Morgunblaðið - 17.10.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 17.10.2004, Síða 14
14 SUNDAY 17. OCTOBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í þessum mánuði fer fram ár- legt árveknisátak um brjósta- krabbamein. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir ræðir við tvo hjúkrunarfræðinga sem kynnst hafa sjúkdómnum bæði í starfi og af eigin raun. Átak gegn brjóstakrabba Bergþóra Karlsdóttir hjúkrunar-fræðingur var starfandi viðsjúkrahústengda heimaþjón- ustu Landspítalans, þar sem hún sinnti meðal annars konum sem farið höfðu í aðgerð vegna brjóstakrabba- meins, þegar hún sjálf greindist með sjúkdóminn fyrir einu ári. „Ég held að það sé erfitt fyrir allar konur að fá þennan úrskurð,“ segir Bergþóra. „En fyrir heilbrigðisstarfs- fólk er það kannski sérstaklega erfitt í ljósi þess að það eru alltaf verstu til- fellin inni á sjúkrahúsunum, en verð- ur minna vart við það fólk sem læknast og kemur ekki til kasta þess meir. Á hinn bóginn var það kostur að sem hjúkrunarfræðingur þekkti ég kerfið mjög vel. Ég fór í aðgerð í byrj- un nóvember í fyrra og fannst gott að útskrifast snemma og fá þjónustu heima við frá mínum starfsfélögum, sem ég þekkti vel. Ég ímynda mér að maður sé ekki hræddur við sömu hluti og aðrir. Ég var búin að hjúkra svo mörgum í þessari aðstöðu að ég vissi til dæmis að það væri ekkert skelfi- legt að vera tengd við dren. Eins fannst mér reynslan hjálpa mér þeg- ar ég fann fyrir aukaverkunum af lyfjagjöfinni. Ég var til dæmis mjög viðkvæm í maga eftir fyrstu meðferð- ina, en vissi alveg hvað var á seyði og bað sjálf um sérstakt lyf í lyfjaforgjöf sem mér var gefið eftir það. Af langri reynslu sem hjúkrunar- fræðingur vissi ég auk þess að góð næring er algjört grundvallaratriði þegar fólk gengur í gegnum erfiðar aðgerðir og meðferðir. Þá er ekki rétti tíminn til að gera tilraunir með mataræði. Ég upplifði oft að konur sem ég hjúkraði voru varla komnar heim af spítalanum þegar byrjað var að vesenast í þeim með allavega ráð- leggingar um sérfæði, seyði og því- umlíkt, sem mér finnst ekki vera rétti tímapunkturinn. Þrátt fyrir að hafa hjúkrað konum í þessum sporum fannst mér lyfjameð- ferðin jafnvel ennþá erfiðari en ég bjóst við. Og annað sem heilbrigðis- stéttirnar þyrftu kannski að gefa meiri gaum er hvað bataferillinn eftir alvarleg veikindi er langur. Eftir svona inngrip með skurðaðgerð og lyfjameðferð er líkaminn verulega lengi að jafna sig. Það er í raun full vinna að koma sér í form á ný og hún verður að vera á skynsamlegum for- sendum. Það skiptir líka mjög miklu máli að vera í góðu formi áður en maður veikist, og það hjálpaði til að ég hafði verið það.“ Orðin sjúklingur á einum degi Bergþóra kveðst hafa fundið nokkuð stórt æxli í brjósti við þreifingu og síðan hafi verið staðfest eftir myndatöku, ómun og ástungu að um krabba- mein væri að ræða. „Konur hafa oft lýst því fyrir mér að þær hafi beðið milli vonar og ótta eftir niðurstöðu úr ástungunni, en eftir að ég var búin að sjá hnút- inn í ómskoðun var ég alveg sannfærð um að ég væri með krabbamein, ég sá það eiginlega á svipnum á lækninum að hana grunaði það mjög sterklega. Ég hefði kannski alveg eins viljað vera í blekkingu í nokkra daga,“ segir Bergþóra og hlær. „Ég hafði alltaf verið hraust, en var í einu vetfangi orðin sjúklingur, það gerðist eiginlega á einum degi.“ Hún segir vel haldið utan um þær konur sem greinast með brjósta- krabbamein hér á landi. „Nú er þetta orðið þannig að ef hnútur kemur í ljós í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu er pantað viðtal fyrir mann hjá SSK móttöku á Landspítalanum, við skurðlækni, krabbameinslækni og hjúkrunarfræðing, en þeir síðast- nefndu fylgja manni svo allan tímann. Ég fór í sex lyfjameðferðir, síðan fylgdu geislar og þá eftirlit. Mér fannst þetta ganga frekar snurðu- laust. Ég vildi stundum óska þess að ferlið gengi svona vel hjá öllum sjúk- lingum, því ég hef oft hjúkrað fólki með langvinna sjúkdóma sem lendir ekkert voðalega vel í kerfinu.“ Bergþóra byrjaði aftur að vinna um miðjan september. „Ég er reyndar að taka við öðru starfi innan Landspítala – háskólasjúkrahúss, sem mér hafði verið boðið að taka að mér áður en ég veiktist, og mun því ekki halda áfram að sinna konum sem gengist hafa undir aðgerð vegna brjóstakrabba- meins. En núna veit ég að það sem ég var að segja konum í eftirhjúkruninni um mikilvægi æfingar, næringar og svo framvegis var engin vitleysa, og það gleður mig þrátt fyrir allt.“ Ekki slá lífinu á frest Sigrún Lind Egilsdóttir, deildar-stjóri á bráðaöldrunarlækn-ingadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss, greindist með brjóstakrabbamein í júní 2003. „Meinið kom í ljós við reglubundna brjóstamyndatöku hjá Krabba- meinsfélaginu,“ segir Sigrún. „Ég fór að vísu ekki á réttum tíma í skoðun, var alltaf á leiðinni en kom því loks í verk tæpu ári of seint, og nagaði mig í handarbökin yfir því eftir á. Þremur dögum síðar fékk ég bréf með tilmælum um að koma í frekari skoðun á Landspítalanum og þá var þetta staðfest. Það var auð- vitað mikið áfall. Í raun og veru skipti það engu máli að ég væri hjúkrunarfræðingur, þótt maður sé í faginu er alltaf erfitt að fá úrskurð um alvarlegan sjúkdóm. Það er eins og kippt sé undan manni fótunum.“ En Sigrún segir að reynslan af því að starfa innan heilbrigðiskerfisins hafi að vissu leyti komið sér vel. „Ég þekkti auðvitað innviði spítalans og allt rannsóknaferlið, að fara í blóð- prufur og bíða eftir niðurstöðum, og það kom mér því ekkert á óvart. Ég þurfti ekki að fást við spítalakvíðann sem kemur upp hjá mörgum. En það var samt nógu erfitt að takast á við þennan úrskurð.“ Nema þurfti annað brjóstið burt og Sigrún fór í aðgerð í lok júní á síðasta ári. „Sjúkrahúslegan er ekki löng, aðeins tveir til þrír dagar, en eftir að heim er komið nýtur maður sjúkrahústengdrar heimaþjónustu. Síðan tók lyfjameðferðin við um miðjan júlí. Þrátt fyrir að hafa lært og starfað við hjúkrun hafði ég eins og aðrir þörf fyrir að fá ýmsar upp- lýsingar um sjúkdóminn og með- ferðarferlið, og krabbameinslæknir- inn minn gaf sér góðan tíma til að útskýra það fyrir mér. Ég var með manninn minn og dóttur með mér í viðtalinu, sem mér fannst mjög gott, því það fer svo margt af stað í höfð- inu á manni við þessar aðstæður. Læknirinn skráði öll atriðin niður á blað og flokkaði þau sem jákvæð eða neikvæð. Það var afar gagnlegt að geta farið yfir þetta þegar heim var komið, því það er erfitt að meðtaka allar þessar upplýs- ingar í einu. Mikilvægt að fá stuðning Ég hafði heyrt af erlendum rannsókn- um sem bentu til þess að heilbrigðisstarfs- fólk sem veiktist fengi ekki eins góða þjón- ustu innan sjúkrahúsa og almenningur, þar sem gert væri ráð fyr- ir því að það hefði alla nauðsynlega þekk- ingu á sjúkdómnum. En ég varð ekki vör við það, allt var útskýrt mjög vel fyrir mér og ég fann ekki fyrir neinu sérstöku viðmóti sem starfsmaður spítalans. Ég var til dæmis með mjög góðan hjúkrunarfræðing í lyfjameðferðinni sem setti sig ekki í neinar stellingar þótt við værum starfssystur.“ Lyfjameðferðinni var lokið í nóv- ember og þá tók við geislameðferð sem stóð frá desember til janúar. Sigrún segir að meðferðirnar hafi tekið mikið á. „Þær tóku frá manni mikið þrek og höfðu ýmsar auka- verkanir. Ég missti til dæmis öll hárin á líkamanum og slímhúðin varð viðkvæm, meðal annars í munni og nefi, og ég þurfti því á tímabili að fá allan mat maukaðan. Og það var ekki síður erfitt að missa annað brjóstið, því brjóstin eru svo stór hluti af líkamsímynd kvenna. En ég þurfti bara að takast á við þetta og vinna mig út úr áfallinu, það var ekki um annað að ræða. Það er mikilvægt að gefa sér tíma og gangast við þeim tilfinningum sem koma upp, en ekki reyna að þykjast vera hress. Það var ómetanlegt að fá góðan stuðning frá fjölskyldu, vin- um og vinnufélögum. Skömmu eftir aðgerðina kom líka kona frá Sam- hjálp kvenna til að veita mér per- sónulega ráðgjöf, meðal annars um gervibrjóst, og það var mjög nota- legt að fá þá heimsókn í ró og næði. Fljótlega fór ég að taka þátt í gönguhóp með öðrum konum sem voru í krabbameinsmeðferð. Við hittumst í Laugardalnum og ég hafði mig alltaf af stað, sama í hvernig formi ég var, sem var mjög hollt. Ég fór einnig í endurhæfingu og tók þar þátt í hópastarfi, þar sem meðal annars var farið í streitu- stjórnun og hvernig efla mætti sjálfsmyndina. Ég hafði lært mikið um þetta, en engu að síður fannst mér alveg nauðsynlegt að fara í gegnum endurhæfinguna. Nú hefur verið dregið úr þessari þjónustu og búið er að leggja endurhæfingar- stöðina í Kópavogi niður. En ég tel að það sé mjög mikilvægt að efla Kippt undan manni fótunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.