslu á að lífið er stutt. – Notið það skynsamlega! segja beinin á veggnum. – Ná, ná, ná, bergmálar í Teresu, þegar hún tiplar af stað á háum hælum. Til að undirbúa ósköp venjulega kvöldmáltíð fyrir ósköp óvenjulegan hóp. Búið ykkur undir erfiða tíma, stendur skrifað með krít á malbikið fyrir utan skólann. Tristan og Katherine fengu inngöngu í Yale vegna góðra ein- kunna, ekki vegna „stjórnunarreynslu“ og „hæfileika“. Gaddis Smith er að skrifa sögu Yale á 20. öldinni. Hann er nú kominn á eftirlaun en kenndi bæði Bush og Kerry. Khay Nguyen lærir á Starbucks til að sofna ekki. Í næstu viku fjallar Seierstad um fjölmiðla í Bandaríkjunum. MORGUNBLAÐIÐ SUNDAY 17. OCTOBER 2004 11 ’Ef við lítum til baka er ljóst að tal-málsstefnan misheppnaðist algjörlega. Heyrnarlausir gátu ekki tjáð sig, lesið eða skrifað og þeim var ekki gert kleift að afla sér þekkingar.‘Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrn- arlausra, telur heyrnarlausa eiga það inni hjá stjórnvöldum að túlkaþjónusta verði efld. ’Vona ég [...] að með þessari ákvörðunhafi tekist með farsælum og varanlegum hætti að tryggja heyrnarlausum rétt til táknmálstúlkunar í daglegu lífi.‘Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti hækkað framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. ’Hún er svo þægileg og skemmtileg aðþað verður ekkert leiðinlegt að fá hana aftur.‘Einar Bárðarson tónleikahaldari er að skipuleggja tónleika með sópransöngkonunni Kiri Te Kanawa. ’Þetta er allt annað og markhópurinnhefur breyst.‘Rúnar Fjeldsted, framkvæmdastjóri Keiluhall- arinnar í Öskjuhlíð. Þangað hópast nú börn í kenn- araverkfalli. ’Hafið þið heyrt söguna um að Elviseigi að stjórna þriðju kappræðunum?‘Scott Stanzel, kosningastjóri George W. Bush, vísar vangaveltum um bungu á jakka frambjóðandans á bug sem fáránlegum. ’Þetta dróst bara, Hannes var á sjón-um og maður var alltaf að reyna að finna tíma, svo við ákváðum að gera þetta bara allt í einu.‘Anna Kristín Einarsdóttir og Hannes Guðmundsson giftu sig og við sömu athöfn voru tvær dætur þeirra skírðar og síðan fermdar. ’Við erum á besta stað, undir svo-nefndu 100% belti í norðurljósabeltinu.‘Jóhann Ísberg og félagar telja norðurljósin skapa möguleika í ferðaþjónustu yfir vetrartímann. ’Við þetta högg sem ég fékk á vöðva ogvefi fór allt í uppnám í fætinum.‘Svanbjörn Sigurðsson flugmaður segir að ekki hafi mátt miklu muna að hann missti hægri fót í kjölfar brotlendingar. ’Þetta er það sem fólk þarf og vill ídag, jafnt ungir sem aldnir.‘Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, sem ný- lega vígði fyrsta íþróttahús sveitarfélagsins. ’Það er skemmtilegt að þetta föndurmitt skuli svínvirka.‘Jón Geir Jóhannsson trommuleikari smíðar eigin trommur, m.a. úr álfelgum. ’Að þessu sinni töpuðum við fyrir mjöggóðu liði, töpuðum reyndar allt of stórt.‘Logi Ólafsson landsliðsþjálfari segir haustmánuðina ekki hafa verið hagstæða karlalandsliðinu í knatt- spyrnu. ’Þetta gekk mun betur en við áttumvon á.‘Fredrik Ljungberg, leikmaður sænska landsliðsins og Arsenal, eftir 4:1 sigur Svía á Íslendingum. Ummæli vikunnar Jón Geir Jóhannsson hefur nóg að gera við trommusmíðina. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.